Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1984, Síða 21
DV. LAUGARDAGUR 3. MARS1984.
21
Organistinn, Ami Tryggvason, skoðar skáldskap Benjamins, Barði Guðmundsson.
issyni, og Ugla, Tinna Gunnlaugsdóttir.
Arlands, leikin af Sigrúnu Eddu Bjömsdóttur, dansar við kærastann,
ipeight.
Ugla hjálpar eldri syni Búa Arlands, Aragrími, leikinn af Helga Björassyni, sem hefur fengið sér
einum of mikið.
Lelk-
stjérinn
Þorsteinn Jónsson er
leikstjóri Atómstödv-
arinnar. Hann er fœddur
í Reykjavik 1946. Hann
lauk prófi frá kvik-
myndaskólanum í Prag
1971 og hélt þá í fram-
haldsnám í greininni við
Nippon háskóla í Tokýo.
Hann hefur gert all-
nokkrar heimildamyndir
en Atómstödin er önnur
kvikmynda hans í fullri
lengd. Sú fyrri var
Punktur punktur komma
strik frá árinu ’81.
ÍVIKMVVIi SEM
RIÐ AISLANDI”
Hannes Ottósson leikur Þórð, yngri soninn á heimilinu.
sem það hafði toppmeðmæli fengum
við það til að vinna með okkur. Baker
hefur til dæmis fengið verðlaun fyrir
klippingu í Bandaríkjunum og
Kramer, sem er einn af þekktustu
hljóðupptökumönnum Bretlands, sá
meöal annars um hljóð í myndunum
„Gregory’s Girl” og „Local Hero”
eftir BillForsythe.”
— Og hvernig hefur svo tekist til
með hljóðið?
„Hljóðið er mjög skýrt, það heyrist
hvert orð en myndin er í dolhy-stereo. ”
Það var undarleg tilviljun að þegar
Þórhallur var að tala um hljóð mynd-
arinnar hringdi síminn. Leikstjórinn
sjálfur var á hinum enda línunnar.
Hann var staddur í Kaupmannahöfn.
Hann var í sjöunda himni. Myndin
hafði verið prufusýnd í Höfn þennan
dag að viðstöddu nokkru fjölmenni,
meöal annars þó nokkrum
Islendingum. „Myndinni var alveg
rosalega vel tekið og hljóðið er alveg
kristaltært,” sagði leikstjórinn i sím-
anum.
— Hvaö er leikstjórinn að gera í
Kaupmannahöfn?
„Filmuvinnslan fer fram í Höfn,”
sagði Þórhallur. „Og svo var
hljóövinnslan gerð í Hamborg.”
Um 14 milljón króna útgerð
— Hvaðkostarþessimynd?
„Framleiðslukostnaður er áætlaður
um 14 milljónir króna og er myndin sú
dýrasta sem Islendingar hafa gert til
þessa.”
— Og hvað þurfið þið marga áhorf-
endur?
„Eg get ekki nefnt neina tölu í því
sambandi en hins vegar er alveg ljóst
að við náum aldrei inn þeim kostnaði
nema dreifa myndinni erlendis.
Reyndar höfum við góöar vonir um
það.”
■’ - Nú?
„Viö höfum gert samkomulag við
breskt fyrirtæki um dreifingu mynd-
arinnar erlendis.”
— Er það þá bundið við Bretland?
„Nei, alls ekki. Meiningin er að
dreifa henni enn víðar. Meðal annars
er ráðgert að myndin verði sýnd á
kvikmyndahátíðinni í Cannes i maí í
vor. I þessu sambandi höfum við gert
myndina í tveimur útgáfum, það er á
íslensku og ensku. Er þetta jafnframt
fyrsta íslenska myndin þar sem það
hefur verið gert. Leikaramir töluðu
ensku líka inn á myndina og við það
tvöfaldaöist vinnan við frágang
hennar.”
Atómstöðin er önnur myndin sem
kvikmyndafélagið Oöinn gerir. Sú
fyrri var Punktur punktur komma
strik, hvernig gekk hún?
„Hún kom út á sléttu. Við fengum 75
þúsund áhorfendur. Svo var hún sýnd í
sjónvarpi í nokkrum löndum.”
Myndin gerist fyrir tæpum
40 árum
Atómstöðin er 98 minútur að lengd.
Hún gerist fyrir tæpum 40 árum og
hefur verið leitast við að endurskapa
umhverfi þess tíma í byggingu, hús-
búnaði, farartækjum, fatnaði og svo
framvegis. Myndin var tekin upp
siöastliðið sumar og haust í Reykjavík,
að Skaftafelli i Oræfum og í Hvalfirði.
Inniatriði voru flest tekin upp í
upptökusal Aðstööu í vöruskemmu viö
Vatnagarða. Það voru byggö heil hús,
ibúðir og aðrar vistarverur og allt búið
húsmunum sem keyptir voru,
smiðaðir, leigðir eða fengnir að láni.
Listasöfn, stofnanir og einstaklingar
lánuðu einnig mikinn f jölda málverka
og annarra listaverka sem notuö voru í
leikmyndina. Utvega þurfti yfir fjögur
hundruð leikbúninga sem ýmist voru
saumaðir, leigðir eða fengnir að láni.
Þá lánuöu meðlimir Fornbílaklúbbs-
ins, Þjóðminjasafniö og Byggðasafn
Hafnarfjarðar þær bifreiðar sem not-
aðar eru í myndinni.
Þrjú ár í undirbúningi
— Utiatriðin, sem tekin voru í
sumar, hvernig heppnuöust þau, lék
veðriö ykkur ekki grátt?
„Viö vorum alveg stálheppin með
veðrið þrátt fyrir mikiö rigninga-
sumar. Við þurftum þrisvar að fara
.austur í Skaftafell og fengum þetta
ljómandi veöur. Við þurftum til dæmis
aö byggja heila kirkju þar og allt gekk
aðóskum.”
— Hversu lengi hefur myndin veriö í
undirbúningi?
„Um þrjú ár en takan sjálf hófst í lok
júní og stóð nær óslitið fram í október.”
— ErAtómstööinfjölskyldumynd?
„Það ætla ég að vona. Þetta er saga
fjölskyldu sem ég held aö allar fjöl-
skyldur ættu að hafa gaman af. ”
— Ertuánægðurmeðárangurinn?
„Já, ég er mjög ánægður. Myndin er
gullfalleg. Við lögöum mikið upp úr
lýsingum við kvikmyndatökuna sjálfa
og blærinn á myndinni er mjög
skemmtilegur og á Karl Oskarsson
heiðurinn af þvi. Svo standa leikar-
amir sig með afbrigðum vel.”
— Hvert er næsta verkefni kvik-
myndafélagsins? Eruð þið farin að
huga aðþví?
„Já, reyndar, það er ýmislegt í
gangi en of snemmt að segja frá þvi.
Frumsýning Atómstöövarinnar er
mikið átak og nóg i biii,” sagði Þór-
hallurSigurðsson.
-KÞ.