Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 17
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR1984. 17 Lesendur Lesendur Meginástæðan fyrir þessum skrifum minum er hið óhóflega verð á svarthvitum Ijósmyndapappír tii hins almenna Ijósmyndaamatörs, segir bréfritari. UOSMYNDA- PAPPÍR DÝR Siguröur P. Þorleifsson skrifar: Mörgum finnast litmyndir dýrar. Sjálfsagt eru fullunnar litmyndir dýrar en þær eru þó ekki dýrari en margt annað sem fólk lætur eftir sér. Meginástæðan fyrir þessum skrifum mínum er þó hið óhóflega verð á svarthvítum Ijósmyndapappír til hins almenna ljósmyndaamatörs. Sem dæmi má nefna að fullunnin lit- mynd út úr búð kostar 10 kr. í stærð- inni9X13cm. Svarthvít pappírsörk í sömu stærð kostar um 7 kr. og ekki er hægt að kaupa minna en 100 blaða pakka, auk þess sem kaupa þarf framköllunarefni. Svarthvítur pappír er orðinn svo dýr að sala á slíkum pappír er næstum engin. Ástæður fyrir þessu háa verði eru einkum tvær, þ.e. mikil hækkun á silfri en vegna þeirrar hækkunar hef- ur innkaupsverð á filmum og pappír þrefaldast sl. 4—5 ár. Hin ástæðan er oftollun á ljósmyndapappír til áhugamanna. Frá upphafi hefur allur litpappír til ljósmyndaverkstæða verið fluttur inn tollfrjáls vegna ákvæða Efta- samnings um samkeppnisiðnað. Seinna fengu atvinnuljósmyndarar allar tegundir ljósmyndapappírs tollfrjálsan. Fyrir nokkru fengu einnig öll dagblöð, tímarit og Land- mælingar ríkisins tollfrjálsan ljós- myndapappír. Þegar atvinnuljós- myndarar fengu niðurfellda tolla af pappír þá var gerð itarleg athugun á notkun ljósmyndapappírs. Hag- skýrslur sýndu að ljósmyndaverk- stæöin notuðu um 95% af öllum inn-. fluttum pappír. Afgangurinn, eða um 5% notkunarinnar, skiptist milli atvinnumanna og ljósmyndaama- töra. Það er því ljóst að aðeins lítill hluti pappírsins er fluttur inn tollað- ur. Mér er til efs að ríkissjóður tap- aði á því að fella niður aðflutnings- gjöld af pappír til amatöranna því eins og fyrr segir er sala á þessari vöru í dag þvi sem næst engin. Ég tel aö ríkiskassinn fengi meira í sinn hlut í formi söluskatts ef tollar yrðu felldir niður. Salan myndi stórauk- ast, áhugamenn tækju fram græjur sínar úr geymslunum og byrjuðu aft- ur á sínu gamla hobbíi. Nú er svo komið að ljósmynda- gerð, sem var gróskumikiö tóm- stundagaman í skólum, reyndar val- grein í mörgum þeirra, er að mestu hætt vegna óhóflegs pappírs- og ' filmukostnaðar og er það miöur því ljósmyndun er listsköpun, öllum til ánægju og myndimar skilja eftir ómetanlegar heimildir fyrir kom- andi kynslóðir. Það skýtur óneitan- lega skökku við að á sama tíma og rætt er um að efla skapandi tóm- stundastarf í skólum þá eru lagðir háir tollar á ljósmyndapappír til nemenda þeirra og þeim þannig gert ókleift að stunda ljósmyndun sem tómstundagaman og námsgrein. Það er óskandi að „félagsmiðstöðin” Hlemmi eða videoið bæti þeim upp missinn af þessari ánægju. Ekki er hægt að segja að strætóar i Reykjavik séu beint fyrir augað en bréf- ritari segir að útlit þeirra myndi skána mikið ef litþeirra yrði breytt. Nýjan lit á strætóana Fyrir nokkrum dögum sá ég það í blöðunum að breyta ætti ýmsu í rekstri SVR, gera nýjar tímaáætlanir og f leira. En þaö sem mig langar að minn- ast á er það að um leið og þessar breytingar verða gerðar finnst mér að þeir hjá SVR ættu að láta mála strætó- ana upp á nýtt. Þessi litur sem er á þeim núna er hörmulegur. Eg hef komið víöa og held ég að strætóar í Reykjavík séu þeir ljótustu í heiml En nú er á götunum langar strætó sem málaður hefur veriö í öðrum litum en aðrir strætóar. Mér finnst sá litur, eða appelsínugulur, alveg ágætur þó hann sé ekkert æðislegur. En hann er alla- vega miklu betri en sá gulgræni. Eg ætla því að biðja forráðamenn SVR að breyta litunum á strætó um leið og ööruverðurbreytt. Olympia Omega 001 Ljósritunarvélin sem beðið hefur verið eftir Engir stenslar, enginn vökvi, aðeins myndtromla og eitt framköllunarefni (duft). Verð og greiðsluskilmólar sem vert er að athuga Kr. 69.750.- AÐEINS EITT FRAMKÖLLUNAR- EFNI (DUFT). KJARAINI ARMULI 22 - REYKJAVIK - SÍMI 83022 E iSUKM Á ÖLLUM BLAÐSÖLUSTÖÐUM Á MORGUN Eíni m.a.: VlDTOl.. GHEINAK 00 ^ Wutverk. 4 KirkjaniTunbridg hcim til sin - von- 6 ^d.tkuX^rkaparaci.s.nn,. ^UiWuUaUctrao^urnertvo.^b^.n IS - hvað or **■GatanverOursennleyst. Eldhúsiö: Púrrulaukskaka. Bila-VIKAN: Nissan, ra‘ ' koma i vcg ^r“íSf^4a6breg5as' viö Þonor Þoö gonst ? f irbragöi. Handavinna: Pcysa nokkur ráð, Þjáist þú af simaiadm. H<-r popp: Tbc Doors. XjUK: 1 "CsvS^ns- j spcnnusagun . auBuvii>hyWypti>- 8 Ufsrcynslusagan. H ^ ^ fnniiega velkomin. ^^^r-svoþrifinnaf 58 Barnasagan. nv sitrónusafa. ■ Smásaga * Spennusaga . i INV búð 1 i Tunbmlgo 1 Síöastí [getraunasei I f 11. htuta MS _ hvaö et þaúl iSlys li heimahúsum Ipeysa meú lítsku vfirtoragöi lhjáíst þú af Isímafælnií \BílaAI>KftN , H amhahlssaga' AFMÆLISGETRAUN II heldur áfram Vinningar: Ferð fyrir 2 Ferð fyrir 2 til Mallorka. til Ibiza. ÁSKRIFTARSIMINN ER 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.