Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Qupperneq 3
DV: FEMMTUÐAGUR 16tFEBRÖAR 1984 3 c Lausaskuldum bænda breytt í föst lán Skuldbreytingin nemur minnst 150 milljónum króna Ríkisstjómin hefur lagt fram frumvarp þess efnis að veðdeild Búnaðarbankans verði heimilað aö gefa út nýjan flokk bankavaxtabréfa er notuð skuli til þess að breyta lausaskuldum bænda i föst lán. Hér er miðað við lausaskuldir bænda er þeir stofnuðu til vegna f járfestinga á jöröum sínum árin 1979 til 1983, að báðum árum meðtöldum, svo og lausaskuldum vegna jarðakaupa og kaupa á vélum, bústofni og fóðri á sama tíma. I lagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að lánabreytingar þessar fari aðeins fram gegn veði í fasteignum bænda á bújörðum og skulu ekki nema hærri fjárhæð en 75% af mats- verði veðsins. Ákvörðun um önnur lánakjör skal tekin af stjórn veðdeildar Búnaðarbankans ásamt fulltrúm Búnaðarfélagsins og Stétt- arsambands bænda í stjórn Stofn- lánadeildar landbúnaðarins að fengnu samþykki landbúnaðar- ráðherra. Stofnlánadeild landbúnaðarins auglýsti í nóvember síðastliðnum eftir umsóknum þeirra bænda sem óskuöu eftir aö breyta lausaskuldum í föst lán. Alls bárust 605 umsóknir vegna skulda að f járhæð 150 milljón- ir króna. Áætlað er að sú fjárhæð muni hækka þegar gögn berast um skuldastöðu umsækjenda árið 1983. -ÖEF. Sjópróf um vegna Fjallfossslyssins að mestu lokið Trúlega mun aldrei upplýsast hvað raunverulega gerðist þegar fjórir skipverjar af Fjallfossi drukknuðu í höfninni á Grundartanga í Hvalfirði í síðustu viku. Landgangurinn, sem féll í sjóirjn, hefur veriö rannsakaður. Að sögn Hauks Bjarnasonar rannsóknarlög- reglumanns fannst ekkert athuga- vert við landganginn. Sjóprófum er að mestu lokið. I frétt frá sjódómnum segir að líkur bendi til þess aö skipverjar hafi ætlað sér aö ganga betur frá landfestum aftur af skipinu og hafi þá einn þeirra þurft að fara í land. Slys hafi þá orðið með þeim hætti að landgangur skipsins hafi fallið í sjóinn með skipverjann sem í land ætlaöi að fara. Hinir skipverjarnir þrír hafi svo fallið í sjóinn er þeir reyndu björgun og allir fjórir farist. Mjög hvasst var á þeim tíma sem slysið er taliöhafaorðið. -KMU. ANNRIKIHJA LOFTFERÐA- EFTIRLITI Loftferðaeftirlit Flugmálastjómar hefur átt óvenju annríkt að undanfómu við rannsóknir á óhöppum, slysum og öðmm atvikum tengdum flugi. Þetta bætist ofan á önnur dagleg störf sem em meðal annars eftirlit með flug- vélum, flugliðum og flugrekstri, út- gáfa skírteina og prófun flugmanna. Rannsóknin á þyrluslysinu í Jökul- fjörðum hefur tekið mestan tíma. Ohapp á Stykkishólmsflugvelli, þegar Arnarflugsvél rakst utan í snjó- ruöning, og annað á Olafsfjarðarflug- velli, þegar vél hjá Flugfélagi Norður- lands rann út af, hafa þurft sinn tíma. Flugmenn Flugleiða hafa einnig verið iðnir við að skapa loftferðaeftir- litsmönnum meiri vinnu að und- anförnu. Þeir hafa veriö yfirheyrðir vegna Boeing-þotu sem þrjár tilraunir þurfti til aö lenda í Kaupmannahöfn fyrir nokkm, vegna DC-8 þotu, sem í byrjun þessa mánaðar fór undir lág- markshæð í aöflugi að Keflavík, og loks vegna DC-8 þotunnar sem rann út af flugbraut í Keflavik síöastliöinn sunnudag. -KMU. Kaupmátturinn minnkað um 24,9% Kaupmáttur kauptaxta hefur minnkað um 24,9% að meðaltali frá desembermánuði 1982 til jafnlengdar 1983 miðað viö vísitölu framfærslu- kostnaðar. Þetta kemur fram í nýút- komnu fréttabréfi Kjararannsóknar- nefndar. Þar er einnig greint frá kaupmáttar- breytingum nokkurra lífeyris- tryggingabóta almannatrygginga miðað við vísitölu framfærslu- kostnaðar. Frá síðasta ársfjórðungi 1982 til síðasta ársfjórðungs 1983 hefur kaupmáttur elli- og örorkulifeyris minnkað um 23,4%, kaupmáttur barnalifeyris hefur minnkaö um 23,47% en kaupmáttur mæðralauna miðað við 3 börn eða fleiri hefur minnkað um 7,85% á þessu tímabili. -OEF. Umræðufundur um bókmenntir I kvöld, 16. febrúar, stendur Félag bókmenntafræðinema við HI fyrir umræðufundi um íslenskar bókmennt- ir. Matthías Viöar Sæmundsson bókmenntafræðingur, Silja Aðalsteins- dóttir bókmenntafræðingur, Einar Kárason rithöfundur og Sigurrós Erlingsdóttir nemandi flytja fram- söguerindi, en síðan verða frjálsar um- ræður. -óbg. OPID VIRKA DAGA 9—19 LAUGARDAG 10—17 EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202 BILL ÁRSINS UNO, ÞESSI GAL VANISERAÐI MEÐ6ÁRA RYÐVARNARÁBYRGÐ HVERGIBETRIIUÖR 1. 2. 3. Þú semur um útborgun, alltniö- ur í 75.000 kr. meöan viö seljum þessa viöbótarsendingu. Viö tökum gamla bílinn sem greiöslu uppí þann nýja. Þaö er sjálfsögö þjónusta, því bílasala er okkar fag. Eftirstöövarnar lánum viö og reynum aö sveigja greiöslutím- ann aö getu þinni. UNO 45 SUPER, AÐEINS KR.233.000.-Á GÖTUNA Viö viljum aö sem flestir geti eignast þennan frábœra bíl og höfum því barist hart í því aö halda innkaupsveröinu niöri. Gengisþróun undanfarinna mánaöa hefur einnig hjálpaö til þess vegna kostar UNO ekki fleiri krónur en raun ber vitni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.