Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Blaðsíða 31
31 DV. MIÐVKUDAGUR 8. FEBRUAR1984. Sandkorn Sandkúrn Sandkorn Hver vill JL-húsið? Nýlega barst vikublaðtnu Víkurfréttum í Keflavik undarlegt bréf frá Fasteigna- mati ríkisins. Var þar tii- kynnt að Víkurfélagið hf. í Keflavík væri eigandi að JL- búsinu við Hringbraut í Reykjavík og bœri að greiða af því fasteignagjöld. Nafnnúmer Víkurfrétta var á tilkynningunni. Forráðamenn brugðu skjétt vlð og höfðu samband við Fasteignamatið. Þegar þeim hafði verið vísað miill þriggja aðila kom í ljós að þeir urðu að kæra bréflega til að fá húsið skráð á annan eig- anda. Ef þeir gerðu það ekkl myndu þeir verða að greiða öll gjöld af „eigninni” án þess þó að njóta ávaxtanna af arði hennar. Þetta mun ekki í fyrsta skipti, sem Víkurfréttamenn komast í álnlr á pappírunum því að í sumar áskotnaðist þelm forláta sumarbústaður úti á landi. 1 það skiptið voru þeir rukkaðir um trygginga- gjöld af fasteigninni og sluppu með skrekklnn. Tilboð í hlutafé rikissjóðs i Eimskipafélagi tslands hafa verið allmiktð til umræðu að undanförnu. Astæðan er m.a. sú að Helgarpósturinn greindi frá því að öttarr Möll- er, fyrrum forstjóri Eim- skips, stæði að baki einu til- boðanua. Hafi hann að auki óskað eftir því vlð f jármála- ráðherra aö fá setu í stjóm félagsins. Nú hefur komið í ljós að f éttaflutningur þessi átti ekki við rök að styðjast. Hefur Ött- arr fengið birtarleiðréttingar í blöðum og m.a. mun rit- stjóri Helgarpóstsins hafa Ottarr Möller, fyrrverandl for- stjórl Eimskips. lofað honum að draga „frétt- ina”tli baka. Og nú velta menn því fyrir sér hver standi að bakl þessu umrædda tilboði i Elmskip. Er aimælt að það muni vera Benedlkt Sveinsson, stjómar- formaður Sjóvá og stjóraar- maður í Nesskipi. Spilað á kerfið? Það mun ekkl vera algengt að heil biiasala sé flutt heim á einkalóð og starfrækt þar. Þetta gerðist þó á dögunum þegar Guðfinnur Haildórsson bílasail flutti fyrirtækl sitt i einbýiishús við Kambsveg. Þar starfrækir hann bílasöl- una með miklum umsvlfum um þessar mundlr. Hlnlr framsýnu telja þetta sterkan leik hjá Guðflnni. Telja þelr gang mála verða á þann veg að þegar taki að Guðfinnur verslar á Kambs- veginum. vora setji nokkum óróa að nágrönnum Guðfinns. Þyki þeim lítt við hæfi að sjá mis- fagrar bifreiðar meðal trjá- girðlnga og rósarunna. Kvartanir taki því að streyma til borgaryfirvalda sem bregði hart við og úthluti bilasalanum umsvlfalítið lóð undlr vlðsklptin. Og þar með sé tarkmarkinu náð, segja sjáendur vorir. Svona er fátæktin Slggi kom óvenjusnemma úr vinnunni elnn daglnn. Hann sá sér til furðu, konu sina fremur léttklædda uppi í rúmi. „Hvers vegna liggurðu þarna, góða mín?” spurði Siggi. „Ég á engan kjól til að fara í,” svaraði eiginkonan. „Það getur nú bara ekki verið,” sagði Siggi, sviptl upp hurðlnni á klæðaskápnum og byrjaðl að telja: „Einn, tveir, þrír, fjórir, sæll Jón, fimm... ”. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndahátíð — Ameríkuhótelið: ÞAU HIHUST AF TILVIUUN... Kvikmyndahátíð—Querelle: ITÁKNI reðursins Querelle. Frakkland—V-Þýskaland 1982. Leikstjórn: Rainer Werner Fassbinder. Handrit: RWF, byggt á skóldsögu Jean Genet. Kvikmyndataka: Xaver Schwarzenberger. Tónlist: Peer Raben. Sviðsmynd: Rolf Zehetbauer. Aðalhlutverk: Brad Davis, Jeanne Moreau, Franco Nero, GUnther Kaufmann, Laurent Malet, Hanno Pöschl. Each man kills the thing he loves syngur Jeanne Moreau angurværri röddu fyrir gesti hórubarsins La Feria í Brest-böðuð gulleitri birtu. Já, ástin gengur ekki átakalaust fyrir sig hjá Fassbinder og hefur aldrei gert. Sjóliðinn Querelle hefur loks fundið manninn sem hann elskar en veit ekki hvernig hann á að tjá ást sína. Þess vegna sigar hann lögreglunni á hann. Querelle er síðasta kvikmynd Fassbinders, byggð á skáldsögu franska rithöfundarins Jean Genet. Þetta er saga um ástir og ástríður og eins og svo margar myndir höfund- arins gerist hún á meðal homma; dulinna, bældra og opinskárra. Ungur sjóliði er í landlegu og lendir í ýmsum ástarævintýrum. Á Feria- bamum hittir hann hina þokkafullu Lysiane sem allir karlmenn gimast. En til þess að fá hana þurfa menn að Heiti: Amerikuhótelið (Hotei des Amóriques). Leikstjóri: Andró Tóchine. Kvikmyndun: Bruno Nuytten. Tónlist: Philippe Sardo. Handrit: Andró Tóchine og Gilles Taurand. Aðalhlutverk: Catherine Denevue, Patrick Dewaere. Borgin Biarritz í Suöur-Frakklandi er vettvangur kvikmyndar André Techine, Ameríkuhótelið. Tvær per- sónur hittast af tilviljun þegar Helene (Catherine Denevue) verður þess valdandi að keyra á Gilles (Patrick Dewaere)). Þetta er byrjunin á rómantísku og imi leið dramatísku sambandi þeirra. Helen er læknir að mennt en Gilles er hálfgerð flökkukind sem starfar að ferðamannaleiðsögu fyrir hótelið sem hann býr á. Það myndast fljót- lega sterkt tilfinningasamband milli þeirra tveggja en þrátt fyrir ítrek- aðar tiiraunir á báöa bóga ná þau aldrei saman nema stutta stund. Sér- staklega er það Gilles sem getur ekki sætt sig við samband þeirra þegar Helene (Catherine Deneuve) gætir að sáram Gilles (Patrick Dewaere). liða tekur á myndina. Kemur bæði til að honum finnst hann vera notaður af Helene til að græða gömul sár og eins er þaö að vinur hans sem hafði verið mjög háður honum finnst hann vera að svíkja sig og lætur hann heyra það í tíma og ótíma. Þótt Gilles í enda myndarinnar ætli sér að finna Helene og byrja upp á nýtt, gleyma öllu ööru, þá hefur maður á tilfinningunni að þessar tvær ólíku persónur eigi lítið orðið eftir sameiginlegt og sama sagan muni fljótt endurtaka sig. Það er í raun fátt nýstárlegt við efni þessarar kvikmyndar. Þetta hefur allt verið sagt og sýnt áður. Og André Téchiné fer troðnar slóðir í efnismeðferð og þrátt fyrir fallega kvikmyndatöku og frábæran leik aðalleikendanna er Ameríkuhótelið frekar bragðdauf kvikmynd og á köflum jaðrar hún við væmni. Það sem bjargar Ameríkuhótelinu frá því að vera hreint út sagt leiðin- leg er leikur þeirra Denevue og Dewaere. Chatherine Denevue er stórgóð sem læknirinn, köld á yfir- borðinu, en tilfinningarík og hin trausta stoð sem samband þeirra Gilles hefði getaö lifað á. Patrick Dewaere leikur einnig mjög vel hinn veikgeðja Gilles, sem er hlý persóna, en áhrifagjarn og hættir til afbrýði- semi. Hilmar Karlsson. Jeanne Moreau og Brad Davis í hiut verkum sinum i Querelle. fara í teningaspil við eiginmanninn, Nono. Ef gesturinn vinnur fær hann konuna, ef ekki f ær Nono hann. Quer- elle tapar og kann því ekki illa. Fleiri ‘ persónur koma til sögunnar, Róbert, bróðir Querelle, verkamaðurinn Gil og Seblon liðþjálfi, yfirmaður Quer- elle, en samskipti þeirra verða ekki rakin hér. Persónur myndarinnar lifa í heimi sem er úr tengslum við allt í kringum þær. Athafnir þeirra og orð snúast aðeins um tvennt, rejur og rass. Um- gjörð myndarinnar undirstrikar enn frekar þennan óraunveruleikablæ. Myndin er að öllu leyti tekin í stúdíói og ríkjandi litir eru gulir og orange. Leikmynd og leikmunir leggja enn- fremur mikla áherslu á reðurinn. Það eru ekki aðeins byssur og hnífar sem flæða um allt heldur pár á veggjum og síðast en ekki síst tveir heljarmiklir bellir sem standa fyrir utanbarinn. Leikstjóm Fassbinders tekur mið af öllu þessu. Leikarar (persónur) eru miklu fremur á eintali en í sam- tali, allar hreyfingar hægar þegar ekki eru hreinar uppstillingar. Querelle er á margan hátt heill- andi mynd og verðug eftirskrift eftir höfundinn. Leikaraval hefur heppn- ast einkar vel. Þar er valinn maður í hverju rúmi. Það sem kemur þó kannski einna mest á óvart er frammistaða Brad Davis sem þekkt- astur er fyrir leik sinn í Midnight Express. Hann er eins og sniðinn fyrir hlutverk sitt sem og aðrir sem þarna komafram. A kvíkmyndahátíð er einnig sýnd myndin Töframaðurinn frá Babýlon sem er heimildarmynd um gerð Querelle. Þar eru m.a. viðtöl við nokkra helStu leikarana, og skal engum koma á óvart þau hrósyröi sem þeir nota um leikstjórann. Þá er viðtal við Fassbinder, tekið aðeins nokkrum tímum áður en hann lést. Maðurinn er útúrdópaður en samt furöulega skýr í kollinum er hann viörar hugmyndir sínar um afstöðu sína til bókar Genet og fleira. Tvær myndir sem vert er aö sjá. Guðlaugur Bergmundsson. Reykjavík: Akureyri: Borgarnes: Víðigerði V-Hún.: Blönduós: Sauðárkrókur: Siglufjöröur: Húsavík: Vopnafjörður: Egilsstaðir: Seyðisfjörður: HöfnHornafirði: 91-31615/86915 96-21715/23515 93-7618 95-1591 95-4136 95- 5175/5337 96- 71489 96- 41940/41229 97- 3145/3121 97-1550 97-2312/2204 97-8303 interRent

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.