Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 17
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR1984. 17 Lesendur Lesendur SMÁAUGLÝSINGAÞJÓNUSTA YID QETUri IEITKRSPORIN OG AUDVEIDAD KR FYRIRHÖFN • Afsöl og sölutilkynningar bifreiða • Húsaleigusamningar (löggiltir) • Tekið á móti skriflegum tilboðum Þaö er ekki sama hvernlg permanent er sett í hárið, segir bréfritari. Eðlilegast er því að ráðfæra sig við hárgreiðslumeistarann áður en ísetning fer fram, segir Marteinn Guðmundsson hárgreiðslumeistari. r GAMLA GOÐA PERMANENTIÐ EKKILENGUR TIL R.B. hringdi: Nú nýlega birtist í dagblöðum verð- könnun á þjónustu hárgreiðslustofa. Meðal þess sem þær gera er að setja permanent í hár. Þar voru gefin upp mismunandi verð á þeirri þjónustu. En það er ekki sama hvernig perman- entersettíhárið. Samkvæmt gamla móðnum, var hárið bleytt með permanentvökvanum og síðan rúllaö upp. Með því hélst permanentið lengi í hárinu. En nú setja margar hárgreiðslustofur vatn í hárið og rúlla það upp, eftir það er vökvinn settur í. Mér finnst þá aö lokk- amir blotni ekki nægilega og perman- entið haldist ekki nógu lengi fyrir vik- ið. Mig langar að vita hvort ekki sé hægt að fá permanent með gamla lag- inu einhvers staðar, þá gerði það ekk- ert til þó maður þyrfti að borga meira. Maður verður að borga meira fyrir það sem vel er gert. Einnig langar mig að vita hvor aöferöin sé kennd í Iönskól- anum. DV hafði samband við Martein Guð- mundsson hjá Hárgreiðslustofu Dúdda og Matta. Hann sagði að margar aö- ferðir væru við ísetningu á permanenti sem væru mismunandi. Ekki væri sama hvaða aðferð væri notuð, sumar aðferðimar hentuðu ekki viökomandi hári og gætu jafnvel eyöilagt það. Eðlilegast væri að ráðfæra sig við hár- greiðslumeistarann áður en verkið hæfist þannig að hægt væri að ákveöa hvaöa aðferð skuli notuð. Litill verð- munur væri á aðferðunum, enginn sem talandi væri um. Undirstööuatriði permanentísetn- ingar eru kennd i Iðnskólanum en svo þurfa hárgreiðslumeistarar að bæta við kunnáttu sína í sífellu. Vökvamir breytast árlega og tískan enn oftar þannig að ekki er hægt að læra hana aðeins í Iðnskólanum. Þessi fatlaða stúlka hefur fengið vinnu en það eru ekki allir svo lánsamir. öryrki er Iengi búinn að leita að vinnu í Hafnarfirði. Öryrkjar fá enga vinnu f Haf narf irði Eg heiti Jónatan Jónatansson og er fæddur 10. des. '57. Mig langar til aö taka fram að ég er lamaður í fótum og geng við staf utanhúss, en inni geng ég staflaus. Eg er Hafnfirðingur í húðog hár. Mér finnst skrýtið að Hafnfirðingar geti ekki útvegað mér vinnu hér i Hafn- arfiröL Eg er búinn að leita að vinnu i mörg ár en hef aldrei fengið vinnu hér. Konan min er líka lömuð á hægri handlegg og hún er búin að leita að vinnu héma í Hafnarfirði og henni var neitað um vinnu. Það var verið að opna nýtt barna- heimili héraa í Hafnarfirði og það var tekið fram að öryrkjar ættu að ganga fyrir en okkur var neitað um þessa vinnu. Við skiljum ekki hvers vegna okkur var neitað út af því aö við vorum lömuð. Við viljum vekja athygli á að þú getur látið okkur sjá um að svarafyrir þig símanum. Við tökum á móti upplýsingum og þú getur síðanfarið yfir þær í góðu tómi virka daga kl. 9—22 OPIÐ: laugardaga 9—14 sunnudaga kl. 18—22 Tekið er á móti myndasmáauglýsingum og þjónustuauglýsingum virka daga kl. 9—17. SÍMINN ER 27022 ATHUGIÐ Ef smáauglýsing á að birtast í helgarblaði þarf hún að hafa borist fyrir kl. 17 föstudaga. SMÁAUGLÝSINGADEILD, ÞVERHOLT111, SÍMI27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.