Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 19
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR1984. 19 íþróttir íþróttir íþróttir íþrótt Atll Eðvaldsson — og félagar hans, náðu ekki að fagna sigri í Köln. Mikið f jársvikamál komið upp í Belgíu. Forseti Antwerpen bak við lás og slá: Græddi mest á skiptum Péturs og Czemiatvnski — tveir fyrrum landsiiðsmenn Belgíu hafa lagt tugi milljóna inn á bankareikning íSviss Frá Kristjáni Bernburg — fréttamanni DV í Belgíu: — Mikið fjársvika- og hneykslismál er nú komið upp í Belgíu og hafa tveir kunnir menn ver- ið settir bak við lás og slá fyrir f járdrátt og svik. Það eru tveir fyrrverandi landsliðsmenn Belgíu og annar þeirra er Eddy Walters, forseti Ander- lecht, sem er einnig æðsti maður kretidkorta- banka í Belgíu. Ofan á þetta’bætist að mikiö er nú rætt um „svörtu peningana” sem hafa verið í umferð í Belgíu og fyrir sl. helgi voru tveir kunnir kappar settir í gæslu- varðhald þar sem veriö er að kanna fjárdrátt sem þeir hafa tekið þátt í. Þetta eru þeir Eddy Walters, forseti Antwerpen, og umboðsmaðurinn Jeff Jurion, fyrrum leikmaður Anderlecht, en þessir tveir menn léku saman í belgíska landsliðinu 1959. Það á ekki af belgískri knattspyrnu að ganga. Síðustu fjögur árin hefur henni farið aftur fremur en að hún hafi verið á uppleið og er talað um að knatt- spyrnan sem leikin er í Belgíu sé nú ekki beint fyrir augað. Leikmenn eins og Ludo Coeck (Inter Mílanó), Juan Lozano (Real Madrid), Rod Rensin- brink, Arie Haan og Ásgeir Sigurvins- son (Stuttgart) hafi horfiö og enginn leikmaður náö að fylla þau skörö sem þeir hafa skilið eftir sig. áhuga á að i mér málið” skýra f rá því að Juventus vilji kaupa Socrates, dsliðs Brasilfu, fyrir sjö milljónir dollara synlegt. Napoli hefur áhuga á Junior, AC Milano á Adilio. Italir leita fanga víöa. hsím. eiginkonu og fjórum börnum,” sagði fyrirliði landsliðs Brasiliu í knatt- spyrnunni, læknirinn Oliveira Socrat- es, í blaða viðtali i Sao Paulo i gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Socrates, einn snjallasti knattspyrnumaður heims, gefur í skyn að hann vilji leika erlendis. Fyrir tveimur árum fékk hann tilboð frá ítölsku liði en neitaði, jafnvel þó hann yrði ríkur. Sagði þá m „peningar eru ekki hið eina í lífinu”. Þá er mikið um það rætt í Brasilíu að Zico, landsliðsframherjinn snjalli, sé á leið heim. Formaður meistara Flamengo, George Helal, hefur sagt að hann muni safna fjórum milljónum dollara á næstu tveimur mánuðum til að kaupa Zico til síns gamla félags frá Udinese, Italíu. Sama upphæð og Udinese greiddi Flamengo fyrir Zico í júní sl. Talið er að Zico fái tvær milljónir dollara frá Udinese fyrir þriggja ára samning. Blaðið 0 Globo í Brasilíu ræddi við Zico um málið og hann sagði að það væri gaman að Flamengo væri að reyna að fá hann á ný. Hins vegar sagðist hann ekkert vilja skipta sér af þvi vegna þess að „mér líkar vel í Udinese og kann vel við hlýleika fólks- ins, það verð ég að viöurkenna.” Sá orðrómur hefur gengiö í Rio að Flamengo ætli að selja tvo þekktustu leikmenn sína, Adilo og Junior, til að geta keypt Zico. Helal formaður hefur hins vegar sagt að það sé ekki nauð- Oliveira Socrates — fyrirliði Brasilíu.' Lögðu inn peninga í banka í Sviss Það hefur verið mikið ritað og rætt um mál þeirra en ljóst er að þeir félag- ar hafa komiö tugum milljóna belg- ískra franka í banka í Sviss og eru það peningar sem þeir hafa grætt og komið undan vegna kaupa og sölu á leik- mönnum. Það er ljóst að þeir græddu mest á félagaskiptum lands- liðsmannsins Alex Czerniatynski, sem fór frá Antwerpen til Anderlecht í skiptum fyrir Pétur Pétursson og Bert Cluytens 1982. Þeir Pétur og Cluytens komu til Antwerpen í skiptum fyrir Czernaiatynski en þar að auki er talið að Antwerpen hafi einnig fengiö góða peningaupphæð — 15—20 milljónir franka — sem voru borgaðar undir borðið. Þessir peningar fóru beint í banka í Sviss — komu aldrei fram á pappírum. Jeff Jurion hefur áður komiö við sögu í sambandi viö peningahneyksli í Belgíu — hann var rekinn frá Lokeren 1976 vegna mútumáls sem þá kom upp Fillol gerir það gott íBrasilíu Argentínski landsliðs- _ Imarkvörðurinn Ubaldo Fillol, sem | er byrjaður að leika með Brasilíu- | meisturunum Flamengo, hefur • staðið sig frábærlega með félaginu I að undanförnu. Fttlol sýndi snUld- ■ arleik í gær þegar Flamengo gerði | _ jafntefli 0—0 í Goias — varði ■ I f jórum slnnum meistaralega. ■ Flamengo hefur fenglð fimm stig I i úr fyrstu þremur lelkjunum í - I Brasilín. IAnnar kunnur markvörður — Uruguay-maðurinn RodoUo Rodri- Iguez, sem leikur með Santos, átti I einnig snilldarleik þegar Santos" | vann (2—0) ABCNatal. -SOS. Alex Czerniatynski — Forseti Ant- werpen græddi miklar peninga- upphæðir á að selja hann tU Ander- lecht. í Belgíu. Síðan hefur hann haft þá at- vinnu að selja leikmenn á miUi félaga eða þar til í sl. viku að hann var hand- tekinn og settur í steininn. I gær var til- kynnt að hann yrði í mánaðargæslu- varðhaldi. Fékk ekki að ræða við lögfræðing sinn A laugardaginn var Eddy Walters síðan handtekinn og fékk ekki leyfi til að ræða viö neinn eftir handtökuna — ekki einu sinni lögfræðing sinn. Walters hefur gert stóra hluti hjá Ant- werpen síöan hann tók viö stjóm fé- lagsins í 2. deUd 1967 — hann breytti þá greiðslum til leikmanna og þeir fengu hærri bónus. Það varð tU þess aö málin fóru að ganga og eftir aðeins tvö ár var félagið komið að nýju í 1. deUd. Walters, sem er mikiU vinur Jurion, er einnig æösti maður kretidkorta- banka í Belgiu og var mjög virtur. Þetta mál er mikiU álitshnekkir fyrir hann og belgíska knattspyrnu. „Svörtu peningarnir" Það er ljóst að í kjölfar þessa máls eiga fleiri mál eftir að koma upp á yfir- borðiö á næstunni og bendir aUt til að mikið hneykslimál sé hér í upp- siglingu. Það er vitað að í Belgíu er mikið um svokaUaða ,,svarta peninga” í Belgíu sem er eitt af fáu löndum í Evrópu þar sem félög þurfa ekki að gefa upp opin- berlega kaupveð á leUcmönnum. Vitað er að miklar peningagreiðslur fara undir borðið þegar leikmenn eru keyptir. Hvert fara þessir peningar — í bankaíSviss? Nú næstu daga verða margir kaUaðir fyrir og yfirheyrðir hér í Belgíu og munum við segja nánar frá þessu máli þegar línur fara að skýrast. -KB/-SOS. (þróttir (þróttir Iþróttir íþrótti áhuga- menn í skíða- íþrótt- — segir Svfinn snjalli, Ingemar Stenmark „Það eru raunverulega engir áhuga- menn meðal þeirra sem keppa í heims- bikarnum á skíðum,” sagði Ingemar Stenmark á blaðamannafundi í Belgrad en Elan skíðafyrirtækið bauð honum að vera viðstaddur vetrar-ólympiuleikana í Sarajevo. Stenmark notar Elan skiði og sagði „ég hefði ekki komið hingað annars því ég má ekki keppa á leikun- um. Stenmark varð ólympíumeistari bæði i svigi og stórsvigi á leikunum í Lake Placid 1980. „Eg hef trú á því að reglum þeim sem beitt var til að ég gæti ekki keppt í Sara- jevo veröi fljótlega breytt. Gengur varla að vera að beita þeim gegn örfáum þegar raunverulega allir eru undir sömu sök seldir,” sagði Stenmark á blaöa- mannafundinum. Hann var ekki sár eöa reiður vegna ákvörðunar alþjóðaólym- piunefndarinnar aö setja bann á hann en gat þess jafnframt að hann hefði veriö reiðubúinn til að keppa í Sarajevo ef hann hefði fengið leyfi til þess. hsim Sofnuðu á verðinum... — ogUnited varðað sætta sig við jafntefli íBirmingham Birmingham og Manchester United gerðu jafntefli 2—2 á St. Andrews í Birm- ingham í gærkvöldi í 1. deildarkeppninni ensku. Leikmenn United voru klaufar að tapa — þeir sofnuðu tvlsvar á verðinum og það kostaði þá tvö mörk. Robert Hopkins skoraði fyrst fyrir Birmingham á 6. mín., með glæsilegum skalla. Eftir það tóku þeir Bryan Robson og Remi Moses öll tök á miðjunni. Robson lagði upp jöfnunarmark United 1—1, sem Nor- man Witheside skoraði og síðan skoraði ungur nýliði Graeme Hogg 1—2 eftir fyrirgjöf frá Ray Wilkins. Arthur Graham og Arthur Albiston fóru illa með góð marktækifæri — við mark Birm- ingham. Þegar sjö mín. voru til leiksloka náði Birmingham að jafna — Billy Wright úr vitaspymu sem var dæmd á Mike Duxbury sem feildi Hopklns inn í vítateig. -SOS Fyrsti leikur Gary Gillespie Gary Glllespie, sem Liverpool keypti frá Coventry sl. sumar á 325 þús. pund, lék sinn fyrsta leik með félaginu gegn Walsall í deildarbikarkeppninni i gær- kvöldi. Hann tók stöðu Mark Lawrenson sem er meiddur i nára. Liverpool lék því án þriggja lykilmanna sinna - Lawren- son, Kenny Daglish og Graeme Souness, en þeir eru einnig meiddir. -SOS Bandaríkja- menn töpuðu Ölympiumeistarar Bandarikjanna i is- knattleik máttu þola tap 2—4 fyrir Kanadamönnum i B-riðli OL i Sarajevo i gær. Carey Wilson sendi knöttinn í netið hjá Bandarikjamönnum eftir aðeins 27 sek. og siðan skoraði hann tvisvar til við- bótar. Tékkar unnu Norömenn 10—4 og Finnar lögöu Austurríkismenn 4—3 í B- riðli. Rússar unnu Pólverja 12—1, V- Þjóðverjar unnu Júgóslava 8—1 og Svíar lögðultalill—3í A-riðli. -SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.