Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 10
10 rr Lögtök Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengnum úr- skuröi verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liön- um frá birtingu auglýsingar þessarar fyrir eftirtöldum gjöld- um: Sökuskatti fyrir okt., nóv. og des. 1983, svo og söluskatts- hækkunum, álögðum 17. nóv. 1983 — 27. jan. 1984; vörugjaldi af innlendri framleiðslu fyrir okt., nóv. og des. 1983; skipu- lagsgjaldi af nýbyggingum, gjaldföllnu 1983; þungaskatti af dísilbifreiðum fyrir árið 1984 og skoðunargjaldi bifreiða og vá- tryggingariðgjaldi ökumanna fyrir árið 1984; aðflutnings- gjöldum 1982 og 1983, svo og verðjöfnunargjaldi af raforku v. júlí 1983. 27. jan. 1984. Borgarfógetaembættið í Reykjavík Útboö Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboöum í gerð fyrsta áfanga Norðurlandsvegar um Eyjafjarðarleirur. Helstu magntölur erueftirfarandi: Fylling 46.000 m3 Grjótvörn 15.000 m3 Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. nóv. 1984. lltboðsgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 5.105 Reykjavík,og á skrifstofu Vegagerð- ar ríkisins, Miöhúsavegi 1,600 Akureyri, frá og meö mánudeg- inum 6. febrúar nk. gegn 2.500 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og / eða breyt- ingar skulu berast Vegagerð ríkisins skriflega eigi síðar en 13. febrúar. Gera skal tilboð í samræmi við útboösgögn og skila í lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar ríkisins, Borgar- túni 7 Reykjavík, eða Miðhúsavegi 1 Akureyri, fyrir kl. 14.00 hinn 20. febrúar 1984 og kl. 14.15 sama dag veröa tilboðin opnuð á þeim stöðum að viðstöddum þeim bjóöendum sem þess óska. Reykjavík, í janúar 1984. Vegamálastjóri. LAUSAR STÖÐUR HJÁ _____I REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Húsvörður við eitt af sambýlishúsum Reykjavíkurborgar. Upplýsingar veitir húsnæðisfulltrúi Félagsmálastofnunar, Vonarstræti 4, í síma 25500. • Skrifstofumaður við upplýsingaþjónustu fyrir viðskipta- menn hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri R.R. í síma 18222. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðu- blöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 13. febrúar 1984. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar skemmdar eftir umferðaróhöpp. Datsun Cherry 1980 VW Golf 1976 VWGolf 1977 Honda Accord 1981 Citroén GSA 1981 Ford Escort sendibif. 1972 Datsun Sunny 1983 Datsun 260 dísil 1977 Toyota Corolla Liftback 1977 Chrysler LeBaron 1979 Skoda 120 L 1978 Bifreiðarnar verða til sýnis í geymslu vorri að Hamars- höfða 2, sími 85332, laugardaginn 4. febrúar frá kl. 13—17. Til- boðum sé skilað eigi síðar en mánudaginn 8. febrúar á skrif- stofu vora Aðalstræti 6 Reykjavík. DV. LAUGARÐAGUil4'.iFEBR'tJAft'1884: \rn Nói og synir hans smiða örkina. FJóðið hefst og Örkinhans Nóa f er á f lot — í Islensku óperunni I dag, laugardaginn 4. febrúar, verður barnaóperan Örkin hans Nóa frumsýnd í Islensku óperunni. Höf- undurinn er breska tónskáldiö Benjamin Britten en hann ætti að vera yngri óperugestum hér á landi að góðu kunnur, þar sem hann samdi einnig óperuna Litla sótarann, sem sýnd var í óperunni síðasta vetur. Sjálfur var Britten ótrúlega fljót- ur til við tónlistina. Hann var aðeins fimm ára gamall þegar hann fór að semja tónlist og þegar hann var tíu ára átti hann í pokahorninu sex verk fyrir strengjasveit og tíu píanósónöt- ur. Operan örkin hans Nóa var samin 1957. Er hún gott dæmi um hæfileika Brittens til þess að semja óperu þar sem atvinnumenn og námsfólk, byrjendur jafnt sem lengra komnir fá að njóta sín. Og áhorfendur fá einnig tækifæri til þess að láta ljós sitt skína. Flestir þátttakendur í sýn- ingunni eru böm og unglingar en þeim til aöstoðar eru fáir, reyndir at- vinnumenn. Það er gífurlega mikið verk að setja á svið þessa óperu og hefði ekki tekist nema til hefði komið gott sam- starf Islensku óperunnar viö grunn- og tónlistarskóla í Reykjavík og grannbyggðum. 56 böm syngja í kómum, 10 einsöng og um 60 hljóð- færaleikarar ásamt 2 dönsurum taka þátt í hverri sýningu. Flest hlutverk- anna em tvísetin þannig að hátt á þriöja hundrað bama alls taka þátt í sýningunni. 1 samvinnu við Sælgætisgerðina Nóa og Síríus hafa verið gerðir sér- stakir sælgætispokar, sem heita örk- in hans Nóa, sem verða á boðstólum á sýningum. Ennfremur verður efnt til teiknisamkeppni í samráði við skólana um bestu mynd úr sýning- unni. Það er óþarfi að rekja efnisþráð sögunnar um Nóa og örkina hans. En hlutverk Nóa syngur Halldór Vil- helmsson en hlutverk konu hans syngur Hrönn Hafliðadóttir. Rödd Guðs flytur Róbert Amfinnsson. Syni Nóa syngja Guðmundur Hafsteins- son, Láms lsfeld og Júlíus Pálsson en tengdadætur Nóa syngja Hrafn- hildur Bjömsdóttir, Bergdís Ey- steinsdóttir og Þórunn Lámsdóttir. Hljómsveitarstjóri er Jón Stefáns- son og leikstjóri Sigríður Þorvalds- dóttir. Leikmynd gerði Gunnar Bjamason og búninga Hulda Kristín Magnúsdóttir. Brynhildur Þorgeirs- dóttir hannaði dýrahöfuð og dansa- höfundur er Ingibjörg B jömsdóttir. Nói og fjölskylda ásamt skrafskjóðum og fulltrúum allra heimsins dýrategunda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.