Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Qupperneq 33
nU. T AT.T/3 .A DHA niTD.tl, PI?D DIT.A D 3 DOA .
vegna þess aö ég bjó í Baltimore.
Stjömurnar og samböndin eru auövit-
aöíNew YorkogHollywood. Þettavar
einn af þessum draumum sem maður
hélt að yröi aldrei aö veruleika.”
— En hann varö þaö.
„ Já, þaö má kannski segja það.”
„Ef til vill fegursta
kona heims"
— Hvernig vinnið þið, þú og John
Waters? Vinnið þiö eftir handriti,
óljósum hugmyndum, eða einfaldlega
eins og andinn blæs ykkur í brjóst
hverju sinni?
„Við vinnum algjörlega eftir hand-
riti. Fyrst æfum viö verkið í u.þ.b.
mánuö — ekki á ósvipaðan hátt og
veriö væri að æfa leikrit. Síöan byrjum
við aö kvikmynda en tökum vitanlega
ekki atriöin í réttri röö, heldur eftir
herbergjum, svæöum, búningum,
o.s.frv.”
— Hvenær birtist hún fyrst á hvíta
tjaldinu þessi Divine, sem nefnd hefur
veriö, ,ef til vill fegursta kona heims? ”
„Eg lék Divine í fyrsta sinn í Pink
Flamingos áriö 1972. Rætur hennar
eru þó eitthvað eldri. ”
— Hvemig varö hún til?
„Divine varö til i samvinnu okkar
Johns við Van Smith sem hannaö hefur
alla búninga Divine og föröun. Hann
ersnjall.
John segist hafa vitað frá upphafi aö
í mér byggi Divine. Þaö þyrfti bara
einhvern til aö laða hana fram. Van
Smith geröi þaö svo um munaöi. Hann
leitaöist viö aö gefa mér óvenjulega
ímynd — ekki konu eöa kynskiptings —
sem væri alveg sér á báti. Divine er
karakter út af fyrir sig. Ætli hún sé
ekki tvíkyn ja frekar en nokkuö annaö.
Jayne Mansfield var höfö til fyrir-
myndar, svo og stjúpmæðumar
grimmu í Mjallhvít og Öskubusku — aö
ógleymdri nominni í Galdrakarlmum
frá Oz. Divine er sem sé velkrydduð
Mansfield. Hún sýnir og sannar að 200
kg kona getur veriö sexý.”
—Veláminnst: Hvað eru brjóstin á
henniþung?
,, Fimm k íló hvort. ”
Búmm?
— Hvers vegna er Divine jafnvinsæl
ograun bervitni?
„Vegnaþessaðhúnerfyndin. Mér
finnsthúnfyndin. Hún leyfir sér eitt og
annað sem fólk langar til aö gera en
gerir ekki af ótta viö að lenda í fang-
elsi. Kvikmynd er blekking og þar er
allt leyfilegt. Fólk fær ákveöna útrás
viö að fylgjast meö ævintýrum Div-
ine.”
— Hverjir hafa gaman af henni?
Hverjir eru aödáendur Divine?
„Eg hef hitt fólk sem ég trúi varla
sjálfur aö sé aðdáendur. Þetta er alls
konar fólk á öllum aldri. Allir sem
geta gengið og keypt sér miða. Þaö er
skrýtiö hvaö fólk getur veriö ólíkt, en
samt haft sömu kímnigáfuna. Þaö er
oft ótrúlegt að líta yfir áhorfendahóp-
inn á mynd eftir John.”
— Hvað meö sjálfan þig: Hvaöa
myndum ert þú hrif inn af ?
„Boom!”.
— Búmm?
„Já,„Boom!”. Húnerbresk. Þetta
eru allt frekar lítt þekktar myndir.
„Plucked”.
— Plucked? Eg kem af fjöllum.
„Þaö er ekki nema von. „Plucked”
er gömul ítölsk mynd með Ginu Lolo-
brigidu í aðalhlutverki. Hún gerist á
búgaröi og endar á því að Gina er gefin
hænsnunum. Helvítigóð.”
— 1 framhaldi af þessu: Hver er
þinn fyrirmyndar kvenmaöur?
„Elisabeth Taylor, þ.e. dökka dul-
arfulla týpan. Hún verður iíka aö vera
meöstórbrjóst.”
— Hetjur?
„Já, margar. Elísabet drottningar-
móöir er ein sú helsta.”
Feitur karl í kjól
— Þaö var og. En svo viö snúum
okkur aö ööru: Hvernig bregstu viö
gagnrýni?
„Eg velti henni fyrir mér, en tek
ekki mark á henni nema aö hún sé
sanngjörn. Hún er stundum illkvittnis-
leg, en ég held aö þaö sé oftast vegna
þess aö viökomandi veit ekki hvaö
hann er aö segja eöa skilur ekki per-
sónu mína. Gagnrýni getur sært.
Gagnrýni getur lika veriö ástæðu-
laus: Eg kom nýlega fram í bresku
sjónvarpi. Fljótlega eftir útsendingu
þáttarins rigndi bréfum og símhring-
ingum yfir stööina frá fólki sem fannst
óviðeigandi aö feitur karl í kjól væri
sýndurá skjánum. Ég held aö þetta sé
þaö síöasta sem fólk ætti aö hafa
áhyggjur af eins og ástandið er í heim-
unum nú um stundir. Fólk er aö æsa
sig yfir leikara í gervi sínu! ”
— Þú ert þekktastur fyrir aö leika
Divine. Hvaöhefuröuleikiöannaö?
„Ég hef leikið aöalhlutverk í tveim
leikritum eftir Tom Eyen, í London,
New York og víðar. Eg lék Pálínu, les-
bíska gæslukonu í kvennafangelsi í
Women Behind Bars, en í Neon Woman
lék ég uppgjafar fatafellu, sem er tekin
til viö að reka „strip-búllu” undir yfir-
skiniknæpu.”
— Karlhlutverk?
„ Já, nokkur smáhlutverk í myndum
Johns. Þaö verður þó meira um þau í
framtíðinni.”
Divine viröist einnig vera aö hasla
sér völl sem dægurlagasöngvari. Eg
baö hann um aö segja mér eitthvaö frá
því.
„Þetta er nú eitt af mörgu sem mig
óraöi aldrei fyrir. Eg var farinn aö
gefa út plötur áður en ég vissi af. Mér
fannst einfaldlega eins og ég heföi
engu aö tapa og allt aö vinna — mundi
kannski veröa mér úti um fimm doll-
ara — þannig aö ég sló til. Eg held aö
lög eins og Shoot Your Shot og Shake It
Up séu ekkert verri en margt annaö
sem maður heyrir nú til dags. Þau
úröu vinsæl hérna í Bandaríkjunum og
komust nokkuö hátt á lista. Eftir aö
þau fóru aö dala, var okkur tjáö aö
platan væri vinsæl í Evrópu, þannig aö
viö skipulögðum hljómleikaferö og
flugum yfir. Eg fór í fimm sh'kar ferö-
ir, oftast tvo mánuöi í einu, og er ný-
kominn heim úr þeirri síöustu. ”
Jafnfyndinn í jakkafötum
— Hvaö er svo á döfinni hjá þér á
næstunni?
„Eg fer í hljómleikaferðalag um
Mexíkó, 13. eða 14. febrúar, og verð í
nokkrar vikur. Platan er vinsæl þar
núna. Æth ég hverfi ekki síöan í stúdíó
til aö taka upp nýja plötu. Henni verö-
ur eflaust fylgt eftir meö Evrópu-reisu.
Svo þarf ég aö leika í nokkrum kvik-
myndum, m.a. í einni eftir John.”
— Umhvaöerhún?
„Má ekkisegja.”
— Hyggstu halda áfram á sömu
braut í framtíöinni, eöa megum við
eiga von á einhverjum breytingum?
„Mig langar til aö leika fleiri karl-
hlutverk. Ef áhorfendur vilja er ég
alltaf til í að leika Divine, þ.e. kven-
hlutverkið, en mig langar líka til aö
leika karl-Divine. Eg held ég geti verið
alveg jafnfyndinn í jakkafötum og í
kjól.
Þaö er margt sem ég neyðist til að
gera til aö þóknast kröfum áhorfenda.
En ég verö hka að fá að gera ýmislegt
— til aö ég verði ánægöur.”
— Og hvernig kanntu viö frægöina ?
„Eg nýt þess aðvera Divine. Þaöer
satt. Þaö er kannski ekki alltaf jafn-
gaman...ogþó.
Eg nýt lífsins. Eg hef ferðast um
allan heim og hitt fjöldan allan af at-
hyglisveröu fólki. Væri ég ekki Divine
heföi ég aldrei kynnst því. Eg hef kom-
iö til staða sem ég trúi varla að séu til,
en bara vegna þess að Divine var boðiö
þangaö. ÞaðergamanaðveraDivine.
Þú getur t.a.m. ekki imyndað þér
hvaö það er gaman fyrir leikara aö
vera viöstaddur kvikmyndahátíðina í
Cannes í fyrsta skipti, og vera þekktur
og ljósmyndaður innan um heimsfræg-
ar stjörnur.
Eg hef þvi átt margar skemmtileg-
ar stundir sem Divine og fjöldinn allur
af draumum hefur ræst. Þetta er búiö
að vera æðislegt — og ég á margt eft-
ir.”
Pabbi líka
Þaö var komiö aö lokum þessa
spjalls. Tahð snerist upp í mas um allt
og ekkert. Divine sagöi m.a. að von
væri á foreldrum sinum í heimsókn á
þriðjudaginn. Eg spurði hvernig sam-
bandiö væri við gömlu hjónin.
„Alveg til fyrirmyndar,” svaraöi
hann. „Þaö kom þarna tímabil... Viö
töluðumst ekki viö í tíu ár. Þeim hkaöi
ekki það sem ég var að gera. En svo
ræddum viö máhn og niðurstaðan var
sú aö faöir minn sagði aö ef hann gæti
þénaö jafnmikið og ég með því einu aö
ganga í kjól — þá mundi hann eflaust
geraþaðlíka.” EA/NewYork.
Divine og aðdáendur.
Mig langaði bara tiiað vera frægur.