Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 2
2 DV MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR1984. Ríkisstjórnin íhugar vanda láglaunaf ólks: SKATTABREYT1NGAR OG HÆKKUN TRYGGINGABÓTA Niöurstöður láglaunakönnunar kjararannsóknanefndar voru kynntar í gær á fundi meö forsætisráðherra en könnunin var gerö í samráði viö for- sætisráöuneytið og kostuð af þvL Á fundinum greindi Steingrímur Hermannsson frá ýmsum þeim hug- myndum sem fram hafa komiö um hvernig bæta megi hag lágtekjufólks. Er þar einkum um aö ræða tilslakanir i skattakerfinu og breytingar á bótum almannatrygginga. Rætt hefur verið um aö hækka persónuafslátt, lækka skattprósentu, lengja skattþrepin, hækka persónuafslátt til útsvars og lækka útsvarsprósentuna. Einnig hef- ur veríö rætt um aö fella niöur útsvar af tekjum sem eru fyrir neöan ákveðið lágmark og hækka barnabætur ásamt þvi aö upphæð þeirra yrði tengd tekj- um. Þá er ein hugmyndin að lækka fasteignaskatta meö þvi aö skatturinn reiknist ekki á fyrstu 50 fermetra íbúö- ar. Rætt hefur veriö um aö ónotaður persónuafsláttur veröi borgaöur út og mun sú skattabreyting njóta nokkurs fylgis innan stjórnarflokkanna. Hvaö varöar breytingar á bótum al- mannatrygginga hefur einkum veriö rætt um hækkun á elli- og örorkuiífeyri, bamalífeyri og mæöra- og feðralaun- um til aö ná til þeirra hópa sem verst eru staddir, en af þeim sem eru á vinnumarkaði eru þaö einkum einstæö- ir foreldrar og bammargar fjölskyldur samkvæmt niðurstöðum könnunarinn- Hugmyndir um tekjutryggingu — rætt um nýja skattheimtu og lækkun niðurgreiðslna Steingrímur Hermannsson f orsætisráðherra á fundi með f orsvarsmönnum kjara- rannsóknanefndar þar sem kynntar voru niðurstöður láglaunakönnunarinnar. Forsætisráðherra á hægri bönd eru Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur nefndar- innar, og Þórðnr Friðjónsson, efnahagsráögjafi rikisstjómarinnar. DV-mynd GVA. byggöa á skattframtölum og afkomu- tryggingu sem byggð yrði á umsókn- um eru einnig á blaði rikisstjómarinn- ar. Þá er ein hugmyndin sú aö skylda vinnuveitendur til aö greiöa tiltekin lágmarkslaun, en ef þau yröu hærri en umsamin laun ættu þeir endurkröfu á ríkissjóð eöa sérstakan kjarajöfnunar- s jóö sem myndaöur yrði í þvi skyni. Fjármögnun þessara leiöa er enn óljós en einkum hefur verið rætt um tvær leiöir í þessu skyni. Annars vegar er rætt um að lækka niðurgreiðslur á vöruveröi en þær em áætlaðar nema einum milljaröi króna á þessu árí, og ráðstafa mismuninum í þágu launa- fólks. Hins vegar er rætt um að nota hluta af þvi svigrúmi sem er taliö vera til launahækkunar til þess aö leggja á sérstakan skatt og ráðstafa síöan tekj- um hans til láglaunafólks. Ékki liggur fyrir skilgreining á því hver séu mörk framfærslukostnaöar miöað við fjölskylduaðstæður. En í úr- vinnslu kjararannsóknanefndar eru sett upp þrjú dæmi þar sem heimilis- tekjur bamiausra einstaklinga em miöaöar viö 11,12 og 13 þúsund krónur, en lágmarkstekjur sem nú eru greidd- ar á vinnumarkaöi em 10.961 króna á mánuði. Framfærslukostnaðarmörkin em síöan hækkuö um 50% til viðbótar fyrir maka, 20% aukakostnaði er bætt við vegna fyrsta barns og 15% að auki fyrir hvert bam umfram eitt. I meöfylgjandi töflu má sjá aö ef lágmark framfærslukostnaöar er mið- aö viö 11 þúsund króna mánaöariaun þarf einstætt foreldri aö hafa 13.200 sér til framfærslu en 21,1% einstæðra for- eldra með eitt bam reyndust undir því tekjumarki. Hjón meö 4 böm þyrftu aö hafa 23.700 krónur til aö framfæra sína fjölskyldu, en alls reyndust 14,3% þeirra vera undir þessum tekjum. Alls reyndust 8,1% þeirra sem þátt tóku í könnuninni vera meö tekjur undir framfærslukostnaðarmörkum ef þau mörk væru miöuö viö 11 þúsund króna mánaðarlaun. Ef lágmarks fram- færslukostnaöur væri hins vegar miö- aður við 13 þúsund króna mánaðarlaun fyrir einstakling væm 17,1% þeirra sem tóku þátt i könnuninni með tekjur undir þeim mörkum. OEF Hlutfallslegur fjöldr með heimilistekjur undir tilbúnum framfærslukostnaðarmörkum. Allt úrtakið. Fjöldi Hlutfall undir HlutfaH undir Hlutfall undir 1 mörkum mörkum mörkum úrtaki 11 þúsund % 12 þúsund % 13 þúsund % Barnlausir einstaklingar 420 11,0 11,4 12,0 17,4 13,0 26,2 Einst.foreldri með 1 bam 71 13.2 21.1 14,4 28,2 15,6 33,8 Einst. foreldri með 2 böm 19 14,9 21,1 16,2 26,3 17,6 36,0 Einst. foreldri með 3 böm 2 16,5 0 18,0 0 19,5 50,0 Barnlaus hjón 389 16,5 2,3 18,0 5,9 19,5 7,7 Hjón með 1 bam 189 18,7 4,2 20,4 7,9 22,1 10,1 Hjón með 2 böm 155 20,4 7.7 22,2 9,7 24,1 12,3 Hjón með 3 böm 69 22,0 13,0 24,0 15,9 26,0 21,7 Hjón með 4 böm : 21 • 23,7 14,3 25,8 14,3 28,0 14.3 Samtals 1335 8.1 12,4 17.1 Búnaðarbankaskákmótid: Guðmundur vann Piu Sama staöa kom upp í marg- nefndri skák, nema hvaö svarti hrók- urinn var kominn til b8. Svartur fann ekkert betra en aö gefa skiptamun með 20. —He5. Leikur Piu breytir engu. 21. Bxf6 Bxf6 —f jórir íslendingar gætu orðið í ef stu sætum eftir biðskákirnar í dag Islendingum gekk allt í haginn gegn erlendu keppendunum í 9. um- ferð Búnaðarbankamótsins, sem tefld var í gær. Guömundur Sigur- jónsson lagöi sænsku skákdrottning- una Piu Cramling að velli í vel út- færöri sóknarskák, Jóhann Hjartar- son á sigurvænlega biöstööu viö Bandaríkjamanninn Nick deFirmian og Helgi Olafsson á peöi meira og góðar vinningslikur í biöskák gegn Leonid Shamkovich. Staöa efstu manna er nú óljós vegna f jölda biö- skáka. Þær verða tefldar áfram í dag en að þeim loknum gæti staöan hæg- lega oröið sú, aö fjórir Islendingar verði í efstu sætum. Orslit 9. umferðar uröu þessi: Guðmundur-Pia Cramling 1—0 Margeir-JónKr. 1—0 Alburt-Knezevic 1—0 Helgi-Shamkovich biöskák. deFirmian-Jóhann biöskák Sævar-Jón L. biöskák. Staöa efstu manna er þá sú, að de- Firmian og Margeir hafa 5 v. og eina biöskák hvor, síöan koma Jóhann og Helgi með 4 1/2 v. og tvær biðskákir hvor og eru allar betri, Guömundur Sigurjónsson hefur 4 1/2 v. og eina vænlega biðskák og Pia Cramling hefur 4 v. og tvær biðskákir, aðra unna, hina íviö lakari. Aörir hafa minna. Umferöin í gær var meö fjörug- asta móti, eúis og sést á því aö engri skák lauk með jafntefli. Margeir fékk snemma betra tafl gegn kóngs- indverskri vöm Jóns og varö ekki skotaskuld úr þvi aö innbyrða vinn- inginn. Eins var meö Alburt gegn Knezevic. Byrjun Alburts var þó afar hægfara en honum tókst aö næla sér í peð og vann annað laglega og þá var ekki aö sökum aö spyrja. Fyrsta sigurskák Alburts i mótinu og ekki seinna vænna. Aöeins tvær umferöir eftir. Shamkovich tefldi slavneska vöm gegn Helga, fremur vafasamt af- brigöi, sem Helgi tefldi einmitt sjálfur fyrir nokkrum árum. Hann var þvi vel meö á nótunum og vissi hvemig haga ætti taflmennskunni. Hann fékk betri stööu en Shamko- vich var útsmoginn í vöminni, þótt biöstaðan sé litt skemmtileg fyrir hann. Helgi á peöi meira og hefur aö þvi er viröist góöa möguleika á aö færa sér þaö í nyt. Svona er staðan: Svart: Shamkovich ± & Hvítt: Helgi — Hvítur lék biðleik. Jóhann tefldi spænska leikinn af mikilli festu og kom upp tvisýn staða. Riddari Jóhanns á Bjama fjórum var valtur í sessi en hann hafði nægileg gagnfæri og hrifsaði til sín frumkvæðið. I biöstööunni á hann skiptamun yfir og vænlega stöðu: Svart: Jóhann — Svartur lék biðleik. Skák Sævars og Jóns L. varö snemma flókin en svartur haföi þó undirtökin. Þrátt fyrir mikiö tíma- hark batnaði staöa svarts með hverj- um leik en í síðasta leik fyrir biö lék hann vitlaust er hann gat gert út um taflið í tveimur leikjum. Biðstaöan tvísýn. jafnframt í fyrsta sinn, sem hún stendur á gati í byrjuninni. Þekkti ekki óvenjulegan biskupsleik Guö- mundar og rataði i miklar ógöngur. Hvítt: Guömundur Sigurjónsson Svart: Pia Cramling Sikileyjarvöm. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. Be2 d6 7. 0-0 Rf6 8. HH#p 1 * Jóhann Hjartarson er kominn með báöar hendur á alþjóðameistaratitil og á um leið möguleika á sigri i mótinu. Svart: JónL Hvitt: deFirmian Hvitt: Sævar — Svartur lék biöleik. Þá er komið aö skák Guðmundar og Piu. Fyrsta tapskák Piu á mótinu og Be3 Be7 9. f4 0-0 10. a4 Dc7 11. Khl Hd8 12. Bd3! ? Pia hefur vafalaust búist viö 12. Del, sem er mun algengara. Þessi hugmynd kom aö likindum fyrst fram í skákinni Tsehkovsky — Polugajevsky í Sotsí 1981. Þá lék svartur aö visu hróknum á e8 í 11. leik. 12. —Rxd413. Bxd4 e514. Í4 exf4? Sömu mistök og Polugajevsky geröi í fyrmefndri skák. Mun sterk- ara er 14. —Bg4! fyrst til þess að koma drottningunni af hvítu skáklín- unni. 15. Hxf4 Be6 16. Rd5! B*:d5 17. exd5 He8 18. Bd4 Da5 19. c3 Bd8 20. Df3 Dc7 22. Hxf6! gxf6 23. Dg4+ Kf8 24. Bxh7 He5 Svartur er varnarlaus. Ef 24. — Dd8 25. Dg7+ Ke7 26. Hel+ Kd7 27. Skák Jón L Ámason Dxf7 + He7 28. BS+ og vinnur. 25. Dg8+ Ke7 26. Dxa8 Db6 27. h3. og svartur gafst upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.