Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 5
5 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR1984. Þórhallur Magnússon flugmaöur. Hann sá vélina lenda inni á flugbrautinni. Skúli Jón Siguröarson, Björn Björnsson, rannsóknarmenn loftferðaeftirlits, á- samt Gunnari Arthurssyni, flugstjóra hjá Flugleiðum, að skoða flugvélina. Hægra aðalhjól gaf sig — segir Þórhallur Magnússon flugstjóri Þórhallur Magnússon flugmaður sá brotlendingu Swearingen-skrúfu- þotunnar úr aðeins um tvö hundruö metra fjarlægð. Hann var fyrir utan Flugskóla Helga Jónssonar. „Flugvélin kom yfir Öskjuhlíðina. Af því að veður var frekar leiðinlegt fór ég að fylgjast með henni,” sagöi Þórhallur. „Flugvélin kom yfir brautarend- ann, kannski í lægra lagi, og snerti 30 til 40 metrum inni á brautinni. Hún snerti samtímis á báðum hjólum á brautarmiðju. Þegar hún snerti heyrðist smellur og hún féll niður á brautina. Hægra aðalhjólið gaf sig. Flugmaðurinn hélt vélinni ótrúlega lengi beinni á brautinni. En af því að hún lá niðri á hægri væng sveigði hún út í hægri kant. Þegar hún var komin út í kantinn snerti vængendinn snjóruöninginn í brautarkantinum. Við það fór vélin út af brautinni og snerist að lokumvið. Aðflugið var fullkomlega eðlilegt og ég gat ekki betur séð en að flug- maðurinn hefði gert allt rétt. Þetta er greinilega leiðindaóhapp,” sagði Þór- hallur Magnússon. -JGH/KMU. Siðdegis í gær var flugvélin tjökkuð upp. Sáust þá þessar skemmdir á hjólabúnaði og hægra Rannsóknarmenn loftferðaeftirlits kanna flakið í snjóskaflinum. EGILL VILHJÁLMSSON HF. f m zmaa tmrn^1 Smiðjuvegl 4. Kópavogi. Simar 77200 - 77202 Ekki sœtta þig víö annad en þaö besta. í FIAT UNO finnur þú flesta þá kosti sem góöan bíl mega prýöa. Kostirnir eru raunar svo margir aö þeim veröa ekki gerö nein tœmanái skil í stuttu máli en hér veröa taláir nokkrir þeir helstu: SPARNEYTNI, lítra/100 km. allt niöur í 4.3 RYMI, gott pláss fyrir ökumann og íarþega, jafnvel betra en gerist í stœrri og miklu dýrari bílum. AKSTURSEIGINLEIKAR, UNO er frábœr í akstri, fisléttur í stýri, viöbragösfljótur, kraftmikill og í ófœröinni hefur hann staöiö sig frábœrlega vel, svo vel aö viö höfum gefiö honum nafniö SKAFLAICUÚFURINN. HVERGIBETRIICJOR 1. Þú semur um útborgun, allt niö- ur í 75.000 kr. meöan viö seljum þessa viöbótarsendingu. 2. Viö tökum gamla bílinn sem greiöslu uppí þann nýja. Þaö er sjálfsögö þjónusta, því bílasala er okkar fag. 3. Eftirstöövarnar lánum viö og reynum aö sveigja greiöslutím- ann aö getu þinni. UNO, ÞESSI GALVANISERAÐI MEÐ 6 ÁRA RYÐVARNARÁBYRGD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.