Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR1984. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 91., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Hverfisgötu 84, þingl. eign Sigurðar Kr. Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 7. febrúar 1984 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Sparisjóðnr Nauðungaruppboð sem auglýst var í 91., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Heiðna- bergi 1, þingl. eign Skúla Gíslasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimt- unnar í Reykjavík og Ölafs Gústafssonar hdl. á eigninni sjálfri mið- vikudaginn 8. febrúar 1984 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 92., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Torfufelli 48, þingl. eign Kristjáns Friðrikssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 8. febrúar 1984 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 70., 72. og 74. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Hamra- bergi 10, tal. eign Haralds Björgvinssonar, fer fram eftir kröfu Haf- steins Sigurðssonar hrl., Jóns Ólafssonar hrl., tollstjórans í Reykjavík, Iðnaðarbanka íslands hf., og Jóns Þóroddssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 8. febrúar 1984 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 91., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Hólabergi 4, þingl. eign Hrafnhildar Ágústsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík, Veðdeildar Landsbankans og tollstjórans í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 8. f ebrúar 1984 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 92., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Þórufelli 14, þingl. eign Kristjáns H. Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Landsbanka tslands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 8. febrúar 1984 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 91., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Lækjarási 3, þingl. eign Arnar Guðmundssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri miðvikudaginn 8. febrúar 1984 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 92., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Suðurhólum 30, þingl. eign Ólafar Svavarsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri miðvikudaginn 8. febrúar 1984 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 91., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Hraunbæ 64, þingl. eign Lilju B. Júlíusdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 8. febrúar 1984 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð 'sem auglýst var í 92., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Vesturbergi 142, þingl. eign Sigurðar Erlingssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 8. febrúar 1984 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 91., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Einarsnesi 52, þingl. eign Jóhannesar K. Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík og Ólafs Gústafssonar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 7. febrúar 1984 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Svarfdæla ÍOO ára Sparisjóður Svarfdæla er eitt hundrað ára á þessu ári og er þess minnst með ýmsum hætti. Nú á fimmtu- daginn var aðalfundur sparisjóðsins haldinn í þing- húsinu Grund í Svarfaðardal en á bænum þar var undir- búningsstofnfundurinn haldinn 2. febrúar árið 1884. Hinn formlegi stofnfundur var haldinn 1. maí sama ár. Verður þessara merku tímamóta minnst enn frekar þá, til dæmis er ætlunin að komi út saga sparisjóðsins sem Hjörtur E. Þórarinsson á Tjörn er að skrifa. Hjá honum fengust þeir fróðleiksmolar um sjóðinn sem fara hér á eftir. Og heimamenn hafa mikinn hug á að Samband sparisjóða verði með aðalfund sinn fyrir 1984 á Dalvík í tilefni afmælisins. Fundurinn yrði væntanlega haldinn í júní. Annan dag febrúarmánaðar árið 1884 kom saman hópur bænda á bænum Grund í Svarfaðardal. Tilgang- urinn var að undirbúa stofnun spari- sjóðs fyrir sveitina. Kosin var nefnd 8 ábyrgöarmanna sem síðan var falið að undirbúa framhaldsstofnfund á árinu og koma þá með uppkast að samþykkt- um eða lögum. Fundurinn á Grund var í rauninni hreppsfundur og segir í fundargerö hreppsnefndar að þar hafi verið „flestir hreppsins búendur”. Alþingi samþykkti rammalög um starfsemi sparisjóða á Islandi 10 árum áður og höföu að minnsta kosti fjórir sparisjóðir verið stofnaðir síðan, sá fyrsti var Sparisjóður Siglufjarðar árið 1873. Hlutverk Spari- sjéðsins ad hjálpa sem flestum „Eg byr jaði hér í f ebrúar 1979 og kom þá frá Hellu á Rangárvöllum þar sem ég var útibússtjóri við Búnaðarbankann,” sagði Gunnar Hjartarson, sparisjóðsstjóri, aö- spurður hvaðan hann hefði komið til starfa viö Sparisjóð Svarfdæla. Gunnar telst sá fyrsti í röö stjóm- enda þessarar stofnunar sem ekki er heimamaður. — Hvert er hlutverk sparisjóös- stjóra? „Þaö er aö annast daglegan rekstur og stjórna útlánum að vissu hámarki. Ef farið er upp fyrir þetta hámark veröur ákvöröun stjórnar sjóðsinsaö ráða.” — Við hvaö miðar þú í sambandi við hámark láns? „Eg verð að gæta þess að til séu nógir peningar til aö lána. Einnig verður að meta hvað hægt er að lána ílangan tíma.” — 1 hvað er mest lánað hér? „Það er langmest í eitthvaö sem tilheyrir sjávarútvegi. Síöan kemur landbúnaður og húsbyggingar.” — Hvaða gildi telur þú að sjóöurinn hafi haft og hafi fyrir sam- félagið hér? „Auðvitað er bráðnauðsynlegt að einhver peningastofnun sé á staðnum. Það gæti jú eins veriö bankl en sparisjóðurinn er eign Dal- víkinga og Svarfdælinga. Þannig má segja að við stjómum peningamál- unum hér heima fyrir. Eg tel því að það sé kostur aö hafa sparisjóö sem er í eigu heimamanna. Það er enginn vafi að sjóöurinn hefur verið lyfti- stöng fyrir byggðarlagið.” — En er ekki þetta sjálfstæöi eitt- hvaðtakmarkað? „Sparisjóðurinn er alveg sjálf- stæö stofnun í eigu þeirra sem að honum standa. En auðvitaö em lög sem hann verður aö fara eftir. Þau eru aö vísu orðin gömul og úrelt og lífsnauðsynlegt að koma nýjum lögum í gegn. Til dæmis finnst manni svolítið skrítið stundum í sambandi við þessa tölvuvæðingu. Lögin taka alls ekkert tillit til þess sem þar er að gerast.” Gunnar Hjartarson, sparisjóðsstjóri á Daivik. — Hvers konar peningaþjónusta er stærst hjá sparisjóðnum? „Almenn sparisjóðsviðskipti eru langstærst. Hér er líka farið að greiða allar tryggingabætur inn í sparisjóðsdeild. Svo fara hér launa- greiðslur mikið inn á reikninga frá fyrirtækjum. Þaö varð gjörbylting þegar við komumst í samband við Reiknistofnun bankanna árið 1979. Meðan þetta var ekki voru mikil viöskipti viö Akureyri. Nú er allt í gíró og greiðslum inn á reikninga.” — Hvernig er sparisjóðurinn búinn tækjakosti? „Þegar við fluttum í nýja húsnæðið árið 1979 fómm við með eina samlagningarvél. Þá var allt keypt nýtt, húsgögn og tæki. Eg held að við séum mjög vel búnir.” Og starfsfólkinu hefur fjölgað mikið? „Já, við erum núna með 5 heils- dagsstörf og 3 hálfsdags. Þegar viö fluttum voru 3 heilsdagsstörf og 1 hálfsdags. Bæði er að umsvif sjóösins hafa aukist mjög mikið og störfin eru orðin svo sérhæf. Þetta kallar á fleira starfsfólk.” — Hvernig er svo aö sitja á peningakassanum á stað eins og þessum? Er ekki oft erfitt að ákveða aö þessi fái lán en ekki hinn ? „Jú, auðvitað stundum, því er ekki að leyna. Það er reynt að meta þörfina og auðvitaö veröum við að skera niður þar sem þörfin er minnst.” — Hlýtur sparisjóðsstjóri ekki að ráða miklu hvernig sveitarfélagið byggist upp meö stjórnun fjár- magns? „Eg veit það ekki og hef kannski ekki fundið þaö svo mikið. Maður veröur náttúrlega aö hugsa um hag sjóðsins. Auðvitað hlýtur að vera sjónarmið hans að hjálpa sem flestum en ekki að ná einhverju kverkataki á þessum eða hinum. Eg hef að minnsta kosti aldrei fundið fyrir að vera einhver einræðisherra.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.