Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Page 32
eW’ L&tMffMefM'fí ? í 904:
Diviine hefur
skemmt i næt-
urktúbbum i
Randarikjunum,
K'ánada, Bret-
landi, V-Þýska-
iandi, Hollandi,
Belgíu, Austur-
riki, Sviss, á
Norðurlöndum,
i Japan og i S-
Afriku.
(Myndir: B. Jay
Management
Inc.j
r.Ef til VÍII
fegursta
kona heims"
í einkaviðtali við DV
„Ég mundi aldrei ganga svo langt
að kalla þetta list,” segir Divine um
kvikmyndir bandaríska leikstjórans
JohnWaters. „Aðvísuhöfum viðverið
uppnefndir listamenn, lifandi list, og
guð má vita hvað, en sannleikurinn er
sá að við erum einfaldlega að reyna að
fá fólk til að hlæja. Þetta er skemmti-
efni.”
Áöur en lengra er haldið er rétt að
geta þess að Divine er ekki kynskipt-
ingur. Hann er karlmaður. Hann fær
ekki ,Jíick” út úr því aö klæða sig í
kjól. Kvenfatnaður er vinnugallinn
hans. Hann er karlleikari sem sérhæf-
ir sig í kvenhlutverkum og þekktastur
fyrir leik sinn í kvikmyndum John
Waters. Þrjár þeirra eru sýndar á
kvikmyndahátíð sem nú stendur yfir í
Reykjavík.
Myndir Waters hafa fyrir löngu
skipaö sér á bekk með vinsælustu kúlt-
myndum í Bandaríkjunum. Sem dæmi
má nefna að um þessar mundir eru
fimm Waters-myndir í gangi í New
York. Ein þeirra, Pink Flamingos,
hefur veriö sýnd nær viðstöðulaust þar
í borg frá því hún var gerð árið 1972.
Gagnrýnendur hafa sjaldnast fariö
fögrum orðum um myndirnar. Vari-
ety, bibiía skemrntiiðnaðarins, gaf
t.a.m. Pink Flamingos þá umsögn að
hún væri „ein sú versta, heimskuleg-
asta og jafnframt viðurstyggilegasta
kvikmynd sem gerö hefur verið”.
Áhorfendum fjölgar þó stöðugt.
Stjaman í þessum umdeildu mynd-
um er hinn guðdómlegi Divine. Hann
hét áður Glenn Milstead en hefur nú
látið breyta nafni sínu. Jafnvel
mamma hans kallar hann Divine.
Hann segist alltaf vera 27 ára gamall
og er fæddur og uppalinn í Baltimore.
Nú heldur hann til á eyju í Key West til
að geta verið nálægt sól og sjó þegar
hann er ekki að vinna. Hann býr einn
ásamt tveimur bolabítum og er í
þriggja vikna fríi þessa dagana — ný-
kominn úr hljómleikaferðalagi um
Evrópu og á förum til Mexíkó, 13. eða
14. febrúar.
Divine á einnig íbúð í New York,
þangað sem hann fer þegar hann fær
leiða á árstíðaleysinu syðra. Hann er
hins vegar ekki væntanlegur í bráð og
símanúmer hans liggur ekki á lausu.
Eg haföi því upp á umboðsmanni hans
á Broadway sem sá til þess aðkappinn
sló á þráðinn eitt laugardagskvöld eigi
alls fyrir löngu:
Neyddust til að kála sögu-
hetjunni
Divine var nýkominn utan af strönd
— hafði farið með hundana í kvöld-
göngu. Ég spurði hvort hann gæti sagt
mér eitthvað um myndirnar þrjár sem
sýndar yrðu á Islandi, þ.e. Pink Flam-
ingos, Female Trouble og Desperate
Living.
„Ég leik ekki í Desperate Living.
Aðalhlutverkið var ætlaö mér í upphaf i
en ég ákvað aö hafna því og reyna f rek-
ar fyrir mér á sviði. Það var á þessum
tíma sem ég lék í leikriti Tom Eyens,
Women Behind Bars, á West-End í
London. Ég hafði aldrei komið út fyrir
landsteinana áður og taldi rétt, bæði
fyrir sjálfan mig og ferilinn, að breyta
aðeinstil.
Ég lét mig hins vegar ekki vanta í
Female Trouble, sem er reyndar uppá-
haldsmyndin mín. Þar er greint frá
ævi ungrar stúlku, Dawn Davenport að
nafni. Við kynnumst henni fyrst á tán-
ingsaldri og fylgjum henni eftir um
f jórtán ára skeiö, þangað til hún lendir
í rafmagnsstólnum. Mér fór að þykja
verulega vænt um stelpugreyið á með-
an á töku myndarinnar stóð. Þetta var
skemmtilegt hlutverk. Það var leiðin-
legt að hún skyldi þurfa að deyja undir
lokin. En myndin varð að hafa eitt-
hvert félagslegt gildi, þannig að við
neyddumst til að kála vondu mann-
eskjunni. Þú skilur. Þetta er yndisleg
mynd. Hefurðuséðhana?”
— Nei, því miður. Pink Flamingos
og Polyester eru þær einu sem ég hef
séöhingaötil.
„Ég held líka mikið upp á Polyester.
Hún er tæknilega miklu betri en hinar
myndirnar. Iæikurinn er líka allur
miklu betri. Eg er að vísu hrifnari af
gervinu mínu í gömlu myndunum, þ.e.
„glamorous-gervinu”, en á móti kem-
ur aö þaö er þægilegra að leika í „poly-
ester-gervinu”. Búningarnir eru ekki
eins þröngir, þannig aö maður á auð-
veldara með aö fá sér sæti. Maður er
líkasvosnögguraðbúasig. Viðvorum
oft í marga klukkutíma að koma mér í
gamla gerviö. Og svo ég tali nú ekki
um þá sælu aö geta fengið sér ærlega í
svanginn án þess að þurfa aö hafa
áhyggjur af meiki og varalit. Maður
lifandi! ”
Þegar ástin réð ríkjum
— En hvað geturðu sagt mér um
PinkFlamingos?
„Látum okkur nú sjá. Mig minnir
að viö höfum verið sex mánuði að gera
hana. Hittumst kannski einu sinni,
tvisvaríviku...
— Þaö er eins og hann vilji ekki tala
um þessa mynd. Ég spyr hvort hann
geti lýst þessu tímabili, þessum sex
mánuðum.
„Þetta var ótrúlegt tímabil. Sjáðu
til: Við höfðum ekki gert neina samn-
inga. Við höföum enga tryggingu fyrir
því að okkur tækist að koma myndinni
á framfæri. Þaö var ástin sem réö
ríkjum á þessu tímabili. Ast á hvoru
ööru og þvi sem viö vorum aö gera.
Astin var eina ástæðan fyrir því aö við
nenntumaöstandaíþessu. Viövorum
öll vinir.
Viö höföum að sjálfsögðu ekki
nokkra hugmynd um það sem síðar
átti eftir aö gerast. Þetta var eins og í
draurni. Allt benti til þess aö ekkert
mundi gerast. Þannig er það nú oftast
-- ekki satt? En viö trúöum nógu
mikið hvort á annað og okkur sjálf til
að láta drauminn rætast. Þetta voru
góðar stundir.”
— Lokaatriöi Pink Flamingos hefur
löngum vakiö mikla athygli, ef ekki
hneykslun. Þarséstþú krjúpaniðurog
éta hnefafylli af... Hvað geturðu sagt
mér um þetta atriði?
„Eg hélt að John væri að spauga
þegar þessi hugmynd kom fyrst til
tals. Smám saman varð mér svo ljóst
að honum var fúlasta alvara. Þetta
endaöi síðan meö því að hann spuröi:
„Viltu veröa frægur? Viltu verða
stjama?”. Og ég svaraöi: „Já!”.
„Þetta er tækifæriö,” sagöi hann
„þetta gæti gert útslagiö, en þetta gæti
líka lagt þig í rúst. Þaö fer allt eftir því
hvemig fólk lítur á þetta.”
Þetta atriði er auglýsingabrella.
Hin algjöra auglýsingabrella. Eg
meina: Maður er að leika í 12.000 doll-
ara mynd og allar hinar kosta 40 millj-
ónir. Þær hafa efni á aö auglýsa sig.
Við urðum að gera eitthvað.
Eg vissi að við vomm öfgamenn
þannig aö ég hugsaði með mér: „All
right.” Þetta var engan veginn
ánægjulegt, en...”
— Þetta heppnaðist.
„Jæja, að vissu leyti, en... Eg er
ekki að reyna aö afsaka mig. Ég gerði
þetta og það verður ekki aftur tekið,
en... Mig langaöi bara til að verða
frægur.
Eg hef átt mínar efasemdir um
þessasenu.”
Ljúfmenni
— Hvemig mundirðu lýsa sjálfum
þér?
, JEg reyni aö vera góöur maður.
Það er oft erfitt. Eg reyni aö vera
þægilegur í viömóti og ljúfur en get
sýnt hörku ef því er aö skipta. Sumir
mundu kalla mig þrjóskan en hvað um
það. Eg stend við mínar skoðanir og
gef mig ekki. Annað væri uppgjöf og
þá getur maöur alveg eins hætt þessu.
Eg hef gert eitt og annaö um ævina
— eitt og annað sem ég sé kannski svo-
lítið eftir, eitt og annað sem ég er ekki
viss um að ég sjái nokkuð eftir. En öll-
um verða á mistök. Allir eiga sínar
efasemdir um sjálfan sig og fortíð sína
og um þær ákvarðanir sem þeir hafa
tekið á lífsleiðinni. Eg reyni að vera
sanngjarn. Þettahljómarkannskisvo-
lítið haliærislega, en samt.
— Hvað geturðu sagt mér um æsku
þína?
„Eg er einkabarn og fæddur inn í
dæmigerða bandaríska millistéttar-
fjölskyldu. Egvarofdekraöuríæsku.
Allt var látið eftir mér. Eg hef örugg-
lega verið frekar rosalegur krakki, en
hamingjusamur býst ég við.
Eg var óvinsæll í skóla vegna þess
að ég var feitur. Mér var strítt og ég
var laminn. Þetta voru ekki skemmti-
legustu ár ævi minnar.
Nú, en svo kynntist ég John Waters
oggenginuhansígagnfræðaskóla. Við
dunduöum okkur við að gera kvik-
myndir sem var heilmikið fjör. Mig
dreymdi alltaf um að veröa kvikmynda-
stjama en hélt aö ekkert yrði úr því