Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20 MARS1984.‘ 35 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Að eiga „smass” í bakhöndinni —fylgst með þeim hjónum Steini Sveinssyni og Ólínu Jónsdóttur í tennis „Viö erum eingöngu í tennisinum til aö leika okkur og fá holla hreyfingu,” sögöu þau hjón Olína Jónsdóttir og Steinn Sveinsson er viö hittum þau á öörum tennisvellinum sem Þrek- miðstööin í Hafnarfirði hefur komið upp. Þaö er ekki hægt aö segja annað en þau séu lífleg og skemmtileg hjón. Að minnsta kosti er tennisinn spilaöur meö smössum, bakhandarsveiflum og greinileg ekkert gefið eftir. Steinn mátti þó til meö aö koma meö stríönislegt „tennisskot”. „Eg held aö ég sé öllu kurteisari en hún. Þaö er ósjaldan sem ég gef henni mjög góöa bolta en hún svarar þá bara með því aö lemjaáfulluámóti.” • W r: ■ ■ ■ : ' Ekki var aö sjá aö Olína tæki þessari athugasemd illa. — Er þetta rétt? spuröum við blátt áfram. „Það held ég ekki. Eg veit ekki betur en ég gefi honum þessa fínu bolta, en hann kvart- ar stundum yfir því aö tennisspaðinn hans gæti veriö betri.” Tennisinn ýtir gremiiega undir létt- leikann í fólki. Þaö var í fyrrasumar sem þau læröu þessa íþrótt. „Viö f órum þá í tíma til Christan Staub, sem kennt hefur hér í Þrekmiöstööinni. Ahugi okkar haföi vaknaö á feröalög- um erlendis er viö kynntumst íþrótt- innilítillega.” Olína sagöi okkur aö þaö væri upp- lagt fyrir konur ekki síður en karla aö stunda tennisíþróttina. Þetta væri skemmtileg aöferö til þess aö trimma. „Eg hef spilað racketball hér í vetur og finn þaö núna hve nauðsynlegt er fyrir alla aö hreyfa sig svolítiö. Aöur en ég fór í tennisinn í fyrrasumar haföi ég ekki hreyft mig í mörg ár. Til gamans má geta þess aö Steinn spilaöi körfubolta meö Iþróttafélagi stúdenta í mörg ár. „Eg hætti í körfu- boltanum fyrir f jórum árum en byrjaði aftur í vetur í „lávarðadeildinni” svo- kölluöu, 1. flokki.” — Og hvemig fer körfuboltinn og tennisinn saman? „Prýðisvel. Báöar íþróttirnar eru mjög skemmtilegar en körfuboltmn er í fyrsta sæti hjá mér enda löngum verið talinn mikiö körfuboltafan.” -JGH 1 Þennan fer ég létt með hvað sem raular og tautar. Ólina mundar spaðann og slær erfiðum bolta yfir netið. ,.Það er ósjaldan sem ég gef henni mjög góðan bolta, en hún svarar þá bara með þvi að lemja á fullu á móti." \ Hressilegum leik lokið siðastliðinn fimmtudag og að sjálfsögðu er tekist i hendurá eftir. Lifleg hjón, þau Ólina og Steinn. DV-myndir Einar Ólason. Spiluðum alveg f ram í desember — rætt við tennisleikara sem láta veðrið ekki hafa nein áhrif á sig Þeir félagar láta veörið ekki hafa áhrif á sig. „Sé leiðindaveöur þá er ekkert annað aö gera en galla sig upp, klæöa af sér kuldann. Síöan er bara að spila eins og menn séu í sólarlöndum.” Þannig komust þeir aö oröi, félag- arnir Guömundur Eiríksson þjóö- réttarfræöingur, Arni Tómas Ragnars- son læknir, Christian Staub banka- starfsmaöur og Kolbeinn Kristinsson verslunarmaöur, er viö trufluöum þá í hörkutennisleik síöastliöinn fimmtu- dag. Aö vísu haföi Kolbeinn hlaupiö í skaröiö aö þessu sinni. hann haföi mætt með þeim hjónum Steini Sveins- syni og Olínu Jónsdóttur. En þegar Ijóst var aö þaö vantaði „fjórða mann- inn” hjá þeim Ama, Guömundi og Christian færöi hann sig yfir til þeirra. Þeir Arni, Guðmundur og Christian tilheyra hcpi tennismanna, sem spilar reglulega saman allt árið. I hópnum eru meðal annars menn eins og Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra, Einar Thoroddsen læknir, Þor- steinn Blöndal, Kristján Baldvinsson og Amar Arinbjarnar. „Þetta er ákaflega hressandi. Þaö er gott aö geta spilað úti,” sögöu þeir þrátt fyrir að okkur þætti í þaö napr- asta. I ljós kom að þetta var fyrsti dagur- inn sem þeir spila úti á þessum vetri. „Þaö eru ekki margar íþróttir hérlend- is sem hægt er aö spila eins lengi úti og tennisinn. Sé spilaö á upphituðum völlum, eins og er hér, þá er hægt að spila úti í 10 mánuöi á ári. Og viö spiluðum á síö- asta ári alveg fram í desember.” Eftir þaö fóru félagarnir inn í hlýj- una en þeir hafa spilað í Iþróttahúsi Gerplu, nýja íþróttahúsinu á Digranes- hálsi í Kópavogi, og Iþróttahúsi Selja- skóla. Flestir í hópnum hafa dvalist lang- dvölum erlendis og þannig kynnst íþróttinni. „Tennis er með vinsælustu íþróttum erlendis. Mikið spilaður í Bretlandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum, svo örfá lönd séu nefnd. I Bandarikjun- um er tennis til dæmis eins konar tískufyrirbæri.” I lokin má geta þess aö Christian Staub, sem er Svisslendingur, hefur kennt og kennir tennis hjá Þrek- miöstööinni. — En hvað haldið þiö aö margir spili tennis hér á landi? „I samtökum áhugafólks um tennis em um hundraö, en ætli þaö séu ekki um fjörutíu sem spila reglulega á sumrin.” -JGH I Kampakátir tennismenn. Talið frá vinstri: Guðmundur Eiriksson þjóðrétt- arfræðingur, Árni Tómas Ragnarsson læknir, Christian Staub bankastarfs- maður og Kolbeinn Kristinsson verslunarmaður (og þekktur körfuknatt- leiksspilari). „Þetta er ákaflega hressandi. Og það er gott að geta spilað úti." Arni Tómas og Guðmundur Eiriksson. Þeir tilheyra hópi tennismanna sem spila saman nokkrum sinnum i viku allan ársins hring. Á mánudags- kvöldum i vetur spilaði Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra með þeim. Hann kynntist tennisíþróttinni á námsárum sinum erlendis. Sagan segirað Steingrimur hafiátt gott „come back"i tennisinum. DV-myndir Einar Ólason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.