Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR1984. 1 ■ ■ 1 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjðri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjðri og útgáfustjðri: HÖRÐUR EINARSSON.. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórí: HAUKUR HELGASON. Fréttastjðrar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setníng, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Leitin að lágstéttinni Þessa dagana eru bæði Kjararannsóknarnefnd og Vinnuveitendasambandið að birta niðurstöður af könn- unum sem þessir aðilar hafa staðið fyrir á launakjörum. Kjararannsóknarnefnd kallar sína skýrslu láglaunakönn- un. Hvorutveggja er góðra gjalda vert, en er það ekki dæmigert fyrir vinnumarkaðinn og ástandið að nú fyrst er rokið til og kannað hvaða kjör fólkið býr raunverulega við? I margar vikur og mánuði hafa menn rifist um launa- kjörin, sett fram kröfur og bitist um prósentur, án þess að nokkrar fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir um hver launakjörin eru. Sér í lagi hafa menn talað fjálglega um láglaunafólkið, án þess að hafa minnstu hugmynd um hverjir teljast til þess hóps. Einblínt er á launataxta og blásin upp neyð þeirra sem þiggja laun samkvæmt lægstu töxtum, án þess að taka aðrar tekjur eða aðstæður með í reikninginn. I þeim könnunum sem nú eru birtar er gerð tilraun til að meta launadreifinguna og framfærslutekjur í heild sinni. Vinnuveitendasambandið rannsakar heildarlaun, þar með talin laun vegna yfirvinnu, ákvæðis- og bónus- vinnu, fata- og fæðispeninga og aðrar sambærilegar greiðslur. Kjararannóknarnefnd aflar upplýsinga um allar heimilistekjur, þar með taldar tekjur maka, barna- bætur og aðrar tekjur til framfæris. Erfitt er að bera þessar tvær kannanir saman, en þó er ljóst að mikill munur er á föstum dagvinnutekjum annars vegar og heimilistekjum hins vegar. Hjá stórum hluta úr- taksins er ekki hægt að setja samasemmerki á milli. Eins er ljóst að mjög er mismunandi hvernig tekjur manna nýtast þeim til framfærslu. Ungur maður sem hefur fimmtán þúsund króna mánaðartekjur og býr heima hjá foreldrum hefur meira milli handanna heldur en einstæð móðir með tvö börn sem býr sjálfstætt. Kjör fólks fara eftir aðstæðum og láglaunahópurinn verður ekki mældur eftir launatöxtum heldur aðstæðum, heimilishaldi og f jölskyldustærð. Kona sem hefur fimmtán þúsund króna laun getur ekki talist í hópi hinna verst settu í þjóðfélaginu ef hún er í sambúð með manni eða maka sem hefur þrjátíu þúsund króna tekjur og hvorutveggja leggst til heimilisins. Þá er athyglisvert að á sama tíma og upplýst er hjá Kjararannsóknarnefnd að aðeins 8% af Dagsbrúnar- mönnum hafi tuttugu þúsund krónur í heimilistekjur eða minna kemur fram hjá Vinnuveitendasambandinu að tæp 60% verkafólks hafi yfir 20 þúsund krónur í samanlögðum launatekjum. Enn sem fyrr sannast að stéttarstaða segir ekki alla söguna um launastöðu. Þessar kannanir báðar færa okkur þó heim sanninn um aö í þjóðfélaginu hefur myndast lágstétt, fátæktarfólk, sem skarast inn í hinar ýmsu stéttir. Heimilishagir ráða þar úrslitum frekar en launataxtarnir einir sér. Einstæð foreldri eru þar ofarlega á blaði. Það fólk tilheyrir engu sérstöku stéttarfélagi og þarf heldur ekki endilega að þiggja laun samkvæmt lægstu töxtum. Launahækkanir um 4%, 6 eða jafnvel 10% fyrir þetta fólk breyta engu um lífskjör þess. 4% ofan á þrettán þúsund krónur eru fimm hundruð og tuttugu krónur. Hverju breytir slík kauphækkun? Lágstéttina þurfum við að finna og henni þarf að rétta hjálparhönd. Ekki með smáskítlegum launahækkunum heldur raunverulegum kjarabótum í öðru formi. ebs iinnudagur hjá Straumsvíkur- Sverrí Vegna ununæla iönaöarráöherra á Alþingi um laun ISAL starfsmanna vil ég gjaman upplýsa hvaða laun iönaöarráöherra fengi ef hann tæki sig nú til og færi að vinna hjá ISAL í ker- skálum í stað þess aö vinna fyrir ISAL í þingsölum. Aöur en Sverrir hjá ISAL byrjar aö vinna mætir hann i læknisskoðun hjá trúnaöarlækni ISAL og svarar skrif- þau veröa að vera heilbrigð ef hann á aö vinna í kerskálunum. Síðan fær Sverrir upplýsingar um fyrirtækið, leiöbeiningar um öryggismál og aö endingu k jarasamninginn. Vinnudagurinn hefst kl. 8 að morgni, en rútan sem flytur Sverri til Straumsvíkur kemur á staðinn 10—12 minútum fyrir vinnutímann svo aö lega spumingum um andlegt og Sverrir geti komiö sér í vinnugallann líkamlegt heilsufar. Mældur er blóð- og stimplað sig inn. Mundu þaö, j þrýstingur, mælt er þanþol lungna en Sverrir, að þaö er brottrekstrarsök aö BALDUR BALDURSSON STARFSMAOUR Í ÁLVERINU ísfisklandanir U: N erlendis —athugasemdir við skrif DV um það ef ni I DV 31. janúar og 1. febrúar sl. er fjallað um verölag á ísfiskmarkaönum í Bretlandi og verð þar borið saman viö hráefnisverö á Islandi. Skv. því sem fram kemur í DV þá mun þaö hafa verið fyrirtækiö Framleiðni sf. sem geröi þá útreikn- inga sem blaöiö birtir og það aö beiðni blaösins. Mér vitanlega hefur Fram- leiöni sf. ekki fengist viö né fylgst með útflutningi á ferskum fiski fram til þessa enda ber skýrsla fyrirtækisins þaö greinilega meö sér. Til þess að gera lesendum blaðsins grein fyrir hvaða fyrirtæki hér er um aö ræöa þá kemur fram í ritinu lsL fyrirtæki, aö Framleiðni sf. annist ráögjöf fyrir fisk- vinnslustöövar. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Árni Benediktsson (fulltrúi Sambandsfrystihúsanna í Verðlagsráði sjávarútvegsins). Það má því hverjum vera ljóst aö DV leitaði ekki til hlutlauss aöila til að gera þennan samanburð heldur til aðila sem mikilla hagsmuna hefur aö gæta í þessu máli. Varðandi skýrslu Framleiðni sf. þá er hún unnin á svo bamalegan hátt að undrun sætir og ber ekki meö sér aö þar hafi „sérfræðifirma” veriö að verki, eins og DV kallarfyrirtækiö. Helstu atriöi sem ástæða er til aö gera athugasemdir við eru eftirfar- andi: 1. Viö mat á fiskverði hérlendis er dæmi tekið um 2,5 kg þorsk 1. fl. Reiknað er meö kassauppbót. Beinlínis er látiö að því liggja að farmar þeir sem ísl. skip selji í Bret- landi séu samsettir á þennan hátt en því er ekki aö heilsa. I hvert skipti sem ísl. skip landar erlendis fær L.I.O. sundurliöun á þeim afla, sem landaö Kjallarinn ÁGÚST EINARSSON VIOSKIPTAFRÆÐINGUR STARFSMAÐUR LÍÚ er, ásamt veröi á hverri tegund fyrir sig. Á sl. þremur mánuöum hafa 36 skip landað í Bretlandi samtals 2.872 tonnum. Þessi afli skiptist á eftirfar- andihátt: » 54%þorskur 10% ýsa 36% annar afli Þessum afla var fyrst og fremst landað úr togbátum en ekki úr togur- um eins og skilja má af skýrslu Fram- leiðni sf. Framangreind aflasam- setning er dæmigerð fyrir farm á Bret- landsmarkað. Þau verö sem fengusti fyrir þennan afla eru eftirfarandi: meöalverö 1561 tonn þorskur 32.50 kr/kg 283 tonn ýsa 33.90 kr/kg 1028 tonn blandaöur fiskur 23.00 kr/kg Meöalverð heildar 29.22 kr/kg Hvert myndi verðgildi þessa afla vera ef honum heföi verið landað á Islandi? Skv. matsniðurstööum 1982 fyrir tog- báta þá skiptist þorskur og ýsa á eftir- farandi hátt í gæðaflokka. t Þorskur: Ysa: 1. flokkur 76% 77% 2. flokkur 15% 19% 3. flokkur 9% 4% Ekki er úr vegi aö ætla að svipað mat heföi komið út heföi þessum afla verið landaö hér heima. Skv. þessu mati og án kassauppbótar og meö lauslegu mati á verömæti annars fisks má ætla aö meðalverð þessa afla hér heima heföi verið eftirfarandi. (Miðað er viö 2,5 kg þorsk og 1,5 kg ýsu). |H „Varðandi skýrslu Framleiðni sf. þá er ^ hún unnin á svo barnalegan hátt að undrun sætir og ber ekki með sér að þar hafi „sérfræðifirma” verið að verki, eins og DV kallar fyrirtækið.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.