Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1984, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1984, Page 16
16 DV. LAUGARDAGUR 3. MARS1984. Ævintýrið um Öskubusku —i uppfærslu íslenska dansflokksins Öskubuska. Ásdís Magnús- dóttir hefur þurft að œfa ein hlutverk Öskubusku þar sem mótdansari hennar, Lormeau, hefur verið upp- tekinn við Parísaróperuna og kemur ekki til landsins fgrr en á mánudagskvöld. Þórhildur Þorleifsdóttir er aðstoðarleikstjóri. Fyrir aftan hana er Ólafía Bjarn- leifsdóttir sem fer með hlut- verk góðu dísarinnar. Veislan í höllinni. (DV-myndir Bj.Bj.) Belinda Wright og Yelko Yurésha ásamt Erni Guðmundssyni dansara. Allir þekkja ævintýrið um ösku- busku og vondu stjúpsystumar tvær, en á miövikudag, sjálfan öskudag, veröur frumsýndur ballett við ævintýr- ið í Þjóðleikhúsinu. Það eru dansarar Islenska dans- flokksins sem dansa, en gestur sýningarinnar er einn fremsti dansari Frakka, Jean-Yves Lormeau. Hann fer með hlutverk prinsins en Ásdís Magnúsdóttir dansar titilhlutverkið. öskubusku sjálfa. Tónlistina við ball- ettinn samdi Serge Prokofév fyrir um fjörutíu árum, en danshöfundur er Yelko Yurésha og stjómar hann uppfærslunni ásamt eiginkonu sinni, Belindu Wright. Hún var fyrr á árum ein fremsta dansmærBreta. Ballett Prokofév um Oskubusku var frumsýndur í Bolshoi í Moskvu árið 1945 og hefur veriö sviösettur af öllum helstu balletthúsum heimsins síðan, enda telst hann meðal klassískra verka. Prokofév byrjaöi að semja verkið árið 1940, en stríðiö raskaði öll- um áætlunum hans og lauk hann ekki við verkið fyrr en ’44. önnur þekkt verk eftir hann em óperan Stríð og friður, ballettarnir Rómeó og Júlía, Glataöi sonurinn og Steinblómið. Einn- ig samdi hann barnaævintýrið Pétur og úlfinn fyrir sögumann og hljóm- sveit. Við litum inn á æfingu á öskubusku. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.