Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 9
DV. MIÐ VIKUDAG UR 8. FEBRUAR1984. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Reagan skipar friðargæslunni út á herskipin Haröir bardagar geisuöu í Beirút í gærkvöldi og í nótt en Reagan Banda- ríkjaforseti lét undan þrýstingi landa sinna og skipaði friöargæsluliöinu bandaríska burt frá Beirút og út á her- skipin sem hafa haldiö sig undan strönd Líbanon um alllangt skeiö. Allur vesturhluti höfuðborgar Líbanons er nú á valdi hinna herskáu Shiita-múslima, eftir fimm daga orrustu viö stjómariierinn. — Reagan forseti fyrirskipaöi aö herskipin og herþotur flugmóðurskips þessarar flotadeildar skuli meö stórskota- og sprengjuhríð aðstoða stjórnarher Líbanons við aö verja höfuðborgina. Bandarísku friöardátarnir 1600 verða fluttir í áföngum út á herskipin og getur brottflutningur þeirra tekiö allt aö mánuö. Áköf skothríð var á mörkum borg- arhluta austurs og vesturs í Beirút í nótt þar sem beitt var eldflaugum, sprengjuvörpum og þyngri vélbyssum. En herskipið New Jersey hélt uppi stórskotahríö á skotvígi drúsa. Innan stjórnarhersins mun vera kominn upp kurr og óstaðfestar fregnir herma að margir smærri riðlar neiti að hlýöa fyrirmælum foringjanna. Ríkir nú fullkomið borgarastríös- ástand en Walid Jumblatt, leiötogi drúsa og aðaltalsmaöur stjórnarand- stæöinga, hefur nú þvertekiö fyrir nokkrar samningaviðræöur viö Gemayel forseta, sem nýlega vék frá forsætisráðherra sínum, aö kröfu and- stöðunnar sem forsendu fyrir friðar- viðræðum. — Krefst Jumblatt þess nú aö Gemayel segi sjálfur af sér. Reagan Bandaríkjaforseti hefur ítrekað fyrri heit sín um fullan stuðn- ing viö stjóm Líbanons til þess að reyna að friða landið. Akvörðunin um brott- flutning friðargæsludáta USA var tek- in að beiðni Líbanonstjórnar. íranskur útlagi skotinn Moröið á íranska hershöföingjanum í París hefur beint athyglinni aö því hve mjög andstæðingar klerkastjórn- arinnar í Iran hafa leitaö sér þar hælis, eins og Khomeini æðsti prestur geröi sjálfur á meðan keisarinn var við völd í Iran. — Hefur enda sambúð Frakk- lands og Irans fariö hríðversnandi. Hinn 66 ára gamli hershöfðingi, Gholam Ali Oveissi, þótti á sínum tíma ganga mjög hart fram í þjónustu keis- arans og eignaðist þá marga haturs- menn. Hann var skotinn til bana á verslunargötu í París í gær. — Öfga- samtök sem kalla sig „Jehad” (heilagt stríð) hafa lýst morðinu á hendur sér. I fylgd meö hershöfðingjanum var bróðir hans og var hann sömuleiðis skotinn til bana. Olympia Omega 001 Ljósritunarvélin sem beðið hefur verið eftir Engir stenslar, enginn vökvi, aðeins myndtromla og eitt framköllunarefni (duft). Verð og greiðsluskilmálar sem vert er að athuga AÐEINS EITT FRAMKÖLLUNAR- EFNI (DUFT). Kr. 69.750.- KJARAIVI ÁRMULI 22 - REYKJAVÍK - SlMI 83022 CAR RENTAL SERVICE - 75 FAST VERÐ - EKKERT KÍLÓMETRAGJALD SÖLUSKATTUR INNIFALINN í VERÐI r> • • MITSUBISHI COLT MITSUBISHI GALANT MITSUBISHI GALANT STATION Leitið upplýsinga. SMIÐJUVEGI 44 D - KÓPAVOCI - ICELAND AÐALSÍMI: 75 400 & 78 660 KVÖLD OC HELCARSÍMI: 43 631 & 46 211 TELEX 2271 IDN IS P | ÁL- OG | STÁLHURÐIR | Standard eða Imeð polyurethane einangrun. I Verðhugmynd: I Hurð, 3x3 m, - frá kr. 19.600, ■ komplett með | öllum | járnum. | Stuttur afgreiðslufrestur. Aukið endingu rafgeymisins með því að nota M AXILIFE MAXIUFE eyðir skaðlegri súlfatmyndun og held- ur götunum í plötunum hreinum. Auðveldar hleðslu geymisins. Fljótvirkari. Heldur Ijósunum björtum. Tryggir tafarlausa rœsingu hreyfilsins jafnvel í mestu frostum. Eykur endingu rafgeymisins, hvort sem hann er nýr eða gamall. Fæst á öllum bensínstöðvum. Nýja MARKAÐSHUSINU við Sigtún r vörur a útsölu! ALLT Á 1/2 VIRÐI! Se/jum næstu daga mikið úrva/ af óútleystum póstverslunarvörum. T.d. fatnað, gjafavörur, skrautmuni, búsáhöld, skófatnað o.fl. o.fl. Allt á V2 virði + söluskattur! Nýi Grattan vörulistinn er kominn og fæst ókeypis á staðnum gegn innborgun á fyrstu pöntun. VÖRULISTAUMBOÐIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.