Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 23
23 I átta manna nefndinni voru eftir- taldir: Baldvin G. Þorvaldsson Böggvisstööum, Björn Sigurösson Atlastööum, Jóhann Jónsson Ytra- Hvarfi, Jón Gunnlaugsson Hrapp- staöakoti, Sigfús Pálsson Syðra-Holti, Siguröur Sigurösson Tungufelli, Þorfinnur Guðmundsson Hrísum og Þorkell Þorsteinsson Ytri-Másstööum. Framhaidsstofnfundurinn var svo haldinn 1. maí og þá kosin stjóm. Sigurður varð formaður, Baldvin vara- formaöur og Jóhann gjaldkeri. Sæmd- arheitið sparisjóösstjóri var ekki til þá en gjaldkerinn var daglegur for- stjóri og heföi getað boriö þaö. Arið 1899 var boðað tii „krísufund- ar” í Sparisjóöi Svarfdæla. Miklir erfiðleikar voru þá vegna þess aö sauöasala hætti til Engiands í lok ald- arinnar. Haföi þetta mikil áhrif í sveit- um landsins og kom niöur á spari- sjóöunum. Stjórnarmennirnir voru enn hinir sömu og þótti oröið nauðsynlegt aö láta yngri menn kjást við vandann. Var því algjörlega skipt um í stjóminni og ábyrgðarmönnunum fjölgaö í 12. Hallgrímur HaUdórsson á Melum, sem þá var á Böggvisstöðum, tók viö for- ræðinu. Sjóöurinn var á heimUi gjald- kerans þar sem þungamiöjan var og hélst það rétt fram yfir aldamótin. Þá fluttist sjóöurinn í byggöakjarnann, sem var aö verða, Dalvik, og hefur verið þar síöan. A eftir Hallgrími varð Þorvaldur Baldvinsson á TungufeUi sparisjóösstjóri. Fyrstur tU aö gegna þeirri stööu á Dalvík varö Friðleifur Jóhannsson á Lækjarbakka en síöan hafa sparisjóösstjórarnir veriö þrír, Stefán Jónsson á Brimnesi, Sveinn Jóhannsson og sá sem nú stjómar, Gunnar Hjartarson. Stofnfé Sparisjóös Svarfdæla var ekkert en hins vegar kom strax inn fé sem menn vildu ávaxta. Þann 16. febrúar 1884 kom fyrsti maðurinn meö peninga og lagði í sjóö. Þetta voru 100 krónur og hann fékk bók númer 1. Fyrstu lánin voru flest tU bænda sem vildu kaupa kýr. Var lánaö gegn fast- eignaveöi. Innlánsvextirnir voru 3% en útlánsvextir 4%. Meö þessum mismun á vöxtum myndaöist sá varasjóöur sem varö smám saman eigiö fé sjóðsins. Starfsfó/k Sparísjóðs Svarfdæl a á afmælisári. Fremri röð: Jóhanna Óskarsdóttir, Sigríður Birgisdóttir, Ester Ottósdóttir. Aftari röð: Gunnar Hjartarson, Emilia Höskuldsdóttir, Gíslina Gisladóttir, Guðlaug Björns- dóttir og Friðrik Friðriksson. Það er gæfa Sparisjóðs Svarfdæla að öll skjöl hans og bækur hafa varðveist frá fyrstu dögum. Á þessari mynd er blaðið sem fyrstu lög sjóðsins voru skráð á. Þarna er líka fyrsta dagbókin en byrjað var að færa i hana 16. febrúar 1884 þegar fyrsti maðurinn lagði inn fé i sparisjóðinn. Vixilblöðin tvö eru lika komin til ára sinna. Eins og sjá má á þvi efra og dag- bókinni voru nöfnin Sparisjóður Svarfaðardals og Sparísjóður Svarf- dælinga notuð áður. Um 1920 kemur nafnið Sparisjóður Svarfdæla fyrst fyrir. Þetta er liklega fyrsti peningakassi Sparisjóðs Svarfdæla þó enginn þekki sögu hans gjörla. Hann hefur fengið að liggja ósnertur i geymslum sjóðsins áratugum saman. Skjóðan litla hefur verið i honum og geymt peningana sem liggja ofan á kassanum. Einn peningurinn er 20 króna gullpeningur frá 1889, hinir 6 eru einnar krónu silfurpeningar. Veltan fyrsta árið var 2300 krónur og fyrsta lánið var 400 krónur. Það voru þá 4—5 kýrverö og er því hreint ekki lítið. Til samanburðar má geta þess aö kýrverðið nú er 25—30 þúsund krónur. TU eru aUar gerðar- og reiknings- bækur sem varða sparisjóðinn og eru þær aö sjálfsögöu merkar heimUdir um sögu athafnaUfs í Svarfaöardal og á Dalvík. Starfsemin hefur verið mjög í takt við vöxt Dalvíkur og vaxandi umsvif í útgerðinni þar. AUt fram tU 1959 var sparisjóðurinn til húsa á heim- iU gjaldkera á Dalvík en þá flutti hann í leiguhúsnæði hjá kaupfélaginu og varö afgreiðslutíminn viö það reglulegur. Núverandi húsnæöi sjóösins er í Ráöhúsi Dalvíkur og var fíutt í þetta eignarhúsnæöi árið 1979. Eins og geta má nærri hefur starf- semi Sparisjóðs Svarfdæla gengið mis- Textiog myndir: Jdn Baldvin Hallddrsson jafnlega vel. StóráföU hafa þó engin verið og aldrei hefur hann tapað um- talsveröum peningum. A kreppuárun- um upp úr 1930 var sérlega erfitt hjá mörgum og lenti sjóðurinn einu sinni í því aö eignast tvær jaröir vegna skuld- ar viöskiptavinar. Tókst ekki aö losna viö þær fyrr en um 10 árum síðar. Smám saman hefur stjóm spari- sjóðsins veriö aö breytast, sérstaklega viö skiptingu sveitarfélagsins árið 1946 og þegar Dalvík fékk kaupstaðar- réttindi áriö 1974. Nú eru ábyrgðar- menn 20 talsins, 14 frá Dalvíkurbæ og 6 sem búsettir eru í Svarfaöardals- hreppi. Stjómarmenn eru 5 í stað 3ja áöur. Sýslunefnd Eyjafjaröar kýs 1, bæjarstjórn Dalvíkur 1 og 3 em kosnir á aöalfundi ábyrgöarmanna. Núver- andi stjórn skipa HUmar Daníelsson formaður, Oskar Jónsson, Baldvin Magnússon, Hjörtur Þórarinsson og HaUdór Jónsson. Sparisjóöur Svarfdæla er einn af 12 stærstu sparisjóöum á landinu hvaö varðar viðskiptaveltu og eigiö fé eða varasjóö. LUdega hefur bændafóUiið sem kom saman á Grund fyrir réttum 100 árum ekki grunað aö fræiö sem þá var lagt í svarfdælska mold ætti eftir aö veröa svo myndarlegt tré. VERKAMANNABÚSTAÐIR í REYKJAVÍK, Suðurlandsbraut 30, Reykjavík. Sími 81240. Um leigu íbúða í verkamannabú stöðum Að gefnu tilefni vill Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík vekja athygli eigenda íbúða í verkamannabústöðum, er hafa í hyggju að leigja út íbúðir sínar, svo og væntanlegra leigutaka, á því að útleiga íbúða í verkamannabústöðum er algerlega óheimil án samþykkis stjórnarinnar og er leigusamningur ella ógildur. Stjórnin bindur samþykki sitt til útleigu skilyrðum um f járhæð, leigu og leigutíma. Reykjavík 3. febr. 1984. Stjórn verkamannabústaða í Rvík. IHEKLAHFl NOTAÐIR BILAR TIL SÝNIS OC SÖLU í NÝJUM OG GLÆSILEGUM SÝNINGARSAL EFTIRTALDIR BÍLAR ERU Á STAÐNUM í DAG Galant 2000, sjálfsk. árg. '82, grænsanseraður. Range Rover árg. '82, Ijósbrúnn. Honda Civic árg. '79, blár. L-200 yfirbyggður pickup 4x4 árg. '83, hvítur. Galant 1600 GL árg. '79, blár. Lancer 1600 árg. '81, rauður. Pajero bensín árg. '83, rauður. L-200 yfirbyggður 4x4 pickup árg. '81, rauður. Mazda 929 station árg. '80, gullsanseraður. Volvo 240 DL árg. ‘78, grænn. VW Jetta GL árg. '82, blár. Galant 1600 GL station árg. '80, brúnn. Galant 1600 GL station árg. '82, blár. Audi 100 GL 5S árg. '80, bronslitur. VW Golf L árg. '79, Ijósgrænsanseraður. OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10.00-16.00. Söludeild, simi 11276. TAKIÐ MEÐ SKYNDIBITA A GRÍSKAVÍSU Hakkað nauta- og kindakjöt PVDHO með hrásalati og pítu. \Jt T nUO Verð kr. 70.- OROJL % Laugavegur 126 Slmi 24631 Tf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.