Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR1984. finnst okkur ekki seinna vænna aö fara af staö meö ráögjöf sem þessa. ” Nafnleynd — Hvemig ætlið þið aö haga þessari starfsemi? „Við ætlum ekki að skrá þau erindi sem okkur kunna aö berast undir nafni. Konan þarf því ekki að gefa upp nafn frdtar en hún vill. Viö teljum það einfaldlega ekki nauðsynlegt, hvorki munum við leita eftir upplýsingum um viðkomandi konu né gefa öðrum upplýsingar. Með þessu gefum við konum frjálsari hendur, þær geta leitað til okkar og spurst fyrir um rétt sinn án þess eitthvað sé endilega að. ” — Hvað meö fjárhagshliöina? Kostar ekki svona ráðgjöf eitthvað? „Ráðgjöfin er veitt öllum konum þeim að kostnaðarlausu. Auk þess vinnum við endurgjaldslaust við þetta í okkar frítíma. Hins vegar erum við ekki að rétta að konum einhverja ölmusu. Við sem störfum við ráð- gjöfina erum ekki eingöngu gefendur heldur um leið þiggjendur. Það verður okkur dýrmæt reynsla að tala við aðrar konur, kynnast þeirra lífsvið- horfum og vandamálum.” , Við okkur geta konur rætt sín mál eins og maður við mann.' Ef karlmaður leitar til ykkar...? — Þið segist einungis ætla að veita konum lið. En hvað ætlið þið að gera ef karlmaður leitar til ykkar? Vísið þið honumfrá? „Já, við gerum það. Þetta er eðlileg spurning, þar sem margir karlar standa höllum fæti. Það er staðreynd, að staða einstæðs föður til dæmis er um margt lík stööu einstæðrar móöur. Þeir stánda einir fyrir heimili og uppeldi og ábyrgö barnanna hvílir á þeim einum. Hins vegar eru þeir á margan hátt betur stæðir. Þeir vinna yfirleitt fyrir hærri launum og því betur settir fjár- hagslega. Einstæður faðir hefur b'ka bæði samúð samfélagsins og fjöl- skyldu. Hann er hetja í þeirra augum og reynslan sýnir að einstæður faðir fær mun skjótari og betri fyrirgreiðslu í kerfinu en einstæð móðir. Við munum því einbeita okkur að því að rétta við hlut kvenna. ” — Eruð þið ekki með þessu að setja ykkur upp á móti körlum og mynda tvær andstæöar fylkingar? „Nei, markmið okkar með þessari ráðgjöf er að gera hag kvenna sem mestan og bestan og af þeirri ástæðu einni útilokum við karlmenn. En að sjálfsögðu þegar við konur höfum náð því markmiði að standa jafnfætis körlum er kvennaráðgjöf óþörf. ” Ragnheiður Thoriacius tii vinstriog Marta Bergman. (DV-mynd GVA.i Konur sem lenda í slíku þurfa nauðsyn- lega á ráðgjöf að halda um lagalegan rétt sinn og ekki síður þurfa þær á hjálp og hlýju sem manneskjur að halda. Við vonumst til að geta aöstoöaö þær. Þetta eru einungis fáein dæmi um vandamál sem að konum steðja, og því Ópólitísk samtök — ÞiðhafiðaðseturíKvennahúsinu. Þýðir það, að þið séuð á vegum Kvennaf ramboðsins ? „Nei, kvennaráðgjöfin er ekki á vegum neinna samtaka. Hér er um að ræöa hóp kvenna sem tekur sig saman og hrindir í framkvæmd gömlum draumi margra okkar. Við erum því algerlega ópólitískar sem hópur. Hins vegar má segja það að við hefðum tæpast farið af stað með þetta, nema búið væri að leggja grunninn,” sögðu þær Ragnheiður Thorlacius og Marta Bergman. -KÞ. 17 KYNNIR: IMÝTT ARMULA 20 - SIMAR: 84630 og 84635 , ÓDÝRAR BILAPERUR HEILDSALA [pHHEKLA HF SIVI/\S/\LAV Lz_zJ UHiC)avegi 170-172 Simi 21240

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.