Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR1984. SAMMNGUR ASÍ OG VSÍ UNDIRRITAÐUR í GÆR fram ef þær verðbólguforsendur sem samningurinn byggir á standast ekki. Samningurinn var borinn upp á formannafundi ASI í gær og sam- þykktur með 5 mótatkvæðum. Þegar ljóst var að samningur ASI og VSI var i burðarliðnum samþykkti ríkis- stjórnin á ríkisstjómarfundi aö gera ýmsar ráðstafanir til að bæta af- komu lágtekjufólks gegnum skatta- og tryggingakerfi og var sú sam- þykkt send inn á samningafundinn um hádegisbiL Skömmu eftir há- degið var samningurinn siðan undir- ritaður. Hér á eftir er greint frá megin- atriðum í samningi ASI og VSI, aðgerðum ríkisstjórnarinnar ásamt áliti forystumanna þriggja verka- lýðsfélaga. OEF Kjarasamningur milli Alþýðusam- bands Islands og Vinnuveitendasam- bands Islands var undirritaður í gær fyrir hönd aðildarsambanda þessara samtaka með fyrirvara um sam- þykkt félagsfunda aðildarsamtaka Alþýðusambandsins. Þá var einnig undirritaður samhljóða samningur milii Vinnumátasambands sam- vinnufélaganna og Vinnuveitenda- sambandsins. Meginatriði samningsins er að gert er ráð fyrir að kaupmáttur síð- asta ársf jórðungs ársins 1983 hakiist óbreyttur út samningstimann miðaö við aö verðbólga á yfirstandandi ári veröi á bilinu 10 til 11%. Samnings- tíminn er til 15. apríl 1985 en samn- ingsaðQum er heimUt aö segja upp launaliðum samningsins með mánaðar fyrirvara þannig að þeir verði lausir 1. september 1984 eða 1. janúar 1985 og er það ákvæði sett til að tryggja að endurskoðun geti farið Samninganefndir Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins að lok- inni undirskrift samninganna í gær. Talið frá vinstri, fulltrúar Alþýðusam- bandsins: Ragnar Bergmann, Björn Þórhallsson, Asmundur Stefánsson, og fulltrúarVinnuveitendasambandsins: Magnús Gunnarsson, Hjalti Einarsson, Davíð Scheving Thorsteinsson og Kristján Ragnarsson. DV-mynd EO. Samningur ASÍ og VSÍ: Laun hækka um 5% ríð undirrítun Kauptaxtar og viðmiðunartölur Iauna munu hækka um 5% frá og með deginum í gær hjá þeim félögum sem samþykkja samning Alþýðu- sambandsins og Vinnuveitendasam- bandsins sem undirritaður var í gær með fyrirvara um samþykV i félags- funda. Samningurinn kveður á um að kauptaxtar og viðmiðunartölur skuli síðan hækka um 2% þann 1. júni, um 3% þann 1. september og um 3% þann 1. janúar á næsta ári hafi launaliðum samningsins ekki verið sagt upp fyrir þann tíma. Þá kveður samningurinn á um að lágmarkstekjur fyrir fulla dagvinnu skuli vera 11.509 krónur fyrir starfs- fólk á aldrinum 16 til 18 ára og 12.660 krónur fyrir starfsfólk 18 ára og eldra sem starfað hefur minnst 6 mánuði i starfsgrein. Sömu lág- markslaun skulu gilda fyrir iðnnema á síðustu sex tQ tólf mánuöum náms- eða þjálfunartimans. Samkvæmt áður gUdandi kjarasamningi voru lágmarkslaun fyrir alla þessa hópa 10.961 króna á mánuöi. Þær lág- markstekjur sem nú er samið um munu siðan taka sömu áfangahækk- anir og önnur laun. Þegar metið er hvort starfsfólk á rétt á lágmarks- launum samkvæmt þessu ákvæði samningsins skal telja með dag- vinnutekjum allar launagreiöslur aðrar en greiðslur vegna yfirvinnu, vaktavinnu eða kostnaðargreiðslna. Þannig á sá sem fer yfir þetta tekju- mark aö meðtöldum bónusgreiöslum ekki rétt á að fá þessar lágmarks- tekjur. Samningurinn gQdir til 15. april á næsta ári en samningsaðilum er heimQt að segja honum upp með mánaðar fyrirvara, þannig að samn- ingar verði lausir 1. september eða 1. janúar 1985. Þá er í samningnum ákvæði um að samningsaðilar vinni að endurskoðun samningsákvæða um launagreiöslur í veQcinda- og slysaforföllum með það að markmiði — lágmarkstekjur hækka í12.660 krónur að gera veikindaréttarákvæði trygg- ingatæk. Samningsaðilar ætla á samningstímanum að beita sér fyrir aögerðum sem tQ þess eru fallnar að auka framleiöni og verðmætasköpun á öllum sviðum íslensks atvinnulífs. Einn þáttur þessa á að vera endur- skoðun afkastahvetjandi launakerfa. Athuga á launakerfin og tryggja að þau leiði tQ aukinnar framleiðni og gefi eðlilegt endurgjald fyrir vinnu- framlag, segir í samningnum. Þá er einnig ákvæði þess efnist að ASI og VSI muni beita sér fyrir því að samningur um vinnu við virkjunarframkvæmdir verði gerður fyrir 1. apríl næstkomandi. OEF. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar: Ahersla á bætt kjör foreldra og aldraðra I aðgerðum þeim sem ríkisstjómin kynnti I gær er miðað við að bæta kjör einstæðra foreldra og bam- margra fjölskyldna sérstaklega ásamtelli-og örorkulífeyrisþegum. Aætlað er að í heild kosti þessar að- gerðir rikisstjórnarinnar allt að 330 milljónum króna en ekki hefur verið ákveðið með hvaöa hætti það verður fjármagnað. I samþykkt sinni í gær segist ríkisstjórnin vera tQbúin tQ viðræðna um sérstakar tQfærslur fjármuna innan ramma fjárlaga í þvi skyni að bæta afkomu Iágtekju- fólks. 1 tQlögum þeim sem ríkisstjómin lagði fyrir ASI og VSI í gær er lagt tfi að sérstakur bamabótaauki verði tekinn upp. FuDur barnabótaauki verður 12 þúsund krónur sem lækkar eftir hærri tekjum. Einstæðir for- eldrar meö eitt bam með aUt aö 150 þúsund krónur í árstekjur á árinu 1983 fá fullan bamabótaauka, 12 þúsund krónur. En upphæðin lækkar síðan um 6,67% fyrir hver 10 þúsund í árstekjur sem eru umfram 150 þús- und krónur þannig að það einstætt foreldri sem var með yfir 300 þúsund fær engan bamabótaauka. Hjón eða sambúðarfóUc með eitt barn og með aUt að 220 þúsund í árstekjur árið 1983 fær fullan bamabótaauka en upphæöin lækkar síðan eftir sömu reglu og hverfur við hámarkstekjur 370 þúsund. Bamalífeyrir hækkar úr 1.615 krónum á mánuði í 2.015 krónur og meðlagsgreiðslur hækka að sama skapi. Þá leggur ríkisstjómin tQ að mæðra- og feðralaun hækki um 750 krónur á mánuði fyrir hvert barn, þannig að foreldri með eitt bam fengi nú 1.263 krónur á mánuði, foreldri með tvö böm 3.309 krónur og foreldri með þrjú börn 5.869 krónur á mánuði. Lagt er tQ að þær breytingar verði gerðar á greiðslum almannatrygg- inga að tekjutrygging fyrir einstakl- — heildarkostnaðurinn áætlaður um 330 milljónirkróna ing hækki í hámarksupphæð 4.247 krónur úr 3.861 krónur og er það 10% hækkun. Tekjutrygging fyrir hjón hækki úr 6.527 krónur í 7.180 krónur á mánuöi. Fritekjumark skal hækka um 10% þannig aö það verði 29.084 krónur fyrir einstakling og 40.711 krónur fyrir hjón og er þá miðað viö tekjur ársins 1982. HeimQisuppbót hækkar um 10% þannig að hún verður nú 1.422 krónur á mánuði fyrir einstakUng. Vasapen- ingar hækka um 500 krónur þannig að þeir verða 1.750 krónur á mánuði fyrir þá sem eru á sjúkradeildum og 1.989 krónur hjá öðrum. OEF Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingamanna: Ekkifull- nægjandi fyrirbygg- ingamenn „Þetta uppkast er ekki fuUnægjandi fyrir byggingamenn vegna þeirrar sérstöku kjaraskerð- ingar sem varð hjá þeim og fram- kvæmd var með lagasetningu frá al- þingi í haust. Meðan það fæst ekki leiðrétt getum við ekki staöiö að samþykkt þessara samninga. Þó vQ ég ekki mótmæla þeim og á þann hátt leggja stein í götu þeirra sem vQja þessa samninga og mun því sitja hjá.” HÞ GuðmundurÞ. formaður Landssambands iðnverkafólks: Kjaraskerð- ingin verður stöðvuð ,j£g fyrir mitt leyti mæli með því að þessir samningar verði sam- þykktir. Það sem mest er um vert hér er að kjaraskerðingin verði stöðvuð. Með þessum samningum verða verulegar kjarabætur hjá þeim verst settu. Því treysti ég mér til að mæla með þessum samningum sem fela í.sér lágmarkstekjutrygg- ingu fyrir þá sem búa við versta af- komu.” HÞ Guðjón Jónsson, formaður málm- ogskipasmiða: Mun lélegri en vænst ,jEg hafði ekki gert mér mQdar vonir um hagstæða samninga og þessi drög eru mun lélegri en ég hafði vænst. Hækkanir eru ekki nægar og sanmingstíminn er óeðlQega langur, eða til 15. apríl 1985. Eg er mjög óánægður með að áfangahækkanir og uppsagnar- heimQd skuli bera upp á sama tíma, þannig að ef samningum er sagt upp faUa áfangahækkanir niður. Því treysti ég mér ekki til annars en að sitja hjá.” HÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.