Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Page 34
34 DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS1984. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL TENNIS OG TRABANT „Þriðjudagur til þægileghcita,” segjum við í Dægradvölinni, vitandi það að nú eru aðeins 29 dagar til sumars. Sumardagurinn fyrsti er jú fimmtu- daginn 19. apríl og í tilefni þess: „Komiði sælir, féiagar og vinir góðir.” Við tökum okkur ti! að þessu sinni og fjÖllum um tennis og Trabant. Þetta með Trabantiun er nokkuð sérstakt. Hann er aðeins tvítugur og cr ekinn 725 kílómetra. Aðeins. Eigandi hans, Kristbjörn Hauksson, sem einnig er tvítugur, á Trabant- inn einvörðungu vegna þess að hér er um antik-Trabant að ræða. Verðmæti Herra Trabb-trabb cru mæld með öðrum hætti en notagildi til daglegs brúks. Frá Trabantinum förum við í Þrekmiöstöðina í Hafnarfirði og fylgjumst með frísklegu fólki spiJa tennis. Já, þetta eitiihressa fólk lætur það ekkert á sig fá þó enn vanti nokkra daga isumariö. Er þá nokkuð annað að gera en nota tennisspaðann fyrir punktinn okkar víðförJa? „Ekki slá fast,” segir hann og við förum að ósk hans og laumum honum með hakhöndinni á sinn stað. Texti: Jón G. Hauksson Myndir: EinarOlason Ótrúlegt en satt. BiHinn eraðeins ekinn 725kilómetra. Megnið af þeim kiló- metrafjölda er tilkomið er bilnum var ekið norður. ,,Já, fé/agi, ertu kominn með bilinn i 1000 kílómetra skoðunina?" Trabant „delúx" með öskubakka var eitt sinn sagt. Þessi öskubakki hefur aldrei á sinum 20 ára ferli fengið ösku. A/drei verið reykt ibílnum. OV-myndir: Einar Ólason, Sest i aftursæti Trabantsins í fimmta skiptið. „Rúmgóður, þægilegur og hátt til lofts," myndu bilasérfræðingar segja. „Það var siðastliðið haust að ég eignaðist gripinn. A fiþurftiþá að losa sig við hann úr skúrnum þvihann ætlaði að setja hefilbekk þar inn istaðinn." Kristbjörn Hauksson, 20 ára húsasmiðanemi. Hann og Trabantinn hans eru á sama aldri. Þeir eru þó ekki ,, fæddir" á sama árinu. Við sjáum hér hvar Kristbjörn tyllir sér upp á húddið og ekki er annað að sjá en Herra Trabb-trabb sé ánægður. Kann auðvitað að segja nafnið sitt, blessaður —Trabantinn hans Kristbjörns Haukssonar er árgerð 1964 og ekinn 725 kflómetra. íaftursætið hefur verið sest 5 sinnum og „delúx”-öskubakkinn aldrei notaður „Afi minn, sem býr norður á Akur- eyri, keypti Trabantinn nýjan fyrir tuttugu árum. En eitthvað leiddist hon- um bílamenningin, því hann setti bíl- inn eftir nokkurra daga notkun inn í skúr, þar sem hann hefur svo dúsaö síðustu tvo áratugina. Það var svo síðastliðið haust að ég eignaðist grip- inn. Af i þurfti þá að losa sig við hann úr skúmum því hann ætlaöi að setja hefilbekk þar inn í staðinn. ’ ’ Já, hún er með ólíkindum, sagan af Trabantinum hans Kristbjörns Hauks- sonar, 20 ára húsasmíðanema, sem býr úti á Seltjarnamesi. Trabantinn hans er splunkunýr en þó orðinn tvítug- ur. Hann er ekinn alls 725 kílómetra, aðeins. I öskubakka bílsins hefur aldrei farið sígaretta og í aftursætið hefur verið sest um fimm sinnum. Hér með er sagan ekki sögð. Því hvað mundir þú segja sem bifreiða- eftirlitsmaður ef þú þyrftir að skoða þennan „20 ára gamla Austur-Þjóð- verja” sem síðast var skoðaður árið 1965? „Heyrðu, vinur, hefur þú ekki trassað að koma meö bílinn í skoðun?” er ekki ólíklegt að einhver myndi láta út úr sér. Sennilega færi kaskeitið h'ka á Jireyfingu. Samtal Kristbjöms við stúlku í Bif- reiðaeftirlitinu um þennan trausta Trabant segir ef til vill allt sem þarf að segja. ,,Eg hringdi og spurði hana um bíl- inn A-2231. Eg sagði við hana hvort hún vissi hvaða tegund bíllinn væri. Eftir dálitla stund svaraði hún: „Það er Trabant 600 árgerð 1964.” Hann var þá á skrá eftir allt saman hugsaði ég með sjálfum mér Eg spurði hana því hvað ég þyrfti að gera varðandi pappíra um bíhnn. „Heyrðu, góöi, það fyrsta sem þarf nú að gera er að finna bíhnn.” — Líkaði afa þínum aldrei viðhann? „Eg held að hann hafi kunnað ágæt- lega við hann. Þetta var þó bara þannig að félagi hans ók bílnum noröur Skoðaður síðast árið 1965. ,,Heyrðu, vinur, hefur þú ekki trassað að koma með bí/inn i skoðun?" og afhenti hann afa. Eftir nokkra daga held ég að afa hafi einfaldlega þótt orðið of mikil umferð og því lokaði hann bíhnn inni í skúr. ” En umferðin á Akureyri var samt ekki meiri en svo að afi Kristbjörns hefur síðan farið ferða sinna um bæinn á mótorhjóli. Og til þess að upplýsa fólk um þennan heiðursmann á Akur- eyri, þá heitir hann Oskar Guðjónsson og er elsti starfsmaður Akureyrar- bæjar. Kristbjörn segir okkur frá því er hann fór norður th Akureyrar síðasthð- ið haust til að ná í Trabantinn. „Eg setti bUinn í skip og flutti hann þannig suður. Fljótlega eftir að suður kom leitaði ég aö skúr til að geyma hann í og fékk inni hjá BílastUlingu Stjána og Svenna í Hafnarfirði. Þar hefur hann verið í aUan vetur.” — Aekkertaðnotakaggann? „Nei, hann þessi er aðeins spari. Hann verður í mesta lagi notaður á þjóðhátíðardaginn og sunnudögum y fir sumarmánuðina. Maður rúUar á honum rúntinn og í ísbúðina, svona í ekta sunnudagaskapi.” — Hefurðuhugsaðþéraöseljaþenn- an antik-Trabant? „Nei. Ef ég fæ að ráða þá sel ég hann aldrei. Aldrei. Þessi bUl er mér mikils virði. Hann er eiginlega eins og einn af fjölskyldunni. Og ég hef áhuga á fombílum, hví þá að selja þennan úr- vals vagn?” — HvaðmeðTrabant-klúbbinn? „Jú, ég er kominn í Skynsemina. (Skynsemin ræður, heitið á Trabant- klúbbnum.) Lét innrita mig þar fyrir um þremur mánuðum. Reyndar bjóst ég við fleirum í klúbbnum miðað við þann fjölda sem á Trabant. Mér finnst ótækt annað en allir Trabant-eigendur séu í Skynseminni. ” — Nú hefur Trabant haft frekar leiöinlegt orð á sér. Mönnum hefur ekki þótt þessir bUar nógu fínir og sagt hefur verið að menn hafi frekar gengið en að þiggja far í Trabant. — Hvað finnst þér, er Trabant nógu fínn bíU? „Þetta er rétt. Flestir hugsa sem svo að TraJiant sé ekki nógu fínn bíU. En við verðum líka að gá að því að margir líta á bUa sem stöðutákn. Þeir aka um á stöðutáknum en ekki bílum. Og um minn Trabant get ég ekki annað sagt en að hann er þrumugóður. Eg verð þó að játa að í gegnum árin hefur orðið drusla oft komið upp í huga minn er ég hef heyrt minnst á Trabant. En það breytir samt ekki þeirri skoðun minni að fólk á ekki að hafa þann hugsunarhátt aö einhver bUl sé ekki nógu fínn fyrir það.” — Trabb, trabb og aftur trabb, trabb. Síðan mikiU reykur og hávaði. — Er þinn Trabant þannig? „Já, já, hann kann auðvitað að segja nafnið sitt, blessaður. Hann er með þetta sígilda Trabant-hljóð.” — En hvað heldurðu að skoðunar- maöurinn segi í vor þegar þessi heiðursfélagi í Skynseminni mætir til skoðunar? „Eg veit það ekki, það verður bara að koma í ljós. En ætli honum bregði ekkiaðsjá ’65-miðann.” -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.