Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 37
Dvf MIÐVlKÚÉi&'Öá 22: PEBRÚÁR’ 1084' 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið ELTOIV JOHIV er genginn í það heilaga. Hér sést hann með brúði sinni, Renötu Blauel sem erþritug og þýsk. Athöfnin fór fram i einu úthverfa Sidney i Ástralíu sem heitir þvi rómantiska nafni, Darling Point. KLAMHUNDUR AFHJÚPAÐUR —43 ára gömul amma stærsti klámframleiðandi ÍUSA Cathy Wilson, fimm bama móðir og tveggja bama amma, hefur veriö af- hjúpuð sem stærsti klámframleiðandi í Bandaríkjunum. Wilson sérhæföi sig í svokölluðu barnaklámi og er taliö aö hún hafi staðiö fyrir um 80% þess efnis sem dreift er í Bandaríkjunum. Frú Wilson bjó í ákaflega fínu hverfi í Los Angeles, átti fína bíla og ók böm- um sínum og bamabömum daglega í dýra einkaskóla. Frúin hefur verið dæmd í milljóna sektir og fjögurra ára fangelsi. Bandariskur rafmagnsstóll. Rafmagnslausir rafmagnsstólar Ahugamaður um aftökur hafði samband við Sviðsljósið og haföi eft- irfarandi til málanna aö leggja: — Mér hefur virst sem aftökur í rafmagnsstólum, eins og þær koma mér fyrir augu í kvikmyndum, gangi oft heldur treglega. Það er eins og hinir dauöadæmdu hristist von úr viti áöur en lífið er endanlega murk- að úr þeim. Getur veriö að raf- magnsstólarnir í Bandaríkjunum séu framleiddir í Evrópu og gerðir fyrir 220 volta spennu? Spennan á bandarísku rafmagni er eins og kunnugt er 110 volt. Ritari Sviðsljóssins hafði sam- band við rafmagnstæknifræðing sem taldi ólíklegt að bandarískir raf- magnsstólar væru framleiddir í Evr- ópu. ,,Eg tel tilgátu þessa afar ólík- lega.” Grautur í beinni útsendingu Vikan sem nu er að liða hófst með þvi að etinn var grautur i beinni útsendingu hjá Ríkisútvarpinu. Stefán Jökulsson, einn af umsjónarmönnum morgunútvarpsins, bauð til grautarveislu á Arnarhóli og lýsti fjálglega matarlyst viðstaddra. Hrisgrjónagrautur mun nú vera orðinn þjóðarréttur íslendinga og etinn jafnt af háum sem lágum. DV-mynd Loftur. Mikki feiti fer í bað Hann Mikki er 25 ára og kemst ekki ofan í baðkerið heima hjá sér. Þess vegna hefur hann þaö til siðs að labba niður að Tjörn og stinga sér í vatnið,öndunum til mikillar hrellingar. Mikki hefur safnað spiki frá barnæsku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.