Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 5
DV. MIÐVHÍUDAGUR 8. FEBRUAR1984. 5 Valgeir Sigurðsson. Merkimiðmn verður að vísu örlítið frábrugðinn þeim sem sést á myndinni. VALGBR BYRJAÐUR AÐ BRUGGA SVARTA DAUÐA — gjafaumbúðirnar eins og líkkista „Eg er ekki að flytja frá Lúxemborg,” sagði Valgeir T. Sigurðsson, veitingamaðurinn kunni á Cockpit Inn. Þessi íslenski flug- veitingastaður hefur nú verið aug- lýsturtil sölu. „Það er allt til sölu ef prisinn er réttur,” sagði Valgeir. Hann segist hafa mörgum öðrum hnöppum aö hneppa. „Eg er búinn að taka brugghús á leigu. Eg er að fara af stað með aö framleiða Black Death. Þessi drykkur verður alveg eins og íslenska brenni- vínið á bragðiö. Þetta fer á fullan kraft í september. Fyrsta bruggunin, tvö þúsund flöskur, fer í kynningardreifingu á næstu vikum. Black Death verður bara ein af mörgum tegundum sem ég ætla að búa til. Eg býð Black Death í sérstökum gjafaumbúðum. Gjafakassinn er eins og líkkista,” sagði Valgeir. Hann hefur lýst yfir áhuga sínum á að kaupa verksmiðju Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á Stuðiahálsi. „Eg ætla fljótlega að ná tali af Albert umþað mál. Brugghúsið, sem hann leigir, er í Móseldalnum. Þar er hægt að eima um 200 lítra af hreinum spíra á degi hverjum. Kynt er undir með timbri og kolum. „Það er nánast hlægilegt að Islendingar skuli þurfa að flytja inn spíritus. Hér á Islandi er nægur hiti til að eima og nóg vatn,” sagði Valgeir. Áhafnaleiga er einnig meðal þess sem Valgeir fæst viö. Nýlega auglýsti hann til dæmis í íslensku dagblaöi eftir fólki á C-8 þotur, bæði flugmönnum og flugfreyjum. -KMU. ÁLLINN ENNÞÁ Á BORDIRÁÐHERRA Áll er nú hvergi á borðum hér- lendis nemá á skrifborði land- búnaðarráðherra. Hjá honum liggja erindi manna sem vilja hefja álaeldi, jafnvel í stórum stíl, en til þess þarf aö flytja inn glerál. „Það er mikið í húfi ef állinn getur sýkt laxinn. Og eins þarf að taka tillit til þess að hér geta verið mikil verðmæti til ráðstöfunar,” segir Jón Helgason ráðherra. „Eg vil geta tekið ákvörðun í málinu sem fyrst, en útilokað er annað en að fara að öllu með gát, sér- staklega vegna sýkingarhættunnar. Þess vegna get ég ekki tiltekið neinn ákvörðunardag.” Allinn er talinn geta gefið álíka í aöra hönd og laxinn og þúsundir tonna mun vanta á markaöinn næstu árin. En aðstæður hér til álaeldis eru sagðar einstæðar í heiminum. Gallinn er sá að állinn er mjÖg dularfullur fiskur. Hann er talinn endumýja sig eingöngu í Sara- gossahafinu, 4.000 kílómetra frá Evrópu, en þar hafa fundist minnst- ar álalirfur á 100—300 metra dýpi þar sem botndýpið er jafnvel 6 kílómetrar. Þær lenda í Golf- straumnum og berast á þrem árum til stranda Evrópu. Þar breytast þær í glerála sem leita upp í ár og læki, oft í gríöarleg- um torfum. Eftir það er vöxturinn mjög háður fæðu og hitastigi. Fyrst breytist gleráll í gulál og hann síðan í bj artál og þá hættir állinn aö éta. Eftir það gengur hann aftur í Saragossahafið og þar eru kynfærin talin þroskast. En þar sem állinn kemst ekki á ný til hafs mun hann geta oröið allt að 50 ára gamall. Þyngstur verður állinn um 3,5 kíló. Glerállinn við strendur Evrópu er víða sýktur svo að smithætta er af fy rir til dæmis lax. Einna líklegast er talið að fá megi glerál hingað frá Englandi. Lítilsháttar berst hingað til lands af glerál, aðsuðurströndinni og aö Vesturlandi. Og hér og þar hafa menn stundað í smáum stíl ála- veiðar í gildrur. -HERB. Verötryggð spariskírteini til sölu Sala á verðtryggðum spari- skírteinum ríkissjóðs í 1. flokki 1984 hófst mánudaginn 6. febrúar. Verötrygging skírteinanna miöast við breytingar sem kunna að verða á lánskjaravísitölu þeirri, sem tók gildi 1. febrúar sl. Vextir eru 5,08% á ári og eru fastir allan lánstímann sem getur lengst orðið 14 ár og tvöfaldast raun- gildi skírteinanna á þeim tíma. Gjald- dagar verða 1. febrúar og 1. ágúst ár hvert að binditíma loknum, sem er þrjúár. Spariskírteini þessi eru að verðgildi 1000 , 5000 og 10000 krónur og þau eru framtalsskyld. «í$t*0 ALBERT í BBC Fréttir af hundum í Reykjavík og baráttu hundaeigenda berast víða um heimsbyggöina. Blöð í Evrópu og Bandaríkjunum hafa birt forsíðufrétt- ir um hundamálið og greinar í tíma- ritum. Okkur berast einnig spumir af fréttum um baráttu íslenskra hunda- eigenda í blöðum í Asíu, nú síðast í Singapore Times. Því brá starfsmanni fyrirtækis eins í Reykjavíkurborg sem hlustar af og til á BBC ekkert í síðustu viku þegar hann heyrði rödd Alberts Guðmundssonar, fjármálaráðherra og hundeiganda, í kvöldfréttum BBC. „Eg vil fá að lifa mínu einkalífi í friði,” á ráðherra að hafa sagt. -HÞ. Hornafjörður: Fyrsta loðnan komin Frá Júlíu Imsland, fréttaritara DV á Homafirði. Fyrsta loðnan á vertíðinni kom á sunnudagskvöld. Húnaröstin landaði rúmlega 600 tonnum og á mánudags- morgun kom Gísli Ámi með um 600 tonn. Aöeins er hægt að taka loðnubáta inn á háflóði sökum grynninga í höfninni og héldu fjórir bátar austur á firði frekar en að bíða flóðs til að kom- astinn. Þrjú ár em síðan grafið var úr höfninni og hefur hún grynnst um 1 1/2—2 metra á þessu tímabili. Nú þarf að dæla 40 þúsund rúmmetrum af sandi úr höfninni til aö viðunandi sé, en talið er að um 10 þúsund rúmmetrar bætist í höfnina á ári. Mesta dýpi í höfninni á fjöm eru 4 metrar en stærri loðnubátarnir rista um 6 metra þegar þeir eru hlaönir. -GB. TVÆR ÞYRLUR FREMUR EN EIN Nefndin sem athugar þyrlumál Landhelgisgæslunnar mun aö öllum líkindum Ieggja til að tvær stórar björgunarþyrlur verði keyptar fremur en ein. Nefndin þarf nokkum tíma til viðbótar til að gera upp við sig hvaða tegund mælt verði með; Agusta Bell, Dauphin, Sikorsky eða Westland. Viðhaldsaðstaða er einnig meðal þess sem nefndin hefur athugað. Flug- skýli Landhelgisgæslunnar er illa einangrað. Þykir varla verjanlegt að flugvirkjum sé boðið upp á að vinna við þyrlur þegar innihiti er nálægt frost- marki, eða jafnvel undir, eins og oft gerist í Gæsluskýlinu. -KMU. Verö: 27. des. ’83 "29^00^ 27. jan. ’84 24.900,— 16,72% afsláttur (staðgr. 23.600,—) Okkar framlag til lækkunar verðbólgu SEM VERT E ATHUGA! C»)TækniIegar upplysingar: %)Örþunn fjarstýring, sem stiómar •)Sjálfvirk finstilling »)Tveir hátalarar (bassa og____ aógeróum við tækið. diskant hátalari. tok rás fyrir kapat sjónvarp, móttökur. ingabanka og gerfitungla i§g3ih stunga fyrfr heyrnartól og htjóðsegulband. (•jSjáifvirkur stöðvatelja ri með minni fyrir 32 rásir. ®TónstiiHr. (jpfiafmagnseyðsla i lágmarki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.