Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 48
IPÞINGHF s.86988 rriEN Framt^ls- áhyggjujr? Láttu Kaupþing hf annast: -skattframtalið þitt -reikna út væntanlega skatta -sjá um kærur ef þess gerist þörf. 1311 _ KAUPÞfNGHF AFMÆLISGETRAUN Á FULLU ÁSKRIFTARSÍMI f 07(17? AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLT111 OCC11 RITSTJGRN OUV I I SÍÐUMÚLA 12-14 AKUREYRI SKIPAGÖTU 13 AFGREIÐSLA (96)25013 BLAÐAMAÐUR (96)26613 Amarf lug fær Boeing 737 f rá Braathen Stjórn Amarflugs samþykkti í gær aö ganga til samninga við norska flug- félagiö Braathen um kaupleigu á þotu af gerðinni Boeing 737-200 combi. Gert 'er ráö fyrir aö þotan verði afhent 21. febrúar næstkomandi. Arnarflug hefur síðastliðiö ár haft sams konar þotu á leigu frá hollenska flugfélaginu Transavia. Sá samningur rennur út í lok marsmánaðar næst- komandi. -KMU. Grafarvogur: Gerterráðfyr- irkapalvæddu framtíðarhverfi I hinu nýja byggingarlandi borgar- innar í Grafarvogi er gert ráð fyrir kapalvæddu framtíðarhverfi. Að sögn Þórðar Þorbjamarsonar borgarverk- fræðings vom lögð plaströr fyrir sjón- varpskapal í jörðu milli húsa, líkt og gert er fyrir rafmagns- og símalínur. Borgarráð samþykkti lagningu röranna í fyrra. Borgarverkfræðingur segir aö senni- lega muni verða gert ráö fyrir kapal- lögnum í nýjum hverfum í f ramtíöinni. „Þetta er fyrir þann tíma er boð- miðlunarsamfélagið verður orðið að veruleika. Það þarf þá ekki að rífa upp allargötur.” -ÞógG Sýnishornaveður um helgina Allra veðra von verður um helgina. Búist er við vaxandi austanátt fyrri hluta dagsins i dag, laugardag, með snjókomu eöa slyddu um sunnan- og austanvert landið. Seinnipartinn má búast við lægð yfir miöju landinu og aö vindur snúist þá i suðvestan- eða vestanátt með éljum. A morgun, sunnudag, mun vindur líklegast snúast í norðanátt meö heldur kólnandi veðri. Hitastigiö um helgina verður nærri frostmarki. Sem sé, veðr- iðverður,,eittsýnishom” umhelgina. -JGH LOKI Er ekki vel tryggt að Jón vinni? Gamla Samvinnubankahúsið á Akranesi var rifið i gær. Það víkur fyrir bilamenningunni sem þarf sin bílastæði. Húsið hefur staðið autt og yfir- gefið síðasta hálfa árið, eða siðan bankinn flutti sig um set, nokkra metra, yfir i nýja húsið sem við sjáum á myndinni. Efiaust hefði „þeim gamla" einhvern tíma brugðið ibrún að fá svo stórvirk tæki á sig sem igær. Er ekki ólíklegt að hann hefði haldið að bankaræningjar væru komnir i heimsókn. DV-mynd Dúi Landmark. UM EIMSKIPSBREFIN Tveir aðilar virðast nú aðallega keppa um hlutabréf ríkisins i Eim- skipafélaginu, Jón Guðmundsson fasteignasali og Sjóvátrygginga- félag Islands. Sjóvá er einn stærsti eigandi Eimskipafélagsins með 900.000 króna hlutafjáreign. Með 5,3 prósenta, þriggja milljóna króna, hlut ríkisins yrði Sjóvá stærsti hluthafi Eimskips, að hlutafé Eim- skipafélagsins sjálfs frátöldu. Þaö hlutafé er þó ekki atkvæðisbært á aðalfundi. Vegna þess að á aðalfundi nýtast venjulega aðeins um 50 prósent bréfanna til atkvæða er ljóst að Sjóvá yröi þar einn sterkasti aðilinn með yfir 10 prósent nýttra at- kvæða. Samkvæmt upplýsingum DV mun tilboð Sjóvá vera aðeins hærra en Jóns og eiga að greiöast upp á einu ári. Jón Guðmundsson sagði við DV í gær aö tilboð hans væri gert fyrir hann sjálfan og hann væri ekki milli- liður fyrir einhvern annan eins og talið haföi veriö. Hann sagðist ekki hafa í hyggju að selja bréfin fljótlega fengi hann þau keypt. Líklegt er að þessi 5,3 prósent geti keypt þeim sæti í stjóm Eimskips semþauhlýtur. „Eg er ekkert viss um að þau gætu leitt til setu í stjóm en það gefur ákveöna möguleika,” sagði Jón. , ,Það sem ég er að hugsa um núna er að Ríkisútvarpið hefur eftir fjármála- ráðherral.febrúar aðtvö tilboð hafi borist, mitt og Eimskipafélagsins sjálfs. Koma hina tilboðin á réttum tíma? Var þetta lögformlega af- greitt?” Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvá- trygginga, sagði við DV aö tiiboð fyrirtækis hans hefði borist fyrir til- skilinn tíma, 1. febrúar. Hann vildi ekki staðfesta upphæð tilboðsins. -ÞóG. IÐUNNARMENN KAUPA HLUT í HELGARPÓSTI Tveir af forráöamönnum bókaút- gáfunnar Iðunnar hafa keypt 21% hlut í Helgarpóstinum. Gerðist það er hlutafé blaðsins var aukiö úr 40.000 króna í tvær milljónir nú um áramótin. Ingólfur Margeirsson, ritstjóri og einn af eigendum Helgarpóstsins, sagði í viðtali við DV að hlutafé blaðsins hefði numið 40.000 króna er núverandi eigendur hefðu tekiö við því. I desember hefði verið ákveðið aö auka hlutaféð í tvær milljónir. Þá hefðu þeir Jóhann Páll Valdimars- son, forstjóri Iðunnar, og Sigurður Ragnarsson, skrifstofustjóri útgáf- unnar, fest kaup á 21% og tveir eigendur Leturvals heföu keypt 10% saman. „Eignarhlutföllin em því þau að starfsmenn eiga enn langstærstan hluta,” sagöi Ingólfur. „Við höfum ákveðið að flytja setningu blaösins úr Alprenti yfir í Leturval. Þar með eiga starfsmenn Helgarpóstsins 79% blaðsins og Jóhann Páll og Siguröur 21% eins og áður sagði. Ingólfur sagöi að aukningin á hlutafé hefði veriö gerð til að tryggja rekstur blaðsins. Hann kvaðst vilja undirstrika að þeir Jóhann Páll og Sigurður héfðu keypt sín hlutabréf sem tveir einstaklingar en ekki í nafni Iðunnar. „Okkur þótti fengur aö fá þessa menn inn þar sem þeir fást viö hliöstæða útgáfu og eru mjög vel heima í þeim málum,” sagði Ingólfur. -JSS Hafþórá Græn- lands- rækjuna — leigður til ísafjarðar íeittár Hafrannsóknaskipiö Hafþór hefur nú verið leigt þrem rækjuvinnslu- stöðvum á Isafirði til eins árs og verður skipinu á næstunni breytt til rækjuveiða og frystingar um borð. Leigutakar em Rækjustöðin hf., Rækjuverksmiðja O.N. Olsen hf. og Rækjuverksmiðjan hf. í Hnífsdal. Fiskifréttir greina frá þvi að leigu- takar hyggist leita fyrir sér um veiði- heimildir við Grænland og þá væntan- lega á Dohm banka. Eins og DV skýrði frá í fyrradag em nú rífandi uppgrip hjá færeyskum rækjutogurum þar. Þá ætla þeir að leita fyrir sér við Sval- barða og víðar í norðurhöfum auk veiða norður af landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.