Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Side 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS1984. Spurningin GG, KS, AD í starfskynningu. Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) bjórnum? Agnar Þorláksson: Mér finnst allt í lagi aö bjór komi, annars drekk ég hann ef ég kemst í hann. Inga Vilhjálmsdóttir: Eg held aö þaö sé ekkert verra aö hafa hann og ég drekk hann ef ég kemst í hann. Fríða Júlíusdóttir: Eg er meö honum og ég drekk hann hiklaust. Björn Valdimarsson: Eg er mjög hlynntur honum og ég drekk hann ef ég næ í hann. Gísli Valdimarsson: Eg er hlynntur honum, drekk hann ef ég næ í hann. Bárður Pálsson: Eg er meö honum en ég drekk ekki mikið af honum. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Keppendur i Eileen Ford keppninni 1982sem Vikan stóð fyrir. Miss World og Ford Eileen keppnin: Því gef ur sjónvarpið ekki viðhlítandi svör? Vestriskrifar: Það eru nú margar vikur síðan fyrst var fariö aö ýja aö því í lesendabréfum og víðar aö sjónvarpiö heföi átt aö fá til sýningar Miss World keppnina á síöasta ári og eins aö sýna frá Eileen Ford keppninni. Nú, eina svariö sem sjónvarpiö gaf var á þá leið að sjónvarpið heföi ekki fengið þennan þátt til sýningar (hér er átt viö Miss World keppnina), þannig aö hann yrði ekki sýndur hér — eins og þaö var orðað í svari sjónvarpsins í einhverju blaöanna. En sjónvarpsmanni þeim (einhverjum dagskrárgeröarmanni) sem sVariö gaf láöist aö geta þess, hvort þátturinn hefði ekki fengist, þótt um heföi veriö beöiö af hálfu sjónvarpsins, — eöa hvort sjónvarpið heföi ekki fengið þáttinn vegna þess aö þaö heföi ekki beðið um hann. Nú er þaö svo með opinbera starfs- menn aö þeir starfa fyrir almenning og það eru skattborgarar sem greiöa laun þeirra. Þess vegna er þaö ekki úr vegi aö starfsmenn sjónvarpsins, en þó helst sá aðili sem er ábyrgur fyrir viökomandi deild svari sjálfur en láti ekki t.d. einhvern dagskrárgeröar- mann eöa aöra svara spurningum sem beint er til stofnunarinnar. Þaö er áreiöanlega ósk margra aö forstööumaöur lista- og skemmti- deildar svari (sjálfur) þeim spurn- ingum sem beint hefur verið til sjónvarpsins vegna tregöu þess að koma þættinum um Miss World keppn- ina á framfæri viö áhorfendur, þótt eftir honum hafi veriö óskaö og hann sé vinsæll eins og fyrirspurnir bera meö sér. Eins er það meö Eileen Ford keppnina. Einhvers staöar fréttist þaö að sá þáttur heföi veriö boðinn sjónvarpinu til sýningar, en honum heföi veriö hafnaö, — ekki endilega af viökomandi ráðamanni lista- og skemmtideildar eöa þeim sem ákvaröanir tekur um slíkt, heldur kannski af einhverjum öörum, kannski almennum starfsmanni eöa dagskrár- gerðarmanni (en þeir eru víst fleiri en einneða tveir). Ef sjónvarpið hefur ekki efni á aö kaupa svona þætti á þaö hreinlega aö koma fram í svari þess. En vita mega ráöamenn sjónvarps þaö aö léttir þættir og annað skemmtiefni á borö við fegurðarsýningar, kvikmyndir og aöra afþreyingarþætti eru miklu vinsælla sjónvarpsefni en þaö efni sem sjónvarpið hefur aö uppistööu nú og ávallt áður. Sá taprekstur sem sagður er vera á sjónvarpi okkar (einhver segir um 150 millj. króna á árinu ’82) yröi mun minni ef hætt væri aö kosta upp á gerö innlends efnis, sem yfirleitt er mis- heppnaö og leiðinlegt. DV haföi samband viö Elínborgu Stefánsdóttur og Hinrik Bjarnason hjá lista- og skemmtideild sjónvarpsins og sögðust þeu ekki kannast viö að stofnuninni heföi verið boöin fyrrnefnd Eileen Ford keppni til sýningar. -SigA. Prýðilegir prúðu- leikarar Erhægtað sýna meira? Ariskrifar: Ægiiega er ég farinn að sakna gömlu góöu Prúöu leikaranna. Eg er nú búinn að bíöa þolinmóöur í nokkuð langan tíma eftir að sjónvarpiö hefji sýningar á þessum frábæru þáttum aftur. Eg man eftir ööru löngu bili sem varö á sýningum þessara þátta en ég minnist þess ekki aö hafa saknaö þeirra tiltakanlega þá, því ég skildi ekki alltaf húmorinn sem lá á bakviö. Þegar svo þeir voru teknir til sýningar aftur þá fór mér skyndilega aö líka stórvel viö þessa þætti. Þeir eru frábærlega vel geröir, enda engir aukvisar við stjórnvölinn á þeim bæ. Eg held aö þetta sé húmor fyrir fólk á öllum aldri. Krakkar hafa gaman af brúðum sem dilla sér en fyrir þá sem lengra eru komnir á þraskabrautinni þá er hin djúptækari hlið þáttanna (oröaleikjabrandarar o.fl.) hin besta skemmtun. Því vil ég beina þeirri kurteislegu ósk til forráðamanna sjónvarpsins aö þeir athugi þann möguleika að taka þættina til sýningar aftur. Prúðuleikaramir glaðir á góðri stundu. íslenska s/ónvarpið hefur nú sýnt alla þættina sem hafa verið fram/eiddir með þessum vinsælu figúrum. Kveðja Guðrún Þorleifsdóttir skrifar: Skýldi raaöurinn hafa verki meö þessu? var setning er ég heyrði oft á æskuárum mínum er einhver hafði látiö frá sér fara í ræðu eöa riti eitthvað eindæma heimskulegt. Eg get ekki aö því gert að setning þessi leitar oft á huga minn er ég les klausur Skuggabaldurs þess ér Dagfari nefnist og eys reglulega úr brunni geövonsku sinnar í DV. Nýveriö tók kempa þessi (sem auðvitað þorir ekki að auglýsa heimsku sína undir fuliu nafni) nýafstaðið Búnaöar- þing til umfjöllunar. Allur er pistill þessí uppfullur af hroka og illgirni í garö bænda sem vænta má úr þeim herbúðum. I fyrsta lagi telur Dagfari Búnaöarþing ekki lengur eiga rétt á sér, vegna þess að landsmenn -hafi nú orðið útvarp og síma. Ef þessir fjölmiðlar geta leyst Búnaðarþing af hólmi, ættu öll önnur stéttarfélög og landssamtök aö geta sparaö þjóðinni öll funda- höld og þing, þar meö talið Fiskiþing og Kirkjuþing, því flestir landsmenn eiga greiðari aögang aö fjölmiðlum en bændur. Dagfari segir m.a. að landbúnaðurinn hafi veslast upp sem atvinnugrein, en lifi á ríkisstyrkjum og niöur- greiöslum í skjóli skrifstofubákns i Reykjavík. Ennfremur aö fjöl- mennur hópur bænda gisti nú höfuðborgina, í sínu eigin hús aö vísu, eti þar og drekki á kostnað samborgara sina og klæðist spari- fötum kaupfélagsins. Nú verö ég að viðurkenna að ég hef aldrei séð spariklætt kaupfélag og veit því ekki hvernig sá klæðnaður lítur út, en spariklædda bændur hef ég séð. Þeir hafa yfirleitt sómt sér vel, unnið höröum höndum fyrir sínum sparifötum og komiö fram undir fullu nafni, enda oröiö aö bera ábyrgð á orðum sínum og gerðum. Þaö a- vægast sagt mótsagna- kennt aö tala í ööru oröinu um fá- menna forréttindastétt sem ráði lögum og lofum og skammti sjálf kjör sin af mikilli óbdgirni en í hinu orðinu er þessi sama stétt að veslast upp í þvílikri eymd að bændur geti ekki skroppið til Reykjavíkur einu sinni á ári nema eta þar og drekka á kostnað sam: borgara sinna. Hvernig er búiö aö homrekum þess þjóðfélags sem leikur for- réttindastétt sína svo hart? Nei, Dagfari góöur. Bændur þurfa ekki aö blygðast sín fyrir tUveru sína eöa sinn skerf til þjóðfélagsins. En eitt má vera þeim áhyggjuefni. Það er sú úrkynjun sem kemur fram hjá þér og þínum líkum, sem því miður eigið rætur ykkar í sveitunum. Islensk borgar- ómenning er tiltölulega ung, en íslensk bændamenning er gömul og rótgróin og hefur staðið af sér harðari hríð en níðskrif blekbuUara sem fara hamförum viö aö afneita upprunasínum. Elínborg Stefánsdóttir hjá lista- og skemmtideUd sjónvarpsins sagði, er DV haföi samband viö hana, aö sjónvarpið heföi sýnt aUa þætti meö Prúöu leikurunum sem framleiddir heföu veriö. Þetta væru vel yfir 100 þættir og stærsta þáttaröö sem sjónvarpið heföi sýnt. Er Elínborg var spurö hvort ttt stæöi að kaupa hina nýju þætti sem fram- leiöendur Prúðuleikaranna hefðu nú hafið framleiðslu á sagöi hún aö þættirnir væru mun dýrari en þaö sem sjónvarpið gæti hæst boöið. Þessir þættir njóta nú gífurlegra vinsælda í Bretlandi. -SigA. Um orðið Art Therapist Kennari hringdi: og haföi uppástungu fram aö færa um starfsheitið Art Therapist. Sagði hann að best væri að nota oröiö listmeðferðarfræðingur eöa myndmeöferðarfræðingur. Það væri annars ákaflega erfitt aö þýða orðiö Therapy nema þá meö orðinu lækning eöa meöferð. Sá sem er listmeðferðarfræðingur fæst við aö hjálpa viðfangi aö tjá sig með myndum í stað máls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.