Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 33
32 DV. MIÐVIKUD AGUR 8. FEBRUAR1984. Sviðsljósið ’ Sviðsljósið Sviðsljósið Garðalundur heitir ný félagsmiðstöð i Garðaskóla. Tók hún til starfa i haust og að sögn Friðjóns Einarssonar forstöðumanns er hún sótt af 800—1000 ungmennum, táningum og öldruðum i viku hverri. Hér er um sambland af skóla og félagsmiðstöð að ræða því húsnæði og allur tækjabúnaður er sameiginlegur. Opið er 4 sinnum i viku fyrir nemendur og reyndar alla i Garðabæ og á föstudagskvöldum eru dans- leikir. Efnt var til samkeppni um nafn á hinn nýja stað og varð Garðalundur hlutskarpast. Bar það sigurorð af Marmarahöllinni sem margir töldu við hæfi þ vi dansgólfið i „ lundinum " er úr marmara. D V-m ynd E. O. Shirley MacLaine hallar sér upp að spegli i kvikmyndinni Turning Point. Ragnar Bjarnason ásamt félögum sinum, Stefáni Jóhannssyni og Karli Möller. — Rúsinusalan gengur vel. Hvemig gengur rúsínusalan. Raggi? Eins og greint var frá í Sviðsljós- inu fyrir allnokkru er söngvarinn góðkunni, Ragnar Bjamason, farinn að selja rúsínur og fleira í söluturni í Breiðholti. Vakti sú uppljóstrun Sviðsljóssins mikla athygli enda bjóst fólk ekki við slíkri vendingu frá Ragga Bjarna eftir 19 ár á sviöinu á Hótel Sögu. En þar sannaðist hið fomkveðna að skammt er á milli raulsog rúsína. Að sögn Ragnars gengur rekstur söluturnsins vel. Raggi er kominn með fólk í vinnu h'kt og aðrir atvinnu- rekendur en á samt bágt með að slíta sig frá hljóðnemanum. Skemmtir hann þessa dagana ásamt þeim Karh Möller og Stefáni Jóhannssyni í Skálafelh.HótelEsju. Þargetagest- ir fengið að heyra hann syngja lagið My Way sem Sinatra gerði frægt fyrir löngu en það er einmitt uppá- haldslagiö hans Ragnars Bjamason- ar. Óskarsverðlaunin í apríl: Shirley MacLaine — líklegust TaUð er Uklegt að bandaríska leik- konan Shirley MacLaine, semnúáeitt ár í fimmtugt, verði aðalstjaman þeg- ar óskarsverðlaununum veröur útdeilt í apríl nk. MikiU hugur er í kvikmyndafram- leiðendum og eru margir þehra þegar famir aö auglýsa stjömur sínar sem verðandi óskarsverðlaunahafa. Veð- mál eru í gangi, miklar upphæðir í húfi og flestir veðja á MacLaine. Þykir frammistaöa hennar í kvikmyncUnni „Terms of Endaerment”, þar sem hún leikur ljóshærða ekkju og móður, vera með fádæmum. Aurora Greenway heitir ekkjan í myndinni.og ég var í tvö og hálft ár að setja mig í spor henn- ar. Gerði ekki annaö á meöan,” segir Shirley MacLaine. Árangurinn virðist nú ætla að skila sér í apríl. Shirley MacLaine vakti fyrst veru- lega athygU í söngleiknum „Pajama Game” sem sýnt var á Broadway fyrir mörgum, mörgum árum og næsta verkefni hennar verður einmitt á sama stað þar sem hún mun syngja og dansa í eigin sjóvi eins og það heitir þar vestra. LtUUID ANDLITID A MINNID: Hér er á ferðinni Friðrik krónprins Dan- merkur og væntanlegur konungur. Hann er kominn i menntaskóla og hefur stækkað verulega frá árinu 1969 eins og sjá má á innfelldu myndinni. Þar er hann að passa Jóakim bróður sinn. DV. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR1984. 33 Sviðsljósið' 0 Sviðsljósið Sviðsljósið Erlendir hundaandstæðingar ívanda eftir atburðina á Framnesvegi: Hundarog hreinlætí Orðstír Islendinga á erlendri Þormóðssonar af slagsmálum lög- grund hefur sett ofan eftir Fram- reglunnarviðhundinnhafaflogiðum nesvegarmáUð. Ljósmyndir Sveins aUan heim, miUjónir manna hafa séð Skýringarmynd 1: Hælbursti og skúffa: Úrgangi sópað upp i skóskúffu með hælbursta. Skúffan er siðan tæmd heima, úti á svölum eða i bíl- skúr. Peysuna með skammstöfuninni AKC (Albert „Kæmpe" Cud- mundson) er hægt að panta i Danmörku. HINGEO SCOOP Skýringarmynd 3. Plasthjúpur: Ný gerð plastefnis i stauk. Efninu er sprautað yfir úrganginn þar sem hann liggur fyrir hunda og manna fót- um. Plastið storknar á 3 mínútum, þá er því lyft frá jörðu og hent i næstu ruslatunnu. Þetta mun vera austurrisk uppfinning og vinsæl i Sviss. Atburðirnir á Framnesvegi hafa dregið dilk á eftir sér. Myndin er frá upphafi átakanna sem leiddu til dauða hundsins. p V-m ynd S. Skýringarmynd2: Mannshöndin kemur hvergi nærri. Þennan útbúnað má panta á Kanarieyjum. þær og ekki berast fréttir af öðru en aUir haldi með hundinum. Og að sjálfsögöu með Albert fjármálaráð- herra, verndara íslenskra hunda, eins og útlendingarnir segja. Það er á erlendum blöðum aö skilja að hundaumraeöa í erlendum stórborgum hafi tekiö nýja stefnu eftir atburöina á Framnesvegi og kæruna á Albert. Erlendir andstæð- ingar hundahalds eiga nú undir högg aö sækja og margra ára þrautskipu- lögð barátta þeirra er nú að engu orðin. AlUr hafa samúð með íslensku hundunum og allt beri aö gera tU að forðast „íslenskt ástand” í hunda- málum. Það eru helst vandamál sem tengj- ast úrgangi úr hundum sem hafa ver- ið vatn á myllu hundaandstæðinga erlendis. Sem dæmi má nefna að mánaðarúrgangur hunda í Kaup- mannahöfn nægir tU að fylla Sívala- tuminn fræga þar í borg og er hann engin smásmiði. Þá hefur borgar- stjórnarmeirihlutinn í París nýverið fjárfest í nýrri uppfinningu, svokaU- aðri hundaskítsryksugu sem er fest á vélhjól sem bruna um menningar- borgina og sýgur hún upp í sig ósóm- ann. Hvernig Davíö borgarstjóri og menn hans bregðast við ef og þegar hundahald verður leyft í Reykjavík er óvist en Sviðsljósið vUl leggja sitt af mörkum og kynnir hér á meðfylg j- andi myndum það nýjasta sem fram hefur komið í hreinlætis- og hunda- málum. -EIR. Wktoría i Undralandi Unnendur bamabóka og aUir sannir aödáendur Lísu í Undralandi hafa nú risið upp á afturfæturna og mótmæla hástöfum staðhæfingum sem fram hafa komið í nýútkominni bók um að höfundur Lísu í Undralandi sé alls ekki Lewis Caroll, eins og haldiö hefur veriö fram að þessu, heldur sjálf Viktöría Bretadrottning. Þótti það tíðindum sæta er fullyrð- ingar þessa efnis birtust í bókinni „LeynUegar dagbækur Viktoríu drottn- ingar” eftir bandaríska kaupsýslu- manninn Dave Rosenbaum. Rosen- baum og félagar hans hafa safnað upp- lýsingum máli sínu til stuðnings undanfarin 12 ár. Segir hann að tölvu- útskrift af orðaforða í dagbókum drottningarinnar og Lísu í Undralandi sé sláandi lik og ekki í neinu sam- ræmi við texta í öðmm bókum Lewis Caroll. Aðaltromp Rosenbaum er að enska orðiö „very” sé annaðhvort undirstrik- að eða þá innan gæsalappa 60 sinnum af hverjum 100.000 orðum bæði í dag- bókum drottningarinnar og Lísu í Undralandi. Fleira tínir hann til en meðUmir Lewis CaroU-stofnunarinnar í Norður-Ameríku (slík stofnun er reyndar tU) vísa staöhæfingum Rosen- barnn á bug og segja manninn ruglað- an og reyndar sorglegt að hann skuli haf a eytt s vo miklum tíma tU einskis. Dave Rosenbaum er aftur á móti á öðru máli og segir að Viktoría drottn- ing hafi skrifað Lísu í Undralandi eftir að maöur hennar, Albert prins, lést ár- iöl861. Hafihúnfengiðsonsinn,prins- inn af Wales, tU að telja Lewis CaroU á að lána móður sinni höfundamafn sitt en í raun og veru hét CaroU Charles Dodgson. Að launum fékk hann höf- undarlaunin af sölu bókarinnar en hún seldist í 250.000 eintökum áður en Car- oU lést áriö 1898. Höfundur bókarinnar „Leynilegar dagbækur Viktoríu drottningar” bend- ir á, og það með réttu, að Lewis CaroU hafi oftlega neitað því að vera höfund- urLísuíUndralandi. -EIR. Viktoria drottning: — Skrifaði hún Lisu i Undralandi eftir dauða manns síns 1861? Lofttæmdar kaffíraunir Það gekk ekki átakalaust fyrir sig þegar lofttæmdar umbúðir hófu inn- reið sína á Islandi. Svo bar tU í sjoppu einni í Reykjavík á þessum tímum að ung stúlka kom og keypti kaffipakka — nýjan, röndóttan og lofttæmdan. Fór hún með vöruna heim og er úr sögunni. Það sama verður ekki sagt um föður hennar því hann birtist að vörmu spori, ægireiður og steytti glerharðan, lofttæmdan kaffipakk- ann framan í afgreiðslustúlkuna og æpti: — Eg veit að þið reynið oft að losna við gamlar vömr en þetta er einum of mikið. Frystið þið kaffið eöa hvað?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.