Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 21
usei HAúsaa'í .t HUOAaHAOUAJ .va os DV. LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR1984. 21 tösku eöa annaö smáræði, en aðrir höföu ekki haft tækifæri til að bjarga neinu af munum sínum. Þremur af gestum hótelsins varð að bjarga á bjargdúka út um glugga á efstu hæð. Meiddist einn þeirra nokkuð og var fluttur á Landsspítalann. Húsiö var mikiö til brunnið ofán eftir einn til einn og hálfan klukkutíma. ” „Timburhúsunum í nágrenni hótelsins tókst okkur að bjarga meö því að hafa strangan vörð við þá staði þar sem hætta á íkviknun var mest. Með þessu tókst okkur að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út til hinna húsanna þótt þau væru nálægt.” Brak og brestir Einn hótelgestanna, Friðrik Þor- valdsson, segir svo frá: ,,Ég bjó í herbergi 17 á annarri hæð. Eg hef oft búiö þarna áður og aldrei veitt athygli neinum umgangi í her- berginu uppi yfir mér á næstu hæð fyrir ofan. I gærkvöldi fór ég að lesa eftir aö ég var háttaöur, en sofnaði brátt út frá bókinni. Eftir svo sem and- artak að mér fannst, vaknaði ég þó aftur. Allt var þá grafkyrrt, enda allir gengnir til náða í hótelinu. Skyndilega heyri ég háan brest í herberginu fyrir ofan mig. Hélt ég að þar væri um að ræða rottur eða eitthvað slíkt á ferð, því eins og áður er sagt hef ég aldrei orðið var neinnar hreyfingar í þessu herbergi. Þessi há- vaði breiddist út með einskonar þrusk- hljóði. Síöan komu að minnsta kosti þrír slíkir brestir með stuttu millibili, og var sem þeir bærust niður í þilið í mínu herbergi. Þessu næst heyrði ég allháan blaktandi hvin, lágan í fyrstu en sem ágerðist furðu fljótt. Fer mér nú að þykja þetta óviðkunnanlegt og í sömu andránni heyri ég konu hrópa uppi á lofti að kviknað sé í. Eg þeyttist eins og örskot fram úr bólinu og klæddi mig í helstu fötin í flýti, og smeygði mér ber- fættur í skóna. Tók þetta aðeins augna- blik.” Allt í uppnámi „Þegar ég kom fram á ganginn sá ég menn með handslökkvitæki í stiga þak- hæðarinnar og að eldtungur teygðu sig niður úr loftinu. Þama var allt 1 uppnámi en ég fór niður á neöri hæðina ef meiri þörf væri á að hjálpa þar til að vekja gesti. Þar var einnig kominn skriður á og allir á fleygiferð. Ég hljóp því aftur upp á loftið og náði í skjala- tösku mína og er ég kom út þaðan aftur þyrlaðist eldhafið fram af loftskör þak- hæðarinnar. Fólkið leitaöi útgöngu sem óðast. Margt af því var nær nakið. Þama á meðal var stúlka með unga- bam vafið innan í sæng, en sjálf var hún aðeins á skjóllausum náttklæðum. Eg var þarna sá eini alklæddur og bauðst því til að hjálpa stúikunni út með barnið. Það hafa farið um tíu mínútur í að koma stúlkunni í húsa- skjól með barnið, uns ég var aftur kominn á vettvang. Þá logaði öll miðja hússins, sem sneri að Aðalstræti ofan frá og niður úr, en við suöurgafi hússins stóðu bmnaliðs- og lögreglu- menn með þanda dúka og voru að bjarga fólki út um glugga á efstu hæðinni. A þessum augnablikum, sem voru færri en það tekur að segja þessa sögu, mátti heita að húsið væri svo að segja alelda aö innan, enda tók það nú Svona lítur Hótel íslandsplanið út i dag. önnur hús i kringum planið hafa Htið sem ekkert breyst frá því bruninn varð. að brenna ákaflega. Þetta er ægilegasti eldsvoði, sem ég hef nokkumtíma séð og þaö er vafamái hvort slökkviliðið hefur nokkurntima leyst annað eins þrekvirki af höndum og í baráttunni við þennan eldsvoða.” Handslökkvitæki I öldinni okkar segir Tómas Hallgrímsson frá því hve mjóu munaöi um björgun. Tómas bjó í herbergi 14 á annarri hæð hótelsins. Herbergið var austast í ganginum eða í þeim hluta þess sem sneri út að Veltusundi. Tóm- as var vakandi í rúmi sínu og var aö lesa er hann heyrði hrópað um eld. Hann smeygði sér í buxur og setti á sig morgunskó. Er hann var kominn fram á ganginn, var enginn eldur sjáanlegur á hæðinni. Mætti hann nú Helga Rosen- berg sem bað hann aö koma með sér upp á efstu hæðina. Gripu þeir hvor sitt handslökkvitækið er vom þar í ganginum og hlupu upp á næsta gang. Er þeir komu upp á efsta loftiö var þar tiltölulega lítiil eldur í þiljum uppi við loftið og á bak við stóran klæða- skáp. Þeir tæmdu úr slökkvitækjunum á eldinn en það bar engan árangur. Braust niður stigann Tómas þaut nú aftur niður og inn í herbergi sitt, kastaði einhverju af far- angri niður í töskur og fór í jakka og frakka. Telur hann að hann hafi verið að þessu í mesta lagi í fimm mínútur. Er hann kemur aftur út úr herberginu er gangurinn orðinn svartur af reyk og logarnir leika um hann. Einnig voru ljósin þá að slokkna. Tómas braust þó niður stigann en föt hans sviðnuðu og Þetta var allt og sumt sem eftir stóð morguninn eftir brunann. í baksýn má sjá Hótel Vik og Landssimahús- ið fjær. brenndist hann nokkuö á höndum. Telur hann að hann hafi verið síðastur manna sem komst eftir stiganum út úr hinu brennandi húsi. Einn fórst Morguninn eftir brunann var í fyrstu talið að þrír menn hefðu brunnið inni. Tveir þeirra, breskir sjóliðar, komu þó fljótlega fram en sá þriðji, ungur maður úr Hveragerði, Sveinn Stein- dórsson, fannst látinn í rústum hótels- ins. Þótti mikil mildi að ekki fórust fleiri. Tjónið, sem varö í brunanum, var gífurlegt eins og nærri má geta. I hótel- húsinu voru auk hótelsins tvær versl- anir, Vöruhúsið og Verksmiðjuútsala Gefjunar og Iöunnar. Engu var bjargað úr verslununum. Alfred Ros- enberg, eigandi hótelsins, og kona hans björguðust úr eldinum á nátt- klæöunum. Nálega engu varð bjargað af eigum gesta og starfsfólks. Hvorki hús né annað var vátryggt fyrir meira en brot af því sem verðgildi þess nam er þaö brann. Nokkrar skemmdir urðu einnig á nærliggjandi húsum þrátt fyrir að tæk- ist að verja þau fyrir • eldi að mestu. Mestar skemmdirnar urðu á húsinu Aðalstræti 7 þar sem var Verslun B.H. Bjarnasonar (þetta hús stendur enn). Aliir gluggar sprungu á þeirri hlið hússins sem sneri að Hótel Islandi en auk þess komst eldurinn í vöru- geymslu verslunarinnar. Nokkrar rúður sprungu í Hótel Vík og einnig urðu þar skemmdir af völdum vatns sem komst þar inn. -SþS. Komið á storgiæ^" ^rpottapiönurn Blómapottar. kera kerti o.m.fl- 1 Komið við, gen lð góð kaup 36770-86340 símar J^^uviðSigtun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.