Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 15
14 DV. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR1984. Tíðarandinn Tíðarandinn Viðskiptavinir öryggisþiónustunnar Ólafur Þórir Hansen, einn af varðiiOum VARA, á ferð um borgina siðast- liðna laugardagsnótt. Mynd BH. Hverskonar aðilar eru það einkum sem leitá til öryggisþjónustunnar eftir vernd og eftirliti? Það er fróðlegt og segir sína sögu aö renna sem snöggvast yfir viðskiptavinaskrána. Þar eru lyfsöl- ur, lyfjaheildsölur, gullsmiöir, kirkja, kvikmyndahús, veitingastað- ir, hljóðfæraverslanir, kjörbúðir, sjúkrahús, myndamótagerð, prent- smiðja, rakarastofa, rannsóknar- stöð, allmargir bankar, happdrætti, sparisjóður, jarðstöð, fjárhirslur rík- isins og rás 2 í nýja útvarpshúsinu. Það mætti hæglega lengja þessa runu en við látum þetta gott heita. En auk fyrirtækja og stofnana hafa að sjálfsögðu fjölmargir einstakling- ar leitað ásjár öryggisþjónustunnar um vernd, gæslu og vamarkerfi ýmiskonar. Vamir gegn innbrotum er stór hluti af starfi öryggisþjónustunnar — líklega sá stærsti. Gróflega séð má skipta innbrotsþjófum í tvo megin- flokka og er sú skipting þó hvergi nærri tæmandi. Flestir brjótast inn í auðgunarskyni, annaðhvort til þess að stela peningum eða þá hlutum sem auðvelt er að selja óvönduðum mönnum. Aðrir brjótast inn í lyfsölur eöa lyfjaheildsölur til þess að komast yfir vímuefni — stundum em þessir menn þegar í vímu en br jótast inn til þess að veröa sér úti um meira efni áöur en víman þrýtur. I Húsi verslunarinnar, sem nær- tækara væri að kalla Höll verslunar- innar, er litið eftir öllum fjórtán hæðum þessarar miklu og glæsilegu auðvaldsbyggingar og einnig þarf að athuga sérstaklega hvort vatns- dælumar í kjallaranum virki eins og vera skal því aö höllin stendur í mýri og stöðugur vatnselgur inn í hana af rauðleitu mýrarvatni. Suöur með sjó er fiskeldisstöð nokkur og sérstakur eftirlitsbúnaður lætur öryggisþjónustuna vita ef eitt- hvaö fer úrskeiðis meö rafmagn og vatnsstreymi. Á öðrum stað er kjúklingabú og fylgist öryggisþjónustan með hita- stiginu þar svo aö ekki væsi um litlu guluangana. Þannig mætti áfram telja. Þaö er hægt að koma upp á hverjum stað varnar- og viðvörunarkerfi sem virkar sjálfkrafa á staönum sam- kvæmt forskrift, en ef vill má tengja þessi kerfi beint við öryggismiðstöð- ina eftir símalínum og gefi þau boð um einhverjar misfellur á staðhátt- um getur varðmaðurinn gripið til viðhlítandi ráðstafana þegar í stað. Hér er Gunnar Arnarson, starfsmaður Vara, við sjálfvirku öryggismið- stöðina. Hún tekur við boðum frá ýmiskonar varnar- og viðvörunarkerf- um utan úr bæ og utan af landi gegnum simalinur, skráir á strimilinn allt sem málið varðar, stund og stað og sitthvað annað. Viðbrögð starfsmannsins eru samkvæmt ákveðinni forskrift sem er breytileg og fer eftir því hverskonar fyrirtæki eða einstaklingur á hlut að máli. Stöð- in er virk allan sólarhringinn og starfar áfram þó að siminn á viðkom- andi stað sé tekinn úr sambandi. Oryggis- fyrirtæki And & svar borgaranna gegn glæpamönnum Ailtaf er glæpunum að fjölga í þjóðfélaginu, innbrotum, ránum, lim- lestingum, nauðgunum, skemmdar- verkum, skepnuskap og stórfelldum svikum og prettum og löng yrði þessi runa áður en allt yrði talið, og þó er fyrirsjáanlegt að enn muni vont versna. Það er komin fram einskonar stétt ófyririeitinna manna sem ekki stundar ærlega vinnu að hætti forfeöranna heldur framfleytir sér frá degi til dags með hnupli, sníkjum og þaðan af verri glæpaverkum. Margir þessara manna eru enn á ungiingsárum. Sumir — kannski flestir — eru þeir háðir fíkniefnum. Stundum fara þeir meö veggjum og hafa hægt um sig. Stundum fyllast þeir dirfsku eða þá að á þá rennur æði og þá eru þeir vísir til þess aö fremja viöur- styggilega verknaði sem aldrei verða b.ettir. Hvað á þjóðfélagið að taka til bi agðs til þess að stemma stigu við ósómanum? Það er víst orðið öllum ljóst aö fulltrúa fólksins skortir bolmagn eöa manntak, nema hvorttveggja sé, til þess að sporna gegn ofbeldisverkunum — það vita til dæmis allir, sem á annað borð vilja vita nokkum skapaðan hlut, að dómskerfi landsins er ein allsherjar ruslahrúga og engar verulegar bætur á döfinni svo að kunnugt sé. Raunverulega má segja með nokkrum sanni að ráöamenn þjóðarinnar eigi sinn hlut í þessari voðalegu þróun því að þeir hafa kollvarpað siðgæði almennings meö veröbólgusukki og pólitískri spillingu í heilan framsóknaráratug og gott betur. Þeir hafa líka daufheyrst viö eggjunarorðum mætra manna sem sáu þessa hluti fyrir og vöruöu við þeim. En auövitað er það tómt mál og tímasóun helber að eltast við sökudólga í svo stóru og afdrifaríku máli. Þaö er brýnna að snúa sér beint aðvandanum og íhuga hvort orðið sé of seint að grípa í taumana — ef það eru þá til einhver jir taumar eftir. Það er ljóst að lögregla ríkis- valdsins og borgaryfirvalda er engan veginn einfær um að halda uppi lögum og reglu. Hún verður að fá dyggilega aöstoö einstaklinga og einkafyrir- tækja. Erlendis eru dæmi þess að heimilisfeður í erfiðum hverfum taki höndum saman og skiptist á um að halda vörö að næturlagi og hefta ferðir illmenna. Þeir eru þá tveir ög tveir saman, gjarnan vopnaðir kylfum með grimman hund sér til fulltingis. Ef til vill er tímabært aö íbúar sumra hverfa Reykjavíkur taki þennan kost til íhugunarnúþegar. Löggæsla borgaranna Auk þeirra samtaka sem heimilis- feður og aörir ábyrgir menn geta komið á fót af sjálfsdáðum til þess aö verja fjölskyldur sínar eru einnig starfrækt erlendis sérstök fyrú-tæki sem veita umsjón og vernd gegn á- kveöinniþóknun. Slik fyrirtæki eru þegar farin aö blómgast hérlendis. Ýmsir framsýnir hugsuöir frjáls- hyggjunnar hafa bent á þá leið aö ríkis- valdið afsali sér framkvæmd lög- gæslunnar og feli hana einkaaðilum samkvæmt útboði. Það má endalaust deila um atriöi sem þetta, en allavega virðist það æskilegt að upp komi ákveðin verka- skipting hins opinbera og einkafyrir- tækja — lögreglusveitir undir beinni stjóm ríkisvaldsins annist viss sviö löggæslunnar, en lögreglusveitir einkaaöila sjái um eftirlit og gæslu á öðrum sviðum. Til þess að fræöast um þessa þróun fylgdist ég síðastliðna nótt með starf- semi eins af öryggisfyrirtækjum landsins; þaöheitir Vari ogfórégum borgina þvera og endilanga ásamt ein- um farandverði fyrirtækisms til þess að huga að húsum og ýmsum öðrum mannvirkjum. Öryggisþjónusta Baldur Hermannsson Eúinig var ég leiddur í allan sannleik um þann margháttaöa búnaö sem völ er á um þessar mundú- til þess aö hefta ferðir illmenna og vernda fjármuni, líf og eignir fyrú- ágimd þeirra. Lítillega verður drepið á þennan búnað hér í opnunni, en þeir sem vilja kanna málið frekar ættu að snúa sér beint til Vara eöa annarra öryggis- fyrirtækja og biðja um upplýsingar. Hreyfiskynjari hjá rás 2 i nýja útvarpshúsinu. Það sem hann skynjar er i rauninni hiti á hreyfingu og verði hann áskynja mannaferða gerir hann þegar viðvart til öryggismiðstöðvar Vara. Mynd BH. 15 DV. MlbWKÚD&ÓÚR 8? f^B^&aSfö&í! '' Tíðarandinn Tíðarandinn 7 Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn o _______________ o Sjötta skilningarvitið er vopn hans íhættulegu starfi Öryggisvörðurinn opnaði dymar, kveikti ljós, gekk úm í skrifstofuna, nam skyndilega staðar. Hann hvessti sjónir á gólfið. Þar lágu sem hráviöi hverskyns pappírar og skjöl, eyðublöð, gíróseðlar, stimplar og reiknivéi. Þaö var engu líkara en örlyndur innbrots- þjófur hefði veriö hér á ferli rétt á und- an okkur og varpað þessum plöggum út yfir gólfábreiöuna í reiöi súmi og vonbrigöum. öryggisvöröurinn stóð grafkyrr og hrærði hvorki legg né lið. Hann starði á verksummerkin, gaf öllu nánar gætur og festi hvert einasta smáatriði í óbrigðulu minni sínu, rétt eins og óskeikul tölva sem allt man og engu gleymir. Svo gaf hann mér merki, fetaöi sig gætilega úin eftir húsakynnunum og gáði inn í hverja smugu. Það var enginn uggur í lofti, en þó er aldrei að vita hvar óvinir liggja á fletum fyrú. Þey! Skyndilega heyrðum við þrusk — og út úr skugganum komu tvær ung- ar konur tiplandi á veislubúnum skóm, eldrauðar í kinnum, dmkknar af víni og harla sakbitnar ásýndum. önnur þeirra var frakkari og gaf okkur í flaustri viðhlítandi skýringu á útgangi skrifstofunnar. Það var starfs- mannaveisla í fullum gangi í grennd- inni og hér hafði svolitið ískorist sem óþarft er að orðlengja frekar. Öryggisvörðurinn kannaði fram- burðþeirra ogsannfærðistumaðhann væri á rökum reistur. Svo héldum við för okkar áfram, öryggisvörðurinn og ég. Viö héldum út í snjóinn, myrkrið og ófærðina, gættum að vissum byggúigum bæjarúis og gengum úr skugga um að þar væri allt með kyrrum kjörum. Hinir ástföngnu, vonsviknu og skuggalegu Þetta var aðfaranótt sunnudags, göturnar fullar af svellum og snjó og fjallháir skaflar risu upp hvarvetna gangandi fólki til sárrar skapraunar. Bíllmn okkar var lítill en lænurnar í svelibunkum strætanna hyldjúpar og langt í millum. Stundum varö ég að vúida mér út til þess að leggja líkams- kraftana við hestöfl bílsins. Það var kaldsamt og dimmt en alis staöar var fólk á ferli. Eg minntist þess ekki aö hafa séö jafnmargt fólk á stjái um borgina aö næturlagi eúis og þama, en það var fyrsta helgi febrúar- mánaðar og unga fólkið var í óða önn að svala hvötum sínum og drekka burt mánaðarhýruna sma. Þarna voru hin ástföngnu, haldandi hvort um annað, ljómandi í framan þrátt fyrir kuldann og veifandi unn- vörpum eftir leigubilum sem ekki létu s já sig þegar mest þurfti við. Þama vom hinir vonsviknu á leið til sinna heimkynna hver í súiu lagi, álútir með beiskjudrætti kringum munnrnn. Bláir af kulda keifuöu þeir í gegnum fannúnar, iila klæddú og óhrjálegir ásýndum. Þarna voru líka húiir vafasömu — skuggalegir karlmenn meö sígarettur í Hér er rofi i hurðarfalsi nokkru í nýja útvarpshúsinu — vei þeim bófa sem opnar þessar dyr i heimildarleysi! Mynd HB. Helga Vilhjálmsdóttir er ein þeirra fjölmörgu lyfsala sem hefur látið setja upp þjófavarnarkerfi i versluninni. Af öryggisástæðum reyndist ekki unnt að birta Ijósmynd af búnaðinum. Hugvitssamlegur rofi i hurðarfals — það fer ekki mikið fyrir þessum búnaði, en hann stendur fyrir sínu. Sjá næstu mynd. Ljósm. BH. kjaftvikum og auga á hverjum fingri, til í allt og víluðu fátt fyrir sér. Já, þaö er margt undarlegt fölk á ferli um Reykjavík að næturlagi og það er svo sem engin furða þó að borg- ararnir reyni að tryggja sig eftir mætti og hrekkur þó ekki til á stundum. Sjötta skilningarvitið I húsi nokkm fundum viö bakdyr ólæstar. Það vom allmikil verðmæti á víð og dreif og eins gott að enginn óboðinn gestur hafði tekið í snerilinn þessa snjóþungu laugardagsnótt. öryggisvörðurúin athugaði vand- lega allar kringumstæður. Hann hug- aði sérstaklega að snjónum fyrir utan og gáði hvort þar væm nokkur um- merki mannaferða, en svo var ekki. Það var allt með felldu í húsúiu og greinilegt aö einhver viðutan starfs- maður hafði hreinlega gleymt að aflæsa dyrunum þegar hann hvarf af staðnum. En því miður er ekki alltaf gleymsku um að kenna þegar starfs- menn skilja eftir opna glugga og ólæst- ar dyr — það er víða úlfur í hrokkin- hærðri sauðargæru. Hvar sem við komum þurfti öryggisvörðurinn aö draga fram lykil af krók og stimpla í klukku sinni til þess að vottfesta komu súia á staðinn. Þetta var ungur maður, hægur í fasi, ótrúlega athuguli og gætinn. Einfara næturinnar lærist margt sem okkur hinum er hulið. Hann er á ferli þegar aörir sofa og honum er kunnugt um hvaða hættur steðja að einum í skjóli myikurs. Heym hans verður næm og sjónin hvöss. Einveran vekur upp af dásvefni aldanna þá dularfullu skynjun sem stundum er kölluð sjötta skilningarvitið. Honum lærist að skynja návist manna þó að hann hvorki sjái þá né heyri. Honum lærist líka að skynja þann eún í lofti sem eftir verður þegar menn hafa verið í heún- sókn en eru nýlega farnú-. Allt eru þetta ákveðnar gáfur sem náttúran léði mönnum tii sjálfsbjarg- ar í grárri fomeskju og enn á ný gera þær öryggisverðinum kleift að rækja skyldur sínar af ábyrgð, alúð og kost- gæfni — en umfram allt af öryggi og festu. Vamarbúnaður borgaranna Þeir sem vilja veröa sér úti um búnaö til þess að verja líf sitt og eignir eiga um margt gott að velja. Til þess að gefa vissa mynd af því úrvali skal hér getið fáeinna gripa, en það skal strax tekið fram að sú upptalning er hvergi nærri tæmandi. Hreyfiskynjarar. Þeir em af ýmsum geröum — ein sú einfaldasta er samansett af speglum og tæki sem er næmt fyrir hitageislum. Þessi búnaður lætur sig ekkert varða mann í kyrrstöðu, en þegar speglarn- ir gefa til kynna að hann sé á hreyfingu eða ástand vistarverunnar sé aö breytast, gerir það samstundis viðvart. Einnig er fáanlegur einfaldur og tiltölulega ódýr hreyfiskynjari sem notast við hátíönihljóöbylgjur. Ljósgeislar. Þessi búnaöur er í eðli súiu náskyldur gömlu góðu ljósfrumunum, sem við emm svo vön á karlasalemum skemmtistaðanna og aðaldyrum verslunarhúsanna. Munurinn er þó sá að þetta áhald not- ast við bylgjulengd ljóssins, sem augað greinir ekki, og er það vita- skuld haft svo til þess að hlennimenn taki ekki eftir búnaðinum og vari sig áhonum. Þetta tæki hefur þann ókost aö geislinn er mjór og beinn erns og strik og því tiltölulega auðvelt aö komast hjá honum ef vitað er um hann, undir hann eða yfir, nema fleiri séu saman sem mynda þá eins- konar öryggisvegg úr ósýnilegu ljósi. ftljóðnemar. Oft er hentugt að setja upp í bönkum sérstakan búnaö sem er næmur fyrir sprengúigum, múrhöggum og öðrum hávaða — allt niöurílogsuðu. Rofar i hurðarfals. Mjög emfaldur og væntanlega tiltölulega ódýr búnaður sem gerir viðvart ef óboðnir gestir opna dyr á ferðum sínum. Snúrur. Þær eru enn notaðar en ekki eins mikið og fyrrum. Þó er vinsælt að nota sérstök lúnbönd sem lögð eru yfir glerrúður í verslunum og séu þær brotnar slitna böndin og rjúfa rafstraum. Þjófabjöllur. Þær eru til í ýmsum gerðum og hafa þann tilgang aö fá afbrotalýðinn til þess að hætta við hálfnað verk. Oft er hvorttveggja notaö, þjófabjöllur og sírenur ein- hverskonar, ásamt viðvörunarkerfi, sem lætur vita til öryggismið- stöðvarinnar. Stjórnstöðvar. Ef öryggisbúnaður er viðamikill kann að vera þorf fyrir sérstaka, tölvustýrða stjómstöð á staðnum, sem gerir hvorttveggja í senn að hafa stillt saman öryggis- tækrn samkvæmt ákveönum tilskipunum og gerir öryggisþjónust- unni eða lögreglu viðvart um leið og útaf bregður. Gunnar Snorrason kaupmaður kveikir á þjófavamarkerfj sinu að kvökti dágs. Myndin sýnir svonefnda stjórnstöð, sem samhæfir hin ýmsu við- vörunarkerfi á staðnum og sér um að koma boðum áleiðis gegnum simalinur til öryggisþjónustunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.