Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 24
24 DV. LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR1984. Enn flýgur hrafninn „<IN4 0</Aí> HAI>A 4<tt l>AMN . 4T0frA — nýjasta kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar frumsýnd í dag fí I ER LIÐUR núna eins og manni sem hefur misst höndina, en finnst hún samt vera þarna ennþá. Maöur er einhvem veg- inn alveg tómur. Svo þegar komiö er aö frumsýningunni horfir maður enn þessum gagnrýnisaugum á verkiö, vill jafnvel þjóta upp á tjaldið og fara aö klippa. En þá veröur aö sætta sig viö verkið eins og það er. Því er lokið. Og það er þetta sem er oft erfiðast að sætta sig við.” Það er Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndageröarmaður sem talar. Og hann er að tala um nýjustu kvik- myndina sína, Hrafninn flýgur, sem verður frumsýnd í dag. Hann er ótrú- lega rólegur, það er ekki að sjá á honumaðhannsémeðalltsittundir. . Og að það sé einmitt dagurinn í dag sem skeri úr um hvort hann standi uppi slyppur og snauöur eða með pálmann í höndunum. „Þessari mynd, Hrafninn flýgur, fylgdu miklir erfiöleikar í upphafi,” heldur Hrafn áfram. „Rigningarnar i sumar settu heldur betur strik í reikninginn og kostnaðaráætlunin fór fram úr hófi. Hugsaðu þér, maöur er með hugmynd í höndunum upp á milljónir. Það var því ósjaldan sem ég spurði sjálfan mig: er þetta ekki ein vitleysa frá upphafi til enda? Hefur nokkur maður áhuga á þessu? Þess á milli kom yfir mig lífsfylling og mér fannst þetta stórbrotið. Eg Var því eins og pendúll, ýmist í sjöunda himni eða í ystu myrkrum.” — Stendur ekki einhvers staöar að fall sé fararheill? Hann brosir. ,,Ég lofaði sjálfum mér því í sumar, þegar mér fannst heimurinn vera að hrynja og allt var á floti, að fleiri kvikmyndir myndi ég aldrei gera.” — Og ætlarðu að standa viö það? „Eg mun endurskoöa það ef vel gengur núna.” Eins konar prufa... — Þaö vekur athygli að með þér í Hrafninum eru útlendingar. Það eru framleiðandinn Bo Jonsson, kvikmyndatökumaðurinn Tony Fors- berg og tónskáldið Hans-Erik Philip. Hvemig stendur á þessu samstarfi? „Bo Jonsson var fyrir nokkmm árum hér á landi í boði Norræna hússins að flytja erindi um kvik- myndagerð. Eg hitti hann fyrir tilviljun. Hann hafði séð Blóörautt sólarlag í sænska sjónvarpinu og orðið hrifinn af. I framhaldi af því spurði hann hvort ég hefði gert fleira. Eg gat sýnt honum ýmislegt sem ég var að fást við. Hann hvatti mig þá til að gera kvikmynd í fullri lengd. Þá gekk ég meö Oðal feðranna í magan- um. Hann bauðst til að greiða 15 prósent af kostnaöinum án nokkurra skuldbindinga. Oðal feðranna fékk síðar Guld Baggen eða Gullbjölluna í Svíþjóð, sömu viðurkenningu og Láms Ymir fékk fyrir skömmu fyrir Andra dansen. Þetta vom töluverðir peningar sem Bo fékk þarna. Við ákváðum því að halda samstarfinu áfram. Það var ákveðið að kvikmynda Gerplu og í sameiningu fórum við að vinna aö handriti. En Gerpla gerist í einum tíu þjóölöndum. Við leigðum okkur þyrlu og héldum til þessara staöa og komumst að raun um aö þetta væri framkvæmanlegt. En þá kom babb í bátinn. Hvernig litu söguhetjumar út? Vom þær með hymda hjálma, eins og þær em sýndar í Rauðu skikkjunni eða eins og Charles Heston í gömlu Hollywood- kvikmyndunum? Mér datt þá í hug að gera örstutta mynd, eins konar prufu. En handritiö varð alltaf stærra og stærra og svo einhvem veginn varð Hrafninn flýgur til. Smám saman var ég komin með í hendurnar handritið sem mig hefur alltaf langað til aö skrifa. Eg hef gert sex kvikmyndir áður og fyrst núna finnst mér ég hafa sigrað í baráttunni Tony Forsbarg, kvik- myndatökurmaður Hrafnsins, er fimmtug- I ur Svíi og frœgur í sinni grein. Hann hef- ! ur meðal annars unn- ið talsvert með Ing- mar Bergman, nú síð- ast við myndina Fanny og Alexander. Hans-Erik Philip er ekki síður þekktur í sinu fagi en Forsberg. Hann hefur meðal ; annars samið tónlist fyrir Dizzy Gilespie, svo og tónlist við kvikmyndina Vetrar- börn sem sýnd var hór á landi fyrir nokkrum árum og Loftfarið er sýnd var i sjónvarpinu fyrir skömmu. Þá hefur hann gert ýmsar kennslumyndir í sam- vinnu við menn á borð við Fellini og Francis Coppola. við myndmálið og eins þaö, aö ég var nú ákveöinn í hvaöa stíl ég ætlaöi að nota. Mér finnst ég hafa rutt úr vegi öllum byrjunarörðugleikum. Bo Jonsson sýndi síöan sænsku kvikmyndastofnuninni handritið. Þeim líkaöi vel og sendu hingaö Tony Forsberg til að kanna aðstæöur. Hann varð ánægður og ég fékk grænt ljós. Bo hefur framleitt um 50—60 kvikmyndir og þeir Forsberg hafa oft unnið saman og ákváðu að takast á við þetta. Hans-Erik hitti ég á kvikmynda- hátíð í Finnlandi. Við tókum tal saman um japanska kvikmynda- geröarmanninn Kurosawa. I framhaldi af því sagði ég honum frá kvikmynd sem ég væri að gera, Hrafninn flýgur. Hann varð strax mjög hrifinn og sagði mér að það væri alveg sama hversu mikið hann hefði að gera, ég gæti bara hringt þegar handritið lægi fyrir og hann myndi semja tónlistina. Þetta hermdi ég svo upp á hann.” Og ég gaulaði eins og snarvitiaus maður — Nú eru þetta allt reyndir menn, eins og þar stendur, reyndari en okkar menn. Hvernig var að vinna með þeim? „Þama lærði ég í fyrsta skipti þessi geysilega öguðu vinnubrögð sem þarf við gerð svona myndar. Hér heima hefur það gjarnan viljað brenna við að allir séu að vasast í öllu. Þarna var alveg klár verkaskipting og menn „respekteruðu” hver annan. Þaö er engum tilviljunum háð hvernig hitt og þetta tekst til heldur er það spurningin um að gera hlutina eða gera þá ekki. Forsberg er til dæmis einn þriggja bestu kvikmyndatöku- manna Svía og það er mikill styrkur í því að hafa slíkan mann. Hann spurði bara, hvað vilt þú? og svo var það gert. Oft hefur það viljað brenna við að kvikmyndatökumenn velji sjálfir sjónarhomin en þá er leikstjórinn heldur enginn leikstjóri lengur. Hans-Erfk vann þannig að hann spurði mig hvaö ég heyrði í þessari og þessari töku og ég fór að raula. Endirinn varð sá að viö fómm í gegnum myndina og ég gaulaði eins og snarvitlaus maður. Uppistaðan í tónlistinni er svo þetta gaul mitt!” — Hvaö hefur þessi mynd veriö lengi í undirbúningi? „Eitt og hálft ár. Svona mynd kostar aö minnsta kosti eitt og hálft ár úr lífi manns.” — Ertu ánægður með útkomuna? „Ja, ég held að mér hafi tekist aö komast hvað næst því á tjaldinu sem ég ætlaði mér í upphafi. Þessi mynd er, að ég held, heilsteyptust þeirra mynda sem ég hef gert hingað til, hvað varðar framsetningu og upp- byggingu.” — Hvað kostar svona útgerð? „Þaö er á milli 12 og 13 milljónir. Sjálfur legg ég til tæp sjötíu prósent en Svíamir þaö sem á vantar. Prívat skulda ég milii 5 og 6 milljónir en ég fékk milljón krónur frá kvikmynda- sjóöi.” — Hvað þarftu marga áhorfendur? „Um 70 þúsund til að koma út á sléttu.” — Nú þegar þú stendur frammi fyrir frumsýningu. Hvað hefur þú sjálfur séð myndina oft? „Ætli það sé ekki svona nokkur hundruð þúsund sinnum. Eg nefnilega klippti myndina líka sjálfur. Handrit- ið var svo klárt að ég gat fylgt því og tökulistanum mjög nákvæmlega. Mínir uppáhalds- leikarar — Margir leikaranna hafa leikið í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.