Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 2
3 DVi k'AU(ÍARmGyft.4, FaBílUAIt Forstjóri lceiand Seafood um Bandaríkjamarkaðinn: ALDREIHARDARI SAMKEPPNIEN NÚ — Norðmenn og Kanadamenn hafa aldrei boðið lægra fiskverð og nautakjöt hef ur hríðlækkað í verði „Samkeppnin hefur oft veriö hörð og sérstaklega síöustu tvö árin en hún hefur aldrei oröið eins og nú. Eg hef aldrei séö lægra verö, t.d. frá Kanada og Noregi, sem gilda á út fösluna, eins og núna,” sagöi Guöjón B. Olafsson, forstjóri Iceland Seafood, dótturfyrirtækis Sam- bandsins í Bandaríkjunum, í viðtali við DV i gær. Astæðumar fyrir þessari hörku nú taldi Guöjón annarsvegar vera þá aö óvenjumörgum nautgripum heföi verið slátraö svo verð á nautakjöti væri nú lægra en þaö hefur veriö í mörg ár. Spár reiknuðu þó meö að það færi aftur hækkandi upp úr miðjuári. Hin ástæöan er að aldrei hefur meira veriö flutt inn af blokk, einkum þorskblokk, tU Bandaríkj- anna en í fyrra. Heildarinn- flutningurinn nam 351,6 miUjónum punda í fyrra á móti 290,9 mUljónum áriö áður, jókst sem sagt um 20,9 prósent. Spár gera ráö fyrir að fisk- neysla í landinu hafi hins vegar ekki aukist nema um tíu prósent á sama tíma svo miklar birgðir hafa hlaöist upp. „Það er því hart barist um sölu á hverjum bita núna því birgöir af þorski eru nú t.d. helmingi meiri en á sama tíma í fyrra,” sagöi Guöjón. Hann sagði birgðir Iceland Sea- food þó í eðlUegu horfi en reiknaöi meö aö janúarsalan nú yröi heldur lægri en í fyrra en þá var janúar mjög góöur. En rétt í því barst tölvu- útskrift um janúarsöluna nú og reyndist hún 9,3 miUjónir dollara, eða sama upphæö og í fyrra, sem kom Guöjóni skemmtUega á óvart. -GS. Fyrirspum um „Treholt- skýrsluna”: Svar f Ijót- lega — segir utanríkisráðherra ,,Það kemur í ljós hvaö ég hef um þetta mál aö segja þegar ég svara því á Alþingi,” sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra, aöspuröur um fyrirspum Stefáns Benediktssonar á Alþingi. Fyrirspum Stefáns Benediktssonar var s vohl jóöandi: 1) Er skýrsla sú sem Bragi Jósefsson, Hannes Pálsson og Stefán Jónsson sendu utanríkisráð- herra 22. desember 1971 merkt sem trúnaðarmál? 2) Hefur verið kannaö hver afhenti Morgunblaöinu skýrsl- una? 3) Hver ber ábyrgö á vörslu og afhendingu trúnaðarskjala og annarra leyndargagna utanríkisráðuneytis? 4) Sér ráöherra ástæðu til aðgerða vegna birtingar þessarar skýrslu? Utanríkisráðherra kvaöst mundu svara þessari fyrirspum á Alþingi fljótlega. -HÞ FISKVERDIÐ STOKKAÐ UPP —til jöf nunar á af komu vinnslugreina og vegna nýs gæðamats Ákvörðun um nýtt fiskverö frá 1. febrúar er ekki í burðarliönum enn. Ástæöan er sú að líklega veröur aö stokka upp öll verðhlutföll til jöfnunar á afkomu frystingar annars vegar og saltfisk- og skreiöarverkunar hins vegar. Einnig þarf meö nýju gæöa- mati, sem er í deiglunni, að stokka upp veröið svo aö heildartekjur útgerðar og sjómanna skerðist ekki þess vegna. Þama er sem sagt, samkvæmt heimildum DV, um aö ræöa miklar innri breytingar á fiskveröinu sem móta þarf áður en unnt er aö fjalla ákveðið um . hiutfallslega heildar- hækkun á því. Markaösverö erlendis á fiski og fisk- afurðum hefur heldur lækkað undan- farið í dollumm. Hins vegar hefur doliarinn styrkst meira en sem því nemur og þannig hefur markaðsveröið hækkað lítils háttar í krónum. Jafnframt því aö yfimefnd Verölags- ráös sjávarútvegsins fjallar um fisk- veröiö vinnur ráögjafanefnd sjávarút- vegsráöherra aö því aö finna úrræöi í rekstrarvanda útgerðarinnar. Hann er þess eðUs að hækkun fiskverðs getur ekki dregið langt til þess að minnka hann. Þar er því aðallega um aö ræöa úrræði á sviöi lánabreytinga, breyt- inga lausaskulda í föst lán og sérstök uppgjör vegna þeirra skipa sem þyngstar skuldir hvUa á. Hugsanlega veröur ekki komist hjá því að einhver skip fari undir hamarinn. TaUö er aö kjör sjómanna veröi heldur ekki nægilega tryggö meö fisk- veröshækkun þótt þeir hafi tekiö á sig og taki hvaö þyngstan baggann af kjararýrnuninni í þjóöfélaginu. Þeir eiga nú ekki lengur von í sama hlut og áöur eftir að aflamark hefur verið sett stórlega niöur. Þess vegna er til sér- stakrar athugunar að létta á skatt- byröi þeirra í ár vegna þeirra tekna sem þeir öfluöu í fyrra. -HERB. Hlutur ríkisins í Iðnaðarbanka boðinn til sölu Hlutabréf ríkissjóös í Iönaöar- banka Islands munu veröa til sölu innan skamms. Báöir stjómarflokk- arnir hafa samþykkt sölu hlutabréf- anna og mun veröa leitað staðfest- ingar Alþingis eftir aö verömæti þeirra hefur veriö metiö. Aö sögn Sverris Hermannssonar iönaöarráð- herra munu aörir hluthafar njóta forkaupsréttar aö hlut ríkisins í bankanum. I gær var lagt fram frumvarp um sölu á Siglósíld en nýir eigendur tóku yfir rekstur fyrirtækisins um áramót og er því hér einungis um formlega staðfestingu aö ræða þar sem báöir stjómarflokkamir hafa staðfest söluna fyrir sitt leyti. Aöspurður um sölu annarra ríkis- fyrirtækja, sem heyra undir iönaöar- ráöuneyti, sagði Sverrir Hermanns- son aö hann vildi hvorki selja Sementsverksmiðju ríkisins né Ríkisprentsmiöjuna Gutenberg. Hins vegar væri nú unniö aö úttekt á Landssmiðjunni og er henni væri lokiö myndi farið aö huga aö sölu fyrirtækisins. -ÓEF. Það er ekki alltaf sem fjöruspói kemur i heimsókn hingað ijanúarmánuði. Mynd þessi var tekin i Grundar- firði i siðustu viku þar sem fuglinn var að jafna sig i kaffistofu Soffaníasar Cecilssonar eftir árás af hálfu krumma. Starfsmönnunum varð greinilega ekkertum sel við allan bægslaganginn i fjöruspóanum. _____________________________________________________________DV-myndBæring Cecilsson. GAGNSLAUSIR SAMNINGAR — mótist þeir ekki af stöðu þjóöarbúsins, segirsjávar- útvegsráðherra „Viö höfum vonaö að þegar tekist heföi að ná verðbólgunni niður sæju menn gagnsleysi þess aö semja um kjör í landinu umfram þaö sem markaðir og þjóðarbúiö þola. Eg treysti þvi fullkomlega aö aöilar hafi skilning á þessu grundvallaratriöi,” segir Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra um k jarasamningana. Nú er því fleygt aö sú yfirlýsing forsætisráöherra aö 6% almennar launahækkanir í staö 4% gætu komiö til greina jafngildi 100 þúsund tonnum af þorski í peningum. „Þaö er erfitt fyrir okkur Islendinga aö komast frá þeirri hugsun, sem hér hefur ríkt, að 1% til og frá í launum skipti litlu sem engu máli í 100% verðbólgu. Þaö þykir gott hjá flestum öðrum þjóðum ef þjóðartekj- ur vaxa um 2—4% á ári og kjörin batna sem því nemur. Og verðbóigan hér er ekki lengur 100%. Annars er það mat ríkisstjórnar- innar, og að mínu viti alger sam- staöa um þaö, aö 4% aukning launa- kostnaöar á árinu sé þaö mesta sem megi veröa tíl þess aö markmiðum hennar veröi náö og hægt verði aö byrja aö byggja upp af krafti fyrir framtíðina. Fari launakostnaöurinn fram úr þessu versnar staðan sem því nemur og þaö má hver jum manni vera ljóst að þaö eru gagnslausir samningar sem byggjast á umfram- neyslu og þar með aukinni skulda- söfnun erlendis.” HERB Engin ákvörðun enn — um f ramlag til eggjadreif ingarstöðvar „Þaö hefur engin ákvöröun veriö tekin í þessu máli enn,” sagöi Jón Helgason landbúnaðarráðherra er DV spurði hann um fjárveitingu til eggja- dreifingarstöövar. Framleiösluráö landbúnaöarins hafði lagt fram tillögu þess efnis að veitt yröi fimm milljónum króna til stofnunar eggjadreifingarstöövar. Bíöur það erindi nú afgreiösiu land- búnaðarráöherra. Hann sagöi aö nú væri unnið aö athugun á málinu og aö ákvöröun yröi tekin að henni afstaö- inni. -JSS. BILASYNINGIDAG- LAUGARDAG KL. 10-5 NÝIR OG NOTAÐIR BÍLAR TIL SÝNIS OG SÖLU KYNNUM Bifreiöar & Landbúnaðarvélar hf. SUOURLANDSBRAUT 14, SlMI 38600 Sötudeid simi 312 36

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.