Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 43
nn r a ATYcT<-r»Tfr>j k cjtt'-* a rrcr a ott a t \m DV. LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR1984. stæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð saka Þú hefur gefið okkur rangar upplýsing- ar.” Law vafðist tunga um tönn en Underwood hélt áfram: ,,Eg erfarinn aö halda að þú vitir hvar kona þín er. ” Law skildi að nú var farið að hitna undir honum og færðist allur í aukana. „Hvaða dylgjur eru þetta?” sagði hann. „Þorirðu ekki aö segja það full- um fetum sem þú ert að hugsa? Ertu hræddur um að ég lögsæki þig fyrir meiðyrði? Þúgeturveriövissumaðef þú ætlar að fara aö brigsla mér um eitthvað veröur þú aö standa undir því. Eg mun fara í mál við þig og gera þessa deild lögreglunnar gjaldþrota.” Underwood lét ekki hræða sig svo auðveldlega. „Þú átt í ástarsambandi við aðra konu og á sama tíma hverfur eiginkona þín og þú virðist ætlast til að ég trúi því aö hún hafi bara farið til tunglsins.” En þessar umræður leiddu ekki til neins. Underwood hafði engar frekari vísbendingar, hvað þá sannanir á hendur Gilbert Law. Þennan sama dag var ástkona Gilberts Law yfir- heyrð. Hún greindi frá því aö bau Law lét allt slúðrið, sem af þessu spannst, sem vind um eyru þjóta. Underwood var orðinn sannfærður um að annaðhvort Gilbert Law einn eöa þau bæði hefðu myrt Ann Law. Hann kallaði þau vikulega til yfirheyrslu en náöi aldrei á þeim neinum höggstað. Yfirheyrslurnar urðu smám saman eins og skopleikur. Gilbert Law vissi orðið spurningamar áður en þeirra var spurt og hann var farinn að svara þeim áður en þær voru bornar fram. Tíminn leiö og skýrslurnar um mál- iö tóku að safna ryki. Rannsóknarlög- reglan þurfti að sinna fleiri verkefnum og hvarf Ann Law var sett til hliðar. Tveimur árum eftir að hún hvarf sótti Gilbert Law um dómsúrskurð um að hún væri látin. I umsókn sinni skrifaði hann aö þetta væri til þess að hann gæti gifst aftur og gefið bömum sínum við- eigandi móöummhyggju. Dómurinn tók umsóknina til greina og tveimur dögum síðar giftist hann fyrrum ást- konusinni. Popplag ýfir upp samvisk- una Hvarf Ann Law lá síöan í þagnar- gildi í nokkur ár. Þaövarekkifyrrení nóvember 1982, níu árum eftir hvarf Ann Law, að rykið var dustað af samstarfsmenn áður en hann lét vísa Law inn. Eftir að hafa rætt stuttlega um dag- inn og veginn viö rannsóknarlögreglu- stjórann og dreypt á kaffibollanum sneri Law sér að efninu. Law byrjaði fyrst á því að segja frá poppþættinum frá kvöldinu áður. Lög- reglumennimir litu hver á annan með spurnarsvip. SvosagðiLaw: „Þegar ég sá höfuðiö standa upp úr sandinum byrjuöu þessir atburðir að rifjast upp fyrir mér aftur. Þetta var aö gera mig sturlaðan í nótt. Eg get ekki lifaö með þetta á samviskunni lengur. Eg verð að létta þessu af samviskunni.” Leyst frá skjóðunni Law tók sér stutta málhvíld og hélt svo áfram með lögreglumenn með spurnarsvip allt í kringum sig: „Þú hafðir rétt fyrir þér,” sagði hann og beindi orðum sínum til Underwoods. „Þú gast þér rétt til þegar í upphafi. Það var ég sem myrti hana. En ég ætl- aði ekki að gera það, þetta var slys. ” Law greindi síöan frá því að kona hans hefði komist að því að hann hélt framhjá henni. Þau höfðu rifist heift- arlega og hún hótaöi að skilja við hann. Hún hafði sagt að hún myndi kref jast af honum mikillar fjárhæðar og með- lags með bömunum þannig að hann yrði eignalaus á eftir. Rifrildið endaði með því að hann barði hana. Hún féll á gólfið og blóð lagaði úr vitum hennar. hefðu hist í heilt ár. „Þetta var alvar- legt á milli okkar. Þaö var hluti af mínum framtíðaráætlunum að giftast Gilbert,” sagði hún viö yfirheyrsluna. En hún neitaði staöfastlega að þau hefðu gert einhverjar áætlanir um að ryðja Ann Law úr veginum. „Gilbert hefði aldrei getaö hugsað sér að taka þátt í svo viðurstyggilegu samsæri,” sagði hún með fyrirlitningu í röddinni. „Frekar tryði ég að Ann hefði látiðsig hverfa til að geta komið Gilbert í klandur. Það væri eftir henni eins ill- gjöm eins og hún var,” sagði hún. „Þú þekkir hana þá,” sagði Under- wood. „Hafiöþiðhist?” „Nei, ég hef aldrei séð hana,” svar- aði hún, „en Gilbert hefur sagt mér allt umhana.” Misræmi kemur í Ijós Þetta var nú ekki í samræmi við það sem Gilbert Law hafði sagt viö yfir- heyrslur um hjónaband sitt, hvers ágæti hann hafði lýst með fögmm orð- um. Underwood lét nú fylgjast enn nán- ar með Law. Hann fór nú aö hitta ást- konu sína opinberlega og mánuði síðar flutti hún inn á heimili hans og gekk börnunum í móðurstað. Þau hentu föt- um og persónulegum munum Ann út úr húsinu og brenndu það allt. Gilbert skýrslunum. Gilbert Law var þá skil- inn við seinni konu sína. Þann 13. nóv- ember þetta ár sat hann heima i stofu sinni og var að horfa á poppþáttinn „Top of the Pops” þar sem kynnt vom þau lög sem sátu í efstu sætum vin- sældalistans hverju sinni. Þegar myndband með áströlsku hljómsveit- inni Men at Work að spila lag sitt Down Under kom á skjáinn varð Law hverft I við. A myndbandinu brá fyrir manni sem hafði veriö grafinn í sand upp að hálsi, þannig að aðeins höfuðið stóð upp úr. Það sem eftir var næturinnar gat Law lítið sofið. Myndin af manninum, sem stakk höföinu upp úr sandinum, hvarf ekki úr huga hans. Næsta morg- un um klukkan níu var hann mættur á lögreglustöðina og óskaði eftir að ná tali af Underwood rannsóknarlög- reglustjóra. Underwood hafði ekki gleymt þessu máli. Þetta var eitt af fáum málum sem honum hafði ekki tekist að leiða til lykta. Hann grunaöi því strax hvað væri í vændum þegar Gilbert Law ósk- aði eftir viðtali við hann. Underwood pantaði nokkrar könnur af kaffi á skrifstofu sína og kallaöi til nokkra Hann reyndi að fá hana til meðvitund- ar aftur en það gekk ekki. Hann þorði ekki að tilkynna lögreglunni um at- burðinn, heldur fór með líkiö um nótt- ina og gróf það í sendinn árbakka við ána Tyne. Tyne rennur um 10 milur fyrir utanborgina. Það var ekki laust við að í röddu Underwoods gætti nokkurs léttis þegar hann skipaöi mönnum sínum aö koma með sér að árbakkanum til að aðgæta hvort líkið fyndist. Lögreglumenn grófu á staðnum en ekkert fannst þann daginn. Haldið var áfram að grafa á bakkanum í tvo daga án árangurs. Þá var úrskuröaö að áin hefði borið líkið með sér. Játning Gilberts Law nægði til að útkljá málið. Hann reyndi ekki að falla frá framburði sínum. Sam- viskan þoldi ekki meira. Gilbert Law var leiddur fyrir rétt þann 5. maí 1983, ákærður fyrir morð. Játningin lá fyrir. Það tók ekki langan tíma að fella dóminn. Hann hljóðaði upp á lífstíðarfangelsi. Engar grun- semdir beindust að siöari konu hans. Sannað þótti að hún hefði enga vitn- eskju haft um hvemig í pottinn var bú- ið. 145 amp., 15%, 25% m/viftu. 1.fasa 220 v og 380 v J. HINRIKSSON HF. Súðavogi 4.104 R. S-84677 - 84559. IBEBIIKGNI UNICO-kolsýruvélin, sem er tilvalin i bilskúrinn, verkstæðið eða hvar sem rafsuðu þarf með. BÍLDSHÖFDA 16. SÍMAR 81530 OG 83104 SAAB 99 Combi árg. 1977, 3ja dyra, brúnn, beinskiptur, 4ra gíra, ek. 87.000 km. SAAB 900 GLS árg. 1981, 4ra dyra, rauður, beinsk., 4ra gíra, ek. 50.000 km. Skipti á ódýrari SAAB möguleg. SAAB 99 GL árg. 1982,2ja dyra, silver, beinsk., 5 gíra, ek. aðeins 29.000 km. Mjög fallegur bíll. SAAB 900 GLS árg. 1983,4ra dyra, silver, beinsk., 5 gíra. Nýr bffl. OPIÐ 10-4 LAUGARDAG. TOGGURHF. SAAB UMBOÐIÐ SELJUM Í DAG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.