Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 13
DV. Aj[IÐyiKUDAGyR22. FEBRÚAR1984. 13 Hér sé friður — í raun Þeir sem stunda eöa hata stundað nám í framhaldsskólum landsins hafa m.a. lesiö „mannkynssögu tutt- ugustu aldarinnar”. Þar fá þeir upp í hendurnar sögu sem byggir nær eingöngu á styrjöldum. Þar er talaö um „Fyrri heimsstyrjöldina”, „Milli- stríðsárin” og „Seinni heimsstyrj- öldina”. Árin eftir seinni heimsstyrj- öldina og f ram að deginum í dag eru í mannkynssögunni og almennt kölluö „FRIÐARTlMAR”. Ég tel þaö mjög óraunhæft að kalla þaö „friðar- tíma”, þegar u.þ.b. 3 milljónir manna hafa veriö drepnar á þessu tímabili, auk allra þeirra sem eftir stóöu vanheilir á sál og líkama eöa heimilislausir. I sögunni er örlítiö drepið á „Kreppuna miklu” og erfitt er að finna nokkuö sem bendir til aö menn hafi byggt þessa jörö aö undanskildum nokkrum línum um afrek á sviöi lista og vísinda. Þaö er ekki uppörvandi fyrir okkur, yngri kynslóöina, að eiga að lesa þessa sögu af áhuga og meö ánægju. Og þaö er ekki mjög uppbyggjandi fyrir okkur, sem munum taka viö þessari jörö, að taka próf þar sem greind okkar er mæld meö utanbókarlær- dómi á tölum yfir fjölda drepinna, særðra og niöurbrotinna manna. Utanbókarlærdóm sem segir okkur: Hverjar uröu afleiðingar styrjald- anna? Hver sigraði og hver sat eftir sigraöur. Allt þetta er heimskulegt og líka þaö aö sú þjóö sé „sigurveg- ari” sem fórnað hefur milljónum mannslífa til þess eins að drepa aör- ar milljónir manna, einungis vegna ólíkra skoðana eöa vegna þess aö trúarbrögðin voru ólík...... KRISTÍN SÆVARSDÓTTIR LEIDBEINANDI í SAMHYGD Þaö hlýtur eitthvaö jákvætt og uppbyggjandi að hafa gerst í sög- unni. Hvar er þaö skrifað eða er þaö kannski ekki nógu merkilegt til að það komist á blað sögunnar??? Á aö halda áfram aö ala böm upp í því aö ekkert sé merkilegt nema styrjaldir, ósættir og það sem kallar sársauka, þjáningu og óhamingju yfir mann- kynið? Við sem lesum þessa sögu munum erfa landið og halda áfram aö búa til söguna. Viljum viö ekki koma í veg fyrir aö næstu kynslóðir þurfi að lesa um sömu hörmulegu manndrápin og viö höfum gert? Eöa þaö sem verra er aö næstu kynslóöir myndu aldrei vaxa úr grasi til aö búa til sína eigin sögu, vegna þess aö „stóra bomban” heföi áöur þurrkað allt lífríki jaröar út. Kjarnorkuvopn Mikið er talaö um kjarnorkuvopn í dag og snúast deilurnar um þaö hvort Sovétmenn séu sóknaraðilinn og Bandaríkin varnaraðilinn eöa öfugt. Ábyrgö stórveldanna tveggja er mikil. Þaö sér hver heilvita maöur. En ábyrgð þeirra sem aðhafast ekkert er engu minni. Eigum- viö Islendingar aö halda áfram að tala bara um frið og sjá þar meö líkumar á kjamorkustyrjöld aukast eöa eigum viö að gera allt sem í okkar valdi stendur til aö minnka h'kumar? Nú kynnu margir aö spyrja: „Hvaö getum viö Islendingar gert? Viö eram svo fámenn þjóð?”... Já, þaö er satt aö viö eram fámenn þjóð og landið er lítiö en í því liggja ein- mitt yfirburöir okkar. Vegna smæöar landsins og fámennis erum viö aö mörgu leyti eins og ein stór fjölskylda. Allir þekkja alla og vega- lengdir á milli landshluta eru ekki miklar. Vegna alls þessa eigum við meiri möguleika en ella á aö byggja upp þjóðfélag sem væri öðruvísi en önnur þjóðfélög. Þjóðfélag sem væri laust viö allt ofbeldi og þar sem fólki liði vel. Við höfum frjálst val um aö gera eöa gera ekki. Viö getum haldið áfram aö tala og syngja um frið. Við getum haldið áfram aö rifast um vera okkar í hinu eöa þessu hemaðarbandalaginu. Við getum haldið áfram að nöldra og rífast og láta okkur höa illa. Viö getum haldiö áfram aö hafa minnimáttarkennd vegna þess aö viö eram „bara íslendingar” sem geta engu breytt. Viö getum haldiö áfram aö gera einfaldlega ekkert. EN viö getum hka valið aö gera stórkost- lega hluti. Viö „Islendingar” getum barið í borðiö og sagt: „Þetta þýöir ekki lengur, geram eitthvaö í málinu”. Við getum byggt upp „fyrirmyndar- rikiö Island”. Fyrirmyndarríki þar sem fólki liði vel, þar sem samskipti byggöust á vináttu, tihitssemi og væntumþykju. I þessu fyrirmyndar- ríki væra vandamálin leyst fyrir fullt og allt, vandamál sem nú era tU staðar vegna úrelts þjóðfélags. Aðrar þjóöir, þ.á m. Sovétríkin og Bandaríkin myndu hta noröur tU tslands og sjá að vopnabrak og fleiri og fleiri kjarnorkuvopn leiða aldrei til neins nema tortímingar. Þessar þjóöir svo og allar aörar sæju þá hag sinn í að hætta að rífa niður og hefja sama uppbyggingarstarfið og „fyrir- myndarríkiö” Island. Aö þessu loknu og ekki fyrr getum viö, meö hreinni samvisku, sagt viö Bandaríkjamenn og Sovétmenn: „Skammist ykkar fyrir aö vera meö kafbáta í kringum landið og her hér. Viö eram friðelsk- andi þjóö og vUjum ekki sjá aö styöja siðleysi þeirra þjóöa sem eyða öllum sínum kröftum í aö fara meö ófriö á hendur öðram þjóöum. Þaö sem þiö eruö aö gera er heimskt og siðlaust og við vUjum ekki fyrir nokkurn mun taka þátt í ykkar vitfirrta stríðs- dansi. Við höfum aldrei fariö meö ófriöi á hendur öörum þjóöum og ætlum ekki að fara aö byrja á því núna. Við viljum aö þiö gerið meö ykkur samning þar sem þið friðlýsið Island. Við eram friðsöm þjóö og vUjum vera í friöi frá niðurrifs- þjóöum eins og ykkur.” Ef viö geram þetta getum við haft „afgerandi óhrif” á viðhorf fóUcs ails staöar í heiminum og á þann hátt, vonandi, komið í veg fyrir dauða alls mannkyns. Viö getum skrifað fyrsta kaflann í nýrri, spennandi og skemmtilegri mannkynssögu sem næstu kynslóöir munu hafa gagn og gaman af að lesa. En hvar á aö byrja þessa nýju mann- kynssögu? Jú, hver og einn Islendingur, hvort sem hann er: kommi, krati eöa íhaldsmaöur, húsmóöir, lögga, nemi eða lög- fræðingur getur byrjað fyrstu blaö- síðuna meö því að hætta aö beita eöa stuðla aö ofbeldi í sínu nánasta umhverfi. Meö því aö bæta samskipti sín viö alla, þó svo aö skoöanir í stjómmálum, trúmálum eöa ööram smámálum fari ekki saman. Meö því aö byggja upp friö í huga, hjarta og athöfuum og með því aö miöla sinni tilf inningu um friö til annarra. Eigum viö aö halda áfram aö tala bara um friö eöa gera eitthvað stórt? Lesandi góöur, þitt er valið. Búum til betri heim og hef jumst handa strax í dag. EKKIÁ MORGUN. 0 „Á að halda áfram að ala börn upp í því að ekkert sé merkilegt nema styrjaldir, ósættir og það sem kallar sársauka, þjáningu og óhamingju yfir mannkynið.” Hvers vegna get ég ekki selt ömmu mma? Hinn 6. febrúarsíðastliðinn birtistí nafnleysingjadálki einum hér í blað- inu, „I dag mælir Dagfari,” grein um mig undir yfirskriftinni „Vill maöur- inn ekki selja ömmu sína?” Þessi grein var reyndar betri heimild um sálarlíf greinarhöfundar, Dagfara, en um skoöanir mínar, en hún veitir mér þrátt fyrir þaö gott tilefni til aö leggja nánar út af nokkram þeirra. Sjálfseign einstaklingsins Yfirskrift greinarinnar er að visu eins og hver önnur aulafyndni, samboöin krakka í sandkassa. Sú ádeila er algeng á frjálshyggju, að allt sé samkvæmt henni falt, allt geti gengiö kaupum og sölum, frjáls- hyggjumaöurinn viti verðið á öllu, en ekki gildiö á neinu, eins og Oskar Wilde sagöi. Dagfari hefur líklega ætlaö aö koma þessari hugmynd á framfæri með ömmutali sínu, þótt hann gerði þaö heldur óglæsilega. En í þessari ádeilu er falinn regin- misskilningur. Dagfari spyr: Hvers vegna get ég ekki selt ömmu mína? I þessu viðfangi skiptir það ekki máli, að báöar ömmur mínar eru látnar, blessaðar, og sálir ganga ekki kaupum og sölum nema í rússnesk- um skáldsögum frá nítjándu öld, sem Dagfari hefur aldrei heyrt um. Svarið viö spurningunni er einfalt: Ötímabærar athugasemdir HANNESH. GISSURARSON CAND. MAG. Vegna þess aö ég á ekki ömmu mína, aulinn þinn! Hún á sig sjálf, og ég get ekki selt annað en það, sem ég á. Hugmyndin um sjálfseign einstaklingsins er frumhugmynd frjálshyggjunnar, og á henni reisti John Locke sína merkilegu kenningu um ríki og séreignarrétt. Meö þess- ari hugmynd er öllu þrælahaldi afneitað: einstaklingurinn á sig sjálfur, enginn annar á hann, hann er sjálfstæður maöur, ekki sauöur í hjörö, sem rekin er áfram. Hver maöur hefur sinn rétt, en hann tak- markast af sama rétti allra annarra manna. Frelsi mitt er ekki frelsi tii aö ganga á frelsi þitt. Sjálfsvirðing einstaklingsins Dagfari snýr síðan út úr oröum mínum hér í blaöinu til varnar frelsi manna til allra þeirra viðskipta, sem noröri, era miklu betur komin en ella, einnig fátækir foreldrar þeirra í suöri, einnig bamlausir fósturfor- eldrar þeirra í noröri. Öðra máli gegnir um klám, vændi og fíkniefnasölu. Eg get umborið sumt þetta án þess að samþykkja það (og ég er reyndar ekki viss um, aö ég geti umborið sölu sterkra fíkni- efna, svo sem heróíns). Þeir, sem í dag mælir Dagfari ídagmælir Dagfari dag mælir Dagfari „Svarið við spurningunni er einfalt: Vegna þess að ég á ehki ömmu mina, aulinn þinn!" Vill maðurinn ekki selja ömmu sína? eru þeim sjálfum aö nauöungarlausu og öörum aö kostnaðarlausu. Hann lætur aö því liggja, að ég mæli með öllum slíkum viðskiptum! Þetta er hinn herfilegasti útúrsnúningur, eins og ég hef bent á við önnur tækifæri. Dagfari gerir ekki greinarmun á samþykki og umburöarlyndi: ég get umborið eitthvaö án þess aö sam- þykkjaþað. Viö skulum snúa okkur að nokkrum þeim dæmum, sem ég hef nefnt: klámi, vændi, okri, bamasölu og fíkniefnasölu. Þessi dæmi era ólík. Okur er ekkert annaö en tilfinningamál — mönnum finnast peningar fulldýrir. Og böm frá Suöurlöndum, sem eignast umhyggjusama fósturforeldra í þetta stunda, era að gera sjálfum sér mein og ekki öðram, og menn eiga aö hafa frelsi til aö gera sjálfum sér mein — einmitt vegna þess aö þeir eiga sig sjálfir og enginn annar á þá. En hvers vegna kæri ég mig ekki um, að systir mín stundi vændi? Eöa bróðir minn neyti fíkniefna? Vegna þess að einstaklingamir eiga aö viröa sjálfa sig, þeir eiga ekki aö láta allt falt, þeir eiga að segja viö umheiminn: hingað og ekki lengra, hér bý ég. Þeir, sem kaupa konur, óvirða þær meö því, líta ekki á þær sem einstaklinga, heldur vélar. Þeir, sem neyta fíkniefna, era aö flýja líf ið, þeir axla ekki hina siöferðilegu ábyrgö sína. En ég endurtek: ég get ekki bannað ööram að gera eitthvaö, þótt ég kæri mig ekki um, að þeir geri það. Sjálfseign einstaklingsins og sjálfsvirðing hans eru sitt hvaö. Frá Kína til Albaníu? Þaö er athyglisvert, aö samkvæmt siöferðiskenningu minni get ég ekki selt ömmu mína, en sennilega gæti ég selt hana samkvæmt siðferðis- kenningu Dagfara — því að hann gerir ráö fyrir, aö banna megi mönn- um að gera sjálfum sér mein, en þaö felur í sér, aö þeir eigi sig ekki sjálfir, heldur eigi einhverjir aörir þá! Vopniö Dagfara er þannig eins og búmmerang blámannanna í Eyja- álfu — það kemur aftur og hittir þann, sem kastaði því. Eg veit, aö Dagfari skilur hvorki upp né niður í því sem ég er aö segja. Hann setur saman orö, en hugsar ekki. Eg hef ekkert á móti nafn- leysingjadálkum í dagblöðum, ef þeir era skemmtilegir og vel skrifað- ir eins og austradálkur Magnúsar Kjartanssonar og svarthöfðadálkur Indriöa G. Þorsteinssonar voru, tveggja snjöllustu blaðamanna okkar á þessari öld. En dagfara- greinamar era samdar af manni, sem hefur hrærivél í heila staö, hvort sem hann hefur síöan vitið í fótunum eöa ekki. Hver leynist aö baki dagfaranafns- ins? Ovinir Ellerts B. Schrams rit- stjóra halda því fram, aö hann skrifi þennan dæmalausa dálk. Þetta kynni að skýra, að í greininni er talað í miklum hneykslunartón um lofsam- leg ummæli mín um Þorstein Páls- son, formann Sjálfstæöisflokksins, og Davíð Oddsson, borgarstjóra í Reykjavík, í nýjasta hefti Stefnis, tímarits ungra Sjálfstæðismanna. Ellert kynni aö líta á þessa tvo ágætu menn sem keppinauta sína, þótt hann sé senniiega einn um þá skoðun, og vera aö beita gömlu bragöi Kremlverja — aö ráöast á Albaníu, þegar átt er viö Kína. En ég hélt, að Ellert hefði lært eitt af sínum óteljandi knattspymuleikjum. Þaö er, aö fljótfæram mönnum hættir viö aðskorasjálfsmörk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.