Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 3
3 , '-vt ■ y< yy,'i’o f1 r','»' ,*-aTivoio.c< DV. MIÐVIKUDAGUR 22, FEBRÚAR1984.__________________________ „ALUR LANDSMENN SÉU JAFNIR FYRIR LÖGUNUM” — Sighvatur Björgvinsson flytur frumvarp um breytingu á lausaskuldum launafólks Sighvatur Björgvinsson og Olafur Ragnar Grímsson hafa lagt fram frumvarp til laga um aö lausaskuldum launafólks veröi breytt í löng lán. Frumvarp þetta er lagt fram meö hlið- sjón af frumvarpi ríkisstjómarinnar um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán. I frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem landbúnaöarráöherra mælir fyrir er gert ráö fyrir að fulltrúar bænda skuli taka ákvöröun um lánakjör og aö ábúendur ríkisjaröa geti veösett jarðirnar til tryggingár lánum. Sig- hvatur Björgvinsson gagnrýndi mjög þessi atriði í umræöum um fmmvarpið og hefur nú lagt fram sambærilegt frumvarp um skuldbreytingu á lausa- skuldum launafólks. Þar segir að ákvöröun um lánakjör skuli tekin af Veödeild Landsbanka Islands ásamt fulltrúum ASI í stjóm Húsnæðisstofn- unar og einum fulltrúa frá eftirtöldum félögum: BSRB, BHM og Sambandi bankamanna. „Þetta frumvarp byggist á því aö allir landsmenn séu jafnir fyrir lögun- um,” sagöi Sighvatur í samtali viö DV. ,,Alþingi hefur ákveöiö aö breyta lausaskuldum bænda síöastliöinna 14 Nýrgrundvöllur framfærsluvísitölu Lagt hefur verið fram stjómarfrum- varp um útreikning vísitölu fram- færslukostnaðar samkvæmt vísitölu- grundvelli, sem byggður er á niður- stöðum neyslukönnunar, sem fram fór árin 1978 og 1979. Skal grunntala þeirr- ar vísitölu standa á 100 miðaö viö verö- lag í febrúarbyrjun á þessu ári. Kauplagsnefnd skal annast útreikn- ing vísitölunnar en nefndina skipa þrír menn, einn skipaöur eftir tilnefningu Hæstaréttar og skal hann vera for- maöur en hinir eftir tilnefningu Alþýöusambands Islands og Vinnu- veitendasambands Islands. Framfærsluvísitöluna skal reikna fjórum sinnum á ári, í byrjun mánaö- anna febrúar, maí, ágúst og nóvem- ber. En ef ríkisstjórnin, ASI eöa VSI óska eftir því að vísitalan verði reiknuö sérstaklega í byrjun annars mánaðar skal veröa viö því. Núgildandi útreikningur á vísitölu framfærslukostnaðar byggir á neyslu- könnun sem gerð var á árunum 1964 og 1965. Skipting útgjalda hefur breyst verulega frá því að eldri neyslu- könnunin var gerö. Matvömr vega nú um 32%, miöaö viö núgildandi vísitölu- grundvöll, en er frumvarpið veröur aö lögum vega þær 21,4%. Vægi drykkjar- vara og tóbaks lækkar úr 5,1% í 4,5%. Hins vegar hækkar kostnaður viö húsnæöi, rafmagn og hita úr 12,8% í 16,5%, húsgögn og heimilisbúnaður hækka úr 6,9% í 8,8%, tómstundaiðkun og menntun hækka úr 7,9% í 10,1% og liöurinn aðrar vömr og þjónusta hækka úr 5,7% í 9,0%, en undir þann liö falla snyrtivömr, ferðavömr, veitinga- húsaþjónusta og tryggingar, ásamt fleim. ÖEF Uppsagnirdregnar til baka Stjóm Slippstöðvarinnar hefur ákveðiö aö draga til baka veralegan hluta af uppsögnunum sem áttu aö taka gildi um mánaöamótin. Þá áttu 60 manns aö fara af launaskrá, en veröa aðeins um 15. Gunnar Skarphéðinsson, starfs- mannastjóri sagði í gær aö ekkert hefði breyst varöandi verkefni fyrir Slipp- stööina. I rauninni væri verið að taka þarna áhættu eitthvað áfram. Þessi mannskapur væri líka mjög sérhæfður og heföi aö engu aö hverfa. Slippstööin mætti hreinlega ekki við því aö missa hann. Til að geta haldið uppi fullkom- inni þjónustu og vera viö öllu óvæntu búnir þyrfti að vera lágmarks mann- skapur. -JBH/Akureyri ára ef þetta frumvarp ríkisstjórnar- innar verður samþykkt. Frumvarp mitt fjallar einungis um aö launafólki veröi boöið upp á sambærileg réttindi og jafnframt aö launafólki verði boðin sambærileg kjör, þannig að þaö hafi áhrif á lánskjör og að leigjendur í leiguhúsnæði á vegum ríkisins hafi rétt til aö veðsetja leiguhúsnæði sitt til tryggingarlánum. Eg ætlast til þess aö ef Alþingi sam- þykkir svona ákvæöi fyrir eina at- vinnustétt á landinu þá veröi þaö sama látið ganga yfir alla. Eg reikna meö aö þetta frumvarp sem ég flyt sé álíka vel undirbúið og frumvarp stjómarinnar. I hvoragu tilfellinu vita menn hvaö miklar fjárhæðir er um aö ræða, í hvorugu tilf ellinu vita menn hvaö margir kynnu aö óska skuldbreytingarinnar og í hvoragu tilfellinu vita menn hvaöan peningarnir eiga að koma. ” Sighvatur sagöi að einkunnarorð þessa framvarps væru: Eiga allir Islendingar aö vera jafnir fyrir lögun- um eða eiga sumir aö vera jafnari en aörir? ÖEF Af hverju er hann ódýr? Það eru margir hnuggnir sem að misstu af því að kaupa Suzuki Alto árgerð 1983. Sendingin á lækkuðu verði seldist upp á 2 dögum, alls 63 bílar. - En það er ástæðulaust að láta hugfallast. Nú bjóðum við Suzuki Alto árgerð 1984, sem er endurbættur og betri bíll og hann er ódýrasti bíllinn á markaðinum hér, sem framleiddur er í hinum frjálsa heimi. Suzuki Alto árgerð 1984. Verð aðeins 217.000 kr. En það er meira, sem skiptir máli en kaupverð bíls. Rekstur bílsins skiptir ennþá meira máli. Staðreyndin er sú, að enginn bíll er hagkvæmari í rekstri en Suzuki Alto. - Þessvegna er Suzuki Alto ódýrasti kosturinn. Þú getur sparað kaupverðið á nokkrum árum. Suzuki margfaldur íslandsmeistari í sparakstri Suzuki Alto 1983 uppseldur. Nú eru allir Suzuki bílar með 6 ára ryðvarnarábyrgð Tókstu eftir því hvernig Suzuki Alto stóð sig í ófærðinni? Hann kemst meira en þeir flestir. SVEINN EGILSSON HF. Skeifan 17 Sími: 85100 SUZUKI Söluumboð: Bílaverkst. Guðvarðar Elísass. Drangahraun 2 Bílaumboð Stefnis hf. Austurvegur 56-58 Ragnarlmsland Miðtún 7 Bifreiðaverkst. Lykill Bilaverkst. Jóns Þorgrímss. Garðarsbraut 62-64 220 Haf narf jörður 91 /52310 800 Selfoss 99/1332-1626 780 Höfn, Hornaf. 97/8249-8222 740 Reyðarfjörður 97/4199-4399 640 Húsavík 96/41515 Bilasalanhf. Strandgatab3 600Akureyri 96/21666 Bilaverkst. Kaupf. Skagfirðinga Aðalgata21 550 Sauðárkrókur 95/5200 Bílaverkst. ísafjarðar Seljalandsvegur 400 ísafjörður 94/3379-3837 Bílasala Vesturlands Borgarbraut 56 310Borgarnes 93/7577 Ólafur G. Ólafsson Suðurgata62 300Akranes 93/1135-2000 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.