Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 5
.ipt'i HAUaaa’? .(• huoaohadua.1 va DV. LAUGARDAGUR 4. FEBROAR1984. 5 Flugleiðir hætta að fá ríkisstyrk Stuöningi ríkissjóös viö Flugleiðir vegna Noröur-Atlantshafsflugsins lauk 30. september síöastliöinn. Flugleiöir hyggjast ekki óska eftir frekari stuöningi, aö því er Sigurður Helgason forstjóri tjáöi DV. Fjár- hagsafkoma síðastliöins árs er talin jákvæö. Ríkissjóöir Islands og Lúxem- borgar veittu félaginu stuöning í þrjú ár meðan á mestu erfiöleikum þess stóö. Stuöningur Islands var miöaöur við þann tekjumissi sem taliö var að ríkissjóður heföi oröið fyrir ef Atlantshafsflugiö stöövaöist. Stuön- ingur Lúxemborgar var í formi niöurfellingar lendingargjalda og annarra skatta. Samkvæmt ársskýrslu Flugleiöa nam stuöningurinn 35,5 milljónum króna alls árið 1982 og 40,6 milljónum króna áriö 1981. Tölur fyrir áriö 1983 ligg ja ekki fyrir. -KMU. Beiðni rússneskra haf rannsóknaskipa: Vantar viðbót- arupplýsingar „Viö höfum óskaö eftir viöbótar- upplýsingum um beiöni rússneskra hafrannsóknaskipa til að stunda rannsóknir í íslenskri efnahagslög- sögu,” sagöi Ingvi Ingvarsson, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, viöDVígær. Sagöi ráöuneytisstjóri að beiðni þessara skipa um að stunda hér sjávar- og loftrannsóknir heföi utan- ríkisráöuneytið samkvæmt reglum sent til umsagnar ýmissa aðila sem segja álit sitt á viðkomandi verkefni. Niðurstaðan var að ekki lægju fyrir fullnægjandi upplýsingar. -HÞ Trjáabrjóturínn ekki fundinn — var líklegast á stolnum Lada-jeppa ökuníðingurinn sem ók yfir og braut ellefu tré í lystigarðinum á Rútstúni í Kópavogi aðfaranótt 11. jan. síöast- liöins er ófundinn. Okutækiö er þó lík- legast fundiö. Þaö er Lada jeppi. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi hafa ekki miklar upplýsingar borist um þetta mál. Viö rannsókn málsins kom þó í ljós að Ladajeppa var stolið í Reykjavík sömu nótt og er talið aö hann hafi verið notaöur við þetta ódæðisverk. Jeppinn fannst síðar í Reykjavík en enn hefur ekki verið upplýst hver stal honum. Eyöilegging trjánna vakti mikla reiöi. Ökufanturinn ók yfir trén hvert á fætur ööru á skipulegan hátt. Aðkoman var hroöaleg og þykir meö ólíkindum að nokkrum manni skuli hafa getaö dottiöþettaíhug. -JGH. Eitt hinna ellefu trjáa sem öku- níðingurinn ók yflr og braut niöur í lystigaröinum Rútstúni í Kópavogi aöfaranótt 11. jan. sl. -DV-mynd S. NISSAN SUNNY NISSAN SUNNY LÁGMARKS BENIÍNEYÐSLA, HÁMARKS AKSTURSEIGINLEIKAR OG ÖRYGGITRYGGT MEÐ HÁÞRÓAÐRITÆKNI. FRÁ NISSAN - HVAD ANNAD? pað var ekki fyiir tilviljun aó á síðustu fimmtíu árum hefur Nissan orðið þriðji stærsti bílafram- leiðandi í heimi. þetta gerðist vegna einbeitni Nissan í að ná fram bestu hugsanlegu hönnun sem hægt er í framleiðslu á bílum. p>eir notuðu nýjustu aðferðir og háþróaða tækni sem hefur orðið öðrum til fyrirmyndar um allan heim. f»eir sköpuðu bíla sem urðu fyrirmynd annarra framleiðenda í útliti, sparneytni og endingu. Nissan hefur ætíð hannað bifreiðar sínar á þessum forsendum, bifreiðar sem hafa getið sér frábæran orðstír um víða veröld. þannig gefur Nissan Sunny hugtakinu ''fjölskyldubíll” nýja og víðari merkingu. Nú er fjölskyldubíll þeirra ekki einungis prýddur rúmgóðum innréttingum heldur einnig ótrúlega spameytinn, ódýr í innkaupi og fram úr skarandi endingargóður. Orðið “venjulegur” lýsir ekki fjölskyldubíl á borð við Nissan Sunny - til þess er alltof mikið í hann borið. Nú er fyrirmynd fjölskyldubílsins bíll með sportlegu útliti sem gaman er að aka. Nissan Sunny þarf pó ekki að koma á óvart - hann er ósvikinn Nissan. Fullkomnun náö meö NISSAN-tækni Ess^ NIS5AN INGVAR HELGASON HE Sýnlngarsalurinn V/Rau&ager6i - Reykjavik, Sixni 91 -33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.