Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd DRÁTWR Á BROTT- FÖR SÍÐASTA RÚSSANS Þeir tínast af landi brott einn og; einn, Rússamir sem norsk yfirvöld vis- uöu úr landi fyrir viku vegna Treholts- málsins. Mikael Utkin hélt af landi brott í gær meö flugvél sovéska flugfélagsins Aeroflot. Á Fomebuflugvelli reyndu landar hans aö umkringja hann svo aö ágengir fréttamenn gætu ekki komist að honum. Hinum tókst þó aö ná af honum myndum en enginn náöi tali af Utkin. Bám Rússamir sig illa undan ágengninni og leituöu aðstoöar lögregl- unnar sem þeir kröföu um vemd. Nú er aðeins einn eftir af hinum burt- reknu diplómötum Rússa. Þaö er Stanislav Sjebotok, sem er farinn í felur fyrir norsku fjölmiölunum. Blaðamenn sátu fyrir honum utan viö sovéska sendiráöiö í Osló í gær, þegar starfsdegi lauk, en aörir sendi- ráösmenn reyndu aö leiöa blaöa- mennina á villigötur meö því aö aka bifreið Sjebotoks burt frá sendiráðinu en hinir létu ekki ginnast. Tók Sjebotok þann kostinn aö gista í nótt á skrifstof- unni sinni. Flestra hald er aö Sjebotok hafi veriö næstæösti yfirmaöur KGB í Nor- Karin Söder, fyrrum félagsmálaráö- herra í stjóm Falldins, verður næsti forseti Noröurlandaráös. Karin Söder veröurfor- seti Norður- landaráðs Karin Söder, varaformaöur Miö- flokksins sænska og fyrrum félags- málaráöherra, veröur forseti Norður- landaráös þegar ráðiö kemur saman til f undar í Svíþjóð núna í mánuöinum. Ulf Adelsohn, leiötogi Hægri flokks- ins, átti með réttu aö taka að sér for- mennskuna en baöst undan því á síöustu stundu og vakti þaö nokkrar deilur meðal Svía. Karin Söder og flokksmenn hennar, eins og raunar þingmenn allra borgar- legu flokkanna sænsku, munu standa gegn tillögu sósíaldemókrata í ráöinu um aö norrænir innflytjendur fái kosn- ingarétt í sænskum þingkosningum. „Eg álít aö Svíþjóö eigi ekki eitt aö beita sér fyrir slíku máli. Flokkur minn vill enda að beint samband sé á milli sænsks ríkisborgararéttur og kosningaréttar í þingkosningum. Ef vinna á aö þessu máli verður þaö að gerast meö umræðu viö hin Noröur- löndin og þau öii ættu þá í sameiningu aö beita sér fyrir þessu máli,” sagöi Söder. Karin Söder er þeirrar skoöunar að hér sá um erfiðara mál aö ræöa heldur en þegar Svíar sem fyrsta þjóö í heim- inum ákvað aö veita innflytjendum kosningarétt í sveitarstjómar- kosningum. Síöan hafa flest Noröur- landannafylgtþeimeftirí því. egi og hefur norska leyniþjónustan stööugt nauöað í utanríkisráöuneytinu síðustu tvö eða þrj ú árin aö vísa honum úrlandi. — Geta menn sér þess til að brottför hans hafi tafist fyrir þaö aö hann er að kenna eftirmönnum sínum Ustirnar. Á meöan er þolinmæði norska utanríkisráðuneytisins aö þrjóta, því aö mjög óeölUegt og óvenjulegt er aö brottrekinn maður láti það dragast í meira en viku að veröa viö fyrirmælun- um. Næsta Aeroflotvél fer ekki fyrr en á laugardag. -Jón Einar í Osló. NORSKU RÁÐHERRARNIR VIUA EKKILAUNAHÆKKANIR Kaare WiUoch, forsætisráöherra Noregs, hefur beöiö um launalækkun fyrir sig og ríkisstjóm sína. Hann sendi forseta norska stórþingsins í gær bréf þar sem hann baö um aö áöur samþykkt launahækkun ráöherranna, yröi minnkuö. Stórþingið samþykkti á dögunum hækkun á laun hæstaréttardómara, en Schliiter vin- sælt myndefni danskra blaða Poul Schlúter, forsætisráöherra Danmerkur, hefur aö undanförnu dvalið á Kanaríeyjum í sumarleyfi meö reiöhjóUö sem sinn eina feröa- félaga, eins og viö höfum raunar skýrt frá áður. Þetta sumarleyfi forsætis- ráðherrans hefur vakiö mikla athygU danskra fréttasnápa og aö undanfömu hafa myndir af forsætisráöherranum á sundskýlu einni klæða prýtt flest dönsku blaðanna. Ekki síst hafa viku- blööin gert sér mikinn mat úr þessu sumarieyfi Shclúters og hafa þau gjarnan birt myndir af forsætis- ráöherranum á forsíöu innan um myndir af berrössuöu k venfólki. Danskú- fréttamenn eru ánægðir með forsætisráöherra sinn, segja hann jákvæöan og góðan viöureignar. „Hann veröur ekki fýldur þegar ljós- myndararnir birtast,” skrifaöi til dæmis Extrablaöið á dögunum. Schlúter hefur líka ástæöu tU aö vera ánægöur. Flokkur hans vann mikinn sigur í dönsku þingkosningunum á dögunum og var þaö fyrst og fremst taUnn persónulegur sigur Schlúter sjálfs. samkvæmt norskum lögum eiga ráð- herrar að vera meö minnst 1% hærri laun en hæstaréttardómarar. — Jafn- gilti þetta 9% hækkun fyrir WiUoch og meöráöherra hans sem fast hafa haldið á lofti þeirri kenningu aö ríkis- sjóður þyldi ekki meira en 5% hækkan- ir á laun opinberra starfsmanna miöað viöífyrra. Schlúter i sólinni á Kanaríeyjum. Slikar myndir hafa birst í flestum dönsku blað- anna að undanförnu. I bréfi WUlochs til þingforsetans fer hann fram á aö frá samþykkt þingsins í síöustu viku veröi gerö sú undantekn- rng aö laun ráöherranna hækki ekki nema um 5%. Sem er næstum helmingslækkun á launahækkuiúnni samþykktu. — Jón EinaríOsló. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna mótmælir: Kínverskar mæður myrða ekki böm! „Þaö er lygaáróður sem liggur bak viö fullyröingarnar um aö kínveskar mæöur myrði stúlkuböm sin svo þeim gefist tækifæri til aö eignast sveinböm,” sagði Rafael Salas, for- stjóri mannfjölgunarsjóös Samein- uöu þjóðanna, er hann var á ferö i Stokkhólmi á dögunum. „Þaö var einhver blaöamaðiu' sem haföi fundiö einangruð tilfeili í Kína og geröi þau síðan aö mikilli sögu sem hefur síöan vafið upp á sig um allan hinn vestræna heim. Viö höfum mjög vandlega rannsakaö allar staö- reyndir málsins og getum nú neitaö því mjög staöfastlega aö morö eigi sér stað á nýfæddum meybörnum í Kína,” sagði Rafael Salas meö þungri áherslu er hann ræddi viö sænska fréttamenn. I Kína berjast stjómvöld fyrir því aö engta kona fæði meira en eitt barn. Aðferðimar til aö ná þessu markmiði felast í mjög ströngu félagslegu eftirliti og sviptingu ýmissa félagslegra rétttada ef út af er bmgöið. 1 Indlandi voru mikil brögð að því fyrir nokkmm árum aö karlmenn væm þvingaðir til aö gangast undir vönun. Var gengið fram af slíku offorsi að ná til sem flestra kari- manna meö slíkar aðgeröir aö jafn- vel er talið aö það hafi verið ein megtaástæðan til þess að Indira Gandhi féll af valdastóli áriö 1977. Vmsar þjóöir létu og af fjárhags- legum stuðningi við þaö sem nefnt var heilsu- og fjölskylduáætlun á Ind- landi. Eftir þaö hefur engtan tadverskur stjómmálamaður dirfst aö halda áfram þessum skipulögöu þvtagunum. Dýrarvernd- arinn Filipp- us prins gagnrýndur fyrirsport- veiði Dýravemdarsamtök í V-Þýskalandi hafa andmælt því aö Filippus prtas af Edtaborg veröi verðlaunaður fyrir störf sta sem forseti World Wildlife Fund. Verölaunta eru „gyllta myndavél- in”, sem v-þýska útvarpiö og fleiri aöilar veita árlega, en Filippus var valinn þetta áriö fyrir það hvernig hann hefði beitt sjónvarpi í þágu dýra- verndar. En dýravemdarsamtökin í V-Þýska- landi liggja prinstaum á hálsi fyrir aö stunda fasanaveiöar, sem er óöals- bændaíþrótt í Englandi, á meðan hann gagnrýni önnur lönd fyrir brot gegn dýravemdarhugsjóninni. — Samtökin benda sömuleiöis á htadrunarveöhlaup í Englandi, sem árlega kosti marga hesta lífiö fyrir þaö aö of miklar kröfur era þar gerðar til þeirra. Dr. Yacoub afkasta- mikill hjarta- læknir Dr. Magdi Yacoub er einn virtasti hjartaskurölæknir heimsins um þessar mundir. Hann starfar við Harefield- sjúkrahúsið og hefur á síöastliönum fimm árum, ásamt aðstoðarlæknum sínum, framkvæmt 85 hjartaflutntaga oger 51afsjúklingumhansennálífi. Að undanförnu hefur dr. Yacoub veriö mjög í kastljósi fjölmiðla á Norðurlöndum sökum þess aö nokkrir Svíar og Norömenn hafa fengið nýtt hjarta hjá honum. Nú síðast var þaö Norðmaöur sem gekkst undir aögerð hjá dr. Yacoub og var hann á góöum batavegi þegar síðast fréttist. I lok síöasta árs varö dr. Yacoub fyrstur lækna í Evrópu til aö skipta um bæöi hjarta og lungu i einum sjúklinga stana sem raunar kom frá Svíþjóð. I fyrstu virtist aögeröin hafa tekist mjög vel en fljótlega seig á ógæfuhliðina og sjúkltagurinn, 32 ára gamall blaöa- maður, lést eftir nokkrar vikur. Lars Wemer stofnar komma- skóla Lars Werner, leiðtogi Vinstri flokks- tas, kommúnistanna, var glaöur í bragði er hann skýröi fréttamönnum frá því um helgina að flokkur hans heföi nú sett á stofn marxiskan lýöhá- skóla, þann fyrsta í sögu landstas. Er ætlunta aö skóltan taki til starfa þegar næsta haust. Þetta á þó ekki aö vera hretan flokksskóli etas og ætla mætti heldur „skóli með marxisku svipmóti og þangaö á öll verkalýöshreyfingta aö geta átt ertadi,” etas og Lars Wemer oröaöi þaö á f réttamannafundinum um helgina. Nú era liöin tuttugu ár frá því að Lars Werner setti fram hug- myndtaa um slíkan skóla og tók aö vtana aöframgangi hennar. „Eg neyddist sjálfur til aö sækja lýð- háskóla sósíaldemókrata og þó ég vilji ekkert illt um þann skóla segja þá er ljóst að þörf er á breiðari marxiskri túlkun á samfélagsþróuntani,” sagöi Werner.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.