Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Side 16
Tr 16 Spurningin Hvernig leggst tíðarfarið í þig? Markús Markússon: Agætlega bara, en ég er orðinn þreyttur á snjónum, hann mætti alveg fara. Eg kann ágæt-, !ega viðmig í kuldanum. Sigurgeir Stefánsson: Þaö leggst vel í mig. Eg er vanur svona veðri aö norðan þar sem ég bý. Þar er oft snjó- koma og svo bjart á milli. Eg á von á því að sumarið verði gott. Páll Olafsson: Vel. Mér líður ágætlega, ég kann mjög vel við mig í svona veðri. Það er hressandi að fá svona veður við og við. Lára Gunnarsdóttir: Það leggst bara ágætlega í mig. Mér finnst þetta allt í lagi, þorrann og góuna, og ef viö fáum gott með vorinu. Iris Reynisdóttir: Bara ágætlega. Mér finnst alltaf gaman að snjó. Ætli sumarið verði ekki svo eins og í fyrra. Olafur Hrólfsson: Það leggst „brott- flutningslega” í mig. Eg held aö viö séum komin út fyrir hinn byggilega heim. Það gæti þess vegna veriö að maöur færi af landi brott og þá tii Ameríku. {■8SI HAUflaan ,8I HUOAaUTMMIr'f. VCl ~~—W.TIMMTUDatrO R15:VgBRU,ATTTgSrrj,J"" Lesendur Lesendur k ■ • • * *. • .j Lesendur Lesendur Samkvæmt skýrslum eru meðallaun kvenna á íslandi 50% lægri en meðal- laun karla, þrátt fyrir lögbundið launajafnrétti. kosti um þriðjung í kaupi. Eins og fyrr segir hafa verkakonur í bænum varist þessari launalækkun um mörg undanfarin ár og ekki trú ég öðru en að enn rísi þær upp og láti ekki bankavaldiö hafa forgöngu um það aö lækka hin lágu laun verkakvenna með hinum þrálátu reikni - og mælingar- kúnstum, sem fela fyrir fólki í fljótu bragði hina beinu launalækkun sem veriðeraðgera. Takist bankavaldinu í bænum að slá ryki í augu fólks og semja um þessa kauplækkun þá er verið aö leiða þetta yfir allar konur í þessum störfum í bænum. Verkakonur á Akranesi munu aö ■sjálfsögðu enn verja þessa vinnu sína og leggja ekki oftraust á forsjón, bankavaldsins, þar sem líka hefur komið í ljós við rannsókn á launamis- mun karla og kvenna í landinu að kon- ur í bankamannastétt hafa á árinu 1983 haft 56% lægri laun heldur en karl- ar í sömu starfsgrein. Stjórnvöld lands vors guðs hafa lækkaö laun fólksins um 30%, líka skal' finna út til viöbótar 35% launalækkun á störf þeirra kvenna sem vinna við ræstingarstörf aökvöldi til og nóttu. Verkakonur, látið ekki óviröa ykkur og störf ykkar með því aö láta lækka laun ykkar um 35% umfram það sem ríkisstjórnin tók af ykkur. LAUN RÆST- INGARKVENNA Herdís Olafsdóttir skrifar: Opinberar skýrslur hafa lagt þau sannindi fyrir alþjóð aö á árinu 1983 hafi meöallaun kvenna á Islandi verið ■50% lægri en meðallaun karla, þrátt fyrir lögbundið launajafnrétti á Is- landi. Þó skal enn finna ráð til aö lækka laun í þeim störfum sem konur vinna. Aldrei hefur neinn kostnaður farið eins í taugarnar á frammámönnum bæjarmála á Akranesi og það aö þurfa að greiða konum laun fyrir ræstingu á skólahúsum bæjarins, sem óhjákvæmilega verður að miðast við eftir- og næturvinnu að öllu leyti, enda sumir þeirra t.d. Fjölbrautaskólinn þrifnir seinni hluta nætur svo vinnu sé lokið áöur en skólastarf hefst. Laun fyrir vinnu þessa eru greidd samkv. fermetra-ákvæöiskerfi, sem fyrir löngu síðan var samið um, þegar það þótti óhæfa aö greiða tímalaun sem féllu á eftirvinnu, kvöldmatartíma sem er greiddur með tvöföldu kaupi og svo næturvinnu. Þá varð það fangaráð til að fá verkið unnið ódýrara aö það | yröi greitt meö ákveönum taxta pr. fermetra. Oft hefur veriö uppi tilhneiging hjá forráöamönnum bæjarins að lækka þetta kaup en því hefur verið varist af kvennadeild verkalýðsfélagsins, enda eins og gefur að skilja enginn fús til að láta lækka laun sin. Þannig er þetta búið að ganga í ára- raðir, þar til núverandi bæjarstjórn komst til valda og lagði fram sparn- aöarhugmyndir sínar. Þá var það fyrsta og drýgsta sparnaðarhugmynd hennar aö lækka kostnaö við ræstingu skólahúsanna. Hagræðingarfyrirtæki í Reykjavík sagðist geta komiö með tímamælt ákvæðiskerfi sem lækkaði launakostnað við ræstinguna um 35%. Konurnar sem vinna þessa vinnu í ákvæðisvinnu hafa ákveöinn nauman tíma til að ljúka hver sínu svæði og nú fréttist það að sumar afburða duglegar konur lykju þessu verki á skömmum tíma og þá hófst áróður fyrir því að af þeim þyrfti að ná kaupinu, þær hefðu allt of hátt kaup. Þannig magnaðist áróðurinn. Þetta var í sjónmáli fyrir bæinn til þess aö spara, lækka kaupið við ræstingu skólanna og segja verka- mönnum bæjarins upp fastri yfirtíö sinni, tveimur eftirvinnutímum á dag. Nú kom fólk frá hagræðingarfyrir- tæki í Reykjavík til aö mæla upp skólana, mæla og mæla, borð og stóla, gluggakistur og hillur, telja rusla- körfur, huröir og síma og aö sjálfsögðu mæla gólffleti og ákveöa minútur og núll komma mínútur á hvert verk. Síðan var þetta mínútuverk reiknað út með auðvitaö smánarkaupi, enda þótt um sé aö ræða strangt mælt ákvæðis- verk, sem að miklum hluta er unniö á næturvinnutímabili. En kaupið sem nota skyldi til útreiknings á mánaðar- kaupinu var aöeins eftirvinnukaup. Þaö leit vissulega út fyrir aö þarna væri hægt að lækka laun ræstingar- kvenna um 35%. En verkakonur á Akranesi hafa stundum veriö harösnúnar og ekki látið allt oröalaust yfir sig ganga. Þær neituðu þessu enda meö gildan, ný- gerðan samning fyrir þessa vinnu og þær konur sem þetta snerti glöddust yfir því að ríkisstjórnin okkar festi með lögum alla launasamninga, svo árásirnar á þessa vinnu verkakvenn- anna urðu að frestast um sinn. En nú hefur þessum lögum verið af- létt þó ekki sjáist hilla undir þaö að fariö verði út í launaleiðréttingar fyrir láglaunafólkið í landinu og þar munu konumar vera stærsti hópurinn, því upplýst hefur veriö að á sl. ári voru konur að meðaltali með 50% lægri laun heldur en karlar miðaö við ársverk, þrátt fyrir ákvæðisvinnu, bónus og aftur bónus. A þessum síðustu og verstu tímum hafa risið upp á akraneskan mæli- kvarða tvær hallir hér í bænum, en það eru bankahallirnar tvær sem báðar eru stórar og þar þarf aö ræsta nokkrar hæöir fyrir starfsemi bank- anna. Og nú þurfti að finna upp ráö til aö lækka laun ræstingarkvennanna í bönkunum. Til voru kvödd fyrirtæki, ég veit ekki nöfn þeirra eöa nafnnúmer, en þau gætu heitiö Launalækkun h/f. Verkefni þeirra var að mæla og mæla eins og gert hafði verið í skólunum og nú skyldi gengið hart eftir því aö fá þetta upptekiö og samþykkt. Þetta þýddi eins og fyrr segir að laun kvennanna fyrir sama svæði lækkaði að minnsta ELLILÍFEYRISÞEGAR — hafa gleymst Arni Ketilbjarnar skrifar: Miklar umræður uröu um láglauna- fólkið í sjónvarpinu 7. febrúar. I því sambandi tók ég eftir að ekki var minnst einu orði á þá sem hafa allra lægstu launin í landinu en það eru elli- lífeyrisþegarnir. Þeim var sem sagt meö öllu gleymt, nema að forsætis- ráðherra mundi að þeir væru til. Vegna þess ætla ég að taka tvö dæmi um vesældarkjör manna 67 ára til 90 ára. I sama fjölbýlishúsi og ég bý í er gamall maður um sjötugt sem býr í einstaklingsíbúö. Laun hans eru 8.600 krónur á mánuði og eru því vandræðin mikil, svo mikil að hann getur ekki keypt sér gleraugu sem hann þarf nauösynlega að fá sér. Þetta er eitt dæmi um vesaldóminn, sem frammámönnum verkalýðs- hreyfingarinnar datt ekki í hug að minnast á þegar talað var um léleg kjör láglaunafólks. Eöa eru ellilífeyris- þegar ekki láglaunafólk? Er bara beðið eftir því að við förum sem fyrst yfrum? Annað dæmi er svo um mig sjálfan, en ég verð 85 ára á þessu ári. Eg er heppinn hvað varðar mín kjör, ég nýt greiðslna úr Lífeyrissjóði verslunar- manna og það bætir kjör mín. 1983 gleymdist að bæta við framtal mitt 52.000 króna greiðslu úr Lífeyrissjóði verslonarmanna, enda voru tekjur mínar að meðtöldum lífeyrisgreiðslum 98.000 krónur, sem eru lágmarkstekjur til þess að Iifa mannsæmandi lífi. Þá má benda á að ég verð að greiöa rentur Eru ellilífeyrisþegar ekki láglaunafólk? Er bara beðið eftir að þeir fari yfrum sem fyrst? Bréfritari fjallar um kjör aldraðra. og afborganir af tveggja herbergja íbúð minni, ásamt fæði, Ijósi, hita, síma og húsgjaldi sem er 810 krónur á mánuöi. Ennfremur þarf ég að greiða fyrir mikið magn af meöulum þar sem ég er sjúkur. Svo þarf ég að greiða fyrir hjálp handa mér þar sem ég er ekkjumaður. Um síðustu jól fékk ég glaöning eða jólagjöf.frá skattstofunni, þar sem mér er gert skylt að greiða 16.417 krónur vegna þess að ég gleymdi að telja fram greiðslurnar úr lífeyrissjóðnum. Eg hef enga peninga til að greiöa þetta og sennilega verð ég skattpíndur þangaö til dauðinn losar mig undan skatt- piningunni. Sem gæti þó oröið fyrr en seinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.