Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR1984. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hvernig iíst þér á að álagning verði gefin frjáls? Erlingur Einarsson: Þetta mál snertir mig ekki að neinu leyti. Ég nærist á tunglosti, hann er bestur og ódýr- astur og engin álagning á honum. Þannig að þaö kemur mér ekkert til góða þó álagning veröi gefin frjáls. Árni Kristjánsson skrifar: Ég vil vekja athygli á góðri kjali- aragrein eftir Ásgeir Hannes Eiríks- son í DV þar sem tekinn er upp hansk- inn fyrir hundinn en ekki veitir af núna á þessum síðustu og verstu tímum. Aldrei held ég að hafi verið kveöið f ast- ar að orði fyrir hönd hundanna á Is- landi fyrr og vil ég taka undir með greinarhöfundi þegar hann segir að fólk skuli nú loks launa hundinum fyrir ellefu alda trúnað. En þetta er mergur málsins, hundurinn hefur stöðugt stað- ið við hlið mannsins á hverju sem hef- ur dunið. Þetta veröum við að launa honum með því eina móti sem hann þarfnast: Að vera hjá fólki og innan um fólk. En hundurinn er sannarlega ekki einn á meðan slíkir pennar taka upp hanskann fyrir hann. Þökk fyrir liðsaukann. 8758—2124 skrifar: Ég er ráöinn á 15 tonna bát frá Grindavík sem fékk 60 tonna kvóta á árinu. Núna erum við búnir að fá 33 tonn. Eg er með rúmar 1000 krónur úr tonni með aukahlut. Utlit er fyrir að við verðum búnir að veiða leyfilegt aflamagn í byrjun mars. Og er því sýnilegt að vertíðarhýran verður rúm- ar 60.000 krónur. Og ég atvinnulaus þaö sem eftir lifir ársins. Hvert á ég að fara með mína reikninga, og á hver ju á fjölskylda mín að lifa næstu tíu mán- uði? eftir vertíðina Halldór Júiiusson: Mér líst vel á það. Þaö kemur neytendunum til góða. Eg hef ekki trú á því að verölag hækki, samkeppnin kemur í veg fyrir það. Elva Andrésdóttir: Ef það gæti orðið til að lækka vöruverð þá er það ágætt. En ég er hrædd um að það hækki alveg eins og að það lækki. Annars vantar mann allt verðskyn. Ragnheiður ögmundsdóttir: Eg hef eiginlega ekki gert mér grein fyrir því, sennilega mundi allt hækka. En þetta er hlutur sem reynslan mun leiða í ljós hvemigkemurút. Hjördís Hjörleifsdóttir: Mér líst bara vel á það. Það kemur til með að auka samkeppni sem mun svo leiöa til lækkaðs vöruverðs. Samkeppnin mun halda verðinu niöri. Hundurinn hefur verið stöðugt við hlið mannsins á hverju sem hefur gengið. Það verðum við að launa honum. Jónas Eysteinsson: Mér líst vel á hug- myndina en svo veröur reynslan aö skera úr um hvað úr veröur. Þaö er komin þaö mikil samkeppni að maður þarf ekki að óttast hátt vöruverð. Akureyringur skrifar: Á bæjarstjórnarfundi á Akureyri þann 24. janúar sl. gerðust þau ánægjulegu tíðindi að samþykkt var ály ktun um orkuf rekan iðnað við Eyja- fjörð þar sem því er lýst yfir að næsta stóriðjuveri á Islandi verði valinn stað- ur við Eyjafjörð. Álver við Eyjafjörð er auðvitað engin allsherjarlausn á at- vinnumálum Eyjafjarðarsvæðisins en engu að síöur myndi bygging álvers við fjörðinn verða veruleg lyftistöng fyrir þær atvinnugreinar sem fyrir eru á svæðinu. Hætt er við aö þessi ályktun bæjarstjórnar Akureyrar sé of seint fram komin og Eyfirðingar því búnir að missa af lestinni. Atvinnumála- nefnd Akureyrar á eftir aö ræða viö ná- grannasveitirnar um framgang þessa máls og taisvert er eftir að vinna að umhverfisrannsóknum í Eyjafirði. Aftur á móti liggja slíkar rannsóknir fyrir hvaö varðar álverksmiöjuna í Straumsvík og væri því hægt aö hefja framkvæmdir þar mjög fljótt ef ákvörðun yrði tekin um að stækka þá verksmiðju eins og mjög hefur verið til umræðu að undanförnu. Líklegt er að næsta skrefiö í álversframkvæmdum á Islandi verði einmitt stækkun álvers- ins íStraumsvik. Ef sú ákvörðun yrði tekin myndi framkvæmdum við ál- verksmiðju við Eyjafjörð að öllum lík- indum seinka um þr jú til f imm ár. Á áðumefndum bæjarstjórnarfundi gerðust einnig þau merkilegu tíöindi að allir þrír bæjarfulltrúar Framsókn- arflokksins greiddu atkvæði með ályktuninni um byggingu álvers viö Eyjafjörð. Við síöustu bæjarstjómar- kosningar á Akureyri vom framsókn- armenn fremur neikvæðir þegar rætt var um byggingu álvers við Eyjafjörð. Heildarstefna framsóknarmanna er afar óskýr í þessum efnum svo ekki sé meira sagt. Við síðustu alþingiskosn- ingar skipuöu tveir heiðursmenn, báð- ir yfirlýstir andstæöingar byggingar álvers við Eyjafjörð, tvö efstu sætin á lista Framsóknarflokksins í Noröur- landskjördæmi eystra að viðhöfðu prófkjöri. Það eitt segir sína sögu. Kjósendur Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra bera því mikla ábyrgð á þeim vanda sem skap- ast hefur á Eyjafjarðarsvæðinu um þessar mundir í atvinnumálum. Við kosningar á undanfömum árum hefur mátt sjá í kosningastefnuskrám Framsóknarflokksins að það er vilji flokksins aö efla skipasmiöaiönaö á Is- landi. Þau fyrirheit hafa verið efnd á þann veg að sú offjárfesting í útgerð sem varð í sjávarútvegsráðherratíð Steingríms Hermannssonar, þar sem leyfður var innflutningur á fiskiskip- um nánast eftir pöntunum, hefur nú leitt til þess aö stærsta skipasmíðastöð landsins, Slippstööin á Akureyri, hefur nú þurft að segja upp tugum starfs- manna sinna vegna verkefnaskorts. Þau hrikalegu fjárfestingarmistök sem urðu undir stjórn formanns Fram- sóknarflokksins, Steingríms Her- mannssonar, hafa ekki aðeins stór- skaðað rekstrargrundvöll útgerðarinn- ar heldur er framtíðarrekstur ís- lenskra skipasmíðastöðva í stórhættu. Fyrir þessi afrek hlaut Steingrímur síðan þau verðlaun frá sjálfstæðis- mönnum að vera gerður að verkstjóra í núverandi rikisstjóm. Mikið hljóta innanbúðarvandamálin í Sjálfstæðisflokknum að hafa verið komin á alvarlegt stig við síðustu stjórnarmyndun. Atvinnulaus Horft inn Eyjafjörð en hugmyndir hafa komið fram um að reisa áiver við þennan fagra fjörð. Bréfritarigerirþær hugmyndir að umfjöllunarefni sinu. Reglur vegna skólasunds Starfsstúlka hringdi: Reglur þær í Laugardalslaug sem teknar voru til umfjöllunar í Sand- korni fyrir skömmu vom settar til þess að menn gætu fengiö að vera í friði og haft næði vegna skólasunds sem mjög mikið er um á veturna. Við höfum hér í Laugardalslaug fimm skóla. Eins og nærri má geta er fjör í svona mörgum börnum. Þess vegna var sett afdrep í kjallara fyrirfullorðna. Þessum unga manni, sem um ræðir, var boöið að fá skápa uppi handa sér og börnunum en hann valdiaðveraniðri. m ....... - > / Laugardalslaug hefur verið sett upp afdrep fyrir fullorðna þar sem þeir geta verið i friði fyrir ærslafullum krökkum sem stunda skólasund. Spurningin LAUNUM HUNDIN- UM TRYGGD HANS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.