Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR1984. 13 Sting, forsöngvari The Police, segist vera hættur öllu fikti við eiturlyf og eingöngu stunda heilbrigða vimu. Eddy Grant — heilbrigt Hferni best, neytir hvorki áfengis, tóbaks né nokkurra eiturlyfja. „Hver sem heldur því fram aö eitur- lyfjaneysla geti hjálpaö tónlistar- mönnum til aö öðlast innblástur er vit- laus. Heilbrigt lífemi er eina leiöin til aö ná árangri, ” segir hann. Þrátt fyrir aö maríjúananeysla hafi lengi loðað viö reggae-tónlistarmenn er Eddy Grant ekki einn þeirra sem sanna þá kenningu að maríjúana sé óhjákvæmilegur fylgifiskur þeirrar tónlistar. „Eg hvorki drekk, reyki né neyti eiturlyfja. Meö því áð halda mér frá þessum slæmu ávönum tel ég mig geta lagt mig betur fram viö þaö sem ég er aö gera og náö betri árangri,” segir hann. Hluti af heilbrigðu líferni Eddy Grants felst í h'kamsrækt. Hann stund- ar hlaup og aörar íþróttir til aö þjálfa líkamann. Og milli þess sem hann fæst viö tónlistarsköpun má sjá hann hlaupa eftir ströndum Barbadoseyjar. Lögleiða kannabis En eins og áður segir eru ekki allir jafnóhressir meö ummæli Cartneys. Litli bróðir hans, Mike McGear, segir til dæmis: „Þaö er fullt af fólki hér í landi í svipuðum áhrifastööum og bróöir minn sem fegið vildi þora aö segja sömu hluti og hann.” McGear bætir því við aö þessa hluti heföi átt aö segja fyrir löngu. „Kannabis ætti aö lögleiöa. 1 staö þess að allir séu að reykja þaö í laumi, fullir af sektarkennd, ættu þeir að fá aö reykja þaö án sektarkenndar.” Hann bendir á aö hver sem er hefur leyfi til aö fara heim til sín og drekka sig blindfullan — svo framarlega sem hann skaðar engan annan en sjálfan sig. „Þaö sama á aö gilda um marí júana. Ef einhvem langar til aö reykja þaö á hann aö fá að gera þaö í friði,” segir McGear. Hann segir ennfremur aö kenningin um að kannabisneysla leiði til heróín- neyslusékjaftæöi. „Þaö er áhka gáfulegt að segja aö nokkur glös geri þig aö alkóhólista,” segirhann. Engin rök gegn lögleiðingu Roger Daltrey, fyrrum söngvari The Who og félagi Pete Townshend, er sama sinnis og McGear. „Eg er vissulega á móti reykingum en fyrst hægt er aö fá sígarettur keypt- ar hvar sem er get ég ómögulega skiliö hvers vegna sama má ekki gilda um maríjúana,” segir hann. Honum finnst öll vandlæting á um- mælum McCartneys vera tilefnislaus og segist ekki sjá nein rök gegn því aö lögleiða kannabisefni. Kannabis skaðlaust Enn einn meömælandi kannabisefn- anna er leikkonan Pat Phoenix sem trúir því aö kannabis sé skaölaust. „Eg held aö Paul McCartney hafi rétt fyrir sér,” segir hún. „Þaö er betra aö lögleiöa kannabis því þannig losnar fólk sem neytir þess viö aö kaupa þaö af eiturlyf jasölum sem róa aö því öllum árum aö koma því í þyngri eiturlyf.” Sjálf segist Phoenix aldrei hafa reykt kannabis en segist þekkja fólk sem geri það og hún sjái ekki betur en aö þaö fólk sé fullkomlega hamingju- samtmeölífiö. Þýtt-SþS Marijúanajurtin getur verið hið huggulegasta stofublóm en poppararnir eru ekkiá eitt sáttir um hvort eigi að gefa sölu á efninu frjálsa. Olympia compact Rafeindaritvél í takt við tímann Hraði, nákvœmni og ýtrasta nýtni á skrifstofurými. Vél fyrir þá sem gera kröfur um afköst og hagkvœmni ekki síður en heilsusamlegan og hljóðlátan vinnustað. Prenthjólið skilar áferðarfallegri og hreinni skrift. Leiðréttingarminnið hefur 46 stafi. Pappirsfœrslu og dálkasetningu er stjómað án pess að fasra hendur af lyklaborði. Endurstaðsetning, leturþétting og ýmsar leturgerðir. KJARAINI ÁRMÚLI 22 - REYKJAVÍK - SÍMI 83022 ••I-jliÍAÍv VOLVO 244 DL ÁRG. 1982, ekinn 23 þús., beinsk. Verö kr. 380.000. VOLVO 245 DL ÁRG. 1982, ekinn 11 þús., beinsk. Verð kr. 420.000. VOLVO 244 GL ÁRG. 1981, ekinn 25 þús., beinsk. Verö kr. 370.000. VOLVO 245 GL ÁRG. 1981, ekinn 30 þús., beinsk. Verð kr. 400.000. VOLVO 244 DL ÁRG. 1979, ekinn 61 þús., beinsk. Verö kr. 260.000. VOLVO 244 DL ÁRG. 1978, ekinn 90 þús., sjálfsk. aflstýri. Verð kr. 240.000. VOLVO 244 L ÁRG. 1978, ekinn 79 þús., beinsk. Verð kr, 185.000. VOLVO 245 DL ÁRG. 19/8, ekinn 90 þús., beinsk. Verð kr. 220.000. OPIÐÍ DAG KL. 13-17. VOLVOSALURINN Suöurlandsbraut 16 • Simi 35200 STÓRBINGÓ SUNNUDAG Stórbingóið sem átti að vera síðastliðinn fimmtudag verður á sunnudaginn, 5. febrúar, kl. 20.30 í Sigtúni. AÐGANGUR ÓKEYPIS ^ SÁ HEPPIVI Heildarverðmæti ° vinningaca 250.000 kr. * i EUROCABD SSB9B ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ LEIKNIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.