Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Side 6
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Umsjón: Guðmundur Pétursson og Gunnlaugur A. Jónsson
DV? L'ÁUáÁRD'ACnjRTf.FESRD'AR 1984.'
Fráfall Andropovs veld-
ur óvissu í heimsmálum
Fráfall Yuri Andropovs, forseta
Sovétríkjanna, dregur úr vonum
ráöamanna Atlantshafsbandalags-
ins um aö þíöu kunni aö vera að
vænta á næstunni í samskiptum aust-
urs og vesturs eöa árangurs í af-
vopnunarmálum. Ymsir af leiðtog-
um bandalagsins létu í ljósi þá
skoðun í gær aö búast mætti viö
löngum óvissutíma áður en nýr
sovéskur leiötogi næöi aö tryggja sig
í sessi og vera fær um að setja mark
sitt á utanríkisstefnu Sovétríkjanna.
Óvissa um
eftirmenn
Nú þegar Andropov fellur frá 69
ára gamall, eftir aö hafa gegnt leiö-
togaembætti þjóöarinnar í aöeins
fimmtán mánuði, er ekki fyrir hendi
neinn augljós arftaki hans. Þeir sem
helst eru nefndir til sögunnar eru
Mikhail Gorbachov, 52 ára gamall,
og Grigory Romanov, 61 árs. Báðir
eiga þeir sæti í framkvæmdanefnd
flokksins. En í ljósi reynslunnar má
búast viö aö ekki veröi skipað í
forsetaembættið fyrst um sinn og að
þaö kunni aö veröa aðskiliö frá for-
mennsku í kommúnistaflokknum
eins og var áður en Brésneff
sameinaði þessi tvö embætti árið
1976. Margir vestrænir fréttaskýr-
endur spá því lika aö fyrir dyrum
kunni líka aö vera valdabarátta á
milli ólíkra fylkinga í forystu flokks-
ins.
Mikhail Gorbachov er fæddur 2.
mars 1931 og er Rússi. Hann er sér-
fræðingur í landbúnaöarmálum.
Aöeins 49 ára gamall hlaut hann sæti
í framkvæmdanefnd flokksins og er
einn þriggja manna þar sem einnig á
sæti í miöstjórn flokksins.
Grigory Romanov er einnig Rússi.
Hann er fæddur 2. febrúar 1923.
Hann vann sig smám saman upp
innan flokksins og varö formaöur
Leníngrad-deildar flokksins 1970 og
hlaut sæti í framkvæmdanefndinni
áriö 1976 og í miöstjóminni í Moskvu
í júníá síöastliönuáriö.
Auk þessara tveggja manna, sem
helst hafa verið nefndir til sögunnar,
eru fjölmargir aörir sem þykja koma
til greina. Má þar nefna gömlu
kempuna Konstantin Chernenko.
Hann er fæddur 1911, varrtáinn sam-
starfsmaður Brésneffs, átti sæti í
framkvæmdanefndinni og var áiitiö
aö Brésneff heföi kosið aö sjá hann
sem arftaka sinn. I þeún slag varö
Chernenko þó aö lúta í lægra haldi
fyrir Andropov en var áfram um
nokkurt skeiö álitinn næstvaldamesti
maöur Sovétríkjanna en missti svo
áhrif sín og völd. Hann þykir þó hafa
styrkt stööu sína nokkuð að nýju og á
einkum sterk ítök meðal þeirra emb-
ættismanna sem voru andstæöingar
„endurbótastefnu” Andropovs.
Einnig eru nefndir Geidar Aliyev,
sextugur fyrrum KGB-foringi frá
Azerbaijanian, Dmitry Ustinov,
varnarmálaráöherra síöan 1976, 75
ára gamall og væntanlega fullgamall
til aö taka viö æðsta embætti Sovét-
ríkjanna, Andrei Gromyko, einu ári
yngri en Ustinov og sá utanríkis-
ráðherra heimsins sem lengst hefur
setiö í embætti, og loks má nefna
Viktor Grishin, 69 ára flokksformann
Moskvu-deildar kommúnistaflokks-
ins sem átt hefur sæti í fram-
kvæmdanefndinni síðan 1971.
Viðbrögð á
Vesturlöndum
Fjölmargir þjóöarleiötogar létu í
gær í Ijósi hryggö sína yfir fráfalli
Andropovs. Reagan Bandaríkjafor-
seti var vakinn í dögun á búgaröi
sínum í Kaliforníu og honum færö
tíöindin. Ekkert þykir benda til þess
aö Reagan, sem aldrei haföi hitt
Andropov, muni fara til Moskvu til
aö vera viðstaddur útför hans.
Hans-Dietrich Genscher sagöi í
skeyti til Moskvu í tilefni af fráfalli
Andropovs að V-Þjóðverjar vildu
„halda áfram að . . auka samstarf
og viöræöur viö Sovétríkin í þágu
friöar í Evrópu og heiminum.”
Sir Geoffrey Howe, utanríkis-
ráöherra Bretlands, sagöi í útvarps-
viötali aö hann vonaöist til aö eftir-
maður Andropovs myndi feta þá
braut sem Andropov heföi virst á leið
inn á til aö bæta samskipti þjóöa.
Mitterrand lét í ljósi hryggðsína
yfir fráfalli Andropovs en sagöist
samtímis vongóöur um bætt sam-
skipti Frakklands og Sovétrík janna.
I Bretlandi hvöttu leiðtogar stjórn-
arandstööunnar Thatcher forsætis-
ráöherra til aö vera viö útför Andro-
povs í Moskvu. Þeir sögöu aö
Thatcher ætti aö grípa þetta tækifæri
til aö'draga úr spennu á milli stór-
veldanna.
Lagði áherslu á hreinsun
spilltra embættismanna
Þessa fimmtán mánuöi sem
Andropov sat í leiðtogasæti Sovét-
ríkjanna eftir fráfall Brésneffs
safnaði hann á eigin hendi æöstu
valdaembættum. Hann tók viö af
Brésneff sem aðalritari eða fram-
kvæmdastjóri sovéska kommúnista-
flokksins, sem er áhrifamesta valda-
embættið, og síöar tók hann embætti
forseta Sovétríkj anna.
Eins og jafnan eftir aö nýr valda-
maöur tekur við í Sovétríkjunum ein-
kenndust fyrstu mánuðir ferils
Andropovs af því aö lögö var áhersla
á innanríkismálin á meöan hann var
að festa sig í sessi. Þar lagði KGB-
stjómandinn meginþunga á að
hreinsa til meöal spilltra embættis-
manna í kerfinu og aö kalla fram
meiri afköst og minni vinnusvik meö
færri f jarvistum á vinnustöðum. Þar
bar á því aö reynt væri aö draga úr
drykkjuskap og ölvun á vinnustöö-
um.
Mætti stefnu Reagans
með hörku
Þegar Andropov tók að láta meira
aö sér kveða í alþjóðamálum
markaöist stefna hans af því aö
mæta öllum tilburðum Reagan-
stjómarinnar til þess aö hræöa
Sovétmenn til samninga af fyllstu
hörku. Andropov tók ekkert annað til
greina fyrir framhaldi vopnatak-
mörkunarviöræönanna í Genf en aö
nýju bandarísku NATO-eld-
flaugamar yröu aftur fluttar burt frá
Evrópu. Hann lét fjölga SS-kjarna-
flaugum í Varsjárbandalags-
ríkjunum sem svar viö uppsetningu
nýju eldflauganna í Bretlandi og
Vestur-Þýskalandi.
Þar kveöur viö annan tón hjá sama
manninum sem í annan tíma svarar
bréfi lítillar bandarískrar telpu er
spyr hann hví Rússar vilji ekki
leggja lóð á vogarskálar friöarins
meö því aö bjóöa henni aö heimsækja
sig til Moskvu.
Þaö orö fór af Andropov meöan
hann var á vegum KGB að honum
færi jafnvel á hendi silkiglófinn sem
járnhanskinn. Hann var ' hvers
manns hugljúfi í viðkynningu og öllu
viðmóti á meðan hann var að vinna
traust manna og trúnaö en kaldur,
ósveigjanlegur og óvæginn þegar
kom aö því aö víkja þeim úr vegi
þeirra áætlana sem hann átti aö
ryöja brautina fyrir.
Hefði orðið sjötugur
í júní
Andropov hefði orðið sjötugur
heföi hann lifað fram til 15. júní í
sumar. Hann fæddist 1914 í litlum
kósakkabæ í Kákasus. Faöirinn var
jámbrautarstarfsmaöur en taliö er
aö móöir hans hafi veriö gyöinga-
ættar þótt í opinberum skrám sé
Andropov alls staðar sagður hreinn
Rússi. Annar orörómur hermir aö
móðirin hafi veriö Armeni.
Ekki naut Andropov mikillar
menntunar í æsku þarna í smábæjun-
um á bökkum Volgu þar sem hann óx
úr grasi. Hann vann fyrir sér sem
loftskeytamaður og hjá ritsímanum
og varö sér úti um réttindi til þess aö
stýra fljótabátum. Þaö var sagt aö
fjórtán ára gamall heföi hann verið
byrjaöur í flokksstarfi sem ungliði og
1936, þegar Stalín hóf hreinsunina
miklu, var Andropov sendur til að
skipuleggja starf ungkommúnista
viö skipasmíðastöðina í Rybinsk.
Þaðan lá leiöin til frekari trúnaðar-
starfa á vegum flokksins.
Vel metinn af Krúsjoff
og Bréfsneff
Þegar vetrarstíðiö braust út í
Finnlandi var Andropov sendur til
Karelíu 1940 til aðstoöar Ottó
Kuusinen sem Stalín ætlaöi aö setja
til stjómar í Finnlandi þegar Finnar
heföu veriö sigraðir. Kuusmen fékk
mikið álit á hinum unga erindreka og
eftir því sem vegur Kuusmen jókst
varö brautargengi Andropovs meira.
1951 var hann orðinn trúnaöarmaöur
á vegum miöstjómarinnar en hlut-
verk hans var aðallega aö njósna um
yfirboöara sína jafnt í opinberu
starf i sem í einkalíf i þeirra.
Þegar Krúsjoff komst til valda
var Andropov falin stjóm ernnar
deildar utanríkisráöuneytisins meö
umsjón meö tengslunum við Þýska-
land (bæöi austur og vestur),
Austurríki, Póliand og Tékkóslóvak-
íu. Þaö var 1951. Áriö 1956 var hann
sendiherra í Ungverjalandi þegar
dró aö uppreisn Ungverja. Eftir
frammistöðu sína þar sneri Andro-
pov heim til Moskvu til enn æðri
embætta og varð einn af fram-
kvæmdastjórum miðstjórnarinnar
meö A-Evrópuríkin á sinni könnu.
Brésneff fól Andropov yfirstjóm
KGB1973 og hvíldi því mjög á Andro-
pov að þagga niður í andófsmönnum
eins og Sakharov og Solsjenitsyn
eöa talsmönnum samtaka eins og
Helsinkihópsins. Allt leysti hann þaö
af hendi eins og önnur verkefni sem
honum höfðu veriö falin.
1982 lét Andropov af yfirstjórn
KGB til þess aö búa sér betri
aöstööu fyrir togstreituna um hver
skyldi taka viö af Brésneff sem þá
var oröinn mjög heilsulítill og lítt til
forystu fær. Sem yfirmaður KGB
hefði hann átt erfiðara uppdráttar
því aö allt frá því aö Bería komst í
æösta valdastól beint úr böðuls-
sætinu í leynilögreglunni höfðu for-
ingjar Rauöa hersins aldrei þolaö að
neinn yfirmaöur KGB-leyniþjónust-
unnar yröi oröaöur viö leiötogasætiö.
Yuri Andropov 1980 og Yurí Andropov 1983. Myndirnar tala skýru máli um hvernig veikindin léku manninn. Siðustu fimm mánuði ævi sinnar kom Andropov aldrei fram opinberlega.
meðan velti umheimurinn vöngum yfir orðróminum um alvarleg veikindi hans sem sovéskir fjölmiðlar kölluðu illgjarnan áróður og tilefnislaust þvaður.
Á