Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 35
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR1984. 35 CIA hafi annast frumþjálfun á sumum þeim sem í þessum sveitum starfa (er þó ósannað en líklegt), einnig er talið að þeir viti hverjir eru stjórnendur þessarasveita. Niðurstaða og mat á ferli USA í Mið- og Suöur-Ameríku síðustu 80 árin getur ekki orðiö önnur en þessi. 1. Studdir eru aöilar til stjómunar sem styöjast við auðvaldið innan hvers lands fyrir sig. 2. Auðvaldsöflin nota aðallega sem stjómtæki beina og óbeina kúgun, m.a. hirða þau lítt um aö alþýöa manna verði læs og skrifandi eöa geti stofnað meö sér sjálfstæð verkalýðsfélög. 3. Víða eru stofnaðar dauöasveitir til að drepa kennara og verkalýðsfor- ingua (biskupa jafnvel líka, Romero, E1 Salvador. Einstaka nunna slæðist líka með ef þær líkna fátæklingunum. 4 bandarískar voru drepnar í sama landi en pressunni hefur ekki fundist taka því að nafngreina þær og get ég því ekki tilgreint nöfnin), einnig eru baráttumenn fyrir mannréttindum sérlega ofarlega á dauðalistunum og em pyntaðir vel og rækilega áöur en þeir em drepnir. Marianella Garcia Villas, ElSalvador). Einnig era flestir þeir er hlynna vilja aö hinum minni máttar í bráöri lífshættu í mörgum ríkjum álfunnar, t.d. Uraguay, Cile, Guatemala, Haiti, ásamt Argentínu til skamms tíma og reyndar mun vera eitthvaö um þessa starfsemi víðast hvar í álf unni. 4. Þetta er ferill (Byrjaði sem stöðluð starfsemi í Uruguay um 1970 gegn Tupamaros, taliö eftir ráðgjöf frá FBI. Dan Mitrione hafði áður veriö viö ráögjafastörf í Argentínu) sem fer fram með vitund og e.t.v. „vilja” USA og er búinn aö standa yfir í áratug. Hver sem stjórnvöld hafa veriö (Carter reyndi að vísu að laga þetta skelfingarástand en fékk litlu breytt, verkefnið í andstöðu við „hýenuhags- muni” ákveðinna afla innan USA því vonlítið og óheppinn að fá gíslamálið í Iranumlíktleyti). Líklegt er þó að saga muni fara mýkri höndum um hann en ýmsa aðra forseta USA. Þrátt fyrir þennan sann- anlega feril hefir USA eftir seinni heimsstyrjöld hafið útbreiöslu á Mon- roe fasismanum (Hafa sjálfsagt met- ið stöðuna þannig að þeir ættu aö fá þann rétt í „heiðurslaun” fyrir aðstoð- ina við að fella nasismann), má þar. benda á Kóreu, Viet Nam, Campuceu, Iran (Mossadegh), Israel (Beirút Líbanon) ásamt ótal leynilegum lítt sannanlegum aðgerðum víða um heim. Ekki er hægt að meta feril flestra. þessara afskipta sem lánlegri en af Mið- og S-Ameríku. Gæðasálir góðar"? Að ætla sér að skilgreina sögu og þróun ásamt því að sálgreina meðal- talskanann, bæði hinn opinbera og leynilega hugsunarhátt, er ekki hægt í blaðagrein, en reyna verður aö stikla á stærstu þáttunum. 1. Égreiknameðað,,innfæddir”vilji telja sig „gæðasálir góöar er grípa fegnar við” hverju því tækifæri er býöst til aö telja sig þess umkomna að vera helstu verði „frelsis, sjálfstæðis og réttlætis” er þeir telja það mikil- vægar hugsjónir að ekki beri að hika viö að sprengja heimsbyggðina í loft upp, fremur en að viöurkenna að til sé önnur túlkun en hin bandaríska á þeim hugtökum, einnig að aörar geti verið mikilvægari, t.d. rétturinn til lífvæn- legrar framtíöar og afkomuréttar í nú- tíð og framtíð, án þess að hernaðar- og hungurvofan hangi yfir hundraöum milljóna manna (Eru í reynd milljarðar T.2.) 2. Hvað skyldi valda þessari „trölls- legu heimsku” þessa Goliats vesturálfu. 3. Leita verður í sögu og þróun þjóð- félagsins til þess, því slikt skapast ekki á einum degi, ári eða áratug. Uppruni „innfæddra” var að megin- hluta til fólk er flúði takmarkaöa af- komumöguleika í Evrópu og „þrælar” frá Afríku, ásamt slatta af glæpa- mönnum, er margir bættu ráö sitt eftir aö tU nýja landsins kom, en þó hafa „gangsterar” aUtaf verið viss þáttur í þjóðlífi U.S.A. og þeir sem færir era í því fagi hafa oröið býsna valdamikUr. Á hver ju var byr jaö er til nýja landsins kom, ekki vantaði náttúraauðinn eða víöátturnar. 1. Aðgerð: Skipulagt þjóðarmorð, ósanngjöm lýsing en sönn, ekki færri en 180 samningar viö þá þjóð sem fyrir var í landinu vora brotnir og ef frum- byggjar reyndu að verja sig og sitt V. & T U R 38 36 34 32 39 28 26 24 22 20 KGB kann sitt fag býsna vel og hefir sjálfsagt fljótlega komist að megin- hluta þessara áætlana en opinberlega brýst kapphlaupiö ekki upp á yfirborð- ið fyrr en meö Kúbu-deilunni (T. 4.). Þar reyndi U.S.S.R. að rjúfa þann „kjamorkumúr” sem U JS.A. var búinn að reisa hvarvetna þar sem þeir gátu komið því við meðfram landamærum og ströndum U.S.S.R. (Víða að vísu í hreyfanlegum flutningatækjum.) Á Kúbu ætlaöi US.S.R. að gjalda líku Ukt, en þaö þoldi ekki U.S.A. (Kennedy). Þá hótuðu þeir kjarnorkustyrjöld því bandarískt „siðgæði” er þannig að það sem þeir leyfa sér við aðra, þola þeir ekkisjálfir. Sá vægði sem vitið hafði meira, kost- aði Krusjeff að hluta til embættið, en 'skráði nafn hans í mannkynssöguna, sem manns er tók rétta ákvörðun við erfiðar aðstæöur og það er meira en mörgum hlotnast t.d. (Kennedy Viet Nam). 2. HeUdarafleiðing þessa „siðgæðis” U.S.A. varð sú að U.S.S.R. ákveður að ná U.S.A. í hemaðarmætti, CIA komst fljótlega að þessu, enda kunna þeir talsvert fyrir sér (m.a. U-2 flugið, hvað skyldi U.S. A. hafa gert ef Rússar hefðu stundaö reglubundiö njósnaflug yfir heimalandi U.S. A. ?). voru þeir drepnir undir kjörorðinu „Góður indiáni er dauður indíáni”. I örlögum indíána getur maöur séð hvert hiö innsta siðgæði var á þeim tíma. Hvar var viröingin fyrir frelsinu, sjálfstæðinu (máske þegar var verið að hrekja þá frá einu svæðinu á annað) eða hvar var réttlætiskenndin, var hún viöWounded Knee 28/121890? 2. Þetta var þróunarlegt upphaf Bandaríkjamanna, „frelsi, sjálfstæði og réttlæti” herraþjóðar. Ekki voru, né eru, allir Bandaríkja- menn með hið fyrirlitlega „hýenusið- ;gæði” undir siðgæðisgæra „frelsis, . sjálfstæðis og réttlætis”. Of fáir, of sjaldan Um 1860 var A. Lincoln kjörinn for- seti, að vísu ekki nema með 39,8% at- kvæða, en hann hafði þaö áhugamál, meöal annarra góðra mála, að svert- ingjar yrðu skráðir sem menn með lagaleg réttindi sem slíkir. Það þoldu að sjálfsögöu ekki þeir sem höföu tam- ið sér hið sérkennilega bandaríska sið- gæði og úr varð borgarastyrjöld. Þá sigraði að vísu réttlátur málstaöur í styrjöldinni, en seinsótt hefir jafnréttið veriö fyrir hina svörtu og margir vora drepnir af Ku Klux Klan hreyfingunni og enn era ýms „hugsjónaleg” dóttur- fyrirtæki Klansins fræga til í U.S.A. og ráða miklu á bak við tjöldin. Eg ætla hér að staldra við í hinni sögulegu þróunarskoðun á U.S.A. þann 28/12 1890 er síðasta stórslátrun á indíánum fór fram. Þar vora drepnir yfir 180 manns, meirihlutinn konur og böm. Ekki dugði þessum einstaklingum' (vora í fangabúðum) mannúðarstefna Lincolns né þeirra 39,8% sem kusu hann? enda „Kaninn” löngum sjálf- umsérlíkur. Frá 1890 til 1950 eru engin sérstök þróunarleg tíöindi hjá „herraþjóð- inni”. F.D. Roosevelt forseti var að vísu þarfur maöur og kom ýmsum góö- um málum á rekspöl. Á þessu árabili aðstoöuðu þeir að vísu við að fella nasismann, en þá virðist sem innsti kjami valdaklíku U.S.A. hafi ofmetn- ast og talið sig þurfa að fara aö gegna heimssögulegu hlutverki og hóf út- breiðslu á Monroe-fasismanum allt að landamærum U.S.S.R. Býsna lymskulega var að því staðiö, í það minnsta á Evrópusvæðinu (Marshall-aöstoðin, góðverk í sjálfu sér, en ef bandarískur skilningur á húmanískum verðmætum nær rót- festu, væri betur að hún hefði verið af- þökkuö) t.d. afþökkuðu Finnar aðstoð- ina og guldu meira að segja háar stríðsskaöabætur, en þeir eru líka smitfríir af hinu bandariska siðgæði og/eða siðgæðisleysi. Besta árangri hefur Monroe-fasism- inn náð er NATO-klaninn var stofnaður, í fyrstu var hann ekki andstæður evrópskum hagsmunum, en hægt og sígandi er hann að umbreytast í (hernaðarlegt Ku Klux Klan), rSc- stuðningur og sönnun fyrir þeirri túlk- un era síðustu aðgerðir, þ.e. stað- setning Pershing II og Cuise flauganna er hafa sáralítið hernaðarlegt gildi til vama, en mikiö gildi til upphafsárásar og stytta í raun einungis öryggisfresti niður fyrir allar lágmarkskröfur. BJARNI HANNESSON VERKTAKI, UNDIRFELLI Siðgæði Monroe-fasistanna I nafni ímyndaðrar árásarhættu leyfði U.S.A. sér að gera viöamikla atómstríðsáætlun gegn U.S.S.R. (Bravo-Romeo-Delta) =Dropshot 1957. Síðar gefin út í bókarformi er hún var orðin kunn og þar með úrelt orðin. Titill: Operation: World War m. A.C. Brown. Arms and Armour Press. 1979. Athugist: (T. 3.) I þeim áætlunum var gert ráð fyrir að gera árás á 118 af 134 þéttbýlissvæðum U.S.S.R., meira að segja áttu Júgóslavía og Albanía ekkiað sleppa. Þessa áætlun tel ég vera upphafið að hinu brjálæðislega vígbúnaðarkapp- hlaupi. (T. 1. og4.) Fyrir mér er þetta sönnun fyrir að „hýenur” þær sem í raun stjóma U.S.A. og hafa ítök annarstaðar era siðlausustu kvikindi sem uppi hafa verið á jaröríki. 1. Miklu veldur sá er upphafinu veldur, því framhaid er á þróuninni. Fældist þá Pentagonliðið og agentar þess hlupu um Bandaríkin þver og endilöng með fölsuð líkön af eldflaug- um UB.A. og U.S.S.R. og byggðu með því upp vilja til aukinnar hergagna- framleiöslu og til að nota þau þurfti að finna svæði til að berjast á fyrir hinn „helga” Monroe-fasíska málstað. Þaö fannst í Viet Nam, það stríð sannaöi til fulls hvað Bandaríkjamenn era, fyrir hverju þeir berjast og hvern- ig þeir berjast. Það stríð er öllum kunnugt og rek ég gang þess ekki hér. Maður hélt að U.S.A. hefði lært eitt- hvað af því stríði en svo er ekki. Sönn- un fyrir því er kosning R. Reagans og stefnumörkun hans í vígvæðingar- og utanríkismálum, áfram skal haldið, þó sannanlegtséaðvopn og vopnabirgðir séu nægar fyrir og efnisleg rök því ekki fyrir hendi, grundvöllur fyrir þessum aðgerðum hlýtur því að vera sálrænn. Verður góður Kani dauður Kani? Hluti af sálarlifi og hugsjónum hverrar þjóöar hlýtur að vissu marki aö koma fram í fjárlögum hennar. Þar hljóta að koma fram ýmsar áherslur, ábendingar og stefnumörkun og/eða breytingar. Ætla ég því aö taka fyrir hluta af þeim sk. þeim bestu heimildum sem ég hef getað aflað mér. Fór ég að kynna mér ýms gögn er haldbær teljast og fannst mér margt athyglisvert koma þar fram, sérstaklega innbyrðis áherslur á ýmsa útgjaldaliði á ákveðnu árabili t.d. 1978—83 og afleiðingar þeirrar stefnumörkunar semR. Reaganknúðifram. Þegar talað er um stefnubreytingu verður að gefa sér ákveðnar forsendur og sýna fram á breytingar frá þeim. Ætla ég að gera það í vissum þáttum. Viömið Officialfjárlög. 1. Greiðslujöfnuður fjárlaga: Greiðsluhalli var 1980 er R. Reagan tók við —57,9 bill $ en 1983 er hann 194,5 bill $ og talinn fara upp í 231 bill $ í lok kjör- tímabilsins (t.6.) og síðar hækkandi að óbreyttri skattastefnu. (T. 6.) 2. Framlög til menntamála lækkuðu úr 6,6% í 3,6%, úttekt hefir verið gerð á vissum þáttum menntakerfisins og komiö hefir í ljós að þaö er komiö á æriðlágtstig. (T. 12.) 3. Framlög til náttúruverndar og umhverfismála hafa lækkaö úr 2,5% í 1,6%. 4. Atvinnuleysi var 1980 7,6%, er nú ’83 9,8%. (T.8.) 5. Skráðir þegnar neðan fátæktar- marka 1980 voru 29,3 milljónir en hefur fjölgað upp í 34,4 milljónir. Fátækling- um hefur því fjölgað um 17,4% í stjórnartíðR. Reagans. (t. 11.) 6. Framlög til ýmissa tegunda sam- gangna hafa dregist mjög saman og er samgöngukerfið stórlega að ganga úr sér, vantar í það tugmilljarða dollara. 7. Viðskiptahalli við útlönd er kom- inn í um 60 millj arða $. 8. Hinsvegar hafa útgjöld til hermála hækkað úr 27,8% í 34,2’, þar er gróskan og höfuðáherslur í útgjaldabreyting- um. (T. 9.) 9. Hér ætla ég að taka fyrir þaö brjál- æði sem nú fer fram í vígvæðingar- málunum. Gef mér þær forsendur aö leggja saman framlög til „varnarmála og/eða væntanlegs stríðs” 3 ár frá 1981 til 1983 og samanlagðan greiðslu- hallaásamatíma. Utgjöld til hermála eru samt. 569 milljarðar $. Uppsafnaöur greiðslu- halli var á sama tíma 364,3 milljarðar $. Má því segja að upphæö sú er U.S.A. hefir eytt á 3 árum umfram tekjur sé 364,3 milljarðar $ og mismunurinn sé fjármagnaður með lánum, 64% af heildarútgjöldum til hermála hefir því verið mætt með lántökum. Niðurstaða eftir framathugun á f jár- lögum U.S.A. er sú að efnahagskerfið sigli hraðfara inn í öngþveiti vegna rangrar nýtingar á f jármagni. Það er tekið frá nauðsynlegustu þróunarþátt- um, hinni raunverulegu grunnundir- stöðu hvers þjóðfélags (menntun, sam- göngur og umhverfismál) og fært yfir í vígvæðinguna. (T. 1.4.6.9.) Þessar athuganir leiða af sér þanka um fleiri þætti, t.d. valda slíkar risa- lántökur U.S.A. hærri vöxtum bæði heima fyrir (að líkum 3—4%) og reyndar hafa hinir háu vextir áhrif á flest hin kapítalísku hagkerfi og fram- haldsafleiðing er sú að erfiðlegar gengur fyrir þau að ná sér upp úr þeirri kreppu sem þau era í. Einnig gerir þetta hinum skuldugu þróunarríkjum nálega ókleift að standa undir vöxtum og afborgunum af lánum. Ætla ég að setja fram ákveðnar meiningar um líklegar afleiðingar þessa vígvæðingarbrjálæöis. 1. Ef haldið er áfram á sömu braut hlýtur greiðsluhallinn að leiða til auk- innar seölaprentunar og þar meö verð- bólgu. (T.6.) 2. Með því að draga úr framlögum til mennta, samgangna og umhverfis- mála hlýtur þjóðin aö úrkynjast and- lega og efnahagslega (má nú varla við því) og að spara fjárframlög til sam- gangna og umhverfismála (þau hafa um árabil veriö talsvert undir eðlilegu viðhaldi) veldur óhjákvæmilega stór- tjóni innan skamms tíma. 3. Benda má á aö með sama áfram- haldi eru ríkisskuldir taldar fara upp í allt að 1.300. bill $ undir lok áratugar- ins. 4. Fölsk skráning dollarans veldur erfiðari samkeppnisstöðu iðnaðarins og meira atvinnuleysi en vera þyrfti, einnig auknum halla á viðskiptum við útlönd. Þaö ástand er þegar byrjað. 60 bill $ á síðasta ári. Miðað við andlega, pólitíska og efna- hagslega þróun í U.S.A. og þar sem það ríki hóf vígbúnaðarkapphlaupið og er að keyra eigið þjóðlíf út fyrir ystu mörk efnahagslegrar getu til að fram- leiða vopn sem í raun er engin „þörf” fyrir nema til að þjóna og verja og/eöa tryggja sig gegn eigin „hræöslu og móðursýki” tel ég skylt aö vinna að áróðurslegum dauðdaga þeirrar stefnu sem nú er fylgt í U.S.A. og reynt að út- breiða hvarvetna af þjónum þess ríkis á Islandi sem annars staðar. Ber að skoða nafn á greininni út frá þeim for- sendum. (Kaldhæðni viðhæfi). Ritað 5/11984. Bjarni Hannesson UndirfeUi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.