Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Blaðsíða 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR1984. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Eva Glistrup: Lömuð fyrir neðan mitti. Mogens Glistrup niðurbrotinn maður: DÓTTIR HANS STÓRSLÖSUÐ „Þaö er ekkert að sitja í fangelsi eöa greiöa milljónir í sektir í saman- buröi við þetta. Nú get ég ekki meira,” sagði Mogens Glistrup, einn þekktasti stjórnmálamaöur Dana fyrr og síðar. Eva Glistrup, 28 ára gömul dóttir hans, lenti í bílslysi um sl. helgi er hún var á leið til Brussel þar sem hún starfar sem túlkur í höfuðstöövum Efnahagsbandalags- ins. Svo virðist sem hún hafi misst stjóm á bifreiö sinni rétt hjá bænum Heiligenhafen í Norður-Þýskalandi. Bíllinn hafnaði úti i á og þa r sat E va í tvo tíma, háif í kafi í ísköldu vatninu og gat sigekkihreyft. Faðir hennar fékk leyfi úr fangels- inu þar sem hann situr og afplánar 3 1/2 árs dóm fyrir skattsvik og hélt þegar ásamt Lenu konu sinni til Old- enburg þar sem dóttir hans lá á sjúkrahúsi og sveif milli heims og helju. Eva Glistrup er ekki lengur í h'fs- hættu en læknar telja að hún hljóti varanleg örkuml. Mogens Glistrup: Niðurbrotinn maður. Nú vilja allir stóra bila. Færri fá en vilja. Allir vilja tryllitæki: Stórir bflar í tísku á ný Bílasala í Bandaríkjunum hefur tek- ið verulegan fjörkipp. I janúarmánuöi sl. jókst salan um heil 30% og það und- arlega er aö bílaverksmiðjumar hafa ekki undan að framleiða þær tegundir semfólk villkaupa. Stöðugt bensínverð hefur orðið til þess að nú eru stórir bílar í tísku á ný, fólkið vill tryllitæki og ekkert múður. Vandamáliö er bara að bandarískir bílaframleiðendur hafa verið aö breyta verksmiðjum sínum að undan- förnu, lagt áherslu á smíöi smábíla og standa nú frammi fyrir því að anna ekki eftirspum á stórum bílum. Ford-verksmiðjumar sýna mesta söluaukningu, 52%. Toyota, Nissan, Honda, Subaru og Mazda eru vinsæl- ustu erlendu bíiamir, Volvo er í sjötta sæti og Saab í því þrettánda. ErJoan Baez tattóveruð? Skemmti- leg bók Þjóölagasöngkonan Joan Baez er tattóveruö um allan hkamann, Sean Connery var eitt sinn líkkistusmiður og Burt Reynolds er með hárkollu. Þetta em meöal upplýsinga sem fram koma í nýrri bók eftir Bandaríkjamanninn Ed Lucaire. Bókin mun seljast vel. Jerry Lee Lewissvíkur undan skatti Rokkarinn alþekkti, Jerry Lee Lewis, sem hóf feril sinn um svipað leyti og EIvis Presley og var um tíma álíka vinsæll hefur verið ákærður fyrir skattsvik. Hann gleymdi að telja fram um 30 millj- ónirkróna. Drykkjuskapur og eiturlyfja- neysla hefur staðið rokkaranum gamla töluvert fyrir þrifum. Vin- sældir hans hröpuðu niður úr öhu valdi þegar hann kvæntist 14 ára frænku sinni árið 1958. Sean Connery Itil vinstri) hefur komið viða vio. i.a. verio liKKistusmlOur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.