Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 40
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir 40 DV. LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR1984. Kvikmyndir Kv Sjötta kvikmyndahátíðin í Reykjavik Catherine Deneuve, hin þekkta franska leikkona, leikur aðalhlutverkið i myndinni Amerikuhótelið. Spánska myndin Að byrja aftur fékk óskarsverðlaunin i fyrra sem besta erlenda kvikmyndin. Finnska kvikmyndin Jón þykir ein athyglisverðasta kvikmynd sem Önnur tveggja mynda frá Sviþjóð er Leyndarmál. Saga um tvö stórborgar- Finnar hafa gert undanfarin ár. börn i velferðarþjóðfélagi. Querelle er einhver athyglisverð- asta kvikmyndin á hátíðinni. Er það siðasta mynd hins látna snillings Rainer Werner Fassbinder. I dag veröur sjötta kvikmynda- hátíðin opnuð í Reykjavík, með sýn- ingu á Hrafninn flýgur, í Háskólabíói. Er þaö í fyrsta skipti sem Kvikmynda- hátíðin er opnuö með íslenskri kvik- mynd, sem er að vísu gerð í samvinnu við Svía. Leikstjóri myndarinnar er Hrafn Gunnlaugsson. En stjórnun kvikmyndatöku var í höndum Tony Fnr.^berg sem meðal annarra verka kvikmyndaði hina mjög svo rómuðu kvikmynd Ingmar Bergmanns, Fanny og Alexander. Kvikmyndahátíðin er orðin fastur liður í menningarlífi Islendinga og beðið með eftirvæntingu ár hvert. Aðsókn hefur alltaf verið góð og er ekki annað að ætla en svo verði einnig nú, enda er kvikmyndaúrvalið mikið og f jölbreytt. Kvikmyndahátíðin mun standa frá 4.-6. febrúar og verða sýndar þrjátíu og sjö erlendar kvikmyndir frá 14 þjóðum ásamt öllum þeim íslensku kvikmyndum sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Sýningar verða í Regnboganum og byrja þær kl. þrjú á daginn og síðustu sýningar verða kl. ellefu að kvöldi. Hrafninn flýgur verður sýnd í Háskólabíói. I Regnbog- anum verða í notkun fimm salir og ættu allir aö finna eitthvað við sitt hæfi á hverjum degi. Það verður mikið um erlenda gesti sem munu heimsækja okkur meðan hátíðinni stendur, eöa tólf manns. Eru það kvikmyndaleikstjóramir John Waters, umdeildur bandarískur leik- stjóri og fyrirlesari, en þrjár mynda hans verða sýndar á hátíðinni, Hollendingurinn Orlow Seunke, sem einnig á eina mynd, Yves Boisset, franskur leikstjóri, sem á eina af sex frönskum kvikmyndum, og Jack Hofsiss, leikstjóri einnar af banda- rísku kvikmyndunum er hér verða sýndar. Frá Norðurlöndum fáum við kvik- myndatökumanninn Tony Forsberg, er filmaði Hrafninn flýgur. Tveir biaðamenn koma, Bretamir Peter Cowie og Nick Roddick. Einn erlendu gestanna er ótalinn en það er banda- ríski prófessorinn A1 Milgren sem hér mun halda fyrirlestur meðan á hátíð- inni stendur. Það er eins og áður sagði þrjátíu og sjö erlendar kvikmyndir sem boðið er upp á og er stærsti hlutinn frá þremur þjóðum, Bandaríkjunum, Spáni og Frakklandi. Fer hér á eftir listi yfir allar erlendu k vikmyndimar er sýndar verða dagana 4.-12. febrúar ásamt smáupplýsingum um þær. BANDARIKIN PINK FLAMINGOS Leikstjórl: John Waters. John Waters segir Pink Flamingos fjalla um amerískt viöfangsefni: Sam- keppni um ófrið. Tvær fjölskyldur takast á um titilinn „The Filthiest People Alive” eöa mesta skitapakkið. Aöalhlutverkiö er í höndum aðal- stjömu John Waters, Divine, sem er rúmlega hundrað kílóa kynskiptingur. , FEMALE TROUBLE Leikstjóri: John Waters. Female Trouble er tileinkuð Charles „Tex” Watson, dæmdum morðingja og félaga Charies Manson. Myndin segir sögu Dawn Davenport (Divine) frá unglingsárum til dauða í rafmagns- stólnum. DESPERATE LIVING Lelkstjóri: John Waters. Desperate Living gerist í Mortville, afdrepi fyrir misindismenn sem stjórnað er af Charlottu drottningu. I lokin verður bylting og drottningin grilluð meö epli í munni og etin. Eins og sjá má af efnisinntaki þessarar myndar John Waters fer hann ekki troðnar slóðir í kvikmyndagerð enda hefur hann sjálfur sagt að hann reyni svo að ganga fram af fólki að því ofbjóði ekki lengur heldur verði skemmt. DARRAÐARDANS (I’M DANCING AS FAST ASICAN) Leikstjóri: JackHofsiss. Darraöardans er byggð á sjálfs- ævisögulegri metsölubók eftir kvik- myndaframleiöandann Barböru Gordon. Myndin er lýsing á áralangri baráttu hennar við eiturlyfið” valium. Kjarni myndarinnar snýst um þær hroðalegu kvalir sem Gordon gengur í gegnum þegar hún reynir að losna undan ægivaldi lyfsins og það andlega skipbrot sem hún bíður þegar hún gerir sér grein fyrir því hversu illa stödd hún er eftir áralanga neyslu. Það er hin þekkta leikkona Jill Clayburgh sem leikur Barböru Gordon. ANDLIT (FACES) Leikstjóri: John Cassavetes. Andlit er önnur mynd Cassavetes og ein athyglisverðasta mynd sem „sjálf- stæður” kvikmyndaleikstjóri hefur gert í Bandarikjunum. Þótt aðrar myndir Cassavetes hafi notið meiri almenningshylli er Andlit sú mynd Cassavetes sem gagnrýnendur hafa lofað mest og hefur hún unnið til fjölda verðlauna. KONA UNDIR ÁHRIFUM (A WOMAN UNDER THE INFLU- ENCE) Leikstjóri: John Cassavetes. Kona undir áhrifum er þekktasta kvik- mynd Cassavetes. Þetta er sú kvik- mynd sem vakti athygli almennings á honum sem kvikmyndaleikstjóra og færði honum og eiginkonu hans, Gene Rowlands, þá viðurkenningu sem þau áttu skiliö. FRUMSYNING (OPENING NIGHT) Leikstjóri John Cassavetes. John Cassavetes velur sér hér eins og ávallt áöur að yrkisefni innri baráttu og sálræna erfiðleika sem gjarnan herja á amerísku millistéttina. Myndin er lýsing á örvæntingarfullum heimi frægrar leikkonu sem er um það bil að fá taugaáfall. Það er Gene Rowlands sem leikur leikkonu sem er viö æfingar á erfiðu hlutverki þegar hún verður vitni að því að einn aödáandi hennar ferst í slysi. Þessi atburður verður til þess að leikkonan fer að endurskoða sitt eigiðlíf. SÍÐASTA NÖTTIALAMO (LAST NIGHT AT THE ALAMO) Leikstjóri: Eagle Pennell. Báöir eru þeir, Pennell leikstjóri og Kim Henkel handritshöfundur myndarinnar Síðasta nótt í Alamo, Texasbúar. Þetta Alamo sem um getur er bar í borgarhverfi í Houston í Texas sem á að fara að rífa. En náungi sem kallaður er , Jíúrekinn” er fremstur í flokki þeirra sem eru andsnúnir því. Myndin sýnir á kíminn hátt karl- mennsku og hetjudýrkun sem siglt hefur í strand á nýjum og breyttum tímum. ELDSKÍRN (BORNIN FLAMES) Leikstjóri: Lizzie Borden. Eldskírn er kvenréttindabaráttukvik- mynd sem gerist í óljósri framtíð. Þegar hún byrjar hefur átt sér stað þjóðfélagsbylting í Bandaríkjunum. Þar er nú framsækin lýðveldisstjóm sem staðið hefur fyrir miklum þjóð- félagsumbótum á öllum sviðum nema hvað snertir réttindi kvenna. Þunga- miðja atburðarásarinnar er stofnun kvenréttindasamtaka sem smátt og smátt breytast úr litlum hverfasam- tökum I stóra og öfluga alheimskeöju kvenréttindabaráttufólks. FLJOTANDIHIMINN (LIQUIDSKY) Leikstjóri: Slaya Tsukerman. Fljótandi himinn er einkar frumleg ný- bylgju-ævintýragamanmynd. Myndin er fyrsta leikna kvikmynd rússneska leikstjórans Slava Tsukerman sem nú er búsettur í Bandarikjunum. Hún er gróflega opinská og á allan hátt óvenjuleg í stíl, byggingu og efnismeð- ferð enda er efniviðurinn sjálfur ekki það sem maður á almennt að venjast í amerískri kvikmynd. SPÁNN EINIR í MORGUNSÁRIÐ (SOLOS ENLA MADRUGADA) Leikstjóri: Jose-Luis Garci. Einir í morgunsárið er önnur mynd . Jose-Luis Garci, gerð 1978.1 henni má jgreina enduróm breytingaskeiðsins á Spáni frá Francostjóm til lýðræðis- hátta. EL GRACK OG EL CRACK TVÖ Leikstjóri: Jose-Luis Garci. Árið 1981 gerði Garci E1 Crack og ’ kemur þar vel í ljós þekking Garci á bandarískum sakamálamyndum og höfundum eins og Dashiell Hammett og James M. Cain, enda er Jose-Luis Garci aödáandi bandarískrar kvik- myndalistar. E1 Crack er dæmigerð lögreglu- og sakamálamynd í stíl Sam Spade og Philip Marlowe. Myndin er tekin í Madrid og New York. E1 Crack tvö er annar hluti þessarar sakamála- 1 myndar. AÐ BYRJA AFTUR (VOLVER A EMPEZAR) Leikstjóri: Jose Luis Garci. Að byrja aftur er ljúfsár mynd um ást og eftirsjá og fékk myndin óskars- verðlaunin sem besta erlenda kvik- myndin 1982. Nokkrir af þekktustu leikurum Spánar leika aðalhlutverkin. BLÁKLÆDD (VESTIDA DE AZUL) Leikstjóri: Gimenez-Rico. Mynd þessi fjallar um afar óvenjulegt efni, það er líf og tilfinningar kynskipt- inga, karlmanna sem gangast undir aðgerð til þess að öðlast útlit kven- manna. Blær myndarinnar er yfirlæt- islaus, kíminn og sannverðugur. VALENTlNA Leikstjóri: Antonio Jose Betancor. I lok borgarastyrjaldarinnar 1939 reynir fanginn Jose Garcés að halda í sér lífi með því að leita í huganum til bernsku og æskuminninga. Einkum verður á minningavegi hans Valentína, fyrsta ástin. Valentína er um ástarsögu þessa og gerist í litlu þorpi á Norður-Spáni í kringum 1911. SUÐRIÐ (ELSUR) Leikstjóri: VictorErice. Suörið er nýjasta mynd Victor Erice sem kemur fram á sjónarsviðið aftur eftir tíu ára hlé. Þar er sögð saga lítillar stúlku og er hún jafnframt sögu- maður í myndinni og leiðir okkur í myndbrot æsku sinnar. Efni myndar- innar er fjórþætt, stúlkan uppgötvar föður sinn um leið og hann fjarlægist, hún uppgötvar fjölskylduna, síðan þjóöfélagið og ástina um leið. FRAKKLAND AMERÍKUHOTELIÐ (HOTEL DES AMÉRIQUES) Leikstjóri: André Téchine. Vettvangur þessarar myndar er ástin og ástríður í borginni Biarritz, syöst á Atlantshafsströnd Frakklands. Það eru tveir af þekktustu leikurum Frakka sem leika í þessari mynd. Catherine Deneuve og Patrick Dewaere. Kringum þær persónur sem þau leika ríður Téchine þéttofið net aukapersóna sem minnir um margt á franskar raunsæiskvikmyndir frá fjórða áratugnum. BANVÆNT SUMAR (L’ÉTÉMEURTRTER) Leikstjórl: JeanBecker. Jean Becker vill með þessari mynd skapa alþýöumelódrama og flétta þar inn í þjóðfélagslýsingar úr frönsku þorpslífi, svipmyndir af ævagömlum hefðum í Suður-Frakklandi og brúa þannig bilið minni nútímakvikmyndar og þeirrar margfrægu frönsku kvik- myndastefnu millistríðsáranna sem nefnd hefur verið „ljóðrænt raunsæi”. ALLA NÖTTINA (TOUTE UNE NUIT) Leikstjóri: Chantal Akerman. 1 myndinni Alla nóttina er ekki um að ræða neinn beinan söguþráð heldur taktfastar tengingar á myndbrotum eða sjálfstæöum myndköflum sem allir lúta persónulegri sýn leikstjórans, Chantal Akerman, af næturlífi í heima- borg hennar, Bruxelles. Akerman tekst að ná sjaldgæfu jafnvægi heildar- skynjunar í þessu sprengda frásagna- formi. ÖRLÖG JULÍU (LE DESTIN DE JULIETTE) Leikstjóri: Aline Issermann. Aline Isserman styðst við sannsögu- legt efni í þessari fyrstu mynd sinni í fullri lengd. Hún hitti konuna sem myndin fjallar um og þessi kona greindi henni frá harmsögu sinni sem er lygilegri en nokkur skáldsaga. Issermann hefur fundiö frásögu sinni sérstætt form og persónulegan stíl sem verður annað og meira en yfirborðsleg lýsing á ytri aðstæðum. Harmleikur persónanna birtist í allri uppbyggingu myndarinnar. ÁHÆTTUÞÓKNUN (LE PRIX DU DANGER) Lelkstjóri: Yves Boisset. Mynd Boisset vakti mikið umtal þegar hún var fyrst frumsýnd í fyrra enda lagt til atlögu við stórveldi þar sem franska sjónvarpið er. Boisset er þekktur fyrir sakamála- og spennu- myndir og er í þessari mynd um aug-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.