Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Qupperneq 40
FASTEIGNASALA BOLHOLTl 1
Símar 38877,687520
og 39424
Vfðfíjúgum - , 97099 AUGLÝSINGAR 1
éLS <ieL£m síðumúla33 SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIDSLA SKRIFSTOFUR PVERHOLT111 ■ B
mnanhneb semutan 'JSBBSSS&SS'
• ir m ai|b<r rr'm jp OCC11 RITSTJÓRN OUU 1 1 SÍOUMÚLA 12-14 Frjálst óháö dagblaö
LEKHJFLUGffóS AKUREYR SKIPAGÖTU 13
SvemrÞoroddsson apnumrinmFwomjj Waaoa X. / AFGREIÐSLA (96)25013 BLAÐAMAÐUR (96)26613 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984.
Búnaðarbanka-
skákmótið:
Sigurogstór-
meistaraáfangi
hjáJóhanni
Jóhann Hjartarson tryggöi sér
síðdegis í gær sigur á Búnaðarbanka-
skákmótinu og áfanga að stórmeist-
aratitli aö auki. Jóbann vann fyrst
bíðskák sina viö Helga Olafsson eftir
að Helgi hafði ekki mætt til aö tefla
biðskákina. En Helgi var með kol-
tapað tafl að mati sérfræðinga. Skák
Jóhanns og stórmeistarans Lev Al-
burts lauk síðan með jafntefli eftir
aðeins 14 leiki. Jóhann hafði þá fóm-
að drottningu fyrir hrók og biskup,
en það er þekkt jafnteflisfóm sem
sænski stórmeistarinn Ulf Andersson
hefur beitt með góðum árangri.
Oöram skákum var ekki lokið er
DV fór í prentun en ljóst var að sigur-
inn yröi ekki frá Jóhanni tekinn.
Hann haföi hlotiö 8 vinninga af 11
mögulegum og aörir keppendur gátu
mest náð 7,5 vinningum. Jóhann
hlaut alþjóðlegan meistaratitil fyrir
frammistöðu sína í mótinu og áfanga
aö stórmeistaratitli að auki. TD að
verða stórmeistari þarf að ná stór-
meistaraárangri úr samtals 24 skák-
um og vantar Jóhann því stórmeist-
araárangur úr 13 skákum í viöbót til
að fullur stórmeistaratitill sé í höfn.
Þetta er í fyrsta skipti í hálfan
annan áratug sem Islendingur nær
áfanga að stórmeistaratitli. Eins og
flestum mun kunnugt haf a þeir Frið-
rik Olafsson og Guðmundur Sigur-
jónsson einir Islendinga náð stór-
meistaratitli.
I gær lauk einnig biðskák Sævars
Bjarnasonar og deFirmian úr 10.
umferð og vann Sævar þar sigur á
listilegri brellu. BH/GAJ.
Ægir bjargar
grænlenskum
rækjutogara
Varðskipið Ægir kom
grænlenskum rækjutogara til hjálp-
ar í gær eftir að vél togarans hafði
bilað og hann velktist í 10 til 12 vind-
stigum um það bil 70 mílur vestur af
Barða út af Vestf jörðum. Tók Ægir
togarann í tog og vora skipin væntan-
leg til Isaf jarðar í morgun. Togarinn
er um 300 tonn að stærð og er 14
manna áhöfn á honum. -GS.
Banka-
ræninginn
ófundinn
Bankaræninginn sem rændi útibú
Iðnaðarbankans í Drafnarfelli í
Breiðholti í fyrrakvöld var enn
ófundinn umkvöldmatarleytiðí gær.
Að sögn Þóris Oddssonar vara-
rannsóknarlögreglustjóra var unnið
að rannsókn málsíns í gærdag. Hann
sagði að það væri ekkert nýtt að
frétta af málinu.
Talið er að ræninginn sé um
tvítugt. -JGH
LUKKUDAGAR
10. FEBRÚAR
26049
REIOHJOL FRÁ FÁLKANUM
AO VERÐMÆTI KR. 10.000.
Vinningshafar hringi í síma 20068
DV-mynd Loftur.
Fjallfoss við bryggjuna á Grundartanga i gær.
Erff iðleikar í fyrstu ferð Fjallf oss heim:
Urðu að handstýra skip-
inu alla leiðina heim
Þegar slysið varð í höfninni í
Grandartanga í fyrrinótt var Fjall-
foss að koma úr jómfrúferð sinni
fyrir Eimskipafélag Islands.
Skipið var keypt i Þýskalandi og
það afhent í Bremerhaven þann 18.
janúar sl. Flugu skipverjamir átta
út til Þýskalands og tóku við því þar.
Eftir að hafa yfirfarið skipið í
Bremerhaven var því siglt til Neap-
house í Englandi þar sem það lestaði
kol fýrir Sementsverksmiðjuna á
Akranesi og átti að Iosa farminn á
Grundartanga.
Skipiö lagði af staö frá Grimsby á
laugardaginn var en þangað þurfti
skipiö að fara inn vegna vélarbilun-
ar. Gekk ferðin heim mjög illa enda
hreppti skipið hið versta veður á leið-
inni. Bilaði sjálfstýringin á því
skömmu eftir brottförina frá Grims-
by og varð að handstýra því alla leið-
ina heim.
Reyndist Fjallfoss hið besta sjó-
skip að sögn skipverjanna sem eftir
lifa af skipshöfninni úr þessari jóm-
frúferð þess fyrir Eimskip.
-klp-
„OKKUR BRA MIKIД
— segir Ásgeir Jamil Allansson, einn ellef u krakka í rútu sem valt ofan í
,,Jú, okkur brá mikið og urðum öll
hrædd,” sagði Ásgeir Jamil Allans-
son, 14 ára piltur sem var einn ellefu
krakka í skólabíl er valt ofan í Elliða-
vatn um hádegisbiliö í gær.
„Það flaut talsvert vatn i bílinn og
þau yngstu byrjuðu strax að öskra.
Ein stúlkan, 6 ára gömul, varð einna
hræddust. Hún lá í vatninu í bílnum
og ég var svo heppinn að vera nærri
og tókst að toga hana upp úr vatn-
inu.”
Ásgeir sagði ennfremur að rútan
hefði verið að koma niður brekku að
Elliðavatnsbrúnni. Bíllinn hefði far-
ið mjög hægt en vegna mikillar vind-
hviðu þá fauk bíllinn til, fór á brúar-
stólpann og valt hægt ofan í vatnið.
„Við duttum öll á milli sætanna í
veltunni.”
„Við klifruðum síðan upp úr bíln-
um, öll blaut. En það hjálpaði mikið
að bóndinn á Elliðavatnsbænum sá
óhappið og kom strax til okkar og viö
f órum inn í hlý jan bílinn hans. ’ ’
Þess má geta að nokkuö var af
systkinum í bílnum. Þannig var
systir Ásgeirs, Diana, 12 ára, í bíln-
um. -JGH
Elliðavatn í gær—sjá nánar á bls. 2
Rútan á hvolfi niðri í Elliðavatni í gær. I rútunni voru ellefu krakkar úr Arbæjarskóla auk bílstjórans. Engan
sakaði alvarlega og verður það að teljast ótrúleg mildi. DV-mynd S.