Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 8
G 8 .í'Btíi HAUflaa'? a AUOAaflAOUAJ .va DV. LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR1984. Frjáist.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaður og úfgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Rítstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 250 kr. yerð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Nauösynleg millifærsla Fólkið, sem ekur um göturnar á nýlegum bílum, er bara venjulegt fólk úr ýmsum stéttum og störfum í þjóð- félaginu. Og fólkið, sem flykkist í sólarlandaferðir, er heldur ekkert auðfólk, heldur eins og hver annar í þjóð- félaginu. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur vel til hnífs og skeiðar, þrátt fyrir rýrða afkomu. Við sáum þetta á jóla- vertíðinni. Og við sjáum þetta daglega allt í kringum okkur. Fólk barmar sér að vísu, en það ræður við vand- ann. Þessi þorri þjóðarinnar þarf ekki nauðsynlega á 4% til 6% kauphækkun að halda. Að minnsta kosti ekki á meöan lífskjör stefna í óefni hjá fátækasta hluta þjóðarinnar, sem ef til vill telur um tíunda hvern borgara. Því miður er vandi undirstéttarinnar þess eðlis, að hann verður ekki leystur með því að rugla launastiga meira en gert er ráð fyrir í tillögum ríkisstarfsmanna og gagntillögum f jármálaráðuneytisins undanfarna daga. Ekki er heldur nokkur leið að ætlast til, að ríkið, fyrir hönd skattgreiðenda, leggi út fyrir mismuninum. Hug- myndir um að nota hluta söluskatts í afkomutryggingu eru marklausar, ef ekki er um leið bent á sparnað á móti. Eina færa leiöin til að lina vandræði einstæðra foreldra og barnmargra foreldra, sem er langstærsti hluti lág- stéttarinnar, er að færa fé til þess frá venjulegu fólki, sem hefur til hnífs og skeiðar, þrátt fyrir kjaraskerðingu. Slíka millifærslu getur ríkið tekið aö sér með því að breyta niðurgreiðslum að hluta eða öllu í fjölskyldubætur af einhverju tagi. Slík millifærsla kostar ríkissjóð ekki neitt og hún ruglar ekki heldur mun á launatöxtum. Niðurgreiðslur eiga á þessu ári að nema tæpum milljarði króna. Ef þær væru lagðar niður, mundu nokkrar vörur hækka í verði, þar á meðal kindakjöt, rjómi og smjör, það er að segja vörur, sem ekki eru mikið á borðum fátækra. Verðhækkun þessara afurða mundi éta upp hluta af prósentuhækkun launa, sem um verður samið í yfirstand- andi kjaraviðræðum. Fólk getur þá, ef þaö vill, hliðrað til neyzluvenjum sínum til að eyða áhrifum verðhækkun- arinnar. Auðvitað er hætt við, að rétt verö á ofsadýrum af- urðum hins hefðbundna landbúnaðar kúa og kinda mundi draga úr sölu þeirra. Menn mundu sjá betur en áður, að framboð þessara rándýru afurða er ekki í neinu samhengi við þarfir. Ef viö ímyndum okkur, að 40.000 börn séu í landinu og að ríkissjóður greiddi 12.000 krónur með hverju barni á ári, án tillits til fjárhagsaðstæðna foreldra, mundi samt verða afgangs helmingur niðurgreiðslnanna til annarra þarfa, til dæmis skattalækkunar. Slíkar fjölskyldubætur hafa áður verið reyndar hér á landi og voru einfaldar í meðförum, einkum af því að ekki þurfti að velja, hverjir njóta skyldu og hverjir ekki. Sér- stakt val leiðir hins vegar til mistaka og misnotkunar. I fjölskyldubótum felst þátttaka þjóðfélagsins í hinum mikla kostnaði, sem foreldrar hafa af börnum. Þessi þátt- taka er ekki mikil, en auðveldar foreldrum að lifa á kjörunum, sem atvinnulífið getur boðið láglaunafólki. Deila má um réttmæti slíkrar þátttöku. En hún er þó himinhátt skynsamlegri en árlegur milljarður í niður- greiðslur, sem skekkja vöruverð og atvinnulíf. Og um leið mundu fjölskyldubætur lina alvarlegasta böl líðandi stundar, hina sáru fátækt mitt í velsældinni. Jónas Kristjánsson. YSTSEM IMST KLÆÐA? Hvergi í heiminum eru jafnmarg- ir bankar miöaö viö íbúafjölda og á Islandi. Hvergi í heiminum eru jafn- margir bankar miðað viö krónutölu og á Islandi! Þetta stafar auðvitaö af því aö á Islandi lifa menn ekki á launum heldur lánum. Væru bankamir færri, kæmust biðraöir lántakenda ekki fyrir innan veggja þeb-ra en myndu hlykkjast út um götur og gangstéttir, eins og gerist þegar heimsfrægar popphljómsveit- ir koma í heimsókn og allir vilja kaupa sér miöa. Þaö er einmitt vegnu þess uö Islendingum líður iiia ef þeir ekki draga á eftir sér skuidahalann, aö enginn kunningsskapur er meira virði en kunningsskapur viö banka- stjóra. Aöra kunningja velja menn eftir smekk sínum og eiginleikum þeirra. En bankastjórar hafa aðgang aö f jármagni! Og þaö besta af öllu er aö þaö er ekki f jármagn bankastjór- anna sjálfra, svo þeir em óhræddir við að lána þaö, (ég er ekki meö þessu aö halda því fram aö aimennt séu bankastjórar óviöræöuhæfir leið- indapúkar, því eflaust eru margir þeirra sjarmerandi, fjölgáfaðir húmoristar, en þaö má líka segja um f jöidann allan af mönnum sem aldrei hafa f é handbært til aö lána). Þaö er þess vegna eölilegt aö æðsti draumur f jölda Islendinga er sá aö hljóta bankastjóraembætti. En þaö erekkiauðveltaöverða bankastjóri! Aöur en mönnum hlotnast sú veg- tylla veröa þeir aö gangast undir ýmsar þrautir og sumar þeirra eru á sinn hátt ekkert auðveldari en þær þrautir sem lagðar vom fyrir bænda- syni á miööldum þegar þeir vildu giftast prinsessum. Að vísu em engir eldspúandi drekar eftir til þess aö vinna á eöa hroðalegar galdranomir. En þrautirnar eru margar þungar samt og reynast f lestum ofviða. Ólafur B. Guðnason inga. Eftir því sem hann eltist færö- ist hann ofár á þessum listum og um miðjan aldur var svo komiö aö þegar þreyttir þingmenn flokks hans fóm í hvíldarferö á aöalþing Sameinuöu þjóðanna settist hann um stund á þing og gerðist þá meöflutnings- maöur tveggja þingsályktunartil- lagna og geröi eina fyrirspum til ráð- herra, sem aldrei var svarað. Nú kom þar sögu hins trausta flokksmanns að hann var kominn á miðjan aldur og oröinn þreyttur á ólaunuöum nefndarstörfum og atkvæöaakstri. Svo heppilega vildi til aö pólitískir sviptivindar blésu flokki hans í stjóm og skömmu síöar banninu væri fylgt. Flokksmaðurinn trúfasti sat í höröum stólnum og skalf af kulda og nikótínskorti, en huggaði sig viö þá tilhugsun, aö hann myndi reka húsvöröinn á sínum fyrsta degi í bankastjórastarfinu. Hann hrökk upp af dagdraumi sínum viö þaö að nafn hans var kallaö upp. Það var hvítklædd kona sem benti honum aö ganga inn til nefndarinn- ar. Hann stóö stirðlega upp og staul- aðist innfyrir. Fyrir innan sat nefndin, en áður en hann náöi að heilsa rétti hvít- klædda konan honum glas, benti hon- um aö stíga bak viö skerm og baö hann um þvagprufu. — Þvagprufu? át hann eftir, og hin hvítklædda kvað já við og sagöi honum einnig, aö hún myndi taka af honum blóðprufuna síöar. — En mér er ekki mál, mótmælti flokksmaður- inn. Viö því fékk hann engar undir- tektir aörar en þær að honum var ýtt bak við skerminn. Þar tókst honum aö kreista út nokkra dropa og sótti til þess styrk í draum sinn um fyrsta daginn í bankastjórastööunni. — Eg rek þá hvítklæddu líka, lofaöi hann sjálfum sér, um leið og hann renndi upp. Þegar hann steig framfyrir skerminn, stóð hann frammi fyrir nefndinni. Hann heilsaöi glaölega, en fékk ekkert svar. Formaðurinn rýndi í nokkur skjöl, en leit svo upp og baö hannaðfaraúr. — Fara úr? — Já. Þaö er ekki nóg aö vera flokksmaður yst klæða! Aðeins þeir sem eru flokksmenn í húö og hár koma til greina í þessa stööu! — Mikið skal til mikils vinna, hugsaöi flokksmaðurinn meö sér og hneppti frá sér jakkanum. Fyrst fór jakkinn, en síðan skórn- ir. Svo slifsið og skyrtan og svo nær- Tökum dæmi um ágætan mann sem vill veröa bankastjóri. Þaö er og hefur verið hans æðsti draumur frá því hann sá bankastjóra í fyrsta sinn, þrettán ára gamall, og tók eftir því hvaö allir sem bankastjórann sáu gerðu sér dælt viö hann. Þessi ungi maður gekk þegar í staö í ungliðahreyfingu ónefnds flokks. Þetta fyrsta skref var auðvit- aö bráðnauösynlegt, eins og afi hans benti honum á, því utanflokkamenn verða ekki bankastjórar. I ungliða- hreyfingu hins ónefnda flokks vann hann dyggilega allt þaö sem hann var beðinn um aö vinna. Hann stóö fyrir bingói og félagsvist. Hann gætti barna á flokkssamkomum og ók atkvæðum á kjördegi. Hann sat í ýmsum ólaunuðum nefndum og tók ungur sæti á framboöslistum flokks- ins til sveitarstjómar- og þingkosn- losnaöi bankastjórastóll. Vinur okk- ar sá nú hiö gullna tækifæri fram- undan og lét á sér skilja við flokks- bræður sína að hann myndi gjama þiggja tækifæri til þess að hvíla Iúin bein í bankastjórastóli. Þessu var ekki illa tekiö en formaður flokksins sagði honum þó aö hann yröi að leggja margt og mikiö á sig til þess aö ná þeim hvíldarstað. Flokksmaö- urinn sagðist ekki*kvíöa því en treysta á Guö og flokkinn. Flokksmaöurinn trúi var nú kallaður fyrir nefnd sem kölluð var bankaráö, ásamt nokkram flokks- bræðrum öörum, sem einnig ásæld- ust stöðuna. Lengi varö hann aö bíöa í köldum forsal rannsóknarréttarins, þar sem dyr vora óþéttar, dragsúgur mikill og stólar haröir. Auk þess var bannað aö reykja, og húsvarðar- ófétiö gekk harkalega fram í því aö bolurinn. Þetta gekk hratt fyrir sig. Siðan leit hann upp, en sá á formann- inum aö þetta var ekki nóg. Hann beygði sig aftur og var lengi aö pauf- ast viö aö ná af sér sokkunum. Síðan leit hann andartak upp en andvarp- aöi þungan og fitlaði viö buxna- strenginn. Hægt og hægt sigu buxurnar niður, svo skjannahvítar síðar nærbuxumar komu í ljós. Hann hleypti í sig kjarki og leit djarfmannlega á formanninn! Formaðurinn benti á síöu nær- buxurnar, en flokksmaöurinn hristi hofuðið, hægt, en ákveöiö. Um stund var enginn hreyfing í herberginu en aö lokum fór hann aftur bak viö skerminn og haföi meö sér fötin. Nefndarmennirnir litu á formanninn, sem starði lengi á skerminn en hristi síðan höfuöið, hryggurásvip.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.