Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Page 18
ÐV. FIMMTUDAGUR16. FEBRUAR1984 FLÓÐASVÆÐIÐ í Hér sést hvar Suður/andsvegur er i sundur við bæinn Brú i Austur- Landeyjahreppi. Stóri-Dimon sést i fjarska en þar er klakastifía sú i Markarfíjóti sem veidur fíóðunum. VERSTUFLÓD SEM UM GETUR — miklar skemmdir á ræktuðu landi Flóðin á Suðurlandi eru í rénun. Hvenær vegasamband kemst aftur í samt lag er aftur á móti ekki gott aö segja um. I gær var unnið að því að losa um klakastífluna í farvegi Markarfljóts við Dímon og jafnframt; unnið að því að styrkja varnargarðinn þar. Alls er Suðurlandsvegur rofinn meira og minna á tveggja kílómetra kafla austur frá brúnni á Hólmalænu við bæinn Leifsstaði í Austur-Land-! eyjahreppi. Vatnavextimir hafa valdið gífurlegum skemmdum, bæði á ræktuöu og óræktuðu landi. Þá hafa girðingar á stóru svæði gjöreyðilagst. Þegar blaöamenn DV komu á flóða- svæðið í gær varð fyrsta hindrunin á vegi þeirra við fyrrnefnda brú á Hólmalænu. Þar hafði vatn grafið und- an veginum viö vesturenda brúarinnar og myndað skarö sem ófært var öörum en gangandi vegfarendum. Vegurinn var þó ekki alveg í sundur, smájarð- vegsbrú hékk enn saman yfir skaröinu að hluta en sífellt var aö hrynja úr henni. Til að komast austur á aðalflóöa- svæðið fengu blaðamenn far meö björgunarsveitinni í Landeyjum sem var með torfærubifreið til flutninga á fólki sem þurfti nauösynlega að komast austur yfir. öslaði hún sem leið lá austur að bænum Brú en þar var vegurinn í sundur á stórum köflum. Stefnan var þá tekin i norðurátt yfir tún í landi Brúar en fátt benti til þess aö þetta væru tún sem slegin hefðu verið síöastliðiö sumar. Allt land þarna var á kafi í vatni fyrir utan hvað nokkrar eyrar stóðu upp úr. I dýpstu álunum var vatns- Skarðið nær yfir veginn að mestu en örlitiljarðvegsbrú lafir enn uppi. Leifs- staðir i baksýn. dýptin aö minnsta kosti hálfur annar metri og þá ber að taka tillit til þess að nokkuö hafði sjatnað frá því sem mest var. Torfærutröllið komst yfir allar hindranir án vandræða og þegar komiö var austur yfir kom önnur torfærubif- reið sem tók við þeim farþegum sem ætluðu aö halda áfram austur á bóginn. Blaðamenn héldu hins vegar sömu leiö til baka með björgunarsveitar- mönnum og fylgdust meö er fóður- flutningabifreiö, sem lokast hafði inni milli tveggja skarða í veginn, var komið á öruggan stað. Tókst sú björgun giftusamlega og að henni lokinni var haldið aftur yfir túnin á Brú, upp á veginn og að brúnni á Hólmalænu. Aldrei áður hafa orðiö jafnmiklir vatnavextir þama í Landeyjunum og sýnist sitt hver jum um orsakir þeirra. -SÞS Bændur hyggja að túnum sinum en hætt er við að mörgum þætti fullblautt á. Stóri-Dímon ibaksýn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.