Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 17
DV. FIMMTUDAGUR16. FEBRUAR1984 17 Lesendur Lesendur Bifreiðakaup öryrkja Rikkihringdi: Nú á næstunni fer fram úthlutun leyfa til öryrkja aö fá felld niöur ýmis gjöld vegna bifreiðakaupa. Fyrir marga öryrkja eru bílakaup gífurlegur baggi og reyndar aðdáunarvert aö fólk meö skerta starfsgetu skuli geta keypt svo dýra hluti sem bíla. Þaö er hægt meö góðri aðstoð nánustu ættingja og vina. Oryrkjar geta ekki bara labbað inn í næstu bifreiðaumboö og keypt sér bíl. Þaö henta ekki allir bílar öryrkjum, þeir þurfa aö hafa ýmsan útbúnaö sem auðveldar þeim aksturinn. Auk þess aö vera samgöngutæki þá eru bifreiðar oft eini starfsmöguleiki öryrkja. Þaö er því miklu meiri nauösyn en munaöur fyrir öryrkja aö eiga bíl. Sumir eru svo heppnir aö fá eftirgjöf af kaupveröi bifreiöarinnar en sú eftirgjöf er ekki nema brot af þeirri eftirgjöf sem ráöherrar fá þegar þeir kaupa sér bíla. Það væri því ekki mikið aö fara fram á meiri eftirgjöf af kaup- veröi bíla til öryrkja. Þetta er þaö mikiö spursmál um möguleika öryrkja til framfærslu aö þessi eftirgjöf sé nægjanleg. Hún kemur þó aö góöum notum en þaö þurfa sem flestir öryrkjar aö hafa bíl til umráða. Einnig ættu þeir aö fá aö gefa upp rekstrar- öryrkjar eiga oft í erfiðleikum með að komast feröa sinna. Þá getur verið gott að eiga bíl til aö vera ekki of háður öðrum. En þaö hafa ekki allir öryrkjar efni á aö kaupa sér bíla. kostnaö bifreiða sinna til frádráttar skatti. Eg vona aö þeir sem geta komiö þessu hagsmunamáli öryrkja í betra horf taki viö sér og geri allt sem í þeirra valdi stendur. Allt veröur aö gera til aö bæta hag þessa fólks sem getur ekki setið viö sama borö og viö hin, allavega hvaö vinnu snertir. Auðgildi ofar manngildi? Baldur Garðarsson skrifar: I DV1. febrúar er kjallaragrein eftir einhvern Hannes Gissurarson sem nefnist „Otímabærar athugasemdir”. I greininni eru færð rök fyrir því aö kjöroröin „manngildi ofan auögildi” séu vitleysa og stefna Framsóknar- flokksins sé þar meö byggö á misskiln- ingi. Hannes vill aö auðgildi sé ofar manngildi og rökstyöur þaö með því aö fólk eigi aö hafa rétt til aö selja ást sína, tilfinningar og böm. Eg er ekki framsóknarmaður og ætti ekki aö halda uppi neinum vörnun fyrir þann flokk (framsóknarmenn eru full- færir um þaö ef þeim finnst grein Hannesar þess viröi). Hins vegar sé ég fulla ástæöu til að vara fólk viö þeim hugmyndum sem Hannes setur fram um forgangsrööun „gilda” (mann- gildi, auðgildi). Rök mín eru þessi; vændi er ekki þekkt á Islandi og veröur vonandi ekki. Þeir Islendingar sem vilja kaupa þá þjónustu veröa aö leita annaö. Þaö er misskilningur Hannes- ar, sem ef til vill stafar af ókunnug- leika, aö skyndikonur þessar stundi iðju sína af einhverri hugsjón eöa af umhyggju fyrir körlum. Langflestar þessara kvenna eru ómenntaöar og/eða atvinnulausar og gjarnan eitur- lyfjaneytendur. I öðru lagi þá kemur sálfræöiþjón- usta ekkert viö því sem Hannes er aö réttlæta. Og í þriðja lagi þá er verslun meö börn óréttlætanleg meö öllu. Hannes stingur upp á „hvítri verslun”, þaö er löglegri verslun meö fólk. Eg vil Þaö er misskilningur aö skyndikonur stundi iðju sina af einhverri hugsjón eöa af umhyggju fyrir körlum. Lang- flestar þessara kvenna eru ómenntað- ar og/eða atvinnulausar og gjarnan eiturlyfjaneytendur. benda Hannesi á kennslubækur í mannkynssögu fyrir byrjendur, er þar rakiö hvenær þrælahald var aflagt í hinum ýmsu löndum. Grein Hannesar er slíkt endemisbull aö mér ofbýöur. Eg vil aö hann biöji lesendur DV afsökunar opinberlega. DV bið ég aö hlífa lesendum viö slikum sóöaskrifum framvegis. Aö lokum krefst ég þess að DV upplýsi hvaö þessi Hannes Gissurarson hafi greitt fyrir birtingu á umræddri grein (eða öfugt). Hannes H. Gissurarson fær greiösl- ur fyrir sínar greinar, rétt eins og allir fastir kjallarahöfundar sem skrifa fyrir DV. UPPGERÐIR GÁMAR FYRIR KÆLI- OG FRYSTIVÖRUR LEIGA EÐA SALA Hentugt fyrir: skipaféiög, bændur, fisk- verkendur og verslanir. Einnig sem bala- og beituklefar. Ef þig vantar frysti/kæli- gám getum við útvegað hvort. heldur sem er: Trailer, skipagáma, dráttarvagna eða frystikæli sem getur staðið hvar sem er, jafnt utan sem innan dyra. Einnig bjóðum við hraðfrystiklefa'með afköstum eftir þörfum hvers og eins. STUTTUR AFGREIÐSLUFRESTUR Kynntu þér kjörín. — Sendum upplýsingabæklinga. — Við höfum lausnina. FRYSTI-OG KÆLIGÁMAR hf. SKÚLAGÖTU 63. SÍMI 25880. Fallegur sófi á daginn ---------------------------------> Gott rúm á nóttunni MARKMIÐ OKKAR ER AÐ SELJA BESTU HÚSGÖGNIN Á BESTA VERÐINU. Opið laugardag kl. 10-12 og 14-17. Húsgagnasýning sunnudag kl. 2-5 e.h.j TM-HÚSGÖGN Síðumúla 30 - sími 86822 Síðumúla 4 — sími 31900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.