Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 13
DV. MIÐVKUDAGUR 8. FEBRUAR1984. * 13 „1 lok vinnudags ertu eflaust talsvert dasaður, ef til vill þungt fyrir brjósti, með remmu í hálsi og snýtir svörtu.” stimpla sig inn áður en þú ert kominn í gallann! Mundu grímuna Mundu svo vel að setja á þig grím- una því að þú þarft að vera minnugur þess að niðurstöður Vinnueftirlits ríkisins um mengunarúttekt í kerskál- unum eru m.a. þessar: 1. Rykmengun í kerskálum er alltof mikil. 2. Flúoridmengun er of mikil við sum störf. 3. Þetta skapar hættu á öndunarfæra- sjúkdómum og dauðsföll vegna asma eru algengari í álverksmiðj- um en almennt gerist. Viö skulum gera ráð fyrir aö þú fáir tiltölulega einfalt verk að vinna, en þó verður ekki hjá því komist aö veita þér nokkra tilsögn. Karlarnir í kerskálun- um og verkstjórarnir reynast þér á- reiðanlega hjálplegir, en þú kemst samt fljótt að raun um að orðaforöi þinn og skilningur er helst til fá- tæklegur þegar „áltakamir”, „skaut- skiptamir” og „rafgreinamir” fara aö fræða þig um sín störf. Verkefni þitt fyrsta daginn er frem- ur einfalt. Þú átt að sjá um flutning á sodium fluorid 98%, baneitruðum f janda. Gættu vel aö því sem stendur á „hauskúpupokunum” sem þú átt aö vinna við. En áöur en þú ferð að sýna kæruleysi þá skaltu lesa vel „Efnalist- ann yflr hættuleg efni” svo að þú vitir hvernig bregðast á viö eitrunar- einkennunum. Mundu síðan aö matar- hléið er aðeins 30 minútur og hér dugar ekkert slór því að vinnufélagar þínir þurfa líka að komast í mat. Þín yrði fljótt saknaö í kerskálunum ef þú ert ekki stundvís. I lok vinnudags ertu eflaust talsvert dasaður, ef til vill þungt fyrir brjósti, meö remmu í hálsi og snýtir svörtu. En þú getur þvegið af þér svitann og skítinn ef þú ert nógu fljótur aö hlaupa 100 metrana frá stimpilklukku að baðhúsi og tilbúinn að stíga upp i rútuna ca 19 mínútum eftir vinnulok. I þessum asa tekurðu samt eftir því hve loftið er tært og hreint fyrir utan ker- skálana, einna líkast því þegar ráðherra stígur út úr Blasernum uppi tilfjalla. Iönaðarráðherra Sverrir Her- mannsson sagöi á Alþingi i dag að meðalmaðurinn Sverrir Hermanns- son, sem vinnur í Straumsvík, hafi að meðaltali 30—40 þús. kr. í laun á mánuði. .. Konan þín horfir undrandi á þig, börnin líka. Kunningjar og ættingjar hringja og spyrja hvort þú sért orðinn brjálaður að heimta hærra kaup, maður meðslík rosalaun! Og Sverrir Hermannsson, starfs- maður hjá Isal, veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Um hvaða menn og um hvaða laun er verið að tala? Hann tekur fram launaseðil sinn og les enn einu sinni: krónur 40 st. á viku 3.511,- Greiðsla vegna ferða og viðveru á vinnustað umfram dagvinnu 456,- Umsaminn nýtingar og framleiðnibónus 15% 595,- Alls kr. 4.562,- í lok vinnuviku Jæja, Sverrir sæll, nú ert þú kominn heim úr Straumsvíkinni með fyrsta vikukaupiö þitt. Þið hugleiðið það hjónin, ásamt bömum ykkar, hvemig endar eigi að ná saman fram aö næstu útborgun. Þið eruð ekki búin aö komast að niöurstöðu þegar klukkan slær átta og fréttir eru hafnar í sjón- varpinu. Kunnuglegt andlit úr blööum og sjónvarpi birtist á skjánum. I fréttum er þetta helst: Það þarf ekki að taka fram að þetta eru brúttólaun og það á eftir að taka væna upphæð til hliðar í opinber gjöld og launatengd g jöld. Lesendur em ekki lengi að reikna út að hefði Sverrir, starfsmaður hjá ISAL, ekki uppbætumar kr. 456 og kr. 595 em laun hans viö 15 þús. króna lágmarkið fyrir 40 stunda vinnuviku á vinnustað þar sem krafist er sérstakrar árvekni í starfi og þar sem vinnuaðstaðan er hættuleg. Skiptaverð: Heildarverð: Þorskur 8,84 kr/kg 12J29 kr/kg ýsa 6,97 kr/kg 9,69 kr/kg annarafli 6,00kr/kg 8,34 kr/kg Meðalverð 7,62 kr/kg 10,60 kr/kg Til samanburðar þá er niðurstaða Framleiðni sf. að heildarverð á þorskinum hér heima sé 14,68 kr/kg (án útfl.gjalda) eða 19% hærra en hér aðframan. 2. Samanburður á löndun á Islandi og í Bretlandi: 2.1. Löndun í Bretlandi. þús. kr. Landaömagn79tonn (meðalfarmur sl. 3mán.) x 29,22kr/kg =2.311.0 — erl. kostn ca 19% + útfl. gjöld 4,225% = 536.0 Mismunur = skilaverö tilútgerðar =1.775.0 skilaverðpr. kg = 22,50 kr/kg. Ath. viðbótarkostnaður v/siglingar til Bretlands gæti numið 100—150 þús. kr. 2.2. Lönduná Íslandi. . þús. kr. Landað magn 83 tonn (79 tonn +5% rýrnun) X 10,60 = 880,- — aflagjöld, hafnargjöld og löndunarkostnaður = 40,- Mismunur = skilaverð ~ tilútgerðar = 840,- Skilaverö pr. kg = 10,12 kr/kg. (Framleiðni sf. gerir ekki ráð fyrir því að það kosti nokkuð að landa fiski á Islandi). Þegar framangreindar tvær landanir hafa verið bornar saman þá kemur í ljós, að skilaverð til útgeröar- innar er 122% hærra pr. kg í Bretlandi en á Islandi. I skýrslu Framleiðni sf. er reiknað meö stuölinum 1,5 v/tíma- lengdar í siglingu. Ekki skal um það deilt hér, en það er ljóst að tími er hugsanlega það eina, sem ísl. útvegs- menn koma til með að hafa nóg af á þessu ári, þar sem skipin þurfa að vera bundin stóran hluta úr árinu v/afla- samdráttar. En þrátt fyrir að stuðull- inn 1,5 sé notaður í þessu dæmi þá er skilaverð til útgerðar enn tæplega 50% hærra pr. kg m.v. þessi verö þegar landað er í Bretlandi. Framangreind dæmi eru raunveru- leg og endurspegla vel þá farma sem isl. togbátar landa erlendis. (Einvörð- ungu 24% af löndunum í Bretlandi 1983 voru togaralandanir.) Eg er hinsvegar fyllilega sammála Framleiöni sf. í því aö sjaldnast borgar sig að sigla með óblandaðan 1. fl. þorskfarm til Bret- 'lands, enda er það ekki gert, slíkum samtals um 13.800 tonnum af ísfiski í Bretlandi þar af 7.100 tonnum af þorski eða 51%. I Þýskalandi var landað tæpum 19.000 tonnúm af ísfiski og þar af 451 tonni af þorski. Hlutdeild þorsks í heildar ísfiskútflutningi okkar var því eingöngu 23% á árinu. Mismunurinn er afar blandaður fiskur á breska markaðinn og að mestu karfi á þýska markaðinn. Alltaf öðru hverju vakna hér á 'landi spurningar um réttmæti ísfisk- landana erlendis og heyrast þá fullyrð- ingar um að eðlilegra sé aö landa þessum afla innanlands og skapa á þann hátt atvinnu með „fullvinnslu” hans. Isfiskmarkaðimir í Þýskalandi og Bretlandi eru hluti af okkar hefð- bundnu fiskmörkuðum ekki síður en Ameríka og Rússland fyrir freðfisk, Portúgal og Spánn fyrir saltfisk og Nigería og ItaUa fyrir skreið. Islenskir útvegsmenn landa ferskum fiski á þessum mörkuðum þegar verö eru hagstæð á nákvæmlega sama hátt og fiskverkandi leggur áherslu á einstaka framleiðslugrein eftir því hvernig markaðsaðstæður eru hverju sinni. Mörgum Islendingum ætlar seint að skUjast að stór hópur neytenda í Bret- landi og Þýskalandi lítur ekki á verkun á fiski, t.d. frystingu, sem fuUvinnslu heldur einvörðungu sem aöferð til að geyma fiskinn ef ekki er hægt að neyta hansfersks. Það er skoðun mín að þrátt fyrir af lasamdrátt á þessu ári þá muni brátt úr rætast og verða þá þessir ferkfisk- makaðir enn mikilvægari f)rir okkur en nú er og því verðum við að viðhalda þeim sem og öðrum mörkuðum svo sem frekast er unnt. Að lokum vil ég segja að ég er undrandi á þeim uppslætti sem framangreind skýrsla frá Framleiðni sf. hefur fengiö í þessu blaði og þeirri .staðreynd að DV leitar tU aðUa um gerð sh'krar skýrslu sem beinlínis hefur hagsmuna að gæta í þessu máU. Allur samanburöur í skýrslunni, og túlkun blaðsins ekki sist, miðar að þvi aö gera útvegsmenn tortryggUega í augum lesandans með því aö fuUyrða að mun heppilegra sé að landa hér heima en erlendis og útvegsmenn af þeim sökum ekki starfi sínu vaxnir. Eg vænti þess að DV birti samskonar skýrslu frá Framleiðni sf. um landanir í Þýskalandi, en þar er verð á karfa algengt 3—4 sinnum hærra en ísl. fisk- kaupendurgreiða. förmum er nær undantekningalaust landað heima svo sem eðUlegt má teljast. Þó að fiskverð á hinum erlendu mörkuðum í samanburði viö á Islandi sé það sem menn Uta helst til þegar 3. Um gámafisk. Ekki mun ég fjalla itarlega um sölu á fiski í gámum. Mikil og ör þróun hefur orð:ð á þessum útflutningi á síð- ustu árum og á sl. ári var það umtals- vert magn sem flutt var út á þennan Af þessum sökum gæti heildar- kostnaöur pr. kg sveiflast frá 5 kr. kg uppí9kr. kg. Hvað varöar rýrnun á gámafiski þá er í hæsta lagi hægt aö reikna með 5% og er það jafnvel of mikið að sögn „Alltaf öðru hverju vakna hér á landi spurnlngar um réttmæti isfisklandana erlendis.. ákvörðun um löndun erl. er tekin, eru það einnig önnur atriði sem skipta verulegu máli. Þau helstu eru eftirfar- andi: a. Aflinn er staðgreiddur. b. Ýmis aðföng eru mun ódýrari t.d. er gasólía um 35% dýrari hér á landi en í Bretlandi og smurolíur fást keyptar án söluskatts og vöru- gjalds. c. Rekstrarvandamál söltunar og herslu hafa valdiö því að sumar út- gerðir sem allajafnan sáu slikum vinnslustöövum fyrir hráefni láta skip sín nú sigla með aflann. hátt. Allur samanburður milli þess að láta skip sigla með aflann og flytja hann út í gámum er mjög erfiður og ræðst t.d. af stærð farma í skipunum, hlutfalli flutningsgjalds á gámum af söluverði erl. o.s.frv. Skv. þeim upplýsingum sem ég hefi fengið frá einum stærsta útflytjanda á gámafiski þá hefur oröiö veruleg lækkun á flutningskostnaði nú nýverið, ennfremur fer kostnaður pr. kg fyrst og fremst eftir því hversu mikiö magn kemst í hvem gám, en það er mjög mismunandi eftir stærð fisksins (smár fiskur rúmast mun betur í gámi enstórfiskur). þessa útflytjanda. Sérstaklega vil ég þó taka fram að i langflestum tllvikum eru það flskkaupendur eða fiskvinnslu- stöðvar sem standa fyrir gámaútflutn- ingl en ekki útgerðarmenn. Verðiu- maður að ætla að arðsemissjónarmið ráði því að þær selja fiskinn frekar ferskan í gámum en aö taka hann í gegn um vinnslurásir fyrirtækjanna. Það er mín skoðun að kostnaðartölur sem Framleiðni sf. reiknar með, þ.e. 38%, sé of hátt hlutfall og hin rétta tala séum30%. Lokaorð A árinu 1983 lönduðu ísl. fiskiskip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.