Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR1984. 25 Texti: Kristín Þorsteins- déttir ur og Flosa Olafssyni áöur en þá hafa þau bæði verið í grínhlutverkum. Mig hafði lengi dreymt um að skrifa dramatískt hlutverk fyrir Eddu og nú gerði ég þaö. Eins er meö Flosa og mér finnst hann gera ógleymanlega hluti þama.” — Þú segir skrifa fyrir. Ertu þá bú- inn að tala við leikarana áður en þú Oft orðið fyrir vonbrigðum — Nú hefur þessi mynd veriö valin til heiðursþátttöku á kvikmyndahátíð- inni í Berlin. Hvað þýðir það ná- kvæmlega? „Það er eins og að hafa sett í þann stóra en eiga eftir að sjá hvernig til Jakob Þór Einarsson ihlutverki Gests, aðalpersónu myndarinnar. Hrafninn flýgur er sjöunda kvikmynd Hrafns. Auk þess hefur hann gert fimm videomyndir fyrir sjónvarpið. Það eru þeir Karl Júlíusson og Gunnar Baldursson, sem hafa leikmynd og -búninga með höndum. Myndin verður sýnd í Háskólabíói, fyrst um sinn, en verður síðar flutt íNýjabíó. Helgi Skúlason leikur Þór. Það verður um mánaðamótin febrú- ar-mars sem myndin verður sýnd á kvik- myndahátíðinni í Berlín. myndum þínum áður, ertu að byggja upp einhvers konar „leikaragengi” í kringum þig? „Ja, þarna eru saman komnir mínir uppáhaldsleikarar. Helgi Skúla- son lék í Blóðrauðu sólarlagi og þetta hlutverk skrifaði ég beinlínis fyrir hann. Eins er það með þá Jakob Þór Einarsson og Svein M. Eiðsson. Þeir léku báöir í Oðalinu og ég hét því þá að skrifa fyrir þá hlutverk þar sem þeir fengju aö njóta sín betur. Einnig hef ég unniö með Eddu Björgvinsdótt- skrifar handritið? „Nei, ekki er það nú, en oftast ræt- ist það að ég fæ þá leikara sem ég hef augastað á.” — Hvaðan er nafniö á myndinni komið, Hrafninn flýgur? „Þetta vísar til goðafræðinnar, til hrafna Oðins. Þeir flugu um allan heiminn og sögðu Oöni fréttir. Aðalpersónan í myndinni, Gestur, sér allt og veit allt. Nafn hans er einnig úr goðafræöinni. Og eftir að áhorfand- inn fær fullvissu fyrir þvi aö Gestur er örlagavaldur myndarinnar, fljúga tveir hrafnar fyrir.” tekst við að landa honum. Það þarf að vinna vel úr þeirri auglýsingu sem myndin fær þama. Og ég veit að Svíar munu gera mikið fyrir hana því þeir líta á myndina sem sína að nokkru leyti.” — Hvemig stóð á því að þín mynd varð fyrir valinu? „Það var rétt fyrir jól að Manfred Saltgeber, framkvæmdastjóri Berlín- arhátíðarinnar, ferðaðist um Norður- löndin í leit að kvikmyndum sem kæmu til greina. Hann sá Hrafninn flýgur á klippiboröi og hreifst af henni þótt hún væri aöeins hálfgerð. Hann valdi hana ásamt sjö myndum öðrum, og þessar myndir átti svo að leggja fyrir dómnefhd hátíðarinnar. Það hefur gerst að engin mynd frá Norðurlöndum hafi hlotiö náð fyrir augum nefndarinnar. Eg fór sjálfur með myndina til Berlínar því hún var svo seint tilbúin. Eg beið á hóteli í þrjá daga eftir úrshtunum. Það voru erfiðir dagar, skal ég segja þér. Maöur hefur svo oft orðið fyrir von- brigðum enda er þetta hörð sam- keppni. Það var síöan hringt í mig og mér tilkynnt að mín mynd hefði orðið fyrir vaUnu ásamt annarri danskri. Og það get ég sagt þér aö þá trúði ég ekki mínum eigin eyrum!” — Mér skilst að myndin f jaUi um séríslenskt fyrirbæri og yrkisefnið sé sótt í íslenskar fomsögur. Heldurðu aö þetta eigi erindi tU útlendinga? „Þótt myndrn gerist árið 900, fjallar hún um nútímann og á því fullt erindi til samtímans.” Lrfsháskamynd — Nú hefur hljóöiö í íslensku myndunum gert þaö að verkum að þær hafa ekki verið samkeppnisfærar við erlendar myndir. Hvemig hefur það tekist í þetta smn? „Okkur hefur tekist að koma textanum alveg tU skila að þessu sinni. Hljóðmaðurinn í þessari mynd, GunnarSmári Helgason, sem einnig var í OðaU feðranna, er sá maður sem hefur stutt mig hvað mest. Að þessu sinni hefur honum tekist aö gera raunverulegt „sound” og myndin er tekin upp í Dolby stereo.” — Er ekki nýjabrumið farið af íslenskum kvikmyndum? Heldurðu, að fólk komi enn í bíó bara af því aö myndin er íslensk? „Islensk kvikmyndaUst er ekki rétt- lætanleg nema leikstjórinn hafi ein- hver skilaboð að flytja. Ef yrkisefnið á erindi við áhorfendur koma þem. Og auðvitað enn frekar ef yrkisefnið er íslenskt. Annars er kvikmyndagerð hér á landi svo háð aðsókninni. Þess vegna eru menn hræddari við að leggja út í ævintýri, þeir geta einfaldlega orðið „faUítt”. Þá er sú hætta fyrir hendi að menn fari að gera einhverjar hopp • og hí myndir eða draugamyndir. Það er spumingin um að gera iðnaðar- mynd eða Ustaverk og það síðar- nefnda þarf aUs ekki að vera þungt og leiöinlegt. Eg hef sjálfur gert iðnaðarmyndir, eins og Undir sama þaki, og það er nauðsynlegt á miUi.” — Hvort er Hrafninn iðnaðarmynd eöa listaverk? „ÆtU hún sé ekki fyrst og fremst lífsháskamynd! Annars geri ég hand- rit af ástríðu. Eg geri kvikmynd, því í huga mér er saga sem mig langar að koma á framfæri. Sumir fara hins vegar upp i hiUu og finna sér bók tU að kvikmynda. Reyndar ætlaði ég mér að verða rithöfundur en einsemd- in varð svo yfirþyrmandi að ég valdi kvikmyndina þess í staö. TímUin verður svo að leiða í ljós hvort maður fer erindisleysu eða hefur árangur sem erfiði.” Blóðrautt sólarlag sanfærði mig — FUinst þér þú hafa náð til fólksins? „Ja, mér fannst á viðbrögðum fóUís við OðaU feðranna að skilaboðin í myndmni hefðu verið tUnabær. Ann- ars var Blóðrautt sólarlag sú mynd sem sannfærði mig um það að kvik- myndagerð væri mitt fag og ætti við mig.” — Hvaða áhrif hefur gagnrýni á Þig? „LítU nú í seinni tíð. Undan- tekningalaust er þar á ferð níðhöggur eða góðvUjaður maður sem hefur áhuga á kvikmyndum og hefur því engu við það áUt að bæta sem ég hef gert mér um viökomandi kvikmynd. Eins og gagnrýni, sem birtist ekki alls fyrU- löngu, þar sem sá sem skrifaði eyddi 95 prósentum greinar- innar í það hvemig handritið hefði átt að vera, svo viðvanmgsleg þótti honum myndin. En ég spyr, hver er viðvaningurinn í svona skrifum?” — Ef þú gerir aðra kvikmynd, um hvaö á hún að vera? ,4íonuna.” -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.