Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR1984. 9 Sjaldan lýgur almannarómur Þegar mikið liggur viö er stundum gripið til þess ráös að vísa til al- menningsálitsins. Fullyrt er aö almenningsálitiö hafi snúist á sveif meö þessum eöa hinum og stjórn- málamenn eru iðnir viö aö kalia almenningsálitiö sér til fulitingis þegar aUt um þrýtur. Þó getur enginn maður sannaö meö vísinda- legum aðferðum hvert álit almennings er nema skoðana- kannanir og kosningar gefi slíkt til kynna. AlmenningsáUt er eitthvaö sem menn gefa sér, staðhæfa aö sé fyrir hendi án þess að geta sannreynt þaö eöa rökstutt. Máltækið segir aö sjaidan ljúgi almannarómur. Og þaö er rétt. Almenningsálitiö er hvorki sjáanlegt eða áþreifanlegt en þú finnur fyrir því, heyrir tóninn, umtaliö, viöhorf- in. Ýmist sprettur þaö upp af umfjöUun fjölmiöla, atferU eöa mál- flutningi, en það á sér fyrst og fremst rætur í siðferðismati og almennri dómgreind fóUts. AlUr hafa sínar lífs- skoðanir, meðvitaöar eöa ómeövitað- ar, og hneigjast til að draga ályktan- ir um menn og málefni út frá grund- vaUarviðhorfum, eöUshvötum eöa tilfinningum, frekar en köldu mati á staðreyndum, rökhyggju eöa djúpri þekkingu. Þaö kemur jafnvel fyrir aö fólk vUji ekki hlusta á rök. „Það getur vel verið aö þetta sé rétt en samt finnst mér þaö rangt.” Þessa setningu heyrir maður oft. Þaö er vegna þess aö fólk hlýðir sínu „instinkti”, sínu innraeöU. Merkilegt fyrirbæri Tökum dæmi. Við erum fylgjandi tUteknum stjómmálaflokki og tals- menn hans úthúöa og skamma stjórnmálaforingja annars flokks í útvarps- eða sjónvarpsumræðum. Þeir draga upp mynd af ógeöfeUdum manni og mótmæla hverju orði sem hann segir. Viö hlustum á málflutn- ing þeirra og fylgjum flokknum okkar, en samt getum viö ekki tekið undir hrakyröm um stjórnmáia- andstæðinginn. Viö vitum innst inni að hann er góöur maöur og gegn þótt viö styðjum hann ekki í stjórnmála- skoöunum. AlmenningsáUtiö getur snúist á sveif meö lítUmagnanum þótt hann eigi sér engar málsbætur. Aimennmgsálitið getur fordæmt framferði ráðherrans þótt ekkert sé viö því aö gera. AlmenningsáUtið getur jafnvel stjómast af hræsninni og lýst hneykslan sinni þótt hver og einn einstakUngur viðurkenni fyrir sjálfum sér aö hann kastar steini úr glerhúsi. AlmenningsáUt er nefnilega merkUegt fyrirbæri í þeim skilningi að það lætur stjómast og er ístööu- lítiö. Því miður eru lægstu hvatir, öfund, afbrýöisemi og tviskinnung- ur, algeng ástæöa fyrir almennmgs- áUti. Syndin er vmsælt fómarlamb en sá lætur hæst sem veit sökina upp ásig. AlmenningsáUtiö er þröngsýnt, smáborgaralegt og púritanskt í siö- fræöi sinni, hneykslunargjamt og miskunnarlaust ef því er aö skipta. Óttinn við umtal AlmenningsáUtiö hefur áhrif á samfélagið. Því smærra sem þjóöfélagiö er þvi meir eru menn háðir þvi. Það setur frelsi manna skorður, bæði í hegöun og hugsun, og hversu oft rekumst viö ekki á sam- borgara sem apa og endurtaka eftir öömm það sem þeir halda að faUi i kramið. Hræðslan viö aö synda gegn straumnum, óttinn viö umtal og al- menningsáUt, þessi voöalega tilfinn- ing aö verða hlægUegur í augum ann- arra hefur bælt niður persónuleika og byrgt líf snautnina inni. FyrU- nokkrum árum þótti það fíflalegt i meira lagi aö trimma í sportgalla á götum úti. Almenningur hló. Ekki er langt síðan það þótti mælikvarði á lífsstandard hvernig menn byggju. Almenningur átti sér stööutákn. Almenningsálit er á móti framúr- stefnu í Ustum, það er á móti öfgum í pólitík. Það er tortryggið gagnvart þeim sem eru öðruvísi en fjöldinn. Þannig getur ahnenningsálit haldiö aftur af frumlegheitum, nýjungum og uppákomum, af því aö sUkt stingur í stúf viö hiö hversdags- lega, það er íhaldssamt í eðli sínu og hefur tilhneigingu til aö andmæla LAUGARDAGSPISTILL Ellert B. Schram ritstjóri skrifar hverju því sem stangast á við ríkj- andi viðhorf. Aðhald Á hinn bóginn er almenningsáUtiö ekki brogaö aö öUu leyti. Innan sinna marka ræöur skynsemi og réttsýni ferðinni. Aö þvi leyti veitir þaö aðhald og skapar ákveönar um- gengnis- og siöavenjur sem fjöldinn fylgir. Sá sem storkar umhverfi sínu og samborgurum meö dónaskap, yfirgangi eða óréttlátu athæfi fær sinn dóm hjá almenningsálitinu. Þeir dómar eru ekki settir á þrykk eöa gefnir út í dómsoröum, en þeir felast í umtaUnu, fordæmingunni og andrúmsloftinu. Mörk velsæmisins, kurteisinnar og hrokans eru hvergi skráð, en menn finna hvar takmörk- in eru, hversu langt þeir geta gengið þegar augu aUnennings beinast aö þeim. Stjómmálamenn eru öörum fremur í sviösljósinu. Þeir eru upp á náö og miskunn kjósenda komnir. Þess vegna er almenningsálitið mikilvægt í þeirra augum. Ahrif þeirra ráðast hjá almenningi og þeim skoöunum sem þar veröa ofan á. Með þvi er ekki sagt aö stjórn- málamenn eigi aö elta almennings- áUtiö öllum stundum. Þaö eru vindhanar og lýöskrumarar sem haga seglum eftir vindi og hafa enga aöra skoöun en þá sem þeir halda aö aðrir hafi. Þeir stjórnmálamenn em einmitt sterkastir sem geta með mál- flutningi sínum og málatdbúnaði snúiö aUnenningsálitinu eöa mótað þaö. Þaðeruforingjar. Engmn á aö selja sannfæringu sma enda er sá valdamaður Utils viröi sem snýst eins og skopparakrmgla eftir vindáttum almenningsálitsins. Hann missir fljótt fótfestuna, jafn- vel þótt hann fylgi ávaUt straumn- um. Þá flýtur hann bara hraðar aö ósi áhrifaleysis. En menn mega heldur ekki standa rígnegldir á skoðunum sínum og ákvörðunum ef ljóst er aö þær ganga ekki upp, ef ljóst er aö almennings- álitið snýst gegn þeim af öUu valdi. Þá gerist annað hvort, að ákvöröunm eða skoðunin feUur um sjálfa sig eöa aö stjórnmálamaöurmn fellur sjálfur. Áróðursstríð I þessu samhengi er fróðlegt aö fylgjast meö þeim átökum sem nú eiga sér staö á hinum póUtíska vett- vangi. Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa farið í verkfall og krefjast kjarabóta sem koUvarpa stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum ef samþykktar veröa. Hér hefur almenningsáUtið mikil áhrif. Ef aUnenningur veitm álversmönn- um stuönmg og þeir fá byr með kröfum sínum er ljóst aö annaö tveggja gerist; efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar er fyrir bí eöa ríkis- stjórnin segir af sér. Ef almenningur snýst hins vegar á sveif með ráðherrunum og lætur í ljós van- þóknun sína á ótímabæru verkfaUi og kröfugerö álversmanna standa ráðherrarnir sterkar að vígi þegar kemur að lokaorrustunni um kaup og kjör, bæði hjá álversmönnum sem og öUum öörum launþegum. Eins og sakir standa er enginn vafi á því að álversmenn eiga undir högg aö sækja hjá almenningsáUtinu. Kröfur þeirra hafa veriö túlkaðar þeim í óhag, þeir eru sagöir hafa þjófstartað á kostnað láglaunafólks- ins. Þetta kann aö vera ósanngjarnt og víst er það aö verkamenn í álverinu eru ekki of sæUr af launum sínum frekar en aðrir. En eins og svo oft áður er ekki aUtaf spurt um staðreyndir þegar ahnenningsáUtiö verður til. I þaö súra epli veröa menn aö bíta, hvort sem þeún líkar betur eöa verr. Almenningsálitið skilur ekki I síöustu viku var undirritaöur stofnsamningur nýs fjöhniölafyrir- tækis með þátttöku borgarstjómar Reykjavíkur. Enginn vafi er á því aö þetta fyrUtæki getur haft bolmagn til að lyfta fjöUniðlun upp í nýtt veldi í krafti þeirra nýjunga sem oröiö hafa í f jölmiðlaheiminum. Hér er verið að f járfesta í framtíðinni. Samt er þaö svo að þátttaka Reykjavikurborgar vUöist mælast Ula fyrU. Almennmgsálitiö í borginni er henni andvígt og borgarstjórinn á í vök aö verjast í því máli. Enn stangast hér á skoöanir og staðreyndir. I staöreyndum taUö og röksemdum sýnist þaö þarft verk þegar borgin veitir slíku framtíöar- fyrUtæki stuðning og starfsskilyröi meö beinni þátttöku sinni. Borgar- stjórinn er meö framlagi sínu að inn- sigla og undUstrika þá stefnu aö Reykvíkingar verði í forystu þegar kemur aö framförum og f járfesting- um sem til framtíöarinnar horfa. En almenningur hefur skeUt skoUeyrum við þessum rökum. AUnennUigsálitiö skUur ekki enn hvers vegna borgin sjálf gerist þátt- takandi í fyrirtækjarekstri sem þessum. Borgarstjórmn er einn af fáum stjórnmálamönnum sem ekki hafa aðeins fylgt almenningsáhtinu. Hann hefur einnig stjórnaö því. Vonandi liggja leiöir saman í þessu máU áöur en lýkur. Að mrnnsta kosti er þaö slæmt ef Davíð á aö gjalda framsýni í þágu framfara. EUert B. Schram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.