Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR 1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur 1. Þegar viö búum til vatnsdeig, tökum viö fyrst til efniö í deigið og síðan er soöiö saman í potti vatn og smjörlíki. I 2. Hveiti hrært saman viö og hrært rösklega þangaö til deigið sleppir. Deigið kælt og látið í hrærivélarskál. Eggin hrærð varlega saman við. 3. Hakkaöar hneturnar eða möndlur látnar saman við. 4. Við iátum bökunarpappír á ofnplötuna og sprautum deiginu í fagurformaðar bollur. 5. Eða látum deigið á plötuna með tveimur skeiðum á þennan hátt. TILRAUNAELDHÚS DV: BOLLUR - BOLLUR —fyrir bolludaginn—ger- og vatnsdeigsbollur Viö erum aðeins á undan samtíðinni því að í dag er bolludagur hjá okkur. Dagurinn eini sanni er ekki fyrr en 5. mars — þá upphefjast flengingar meðal þjóðarinnar. Til að vera viðbú- inn þeim árásum, sem yfirleitt er stjómaö af yngstu aldurshópunum, þurfum við að geta svarað meö gagn- árásinni vinsælu — bollunum . Og til aö vera viss um að aögerðir okkar heppnist getum viö æft okkur á bollu- bakstri þangað til fimmti dagur mars- mánaðar rennur upp. Við bökum bæði vatnsdeigs- og ger- bollur, búum til tvenns konar krem til aö fylla bollumar með, látum svo ýmislegt annað fljóta með til fróðleiks. Hnetuvatnsdeigsbollur 2 dl vatn 100 g smjörlíki 2 dl hveiti 1/4 tesk. salt 3 stór egg 35 g hnetur (eða möndlur) (1 dl hakkaðar hnetur eða möndlur) Verklýsing 1. Sjóöið vatn og smjörbki saman í potti. 2. Hræriö öllu hveitinu út í og hrærið rösklega í þangaö til deigið sleppir skál og potti. 3. Takið pottinn af eldavélinni og kælið deigið dálítiö. Deigiö látið í hræri- vélarskál. Hakkið hnetumar (eöa möndlurnar). Ef þið hafið hand- þeytara er upplagt aö nota hann í staðinn fyrir hrærivélina. 4. Egginerusleginsamant.d.íglasi. 5. Hrærið eggin varlega saman viö deigið. Þegar hrært hefur verið vel er hökkuðu hnetunum blandað saman við deigið og hrært. 6. Sprautið deiginu á smurða ofnplötu (eða látið bökunarpappír á plötuna í staö þess aö smyrja hana). I stað þess að sprauta deiginu getið þið lát- ið deigiömeðtveim skeiðum á plöt- una. 7. Látið plötuna í 200°C heitan ofninn og bakiö bollurnar í ca 20 mín. Það má alls ekki opna ofninn fyrstu 15 mínútumar. Bollurnar kældar, skornar í tvennt og fylltar. Um margs konar fyllingar er hægt að velja, við setjum mokka- rjóma í bollumar. Mokkarjómi 1 peli rjómi (þeyttur) 1 tesk. kaffiduft 11/2 matsk. flórsykur Bræðið síðan um 50 g af suðusúkku- laði í vatnsbaði ásamt örlítilli matar- olíu og 1/2 tesk. af kaffidufti. Setjið svo súkkulaöibráðina ofan á bollurnar, þegar þið hafið fyllt þær með mokka- rjómanum. Vinnutími við hnetubollumar er um 45 mínútur, þar af 20 mínútur í ofnin- um. Ur þessari uppskrift fáum við ca 20-22 bollur. Verö er ca 51 króna með mokkafyllingunni. Hneturnar hleypa verðinu upp um helming. Vatnsdeiginu er líka hægt að sprauta í krans eða lengjur. Og lengjurnar má t.d. fylla með heitum jafningi með rækjum, skinku og fleiru. En þá er hnetunum eða möndlunum sleppt úr uppskrift- inni. Bolludagsbollur Vinnutími rúmlega 2 klst. Ur upp- skriftinni fást ca 12 bollur og kostnaður er um 34 krónur (Juvel hveiti notað). 40 g pressugereða 4 tesk. þurrger 11/2 dl mjólk 125 g smjörlíki legg 3 matsk. sykur 1/2 tesk. kardimommur ca 7—8 dl hveiti Verklýsing 1. Velgiö mjólkina íu.þ.b. 37°C blandiö gerinu í. Þægilegast er aö velgja mjólkina með því aö setja hana í glas (eöa mál) og láta það í heitt vatn. 2. Sigtið u.þ.b. helminginn af hveitinuí skál, blandiö sykri og kardimommu í, myljið smjörlíkið saman við. 3. Hrærið gerblöndunni og egginu saman við. Hreinsið skálabarmana með sleikju, stráið afganginum af hveitinu yfir. 4. Látið deigið lyfta sér í 30 mínútur eða þar til deigið hefur stækkað um helming. 5. Hnoðið deigiö, bætiö hveiti í ef þarf. Mótiö deigiö í bollur, stórar eða litlar eftir óskum hvers og eins. 6. Bollumar látnar lyfta sér á plötunni þar til þær em orönar vel linar og hafa stækkað um helming eöa svo. Tíminn sem fer í lyftinguna er mjög mismunandi, fer til dæmis eftir hitanum í eldhúsinu og hversu mikiö hveiti hefur verið hnoöað upp í deig- ið. Hart deig er lengur að lyfta sér. Bakið bollumar í miöjum ofninum við 225°C í 12—15 mínútur. Látiö bollurnar kólna áöur en þær em skornar í sundur og fylltar. Þá kemur hér önnur uppskrift af bollum, örlítið dýrari en sú hér á undan (og fleiri bollur). Ef viö notum smjör í þessar bollur kostar um 60 krónur í uppskriftina en um 45 kronur ef við notum smjörlíki. Viö fáum um 16 stór- ar bollur úr uppskriftinni. 100 g smjör/smjörlíki 3 dl mjólk 50gger(lpakki) 1/2 tesk. salt 3/4—1 dl sykur legg 1/2 tesk. hjartasalt 11 hveiti Vinnuaðferðin sú sama og viö bollu- dagsbollurnar, nema að smjöriö (eða smjörlikið) er brætt í potti. Mjólkin sett út í, þá á vökvinn að vera ylvolgur (ekki heitur). 1 þessum vökva leysið þið svo upp geriö, þ.e.a.s. ef þið eruö ekki með ger sem á aö fara beint í hveitið. Bollurnar má fylla með ýmsu góð- gæti, til dæmis sultu og þeyttum rjóma, vanillu- eða rommkremi. Ofan á boilurnar getiö þið sigtaö flórsykur eöa brætt súkkulaöi. Þá bræöið þiö súkkulaðið í vatnsbaði og bætiö örlítilli matarolíu saman við til að þynna súkkulaöið. Einnig má sigta saman flórsykur og kakó, hræra út meö örlitlu vatni, kaffi eða appelsínusafa. Við setjum á bollur dagsins rifs- berjahlaup og rommkrem og þeyttan rjóma í nokkrar. Vmist sigtaðan flór- sykur eða súkkulaðibráð ofan á. I rommkremiö notum við: 4 blöð matarlím 11/2 matsk. hveiti 3 dl kaffirjóma (eða mjólk og rjóma til helminga) 3 eggjarauður 3 matsk. sykur 1 tesk. rommdropar eða annað bragð- efni. Vinnutími 10—15 mínútur, kostnaður ca 47 krónur. Verklýsing: 1. Leggiö matarlímsblööin í bleyti í kalt vatn. 2. Sjóðið í potti jafning úr mjólk og hveiti. Hrærið vel í á meðan suðan er að koma upp. Jafningurinn á að sjóðaí2—3mínútur. 3. Takið pottinn af hellunni. Kreistið matarlímsblööin lauslega og bræöið þau í heitum jafningnum. 4. Hræriö saman í skál eggjarauöum og sykri og hellið því varlega út í jafninginn. Hrærið vel í á meðan. Bætiö rommdropum í. 5. Hitið jafninginn þar til hann þykknar, en varlega, hann má alls ekki sjóða. Kælið og smakkið til. Nú og í staöinn fyrir að búa til romm- krem má líka benda á aö nota kaldan búðing úr pakka. Þá er notuð minni mjólk en gefið er upp á pakkanum. Þá látum viö staðar numiö í dag. En áður en við kveðjum viljum við geta þess að í næstu viku höldum við okkur við það hornið að vera aðeins á undan áætlun, því við munum þá elda saltkjöt og baunir fyrir sprengidaginn. -ÞG 11. Gerbollurnar tilbúnar, með rommfyllingu, rifsberjahlaupi og sumar með þeyttum rióma. Ofan á er ýmist sigtaöur flórsykur eða súkkulaðibráð. DV-myndir: E.O.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.