Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 31
31 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR1984. Sandkorn Sandkorn Sandkorn Svarar fyrir sig Bankastjóramál Búnaðar- bankans hafa verið ofarlega á baugi að undanförnu enda hefur ekki verið neitt á- hlaupsverk að ráða i stöður þær sem þar hafa losnað. Sá maður sem umræðan hefur snúist um að miklum hiuta er Stefán Valgeirsson alþingis- maður. Hefur hann verið skammaður af flokksgæðing- um fyrir að hlaupa út undan sér sitt á hvað í þessum mál- um. Alþýðublaðið birti m.a. harðorðan leiðara þar sem Stefán var hundskammaður. Að sögn Dags á Akureyri hefur Stefán svarað krötun- um hressilega og er svarið á þessa leið: Þift hafift aldrei vift stefnuna staftift, stöftu flokksins er óþarft aft kynna. i eldspýtustokk kcmst Alþýftubiaftift, efni þess er þó 1 rauninni minna. Arðvænlegar ættartölur Að undanförnu hefur verið talsvert um að ekið hafi verið á hross úti á vegum, oftast með þeim afleiðingum að ho- ho hafa farið yfir í veiðilend- urnarmiklu. En þar með er sagan ekki öll því tryggingafélög bafa þurft að greiða viðkomandi hesteigendum svo og svo há- Allir cru þeir meft ættartölur. ar upphæðir fyrir hestana. Og að því er Sandkom hefur hlerað hafa hin iátnu hross undantekningarlítíð verið með myndarlegar ættartölur að baki þegar til kasta trygg- inganna hefur komið. Þær hafa því mátt punga út dá- góðum upphæðum fyrir hest- ana, eða aUt að 50.000 krónum fyrir hestinn. Þykir ekki ein- leikið að ökumenn skuli aUtaf þurfa að stíma á stórmerka gripi komna af landsfrægum gæðingum að langfeðgataU. Kannski skýringin En kannski skýrir lítU dæmisaga þessa annars ein- dæma óheppni bUstjóra og tryggingafélaga. Það var einhverju sinni að ■ Ölafur Ketilssou, hinn lands- frægi ökugarpur, keyrði á hest sem þurfti svo að aflífa. Þegar tryggiugamenn ræddu við eigandann kom í ljós að Ölafur Ketllsson. þaraa hafði faUið í vaUnn landsfrægur stólpagripur. Fékk bóndinn greitt úr tryggingunum samkvæmt því og mun þar hafa verið um dágóða upphæð að ræða. Nokkru seinna kom Olafur röltandi inn á skrlfstofu trygglngafélagsins, sem greitt hafði fyrir hestinn, og sagðlstundarhátt: „Honum gengur illa að deyja hestinum sem þið borg- uðuð fyrir um daginn. Hann er enn á hlaupum.” Reagan og fræflarnir Ekki er ýkjalangt síðan fólk hér á landi hóf inntöku blómafræfla. Þóttu það mikU tíðindi þegar uppvist varð um heUsubætaudi áhrif þeirra og gerðu sölumenn aUt tU að koma neytendum i skUning um hoUustuna. Mun mörgum enn i fersku minni Reagan notar blómafræfla en ekki polycolour. þegar gamaU maður, er- lendur, var látinn skondra ofan úr Breiðholti í bæinn í auglýsingaskyni fyrir fræfl- ana. Þótti mesta mUdi að hann skyldi komast ó- skaðaður þessa leið. En það er ekki bara „pöpullinn” á tslandi sem neytir undralyfsins. Ekki ómerkara blaö en „The Washington Times” segir okkur að Reagan Bandaríkja- forseti belgi sig út af blóma- fræflum daglega. Segi hann heUsu sína mun betri vegna inntökunnar. Reagan segir einnig að fræflarair geri hann unglegri í útliti og komi i veg fyrir að hár hans gráni. Það verði því engin 73 kerti á næstu afmælistertu hans! Um síðastnefnda atriðið segja itlar tungur þó að óttast sé að aUur þessi kertafjöldi ræsi eldvaraarkerfið í Hvita húsinu. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir Baráttan í hámarki. Söguhetjan (Sean Penn) hefur erkióvininn undir sér. Hið góða nær yfirhöndinni. Regnboginn—Götustrákarnir: ÞUNNUR ÞRETTÁNDI Götustrákarnir (Bad Boys). Bandaríkin 1983. Leikstjóri: Rick Rosenthal. Handrit: Richard Dilello. Kvikmyndataka: Bruce Surtees. Tónlist: Bill Conti. Aðalhlutverk: Sean Penn, Reni Santoni, Jim Moody, Eric Gurry, Esai Morales, Aally Sheedy, Clancy Brown. Götustrákamyndir hafa borist hingað með reglulegu mUUbiU und- anfarin misseri. Um daginn var það Pixote úr borgarfrumskógum BrasiUu. Nú eru það Götustrákarnir úr háborg hinnar klassísku glæpa- mennsku, Chicago. Og greinilegt að þar þurfa menn engu að kvíða, glæpakandídatar eru þar nógir. Ungur pUtur lendir á glapstigum, m.a. vegna þess að móðir- hans er drykkfelld og lauslát og skemmtir sér í baðkerinu með ókunnugum mönnum. Eins og vera ber er piltur í gengi og við ránstilraun drepur hann óvart bróður foringja annars gengis. PUtur fer á betrunarhæli þar sem lífið er töff. Ovinurinn hefnir sín og fer líka á betrunarheimilið. Og hefst nú barátta upp á líf og dauða. Aðstandendur þessarar myndar hafa lagt upp í gerð hennar meira af kappi en forsjá eins og greinUegt er þegar maður virðir afurðina fyrir sér. Sérstaklega hefur þó tekist Ula tU með gerð handritsins og val leikara er ekki alltaf upp á marga fiska. Handritiö er fremur vont og segir okkur ekkert nýtt. Þaö er allt of langt og uppfullt af klisjum og per- sónusköpun nánast engin. Leikur all- flestra er því í samræmi við það. Ein skemmtUeg undantekning er þó frá þeirri reglu. Það er klefafélagi aðalsöguhetjunnar sem á að vera snargeggjaður morðingi. ÖU vinnsla myndarinnar er sömu- leiðis hálfgerð flatneskja og lítt spennandi. Nokkur næturatriði á götum stórborgarinnar eru þó snoturlega unnin, sérstaklega af hálfu my ndatökumanna. Það er tíska að halda því fram, að betrunarheimUi og fangelsi geri bara Ult verra, aö þaöan fari menn ennþá harðsvíraðri en þeir voru er þeir komu inn. Ekki hér. Söguhetjan lætur flatneskjuhjal varðanna hafa áhrif á sig og verður aUt að því góður maður. Þetta er kannski það eina frumlega í þessari mynd. En það bjargarekkineinu. Guðlaugur Bergmundsson. Kvikmyndir Kvikmyndir ; 1 x 2-1 x2-1 x 2 24. leikvika — leikir 18. febrúar 1984 Vinningsröð: 121-X2X-XXX- 1 2 2 1. vinningur: 11 réttir — kr. 195.570,- 39129(4110)+ 162129(7110)+ (10 vikna seöill) 2. vinningur: 10 réttir — kr. 2.841,- 364+ 1055 9297 36737+ 44426+ 53847 94804+ 162128(2110)+ 374 1061 10637 37272 48801 61161 95660+ 43219(2/10) 1006 1526 12436 37625+ 49339 61313+ 161782 Úr 23. viku: 1013 2646 16751 39128+ 49929+ 87977+ 162052+ 61717+ 1015 6453 17573 40441 53168 89234+ 162175+ 61726+ 1052 7106 35783+ 44398+ 53571 93534+ 61735+ Kærufrestur er til 12. mars kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá um- boðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að fram- vísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsing- ar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK BÍIASAIA 1 GUDFINNS Mazda 323 SP árg. 1980, litur svartur. Volvo 245 station árg. 1980, lit- ur brúnsans. VW 1200 árg. 1977, ek. 20.000 km á vét, sumar- vetrardekk, bensínmiðstöð, gott lakk — 100% bill. Subaru 4x4 árg. 1981, litur rauðsans., toppbill. Toyota Cressida árg. 1978, 5- gira, góður bíll. Skipti á jeppa — Range Rover.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.